Alþýðublaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 8
a ■BTJARNARBfÓ Rebebka eftir hinni frœgu skáldsögu Daphne du Maurier. A'ðalMutverk: Jobu Fontaine. Laurence Olivier. Sýning kl. 4, 6,30 og 9. P INU SINNI meðan á þræla- stríðinu stóð í Bandaríkj- unum, hitti liðsforíngi úr herj- um Norðurríkjanna negra nokkum og tók hann tali. „Veiztu það, Surtur minn,“ sagði liðsforínginn, „að stríðið milli okkar og Suðurríkjanna er háð þín vegna?“ „Jú, jú, það hefi ég heyrt,“ sagði negrinn. „Og þú vilt gjarnan fá frelsi, éða er ekki svo?“ sagði liðsfor- inginn. „Jú, ætli það ekki,“ sagði negrínn. „En af hverju gengur þú þá ekki í herínn til að berjast fyrir því?“ Negrinn klóraði sér í höfðinu og hugsaði málið. „En heyrðu mig, Hvítingur minn,“ sagði hann að lökum, „hefir þú nokkurn tíma séð hunda bítast um bein?“ „Já, oft og mörgum sinnum,“ sagði liðsforinginn. „Jæja, en hefirðu þá nokkurn tíma séð beinið bíta?“ * XT OKKRUM dögum áður en * Abraham Lincoln var myrtur, sagði hann vini sínum og konu sinni draum, sem hann hafði dreymt um nóttina. Draumurinn var á þessa leið: „Mér fannst ég vera staddur í Hvíta húsinu. Eg reikaði stofu úr stofu, sá engan, heyrði alls staðar grát og gnístran tanna. Loks kom ég inn í svonefnt Austurherbergi. Þar voru lik- ALf>YÐUBLAÐIÐ pallinn og reykja. Við verðum að horfa á sólsetrið. Þau sátu þar alein. Sólin var að setjast. Hin þungu ský í vesírinu voru eldrauð, en áin og borgin var í skugga. Berta og ungi maðurinn sátu þegjandi en hamingjusöm, og þó nagaði sá uggur hjörtu þeirra, að ekki myndi nýr dagur rísa yfir gleði þeirra. Nóttin nálgaðist og stjörn- umar komu fram ein eftir aðra. Fljótið streymdi hljóðlaust og rólega, og umhverfis það blik- uðu ljós heimsborgarinnar. Þau sögðu ekkert, en Berta vissi, að pilturinn var að hugsa um hana, og hún þráði að heyra hann segja það. — Um hvað ertu að hugsa, Gerald? — Hvað ætti ég að hugsa úm annað en þig og það, að ég verð að fara frá þér? Berta gat ekki að því gert, að orð hans glöddu hana, það var svo yndislegt að vera elskuð heitt, hún vissi, að ást hans var sönn. Hann horfði í dökk augu hennar. — Ég vildi að ég hefði ekki hagað mér svona flónslega hérna áður, hvíslaði hann. — Ég veit að það var afleitt, ég skammast mín óskaplega gagn- vart þér. — Ó, Gerald, þú ert þó ekki að hugsa um þetta, sem ég sagði við þig um daginn. Ég ætlaði ekki að særa þig. Ég iðrast eftir það. — Ég vildi óska þess, að þú börur, og á þeim lá lík, blæjum sveipað. Hermenn héldu þar heiðursvörð, og hópur af fólki stóð í kring. Allir voru daprir í bragði, sumir grétu. „Hver er dáinn í Hvíta hús- inu?“ spurði ég einn hermann- anna. „Forsetinn,“ svaraði hann. „Hann var myrtur.“ Þá kváðu við angistarkvein frá fólkinu, og við þau vaknaði ég, og kom mér ekki dúr á auga það sem eftir var nætur. Mér stendur stuggur af þessum draumi.“ elskaðir mig, Ó, Berta, stöðv- ! aðu mig ekki. Ég hefi þagað yfir því svo lengi, og ég get . ekki farið án þess að segja þér það. •— Ó, góði Gerald, gerðu það ekki, sagði Berta og rödd henn- ar ætlaði að bresta. — Það er þýðingarlaust og við verðum bara bæði afar óhamingjusöm. Vinur minn, þú virðist gleyma því, að ég er miklu eldri en þú. Okkur væri ómögulegt að njót- ast jafnvel þótt ég væri ógift. — En ég elska þig af öllu hjarta. Mig langar til að segja þér tilfinningar mínar. Hann greip hendur hennar og þrýsti, og hún lét svo vera. — Elskarðu mig alls ekkert? spurði hann. Berta svaraði ekki, og hann laut ofan að henni og leit í augu henni. Þá sleppti hann höndum hennar og greip utan um hana og þrýsti. — Berta! Berta! Hann kyssti hana ákaft. — Ó, Berta, segðu að þú elsk- ir mig. Þá verð ég svo ham- ingjusamur. — Ástin mín, hvíslaði hún og tók um höfuð hans og kyssti hann. En kossinn hafði kveikt eld- inn í æðum hennar og nú gat hún ekki annað gert en það, sem hún þráði. Hún kyssti varir hans, augu hans, og hún kyssti liðað hár hans. En svo reif hún sig lausa og spratt á fætur. — Óttaleg flón erum við! Nú skulum við fara á stöðina, Ger- ald, það er orðið framorðið. — Ó, Berta, farðu ekki strax, grátbað hann. — Við megum til, ég þori ekki að vera lengur. Hann reyndi að taka hana aftur í faðm sér og bað hana innilega um að vera kyrra. — Gerðu þetta ekki, Gerald, sagði hún. — Spurðu mig ekki, þá verð ég svo óhamingjusöm. Sérðu ekki hvað þetta er von- laust? Þú verður farinn eftir viku, og við sjáumst aldrei aft- ur. En þótt þú yrðir kyrr, er ég gift, ég er tuttugu og sex ára, en þú nítján. Góði vinur, við FimmtuAagur 1. okt&ber 194SL BSS NÝJA Blð ■ Fíughetjurnar (Keep ’em Flying) Bráðskemmtileg mynd. Aðalhlutverkin leika skop- leikararnir frægu: i IGAMILA Blðl Waterloo- brúin (Waterloo-Bridge) ameríksk stórmynd. VIVIEN LEIGH ROBERT TAYLOR Sýnd kl. 7 og 9. BUD ABBOTT og LOU COSTELLO Sýnd kl. 5, 7 og 9. Framhaldssýning kl. 3Yz—GVz. LÁDDIE með Tim Holt. gerum okkur bara hlægileg með þessu. —En ég get ekki farið. Hvað gerir það þótt þú sért eldri en ég? Og það skiptir engu, að þú ert gift, þú kærir þig ekkert um mann þinn, og honum er alveg sama um þig. — Hvernig veiztu það? — Ég sá það. Mér leiddist það þín vegna. — Blessaður drengurinn! tautaði Berta og var gráti nær. — Ég hefi verið mjög óham- ingjusöm. Það er satt, Eðvarð hefir aldrei elskað mig, og hann hefir ekki verið alls kostar.góð- ur við mig. Ó, eg get ekki skil- ið, að mér skyldi ekki alltaf vera sama um hann. — Það gleður mig! —- Ég ætlaði mér aldrei að verða ástfangin aftur. Ég þjáð- ist svo mikið. Mig furðar á því, I VA6NALANDI mennirnir ofsækja þau og eru alltaf á hælunum á þeim.“ ,,En hvað ert þú þá?“ spurði Fríða. „Ert þú galdrakarl?“ ,,Ég er hálfur dvergur og hálfur galdrakarl," sagði litli, skrýtni ekillinn. „Móðir míh var galdranorn, svo að ég kann talsvert fyrir mér. Ég var út- lægur ger úr álfheimum, af því að ég magnaði stígvél konungs- ins, svo að þau gengu sjálf út úr skápnum einn morgun og koma aldrei aftur. Hí, hí, hí, það var svei mér skemmtileg sjón!“ „Mér finnst það ekkert fynd- ið,“ sagði Gunni. „Þetta eru heimskupör, sem hæfa vel ná- ungum eins og þér.“ „Vogarðu þér að tala svona upp í opið geðið á mér!“ sagði ekillinn æstur. „Ég er ekki heimskur! Ég er bráðgáfaður. Ef þið hefðuð þó ekki væri nema helming af mínum gáfum, væruð þið áreiðanlega efst í skólanum. Það er ekki ofsögum sagt, að það var undarlegur lýður £ Vagnalandi. Þar sáust á gangi galdranornir- í síðum möttlum og með háa hatta, og fjölkynng- ismenn voru á ferðinni á leið í búðir með litlar kanínur og héra sér við hlið til þess að bera körfurnar. Börnin sáu . einm galdramann í síðum kufli með fimm faðma langan slóða á eft- ir sér og galdrakonu með svart- an kött í fylgd með sér, og hélt hapn á körfu hennar. Allt, sem þau sáu, var mjög annarlegt, eins og í.draumi. Að lokum nam litli vagninn staðar fyrir utan bíátt Vagnhús, þar sem gul tjöld voru fyrir gluggunum. „Jæja, .þá erum við komin,“ sagði ekillinn og steig út úr bílnum. Ég heiti Slægu’r, og Hérna á ég heima. Jæja, 'dreng- ur minn, farðu inn í vagnhúsið ■VOURPLANEI ^ MIEEEP...BUT VOU x I’LL 6ET/ JT) WHEN THE NEXT EWARM HITS US, JOE, TRYTO.’.. Örn: Næst þegar 'þeir leggja til atlögu, skaltu .... Njósnarinn (Hugsar): Ég missti af flugvélinni þinni, en ég skal ekki missa af þér. iHEVfWHAT ThlE i-s. DEVIL ARE YOU DO/NG ?/) EiWhÍII l^<ry/í NAZ! Örn: Heyrðu, karl minn, hvað í ósköpunum ertu að gera? Öm: . Skjóta- á várnarlausan . , flugmanninn. í fallhlífinni’. Það er herbragð nazista.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.