Alþýðublaðið - 09.10.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.10.1942, Blaðsíða 7
ft. «któbar 1942, i i ii-.. B^erinn í dag. Mýi seDdiherraBi hjá rihisstjéra. Frh. aí 2. síðu. andstygglegu árásutn á börn og Nœturlælcair er Kristbjörn Trjrggvason, Skólavörðustíg 33, simi 2581. Nœturvöröur er I Xngólís-Apó- tetó.- Kvtmfélag AlþýöaflokkSms beldur fyrsta fund sinn á þessu hausti í kvöld í Alþýðuhúsinu Iðnó, uppi, kl. 8.30. Rætt verður um kosningarnar. Haraldur Guð- mundsson flytur ræðu, auk þess Jóhanna Egilsdóttir og María Knudsen, Kristín Ólafsdóttir lækn ir les upp og að lokum verður sameiginleg kaffidrykkja. Þess er fastlega vænst, að konur mæti. AJþýðuflokk-smenn, sem eigið ekki heima í Beykja- rik, gieymið ekki aS grelða at- kvæði í tima hjá lögmanni. Kappdrætti Háskólans. í dag eru síðustu forvöð að kaupa miða og endumýja. — Á morgun verður dregið í 8. flokki, og fer þá engin afgreiðsla fram í umboðum happdrættisins. Sngtmnndur Ámason, söngstýóri karlakórsins Geysis á Ákureyri, befir nýlega verið kjör- inn heiðursfélagi Sambands isl. kariakóra. » A-ISs*ton er Msti Alþýðaflokksins. Kvenfélagið Hriagtuinn fékk 10 þús. krónur í hreinan ágóða af hlutaveltu sinni. Geng- Ur aliur þessi ágóði til fyrirhug- aðs bamaspítala. Heflr stjóm Hxingsins beðið blaðið að færa öllum, sem hjálpuðu til að ná þess um árangri, kærar þakkir. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 6.—12. sept, (í svigum tölur næstu viku á undan): Hálsbólga 20 (21). — Kvefsótt 39 (86). Iðrakvef 18 (10). Kveflungnabólga 2 (0). Taksótt 2 (0). KÍkhósti 2 (5). Kossageit 7 (2). Maxinslát 6 (4). (Landlæknis- skrifstofan). Bilferðir stöðvast til Akureyrar. Bifreiðar, sem lögðu af stað frá Akureyri í gær, komust ekki yíir Öxnadalsheiði. Er það í fyrsta skipti á þessu hausti, sem bílar teppast á þessari samgönguleið. Ifis tii soin. Tiiboð óskast í stórt steinhús á góðum stað í bænum. Upp- •V) ----- '■■. - \ lýsingar í sima 1759 eftix kl. 3 í dag. Fr!UÆVWHrM rrrrrr^r i-t,<i „Þóru hleður á morgun til Djúpavogs og Reyðarfjarðar. Vörumóttaka í dag. vapnlaust fólk, sem ein af óvina ‘þjóðurn þeirra hefir framið á íslandi. Islenzka þjóðin mun vlssulega skilja til fulls, að þær fóroir, sem amerískir menn, koimr og börn færa nú eru færð ar af óeigingjörnum hug. Þau vilja afvopcna þá, sem skaða ekki aðeins þau sjálf, heldur og líka vini þeirra.: BancLaríkja- þjóðin veit, að treysta rná skilningi og samúð. slíkra vina, á meðan hún er að vinna það stórvdrki, sem þessi alheims- styxjöld leggur henni á herðar. Mér er kært að mega nota þetta tækifæri til þess að end- urtaka og staðfesta loforð og heit forseta Bandaríkjanna í orðsendingunni, sem hann sendi sem svar við orðsendingu for- sætisraðherra yðar, göfugi herra, 1. júlí 1941, en eins og kunnugt er var Bandaríkjaher sendur til Islands með þeim 'forsendum, að strax að loknu núverandi heimsófriðarástandi skyldi allux her og floti kallað- ur burt, en íslenzka þjóðin og ríkisstjórn hennar öðlast óskor- að fullveldi í landi sínu. Ég er stoltur af því, göfugi herra, að mega hefja starf mitt é þessum fasta og réttláta grundvelli og vil bjóða ríkis- stjóm yðar alla þá aðstoð, sem í mínu valdi stendur að veita, til þess að reyna að tryggja fyllstu samvinnu og skiining milli þjóða okkar.*1 Svar ríkisstjóra, Hér fer á eftir svar rflds- stjóra við ávarpi sendiherrans. .Jlerra sendiherra. Það er mér mikii ána&gja að taka á móti skilríkjum þeim, sem sýna, að hinn göfugi forseti Bandaríkjanna hefir skipað yð- ur sérstakan sendiherra og ráð- herra með umboði hjá ríkis- stjórn íslands. Mér þykir vænt um að taka á móti yður sem sendiherra Bandaríkjastjórnar. Þér megið treysta góðum vilja mínum og embættismanna rík- isstjómarinnar til samvinnu við yður í framkvæmd trúnaðar- starfs þess, sem yður hefír verið falið. Þegar ég nú um leið tek við skilríkjum þeim, sem sýna, að fyrirrennari yðar hefir látið af þessu trúnaðarstarfi langar mig til að láta í ljós, hversu mjög ís- lenzka ríkisstjórnin mat ein- læga viðleitni hans til að efla skilning og styrkja vináttu- böndin milli stjórna landa okk- ar.. Ég mun ávalt minnast herra MacVeagh sem persónulegs vin- ar og sem vinar íslands. Ég get fullvissað yður um, að vinátta okkar í garð Bandaríkj- anna er ekki minni en sú, sem þau hafa sýnt okkur, enda hefir, eins og þér tókuð fram, langt og varaniegt vináttusamband rikt á milli þjóða okkar. Ég þakka yður samúð þá, sem þór hafið iátið í ljós út af því, að óvina- þjóð Bandaríkjanna hefir ráðizt á börn og vopnlaust fólk á ís- landi. Þá er ég og mjög þakklátur fyrir staðfestipgu yðar á lof- orðum og heitum hins göfuga forseta Bandaríkjanna í orð- sendingu hans til forsætisráð- herra íslands 1. júlí 1941. Þér megið vera þess fullviss, að vér íslendingar höfum ávallt treyst þeim til fulinustu og vér skilj- um og sjáum þá einlægni og þann velvilja, sem ríkir hjá stjórn yðar, um að fullnægja þeirn samningum að öllu leyti í framkvæmdum. Við höfum haft tækifæri til þess áð frétta um það stór- merkilega starf, sem þjóð yðar hefir unnið síðan hún varð fyr- ir hinni ódrengilegu árás fyrir 10 mánuðum, og þér minntust á. Ég vil láta í Ijós dýpstu sam- úð út af því tjóni, sem þjóð yð- ar hefir orðið fyrir. Mér eru ljósar þær miklu fórnir, sem þjóð yðar færir. Auk þeirrar vináttu, sem ríkir á milli okkar er það víst, að þær hugsjónir, sem við eigmn sameiginlegar: frelsi og öryggi einstaklinga og þjóða, munu tryggja þjóð yðar fullan skiln- ing og samúð íslenzku þjóðar- innar á þessum erfiðu tímum. Mér þætti vænt um, að þér bæruð hinum göfuga forsetá Barvdaríkjanna kveðju mína með einlægum árnaðar- og vel- farnaðaróskum honum og Bandaríkjaþjóðinni til handa.“ FnOtrAakosBlBOiB i Sjð- maBnafélagiBB. Frh. af 2. síðu. þar kosnir 14 fulltrúar. Segja þeir að þar: hafi verið viðhaft ofbeldi og einræði. Og er það eingöngu sagt til að breiða yfir það að sjómennirnir höfnuðu þeim, sem kommúnistar stungu upp á. — í lögum Sjómannafó- lagsins er svo ákveðið að við- hafa skuli bundnar kosningar, þannig að aðeins sé kosið um þá, sem stungið er upp á á fundi Er þessi venja í fjölda mörgum félögum. Stjóm félagsins stakk upp á 14 aðalfulltrúum og 14 til vara og voru þeir allir kosnir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þeir, sem kommúnist- ar stungu upp á, fengu hins vegar ekki nema 12—-20 at- kvæði. Er þetta ekkert undar- legt, þar sem kunnugt er að kommúnistar eru alveg fylgis- lausir meðal sjómannastéttar- innar. Hins vegar kenna komm- únistar þenna geipilega ósigur sinn meðal sjómanna því, að sjómenn hafi ekki nennt að skrifa nöfn fulltrúa þeirra á at- kvæðaseðilinn! Geta þeir, sem vilja, tekið þá broslegu fullyrð- ingu sem góða og gilda. Ep . kommúnistar reiddust sérstaklega yfir þessum ósigri sínum. Þeir hafa undanfarinn hálfan mánuð unnið sleituiaust að undirbúningi þessarar fuH- trúakosningar í Sjómannafélag- inu. Hafa þeir meðaí annars siðleysi, sem lýsir sér í þeim Innilegt þakkiæti votta ég öllum þeim, er sýtidu mér tnnsemd á 70 ára afmæli mínu með heimsóknum, gjöfum og skeytmm. Góður guð biessi ykkur öll. Hafnarfirði, 9/10 1942. # ÞÓRÐUR BJÖRNSSON. Hér með tílkynnist vinum og ættingjum að ekkjaxt SIGRÍUUR tKlRÐARIXýTTnt méðir okkar og tengdamóðir andaðist að Elliheimilnu Grund 7. þ. m. Fyrir hönd aðstandenda. Ragnheiður Ásgeirsdóttir. Guðmundur Jóhannesson. i ' i ■ Látinn eí* að morgni 8. okt. MAGNÚS ÞORSTEINSSON, járnsmiðor frá KolsholtshellL Böm, stjúpbam, fósturbam, teugdabörn og barnabörn. Það tílkynnist hér með að hjartkæri litli sonur okkar andaðist að morgni 8. þ. m. Huida Halldórsdóttir. Ámi Vigfússon. 2 stulkur óskast til verksmiðjustarfa. Upplýsingar í verksmiðjunni frá kl. 6—7 s. d. í dag. f dag og á morgun seljum við Karimannaföt og rmgiingaföt á aðeins örfá stykki. 250, 00 Ingólfsbúð, Hafnarstræti 21. Sími 2662. Framboðsfundur i Hafnarfirði verður haldinn í leikfimishúsi bæjarins, laugar- daginn 10. þ. m. og hefst kl. 8 e. h. Emil Jónsson. Jón Helgason. Sigríðnr Eiriksdóttir. Þorieifur Jónsson. S s s s s s s s s s s V s ♦ s, s s s s eynt að hóa saman klíkufund- um í Baðstofu iðnaaðrmanna og víðar til undirbúnings þessari kosningu undir forystu manna, sem ekki eru í Sjómannafélag- inu, en aUt hefir farið út um þúfur. Reiðí þeirra er því skUj- anleg. Það vantaði ekki mold- vörpustarfið hjá þeim sjálfum. Það, sem vantaði, var fylgið meðal sjómanna. En tH að sýna hversu frá- leitar ásakanir kommúnista á hendur Sjómaruaafélagsins eru fyrir aðferðina við kosningarnar skal þess getið, að þegar kosn- ir voru fulltrúar í Iðju um dag inn var höfð nákvæmlega sama aðferð og í Sjómannafélaginu. Formaður Iðju er kommún- isti, eins og verksmiðjufólkið hefir bezt f-engið að finna á sarúningunum, sem þessi „verkálýðsleiðtogí" kommún ista gerði um kaup þess og kjör og frægir eru orðnir. En af hverju reiddust kommúnistar ekk) lögum Iðju og kosninga- aðférð? Hvers végna hamast þeir út í Sjómannafélagið fyrst þeir þegja um Iðju? Það væri gaman að sjá svar þessara blekkingameistara við þeirri spurningtt. SetBliðsðeUan. Frh. af 2. síðu. þetta mál leysist á yiðunandi hátt. En kommúnistar hafa með * undirlægju- og skriðdýrshætti sínúm fyrir erlendu valdi tor- yeldað aUar aðgerðir og má fullyrða, að uerkamenn verði lengi að Ipðda framkomu þeirra. Mun r það mál ’ verða skýrt nónar síðar. :-í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.