Alþýðublaðið - 03.10.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.10.1942, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ Kryddsild heiltunna kr. 135,00, hálftunna kr. 68,00. — Eins og undanfarið verður saltað fyrir þá, sem bess óska, á staðnum. tekur til starfa 17. þ. m. Námsgreinar: Islenzka, enska, danáka, reikningur og bókfærsla. Skólinn starfar í tveimur deildum, byrjunardeild og framhaldsdeild. — í sambandi við skólann starfa námsflokkar í íslenzku og íslenzkum bókmenntum, hagfræði og félagsfræði, landafræði, sögu o. fl., ef óskað er. Skólastjórinn, Skúli Þórðarson magister, tekur á móti umsóknum í Stýri- mannaskólanum kl. 8—9 síðdegis, sími 3194, og heima, Fálkagötu 27, kl. 6—7 síðdegis. Hanstmarkaður KRON er hafinn á SkélavOrðnstig 12 Sfmi 3240. Folaldakjðt í heilum skrokkum: kr. 4,00 pr. kg. í frampörtum: kr. 3,80 pr. kg. í lærum: kr. 4,30 pr. kg. Trippakjöt í heilum skrokkum: kr. 4,20 pr. kg. í frampörtum: kr. 4,00 pr. kg. í lærum: kr. 4,50 pr. kg. Saltfiskur 50 kg. á kr. 107,00, 25 kg. á kr. 55,00, í lausri vigt: kr. ,2,30 pr. kg. Saitsíld f heiltunna kr. 102,00, hálftunnajcr. 53,00, fínsöltuð oe hausskorin í hálftunnu kr. 62,00. Telpukápur fallegt úrval, nýkomið. S KLÆÐAVERZL. ANDRÉSAR ANDRÉSSONAR HF. j s ? Stöðvun dýr- tíðarinnar- Framh. af 4. síöu. allir hugsandi menn sáu fyrir að engu gat til vegar komið öðru en því að auka og marg- falda þann glundroða, sem fyrir var, eins og reynslan nú hefir sannað og allir nú viðurkenna. Glundroðinn í atvinnumálun- um hefir nú, síðan gerðardóm- urinn var afnuminn, verið stöðvaður fyrir aðgerðir verka- lýðssamtakanna og í samræmi við stefnu Alþýðuflokksins. En verði sama stjórnleysið látið viðgangast áfram á öðr- um sviðum eða aukast, geta engir samningar staðizt til lengdar, og er þá hætt við, að aftur sæki í sama horf, einnig á þessu sviði. Verði óbreyttri stefnu haldið áfram í dýrtíð- armálum og fjárhagsmálum, verður ekki unnt að halda uppi stjóm í landinu nema með því að beita þeim að- ferðum, sem ekki geta sam- rýmzt þeirri lýðræðishug- sjón, er íslenzka þjóðin al- mennt og eindregið játast undir. Og jafnvel stjóra, sem freistaði að beita slíkum að- ferðum, myndi eigi geta haldið velli til lengdar, án þess að leita stuðnings er- Iendra aðila. Eina færa leiðin og þjóðinni samboðna er því efalaust sú, að gerbreyta um stjórnarstefnu og hverfa að því, að landinu verði stjórnað algerlega án tillits til þeirra sérhagsmunamanna og hópa,sem látnir hafi verið sitja að stríðsgróðanum og með því marka stefnuna — því ein- dregnara með hagsmuni alls almennings fyrir augum. Höfuðeinkenni hinnar nýju stefnu yrðu því að vera: í fyrsta lagi, að bæta að svo miklu leyti sem unnt er, það misrétti, sem ranglát skipting stríðsgróðáns hefir leitt til, og þá með því að taka mjög verulegan hlut hans til jöfnunar á kjörum almenrr- ings í nútíð og framtíð og ann- arra alþjóðarþarfa, og í öðru lagi, sem hlýtur að verða aðal- atriðið úr því sem komið er, að girða með róttækum aðgerðum fyrir áframhaldandi misskipt- ingu stríðsgróðans og auðsöfnun á fárra manna hendur, svo og fyrir það, að hann flæði ó- hindrað um landið og komi til leiðar þeirri verðbólgu, sem ekkert fær stöðvað. ÚTSALA við afslátt af öllum vörum ?í dag og næstu daga gefum S S £ WINDSOR MAGASIN S S Laugavegi 8. verzlunarinnar. Saga og dolspeki er bókin. sem inniheldur spádóma um stríðið — og segir fyrir um endi þess. Fæst í næstu bókabúð. MILO -t tHÍ" »| HKDSðUiimtR ABNI JÓNtSON. KÍFNSMIR 9 Laugardagur 3. október 1942. Þýzkur fangi. Myndin sýnir þýzkan fanga, tekinn höndum á Afríkuvígstöðvunum ftðalfundor Qlimnfélags- ins írmanns. Jens Guöþjörnsson kosinu for- maður í 16. sinn. ÐALFUNDUR glímufé- lagsins Armanns var haldinn í Kaupþingssalnum síðastliðið mánudagskvöld. Stjórn félagsins gaf ýtar- lega skýrslu um hið glæsi- lega nýlokna starfsár. Yfir 500 manns æfðu íþróttir hjá félaginu á árinu. Fjárhagur félagsins er góð- ur. Form. fél. var kosinn Jens Guðbjörnsson. Hefir hann nú. gegnt þeim starfa í 15 ár og fé- lagið eflst injög og fært út starf semi sína undir stjórn hans. — Var honum þakkað prýðilegt starf og hann hylltur ákaft á fundinum. Ólafur Þórsteinsson var endurkosinn form. skíða- deildar og Skarph. Jóhannsson form. róðrardeildar. Sú breyt- ing var gjörð á lögum félagsins, að þeir eiga nú báðir' sæti í aðalstjórn, er þessi embætti skipa. Aðrir í stjórn voru kosn- ir: Sig. Norðdahl, Loftur Helga. son, Baldur Möller, Árni Kjart--. ansson, Sigríður Arnlaugsdótt- ir og Margrét Ólafsdóttir. Vara stjórn skipa: Guðm. Arason, Skúli Norðdahl, Guðm. Bl. Guðmundsson, Sigurgeir Ár- sælsson og Gunnl. Briem. Endurskoðendur voru kosnir Konráð Gíslason og Stefán G. Björnsson. Æfingastjóri skíðamanna var kosinn Skarphéðinn Jóhanns- son. Fulltrúar félagsins á aðal- fund ÍSÍ voru kosnir: Jens Guðbjörnsson, Jón Þorsteins- son, Sig. Norðdahl, Stefán Run- ólfsson og Sigríður Arnlaugsd. Munið að fjölmenna á fræðslu og skemmtikvöld Alþýðuflokksins, hið fyrsta á þessum vetri, í kvöld kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. HANNES Á HORN)NU (Frh. af 5. síðu.) „KR. SIGD.“ skrifar: „Mig langar að rabba um smáatriði, og biðja þig að svara mér spurningum mínum, ef ekki er allt of mikið að gera. Hvenær á að ráðstafa húsnæðislausa fólkinu? Hér er flutningsdagiu’inn liðinn og ekkert heyrist enn um árangur eðá áætl- anir út af skrásetningu húsnæðis- lausra, sem fram fór fyrir alllöngu. Eg ér á götunni méð mi'g og mína og spyr því: Á hin gífurlega háa húsaleiga, sem er á þeim húsnæð- úm, sem leigð eru nú, að fá að leika lausum hala lengi énn?“ „AF HVERJU hefir Páll okkar ísólfsson þennan langa formála í hvert sinn ,sém hann hefir söng- kvöld í útvarpið? Grín er ágætt ut af fyrir sig, en sem ábaétir með hverju lagi er það nokkuð mikið og veit ég um fjölda fólks, sem heldur vildi fá 1—2 lög fleiri eða söng þann síma, sem Páll eyðir í formála.“ „SVO ER það eitt, sém ég hefi hugsað stöðugt um síðan' í fyrri vilcu. Eg leit á útstillingu í glugga, sem var á leið minni. Það var tom bóluútstilling, þar sá ég málverk eftir Kjarval. Hvort sem hann hef- ir gefið það eða hlutaveltan keypt það, finnst mér sár synd, að það skuli vera notað í hlutaveltuaug- lýsingar, verk eftir Kjarval. Því hann er og verður meistari okkar í sinni grein.“ „SEGÐU MER EITT, Hannes minn! Eru augu okkar landsmanna enn lokuð fyrir því að Kjarval er okkar mesti snillingur í sinni grein og vil ég gefa honum meistaranafn. Á ekki að fara að vernda og gæta verka hans framtíðarinnar vegna, eins og annarra verka, sem dýr- mætust eru? i>að er í það minnsta of gott að nota verk hans og nafn í sambandi við skranhlutaveltu.“ KÆRA KR. SIGD. Eg þakka síðustu orðin í bréfi þínu, Eg veit að margir eru á sömu skoðun og þú um pistlana mína. Það er bú- ið að skrifa mikið um húsnæðis- málin liér í blaðið undanfarna daga. Það eru í raun og veru eng- in svör, sem hægt er að gefa. Eg er ekki á sömu skoðun og þú með gamanið hans Páls. Hins vegar er ég alveg á sama máli og þú um Kjarval. Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.