Alþýðublaðið - 09.10.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.10.1942, Blaðsíða 4
 Fösiudaguir S. clítóber 194&. ^ipíj$ttblaí>il> Útgefandl: Alþýtíaílckknrúm. Rltet|éri: SteCán Pjetarsson. Kíístjóm og afgreíösla í Ai- þýHiiWaiiiii við Hverfisgötu. Símar ritetj .mar: 4901 og 4902. Slaanr afgreiðslu: 4900 og 4006. Ver6 í lausasölu S0 aura. Alþýðuprentemiajan hJ. Ahyggjur Her- manns. HERMANN JÓNASSON lét í útvarpsræðu smni á aaánudagskvöldið í ljós nokkrar áhyggjur út af stefnu og fram- tíð Alþýðuflokksins: Meðai annars varpaði hann fram eftir- farandi spurningu: „Hvað verð- nr um Alþýðuflokkinn í þessum kosningum og hver verður stefna hans eftir kosn.ingar?" Og hann svaraði sér sjálfur: „Það er ennþá ráðgáta.“ Já, það er svo margt, sem virðist vera orðið Hermanni Jónassyni ráðgáta í seinni tíð. Hann ætlaði sér að verða raun- verulegur einræðisherra hér á landi um síðustu áramót, og byrjaði á því, að gefa í banda- lagi við stríðsgróðamenn Sjálf- stæðisflokksins út gerðardóms- lögin sællar minningar í þyí skyni, að kúga Alþýðuflokkinn og launastéttir landsins. En á- framhaldið varð allt annað en til var ætlazt. Áður en hálft ár var liðið var Hermann hrapað- nr úr valdasessi og gerðardóms- lög hans orðin að engu. En það er eins og hann hafi lítið lært. Hann er nú að vísu bersýnilega í leit að nýjum bandamönnum, ef vera mætti, að hann gæti með tilstyrk þeirra fleytt sér aftur upp í forsætisráðherra- sessinn eftir kosningar. En að nokkrar aðrar leiðir séu til þess að stjóma landinu en ný kúg- unarlög og gerðardómur, — það verður ekki séð, að honum hafi skilizt enn. Það er því ekki nema vel skiljanlegt, að Hermann Jónas- son hafi nú nokkrar áhyggjur út af því, hvað Alþýðuflokkur- ian ætlist fyrir eftir kosningar. Því að vel mætti hann, eftir það, sem á undan er gengið, að minnsta kosti renna gnm í það, að Alþýðuflokkurinn verði ekki í neinum félagsskap við þá menn eða flokka, sem ekki sjá aðrar leiðir út'úr ógöngunmn eai kúgurxarlögin og gerðardóm- inn upp á ný. * \ Selfoss44 Ólafur við Faxaien; Dfrtið oe ferðbðiaa. 5er vestur á morgun {laugar- iag). Vér tökum á móti vörum til ísafjarðar í dag, eða fyrir sádegi á morgun. IGREIN, sem ég rítaði hér- hlaðið 9. september, var sýnt fram á, að dýrtíð og verð- bólga eru sitt hvað. Þessi tvö fyrirbrigði eiga sér sína orsok- ina hvort þeirra, og er því skilj- anlegt, að þau ráð, sem að haldi koma til þess að bæta úr verð- bólgu, duga ekki til þess að bæta úr dýrtíð, enda geta þau að sumu leyti orðið til þess að auka hana. En af því að þessi tvö marg- nefndu orð, er standa yfir þess- aæi grein, hafa samkvæmt hljóm sínum mjög svipaða merkingu og af því að áhrif þessara tveggja fyrirbrigða eru hin sömu að því leyti, að vör- ur verða dýrari' (eða að verðið bólgnar), halda marg- ir,. að hér sé aðeins rætt um orðamun. En hér er um annað og meira að ræða og nauosynlegt, að þjóð sé ljóst, að svo sé. Hér er dýrtíð en ekki verðbólga, og það getux orðið til stórtjóns, að farið sé að gera hér ráðstafanir, sem eingöngu eiga við verðbólgu stríðsland- anna. Það er rétt að rif ja upp fyrir sér, að á ytra borðið eru dýrtíð og verðbóiga lík, og fyrstu sýni- legu áhrifin þau sömu: varning- ur hækkar í verði. Ef um dýrtíð er að ræða, ,er það raunverulega varan, sem hefir hækkað, en gjaldeyririnn stendur í stað. En ef fyrirbrígðið er verð- bólga, stendur varningurinn í raun og veru í stað, þó að verð haiis aukist í krónutali, af því að verömæti gjaldeyrisins hefir rýrnað {þótt það virðist vera varan, sem. hefir færzt til) Lækkun gjaldeyrisins getur ekki komið fram á annan hátt, en sem dýrari varningur, af því að gjaldeyririnn er verðmælir- inn, sem miðað er við. 3 Kunnugt er, að geysileg auð- æfi hafa streymt inn í landið 2 til 3 síðustu árin. Þessi auðæfi eru 'borgun fyrir íslenzkar af- uxðir, einkum fisk, er seldux hefir verið mjög góðu verði er- lendis, og borgun fyrir mikla vinnu, er látin hefir verið út- lendingum í té hér á landi. Af þessu hefir leitt, að mjög mikið fé hefir safnazt fyrir, eftir því sem við eigum að venjast. Mikill hluti (allt of mikill) hefir safn- azt á fárra manna hendur, en samt hefir almenningur einnig afar mikið fé milli handa, mið- að við það, sem var fyrir fáum árum. En við þetta mikla fé hefir myndazt margföld kaup- þörf og þörfin á vamingi auk- izt svo mjög, að næstum hefir verið hægt að seljá hvern hlut, sem falur hefir verið látinn. En við þetta hefir vamingur eðli- lega hækkað í verði. En varningux hefir hækkað miklu meira en eðlilegt var, þó að kaupmagn ykist, og eru til þess fjórar aðalorsakir, er nú skulu taldar: Fyrsta orsök: Innflutnings- höftixnum var haldið of strangt, eftir að komið var svo, að við áttum nógan gjaldeyri í Eng- landi. Kemur hér íram vel kunnugt fyrirbi'igði, að ráðstöf- unum, sem eru gagnlegar, er haldið lengur en þörf er, eða jafnvel eftir að þær eru að nokkru. leyti orðnar skaðlegar. En skaðlegt verður að ieljast, að haldið hefir verið í innflutn- ing margs konar nausynjavöru, sem þjóðina vanhagaði mn. Önnur orsök: Eftirlit tneð verzlunarokri hefir verið mjög slælegt, enda þarf til þess að framkvæma það marga menn og dugiega. En ‘ekki verður séð, að dýrtíð hafi þurft að aukast meira hór en í öðrum löndum. Þegar dýrtíðarhækkunin nam 83 stigum hér, num hún ekki nema 26 stigum r Englandi og minna "í Bandaríkjimum. Til þess að halda niðri vöruokrí hefði þurft langtum meira starf en stjórnarvöldin hafa ætlazt til að lagt væri í verðlags eftirlitið. I ensktim blöðum má sjá, að strangir dómar ganga yfir þá, sem sekir gerast í vöru- okri. Verður ekki annað séð, en að dómararnir dæmi þar oftasí í þyngstu refsingu, en hér hefii varla nokkur verið kærður. Er furða þó að vörur hækki? Það er eftirtektarvert, að húsaleiga hefir ekki hækkað nema lítið ennþá (að svo miklu leyti sem húsaleigunefnd stjómar þessu), en það hefði engu síður verið hægt að halda niðri vöruverð- inu. Það er afar skiljanlegt, að húseigendur eigi erfitt með að átta sig á því, hvers vegna svo að segja allir aðrir en þeir megi næstum takmarkalaust nota sér aðstöðuna til þess að græða. ÞriSja orsök: Bankarnir hafa hætt að veita fé viðtöku, nema gegn sáralitlum vöxtum eða engum, ef mikið fé var. Ai nenn- ingur hefir því ekki fundið neina hvöt til þess að spara. Bankamir hafa því brugðizt hlutverki sínu: að taka við fé aímennings og veíta því í far- vegi viðskiptanna og framleiðsl- unnar. Bankarnir eiga að vera dómbærari á það en almenn- ingur sjálfur, hvemig sé bezt að veita sparifé a)mennings inn í æðar viðskiptalífsins, en þetta hafa bankarnir gefið frá sér. Þó að bankamir séu ríkiseign, virð- ist hagur bánkastofnananna sjálfra rnetinn meira en hagur landsmanna. En þetta hefir haft þau áhrif, að meira fé er í vös- um almennings en eðlilegt er, þvi menn finna litla hvöt hjá sér til þess að leggja fé á vöxtu, þegar vextir eru sama og engir. En þetta meira fé, er menn ganga með á sér, gerir meiri eftirspurn eftir alls konar vam- ingi, því alkurmugt er, að menn leiðast frekar til að kaupa það, sem þeir eru á báðum áttum um, ef verið er með féð á sér, heldur en ef þari að taka það út úx sp>arisjóði. Fjórða orsök: Hún er ótrúin á að peningarnir haldi gildi sínu og er að nokkru leyti afleiðing af því, sem talið er hér næst ao Dðmur! Ullar — mjög smekklegt, úrval, nýkomið. Klæðav. iBÉésar liðréss. h.f. framan. Ekki man ég eftir að hafa séð nema eina blaðagrein, þar sem almenningur hafi verið hvattur. til þess að fara vel xneð fé sitt, En víða má í blöðum sjá talað um þessi mál á þann hátt, að engu er líkara en að verið sé að hvetja almenning til þess að eyða fé sínu, af þvi að pen- ingainir séu að verða einskis virði. Veitti þó ekki áf hinu, því margur fer nú með mikið fé, sem áður fór með lítið, og hefir því litla reynslu í þessum efnum, að ’brýnt væri fyrir mönnum, að sízt sé lakara að eiga fé nú, en eyða því. Allt bendir tii, að meira fáist fyrir hverja krónuna, þegar heims- framleiðslan kemst aftur í lag, en nú fæst fyrir hana. Allt bendir líka til þess að íslenzka krónan verði fremur verðmeiri gagnvart erlendri mynt, en nu er. En það er ekkert, sem bend- ir á, að hún geti á næstu ár- um lækkað gagnvart erlendri mynt. Það er vert að athuga, að verkakaupið hefir ekki hækkað af sömu orsökum og vamingur- inn (nema það sem kaupið hefir verið látið fylgja vísitölunni) heldttr er hér um sjálfstætt fyrirbrigði að ræða: fólksekla vegna hernaðaraðgerða, af þvi landið er stórt miðað við hvaS þjóðin er fámenn. Hemaðarað- gerðimar eru hinax sömu og þó þjóðin hefði verið langtum fjöhnennari. Þrír af hverjum fimm íslendingum eiga heinrn í kaupstað. Hefði verið hehningi fleira fólk í sveitum lands en nú er, myndi ekki hafa verið hægt að hækka kaup umfram vísitölu, og vafasamt hvort vísitöluhækkun hefði íéngizt,, því fleiri hefðu viljað vinna^ en á hefði þurft að halda. Verka kaupið fer ekki nema að örlitlu leyti eftir því, hvað verkamenn þurfa, heldúr eftir því, hvað mikil 'þörf er á vinnuafli, og Frh. á 6. síðu. JÓNAS FRÁ HRIFLU brýnir það nú daglega fyrir okkur í Tímanum, að fara að dæmi Breta og mynda sterka stjórn til að stýra út úr ógöngum verðbólgurtnar. Hann skrifar: „Þegar í stríðsbyrjun ákváðu leiðtogar Breta að verjast dýrtíð- inni eftir ýtrustu getu. í»eir settu hámarksverð á allar helztu nauð- | synjavörur.“ Já, þetta gerðu Bretar í stríðsbyrjun. En hvað gerðu Framsóknarmennirnir hér? Þeir voru ekki alveg að hugsa um það að setja hámarksverð á allar nauðsynjar. öðru nær. Þeir brutu niður hömlurnar á innlenda afurðaverðinu, sem settar höfðu verið inn í gengis- lögin 1938, skildu afurðaverðið frá kaupgjaidinu og settu verð- hækkunarskrúfuna á kjötið og mjólkina, sem síðan hefir hald- ið áfram. Svo segir Jónas: „Nú sér öll þjóðin, að stefnt er í opna vök. Þar er engin björgun til nenaa sú að taka með hlífðar- lausri festu fordæmi Englendinga til eftirbreytni. Framsóknarflokk- urinn virrnur eftir málefnum. Hann mun eftir kosningar reiðu- búinn að vinna með öðrum flokk- um á þeim aðalgrundvelli, sem ! lagður var í fyrravetur." Hvaða grundvöllur er það? Það er gerðardómurinn. Það, sera Jónas boðar með þessum orðum eftir kosningar, er gerð- ardómurinn upp aftur! Jú, það má svo sem nærri geta, að Framsóknarhöfðingj arnir eru þess albúnir, að lögfesta það nýja hlutfall milli afurðaverðs- ins og kaupgjaldsins, sem búið er að skapa með verðhækkunar- skrúfunni, þegar kjötverðið er orðið meii-a en 400% hærra, og: mjólkin meira en 300% hærri en í ófriðarbyrjun, þó kaup- gjaldið í kaupstöðunum hafi ekki hækkað nema um það bil 150%! ❖ Jónas skrifar, eins og áður er sagt, mikið um sterka stjórn. Hann segir: i „Jafnframt hefir mikið verið urtt það talað undanfarið, að upp úr næstu kosninguni þurfi að koma sterk stjórn...“ En í þessu sambandi skýtur hann að eftirfarandi athuga- semd, sem gefur allveigamiklar upplýsingar um það, hvað fyrir honum vaki: j „Þegar talað er um sterka stjórn er ekki átt við, að ráðherrarnir þurfi að vera miklir vexti og rammir að afli.“ Menn skilja: Hermann á ekki að vera í hinni sterku stjóm. Þess gerist engin þörf, segir Jónas. Með sterkri stjórn er ekki átt við sterka ráðherra í líkamlegum skilningi! í grein, sem Ámi frá MúLa skrifaði í Þjóðólf nýlega, lýsir hann kommúnistum á eftirfar- andi hátt: „Kommúnistar hafa á þrem ár- um sýnt, að þeir eru ofurseldir er- lendum drottnum með húð og hári. Þeir hafa ekki einungis afhent hin- um erlendu drottnum skoðanir sín- Frk á 6.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.