Alþýðublaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 6
6 AL£>YDUSLAÐ!^ Fimmtudagur 1. oktúber 1,942. Kosntngaskrtlstofa A«listans er í Alþýdnhúsinn við Hverfiisg. á 2. hæð. — Fyrirgreiðsla vegna kosninga utan kjör- staða og almennar upplýsingar vegna kjörskrár o. fl. Skrifstofan opin kl. 10—12, 1—4 og 5—7. Sími 2931. Á 6. hæð er skrifstofa flokksins opin kl. 9—12 0*3-7. Alþýðuflokksmenn! Mætið þar og hefjið þegar í stað störf fyrir A-listann. KOSNINGANEFNDIN Verkalýðsmál á Anstnrlandi: Samningar om kanp og kjör verkafólks á Eskifirfli. Eskifirði, 20. sept. 1942. INN 30. ágúst 1942 sögðu verkamannafélagið „Ár- vakur“ og verkakvennafélagið „Framtíð“ upp þáverandi kaup- samningi við vinnuveitendur hér á staðnum, í þeim tilgangi að fá hækkað grunnkaup. Samningnum var sagt upp með viku fyrirvara. Um þetta leyti hafði Alþýðu- samband íslands vakið máls á því við verkalýðsfélögin á Austurlandi, að þau hefðu með sér samtök um að samræma kaupið og koma á 8 stunda vinnudegi. Hinrí 4. sept. s.l. komu saman á Eskifirði fulltrúar frá þessum verkalýðsféfögum: verkamanna félagi Norðfajarðar, ,,Fram“ á Seyðisfirði, verkamannafélagi Vopnafjarðar, verkamannafé- lagi Reyðarfjarðarhr. verka- kvennaf. „Framtíð“, Eskifirði og „Árvak“, Eskifirði. — Ráð- stefna þessi bjó svo til grunn- kaupstaxta, sem koma skyldi á um allt Austurland og sam- þykkti einróma stytting vinnu- dagsins í 8 stundir. Eenn frem- ur samþykkti ráðstefnan, að reyna að koma á fjórðugssam- bandi á milli félaganna á Aust- urlandi. Verkalýðsfélögin hér á Eskifirði hafá síðan fengið und- irskrifaða samninga um kaup og kjör á sama grundvelli og ráðstefnan undirbjó. Hér fer á eftir grunnkaupið eins og það er nú og eins og það var áður, ásamt öðrum kjarabótum. Kaup karlmanna: Algeng dagvinna nú kr. 1,90, áður kr. 1,10. Eftirvinna nú kr. 2,85, áður kr. 1,40. Nætur- og helgidagavinna nú kr. 3,80, áð- ur kr. 1,65. Dagvinna í skipum miðað við 20 smál. nú kr. 2,30, áður 1,30. Eftirvinna nú kr. 3,45, áður 1,65 Nætur- og helgidagavinna nú kr. 4,60, áður engin. Dagvinna í kolum, salti, sem- enti og timbri nú kr. 2,60, áður 1,50. Eftirvinna nú kr. 3,90, áð- 5 ur engin. Nætur- og helgidagav. nú kr. 5,20, áður engin. Kaup kvenna: # Algeng dagvinna nú kr. 1,40, . áður kr. 0,85. Eftirvinna nú kr. ! 2,10, áður kr. 1,15. Nætur- og helgidagavinna nú kr. 2,80, áð- ur kr. 1,95. Tímakaup í síldarv. nú kr. 1,50, áður kr. 1,00. Kaup unglinga á aldrinum 13 til 16 ára skal vera sama og kvenna, en vinni unglingar skipavinnu skulu þeir hafa karlmannakaup. Vinni konur það, sem talið er karlmannavinna, skulu þær hafa sama kaup og karlmenn. Vinnudagur telst frá kl. 8 f. h. til kl. 5 e. h. Eftirvinna telst frá kl. 5 e. h. til kl. 8 e. h. Næt- urvinna telst frá kl. 8 e. h. til kl. 8 f. h. Kaffitímar eru kl. 9,45 f. h. til kl. 10 f. h. og kl. 3 til 3,15 e. h. Kvöldmatartími er frá kl. 7 til.kl. 8 e. h. Kaffitímar að næturlági eru kl. 12 til kl. 12,15, kl. 3 til kl. 3,15 og kl. 5 til kl. 5,15. Kaffitímar eru allir án frádráttar á kaupi. Helgidagar skulu taldir allir helgidagar hinnar íslenzku þjóðkirkju, sumardagurinn fyrsti, 17. júní, 1. desember og 1. maí. Slasist verkamaður eða verkakona vegna vinnu eða flutnings til og frá vinnustað, skal hann eða hún halda sömu greiðslu og Tryggingarstofnun ríkisins greiðir, frá því slysið varð og þar til Tryggingarstofn- unin tekur við að lögum, en þó aldrei lengur en 7 daga, enda sé hinn slasaði óvinnufær að dómi læknis. Vinni ófaglærðir menn fag- mannavinnu, skulu þeir hafa sama kaup og fagmenn, enda leggi þeir sér til fullgild verk- færi við vinnuna. Samningur þessi kemur til framkvæmda þriðjudaginn 8. sept. þ. á. Ofanritað eru öll atriði kaup- gjaldssamnings þess, er gerður var nú á Eskifirði. Er óhætt að fullyrða, að samkvæmt honum hefir verkafólk á Eskifirði feng- ið þaér langmestu kjarabætur, sem fengizt hafa síðan verka- lýðsfélög voru stofnuð á Eski- firði. Má vafalaust þakka þessar kjarabætur að verulegu leyti samtökum þeim, sem verka- lýðsfélögin höfðú með sér, með því að stofna til fulltrúaráð- stefnu þeirrar, sem áður getur, er vonandi að framhald verði á þeirri samvinnu og að hún verði I aukin mjög á næstunni. Mun þá ! verkalýður Austurlands sanna, að hann stendur sterkari eftir. Leifur Björnsson, formaður verkamannafélagsins ,,Árvakur“. ARGENTÍNA. Framhald af 3. síðu. miklu íhaldssamari. Nú eru aðeins tvö ríki eftir á vestur- hveli jarðar, sem halda uppi stjórnmálasambandi við Mönd- ulveldin, en það eru Argentína og Chile. Auglýsið í Alþýðublaðinu. Prestarnir á Anst- fjSrðnm ero á mótí prestbosningnm. SamDykktn og að bindast samtoknm um að siðbæta stjðrnmálin. ÐALFUNDUR PRESTA- FÉLAGS Austurlands var að þessu sinni haldinn að Ketil- stöðum að Völlum dagana 11.— 12. þessa mánaðar. Eftir byrj unarstörfin hóf séra Sigurjón Jónsson frá Kirkjubæ umræður um prestakosningalög in og eftir nokkrar umræður samþykkti fundurinn einróma svohljóðandi fundarályktun: „Aðalfundur Prestafélags Austurlands telur núgildandi prestskosningalög algjörlega óviðunandi jafnt frá siðferði- legu sem stéttlægu sjónarmiði séð. Fundurinn skorar því ein- dregið á kirkjustjórnina að beita sér fyrir því, að núgild- andi prestskosningarlög verði hið fyrsta numin úr gildi. í þeirra stað fái söfnuðir, er prestakall losnar rétt til að kalla sér þrest og sé sú köllun bundin við vilja meiri hluta safnaðar. Verði prestur við köliun, sendir biskup köllunarbréfið til ráðuneytisins er veitir þá þegar embættið samkvæmt því. Hafi söfnuður þar á móti ekki tekist að kalla sér prest, skal biskup setja prest til að þjóna preta- kallinu 1 ár. Hafi köllun eigi tekist innan þess tíma, skal biskup auðlýsa brauðið til um- sóknar og veita það að öðru jöfnu samkvæmt embættis- aldri.“ Séra Pétur' Magnússon að Vallanesi hafði framsögu um „Prestar og stjórnmál". Að umræðunum loknum var samþykkt eftirfarandi fundar- ályktun: „Aðalfundur Prestafélags Austurlands lýtur svo á, að nauðsyn beri til þéss að prestar landsins bindist samtökum um * raunhæfari aðgerðir að hálfu prestastéttarinnar en beitt hefir verið, til þess að vinna gegn- stjórnmálaspillingu þeirri, sem er nú orðin ein mesta hindrun gegn því, að starf prestanna fyrir trú og siðgæði beri til- ætlaðan árangur.11 Þriðja umræðuefni funárins var „Húsvitjanir“. Séra Jakob Einarsson pró- fastur flutti fyrirlestur um þær, en að honum loknum var eftir- farandi fundarályktun gerð að undangengnum umræðum. „Fundurinn telur húsvftjanir presta til blessunar, séu þær vel ræktar og telur sjálfsagt, að prestaköllin séu ekki stærri en svo, að þeir geti rækt þær sem bezt.“ Skátar! Stúlkur, Piltar, Rovers! Fyrsti skemmtifundur skátafélaganna í Reykjavík á þessum vetri, verður í kvöld í Oddfellowhúsinu og hefst ki. 9 5, d. Húsinu lokað kl. 10 s. d. Mætið í búningi. Engin borð tekin frá. Algýðnflobbsfélag Beykjaríkur: Hverfisstjórafundur er boðaður kl. 8,30 fostu- dag 2. okt. j Iðnó uppí. Munið heitstrengingu frá síðasta fundi og mæt- ið öll. STJÓRN ALÞÝÐU- ÍFLOKKSFÉLAGS REYKJAVÍKUR Hafnfirðingar Iðnfyrirt,æki í Reykjavík vill ráða til sín nokkrar reglusamar hafnfirzkar stúlkur. Gott kaup. Stúlkunum verður ekið til Hafnarfjarðar að lokinni vinnu. Afgreiðsla Alþýðublaðsins vísar á. Höfum úrval af ódýrum Laugavegi 74. ■ EHDSðLUBlRSfilR ARNI JÓNSSON. HHNAtSIR.9 Kanpið og dýrtíðin. Framh. af 4. síðu. tillögu um launabætur, 25— 30%, til opinberra starfsmann á allt að 10 þús. króna gnrnn- laun, auk nokkurrar uppbótar til handa fjölskyldumönnum í opinberri þjónustu,. sem hann fékk samþykkt á vorþinginu. Samtímis þessu hafa verklýðs- samtökin komið fram veruleg- ijm hækkunum á grunnkaup og viðurkenningu á 8 stunda vinnudegi, auk ýmsra annara mikilsverðra fríðinda. Þannig hefir lánast fyrir forgöngu Alþýðuflokksins að auka verulega þann hluta tekju aukningar þjóðarinar, sem rennur til verkalýðsins og ann arra launastétta, og að tryggja félögunum aftur fullan rétt til að vinna að kjarabótum með- lima sinna, sem íhald og Fram- sókn gerði tilraun til að svipta þau. Nú liggur fyrir næst að tryggja það sem unnist hefir, að tryggja kaupmátt launanna og lögfestingu 8 stunda vinnu- dagsins. Kjötsalan í Herðubreið. Eins og undanfarin haust seljum við nu í sláturtið: trvals dilkakjðt ár Dðlom.af Strðndom og vfðar. Ank pess: Mör, Lifnr, Hjörtn, Svið, (aðeins ösviðin). Spaðsöltum fyrir þá er þess óska, ef komið er með íiát. 4th.: Slátrnn verðnr lokið eftir 10—12 dag. FRYSTIHÚSIÐ HERÐUBREIÐ Frikirkjnvegi 7, sími 2678.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.