Alþýðublaðið - 03.10.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.10.1942, Blaðsíða 7
Laugardagur 3. október 1942. í Bærinn í dag. $ Næturlœknir er í nótt Halldór Stefánsson,, Ránargötu 12, sími: 4561. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðuxmi. Afmæli. 67 ára er í dag frú Guðrún Sið- urðardóttir, Barónsstíg 18. Laugarnesprestakall. Messa á morgun kl. 2 séra Garð- ar Svavarsson. S.-H.-gömlu danzarnir. Fyrsti danzleikur á sunnudag- inn kl. 10 í Alþýðuhúsinu. Hallgrímsprestakall. Messa kl. 2 í Austurbæjarskól- anum, séra Sigurbjörn Einarsson. Kl. 11 f- h. barnaguðsþjónusta, séra Jakob Jónsson. Börn, sem vildu gerast meðlimir í barnasöng- flokk Hallgrímskirkju, geri svo vel og gefi sig fram við organista kirkjunnar. Frjálslyndi söfnuðurinn. Messa á morgun kl. 5 séra Jón Auðuns. Sendiherra Thor Thors verður til viðtals í Stjórnarráð- inu mánudaginn 5. október og þriðjudaginn 6. október, kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. Ármenningar! Æfingarnar í kvöld eru sem hér segir: í minni salnum: Kl. 7—8 telur leikfimi. Kl. 8—9 drengir leikfimi. Kl. 9—10 hnefaleikar. í stóra salnum: Kl. 7—8 Handknatt- leikur karlar. Kl. 8—9 íslenzk glíma. — Látið innrita ykkur, ver- ið með frá byrjun. — Skrifstofan er opin frá kl. 8—10. Hlutavelta K. R. í gær var dregið hjá lögmanni í happdrættinu. Komu upp þessi nú- mer: 3632 matarforði, 2722 þurk- aðir ávextir, 15935 tonn af kolum, 8805 kjötskrokkur, 1656 farseðill til ísafjarðar, 15091 farseðill til Akureyrar. Vinningarnir verða af- hentir ó skrifstofu Sameinaða í Tryggvagötu. Fram og Valur keppa næstk. sunnudag til ágóða fyrir berklasjúklinga. Kappleikux- inn mun fara fram laust eftir há- degið. Jtevýan „Nú er það svart, maður“ verður leikin næst á sunnudags- kvöld. Athygli skal vakin á því, að líklegt er, að revýan verði ekki sýnd nema í fá skipti að sinni, og ættu þeir, sem ætla sér að sjá hana, ekki að fresta því, þar til það er orðið of seint. ALÞYÐUBLAÐIÐ 85 ára Einar Jóusson frð Ejfrarbokka EINAR Jónsson frá Grund á Eyrarbakka, nú til heim- ilis. á Þvervegi 40 er 85 ára í dag. Einar Jónsson hefir haft lif- andi áhuga á almennum málum og fylgist með þeim af lífi og sál. Hann hefir mikla réttlætis- kennd til að bera. Vinir hans munu senda hon- um hlýjar kveðjur á afmælis- daginn. Þeir eru margir, sem þekkja hann, en enn þá fleiri hafa séð hinn skeggprúða og fallega öldung í bókinni ísland í myndum. Sigurður Einarsson Frih. af 2. síðu. af landi, hefir aðsókn alls stað ar verið mjög góð þar sem Sig- urður hefir flutt erindi sitt, og vekur það hvarvetna mikla at- hygli, enda er Sigurður, svo sem kunnugt er, einn hinn á- gætasti fyrirlesari landsins og hefir líka jafnan staðið styr um hann. Nú ætlar Sigurður að flytja þetta erindi á fræðslu- og skemmtikvöldi Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur í kvöld og á morgun mun hann flytja það í Hafnarfjarðarkirkju kl. 5 sd. Islenzkir sapiæítir oo Uóðsðgnr. Safnandi: Guðni Jóns- son. Útgefandi ísafaldar- prentsmiðja h, f. ÞRIÐJA HEFTI af íslenzk- urii sagnaþáttum og þjóð- sögum, sem Guðni Jónsson magister safnar, er nýkomið út og fylgja athugósemdir og við aukar við fyxri hefti og nafna- skrá. Það virðist tízka um þessar mundir að halda til haga ýms- um þjóðlegum fróðleik og er það vel farið. í þessu bindi er einna merkilegust frásqgnin um Fjalla-Margréti. Það er kunnugt, að hér áður fyrr lögð-. ust karlm. út og gerðu bændum þungar búsif jar í sauðatöku, en hitt mun hafa verið mjög sjald gæft, að konur legðust út og gerðust allt að því mannskæð- ar. Þá eru og athyglisverðar og fróðlegar sagnirnar af Gottsvin Jónssyni og fólki hans, en eins og kunnugt er kemur hann mjög við söguna af Þuríði for- manni og Kambránsmönnum. Þessar sagnir stinga að ýmsu leyti í stúf við sagnirnar af hon um í sögu Kambránsmanna og sýna hann í allt öðru ljósi. Það er kunnugt, að Guðni Jónsson skráir vel sögur sín- ar og er vandur að heimild- um. S ÚTSAL4 s Jí dag og næstu daga gefum • Svið afslátt af öllum vörum verzlunarinnar. WINDSOR MAGASIN Laugavegi 8. S S .s s s s Svefnherbergis- til sölu. Sími 5022. Eaopi gnll Lang hæsta verði. Sigurpór, Hafnarstræti Auglýsið í Alþýðublaðinu. I. Fræðslu- og skeramtikvöW Alpýðnflokksins. verður haldið í samkvæmissölum Alþýðuhússins við Hverfisgötu laugardaginn 3. okt. kl. 8,30. SKEMMTIATRIÐI: 1. Skemmtunin sett, formaður skemmtinefndarinnar. 2. Sigurður Einarsson flyturerindið: Eigum vér að erfa landið eða töpum vér þvi? 3. Samdrykkja, fjöldasöngur o. fl. 4. Upplestur (stuttur kafli úr bókinni „í verum“, Theódór Friðrikssoíi). 5. Ávarp formanns félagsins, Haralds Guðmundssonar. 6. DANS frá kl. 11. Aðgöngumiðar fást frá kl. 1 í dag í kosningaskrifstofu. A-listans, 2. hæð Al- þýðuhússins, við Hverfisgötu, í aðalsölubúðum Alþýðubrauðgerðarinnar, Laugavegi 61, og einnig má panta aðgöngumiðá í síma 5020. Skemmtinefndin. mfflmmwmmmim LUTAVELlA Kvenfélagsins ,,Hringsins“ verður haldin í í. R. húsinu við Túngötu sunudaginn 4. október og hefst kl. 2 e. h. Aliur ágóði rermur til fyrirhugaðs bamaspítala. Á þessari hlutaveltu verða mjög margir vandaðir munir. Meðal annars verða: Farsðill til ísafjarðar (á I. farrými). Mörg tonn af kolum, Vz tonn í happdrætti, Klukka, Kaffistell. Tvö gólfteppi, Ölkassi, Krosssaumspúðar, Styrkið bamaspítalann og freistið gæfunnar um leið! Matvörur, Alls konar tilbúinn fatnaður, Kápur, kjólar, skíðaföt og fjöldi annarra ágætra muna, sem of langt yrði upp að telja. Fjöbnennið í í. R. húsið! HLUTAVELTUNEFNDIN HÚSNÆÐISVANDRÆÐIN. Frh. aí 2. síðu. í allt sumar barizt við að. fá íbúð, en algerlega árangurs- Iaust. í fullkominni angist, að minnsta kosti stundum, hefi ég beðið eftir fyrsta október. Og svo kom þessi dagur. Eg fór að tala við einn fátækrafulltrú- ann. Ætlaðist til að hann hol- aði mér einhvers staðar niður. Eg hitti. Ólaf Sigurðsson. En svörin, sem ég fékk voru þessi: „Mér kemur þetta ekkert við. Við eigum ekki að sjá um þetta. Það, sem við höfum gert, höfum við gert sem sjálfboða- liðar. Við fáum ekkert fyrir þetta!“ Svo fór ég til „húsnæðis- ráðunautarins.“ Margir tugir manna biðu eftir viðtali við hann. Hann neitaði að tala við okkur. Það var í skrifstofutíma hans sem framfærslufulltrúa. Síðan talaði ég við hann aftur. Eg sagði honum ástæður mín- ' ar. Hann sagðist ekkert geta gert fyrir mig, ég hefði ekki verið borinn út með fógetaúr- skurði! Eg sagði að það væri hægt að koma því í kring, en hann sagði að það stoðaði ekki neitt. Eg bað um að búslóð minni yrði komið fyrir á Korp úlfsstöðum, en því var neitað. Hvað á maður að gera? Eg er viss um að hvorki ríkisstjórn- in eða bæjarstjórnin gera sér ljóst, hversu hræðilegt ástand- ið er, ef þeir vita það og gera ekki meir en raun er á, þá eru þeir óþvegnir götudrengir. Það ríkir neyðarástand, sem verður að vinna á móti bókstaflega með öllum ráðum.“ Þessi lýsing er ljót. En er hún nokkuð ljótari en öll saga íhaldsins í húsnæðismálum Reykjavíkur. ÓDÝRT! ÓDÝRT! Járnrúm með vírbotnum. Fjórar stærðir. Sérstakt tækifærisverð. FORNVERZLUNIN, Grettisgötu 45. Sími 5691. ^^*I»J|^>^»»»##'##########################>#################»########### Skrifstofa húsnæðisráðunauts bæjarins verður eftirleiðis í frakkneska spítalanum við Lindargötu, á efri hæð. Skrifstofan verður opin alla virka daga, nema laugardaga, kl. 4*4 til 6 síðdegis. Húshæðisráðunauturinn verður til viðtals mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. BORGARSTJÓRI „VÍNSALINN“ Frh. af 2. síðu. en lét þó kyrrt liggja. En svo kom hinn næsti dagur og ekki kom maðurinn. Eftir dálítið bardús gerði kaupmaðurinn sér lítið fyrir og kærði mann- inn. Lögreglan fór á stúfana og svo var hann dæmdur í gær fyrir svik í þriggja mánaða fangelsi og missi borgaralegra réttinda. Við yfirheyrslu játaði maðurinn að hafa svikið féð út úr kaupmanninum. Sagði hann að sig hefði vantað þessa peninga, en hins vegar hefði hann aldrei átt neina flösku af viskí. Þá var og í gær dæmdur pukursveinn, sem stal útvarps- tæki úr bifreið, hjólbarða og slöngu. , Fékk hann skilorðs- bundiim dóm: 60 daga fangelsi og missi borgaralegra réttinda. í gær var erlendur sjómaður dæmdur í 2000 króna sekt fyr- ir sölu og innflutning áfengis. ALÞÝÐU SKÓLINN. Framh. af 2. síðu. Forstöðumaður Alþýðuskól- ans sagði við Alþýðublaðið í gær, að skólinn yrði settur laugardagskvöldið 17. þ. m. En frá næstk. mánudagskvöldi tekur hann við nemendum k?.. 8—9 í Stýrimannaskólanum, en þar starfar skólinn í vetur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.