Alþýðublaðið - 18.10.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.10.1942, Blaðsíða 2
1 ALÞYÐUBUÐIÐ Suconudágiiir ; 18v 'a&tófctó-: 194SL Kosningin i Beykjavik i dag t á að verða áttundi Og h¥or að fara á þing sem landkprinn þingnað ur: Signrfón Á. Ólafsson eða Signrðnr Guðnason? l>etta eru spurningarnar sem Reykvíkingar verða að svara við kjörborðið. ——— KOSNINGABAKÁTTUNNI er nú að verða lokið. Kosn- ingadagurinn er upp runninn. í dag verður gert út um það við kjörborðið hér í Reykjavík og um land allt, hvaða flokkar og hvaða menn eiga að fara með mál þjóðarinnar næstu fjögur ár, sem mjög sennilega verða örlagaríkari en nokkur önnur, sem yfir þjóðina hafa gengið. Hér í Reykjavík er vitað, að átökin muni verða mjög hörð í dag. Reykjavík á nú að kjósa 8 þingmenn í fyrsta sinn. Því hefir Alþýðuflokkurinn komið til leiðar með-kjördæma- breytingunni, sem hann knúði fram í vor og í sumar. Um 7 af þeim 8 þingsætum, sem um er kosið, er nokkurn veginn fyrirfram vitað, hvemig þau muni skiptast milli flokkanna. Baráttan stendur því fyrst og fremst um það, hver eigi að verða 8. þingmaður Reykjavíkur og hver eigi að skipa eitt af þeim þremur landkjörssætum, sem koma til úthlutunar á Reykjavík. Allir þeir, sem til þekkja, eru nú orðnir vissir um það, að það sé vonlaust fyrir Sjálfstæðisflokkinn að keppa um 8. þingsætið í Reykjavík, hann fái ekki undir neinum kringum- stæðum fleiri en 4 þingmenn kosna, eftir að Árni frá Múla sagði sig úr flokknum og bauð sig fram á lista Þjóðveldis- flokksins. Hins vegar dettur engum í alvöru í hug, að Þjóð- veldisflokkurinn hafi nokkurn möguleika á því að koma að manni. Siaguriim um það, hver skuli verða 8. þingmaður Reykjavíkur, stendur því milli Alþýðuflokksins og Kommúnistaflokksins. Hann stendur um það, hvort það skuli verða Haraldur Guðmundsson eða Sigfús Sigur- hjartarson. En undir því er það svo komið, hvort Sig- urjón Á. Ólafsson eða Sigurður Guðnason verður land- kjörinn. Þetta verða kjósendur Reykjavikur að gera sér vel Ijóst, áður en þeir ganga að kjörborðinu í dag. Því að með atkvæðum sínum verða þeir að svara því, hvort þeir vilja heldur hafa Harald Guðmundsson fyrir fulltrúa sinn á þingi eða Sigfús Sigurhjartar- son, — hvort þeir vilja heldur að Sigurjón Á. Ólafsson verði landkjörinn eða Sigurður Guðnason. Hver getur verlð i vafa um svarið? Og hvers er þá að minnast fyrir kjósendur Reykjaéíkur, þegar þeir eiga að gera það upp við sig, hvort þeir vilja heldur Harald og Sigurjón eða Sigfús og Sigurð? Hver er sá, sem ekki viður- kennir að Haraldur Guðmunds son hefir um langt árabil ver- íð, er enn og mun verða einn af fremstu og virðulegustu stjórn- málamönnum þjóðarinnar Hver er sá, sem ekki veit, að á al- þingi hafa um mörg ár engin góð ráð verið ráðin, án þess að Haraldur Guðmundsson væri þar til kvaddur? Hver er sá. J sem ekki veit, hvílíkt forystu- hlutverk Haraldur Guðmunds- son hefir haft á hendi í baráttu alþýðunnar hér á landi fyrir bættum kjörum og méiri menn ingu? Sá maður mun varla fyrir- finnast, ekki einu sinni i and- stæðingahópi Alþýðuflokksins, sem ekki veit þetta og viður- kennir. En hvað hefir þá hins vegar Sigfús Sigurhjartarson unnið sér til ágætis í opinberum mál- um þjóðarinnar? Hverju hefir hann til leiðar komið fyrir al- Frh. á 7. síðu. Sjálfstœðisflokkurinn var með i að ákveða bannið á útvarpserindi yfirlœknisins! Fulltrill hans í útvarpsráðl kom sér sam an við fulltráa Framsóknar um að Mndra flutning pess fram yfir kosningarnar! Fjfir íslenzka verkamenn eða erlenda saidhafa? FYRIR hálfu öðru ári köll- uðu kommúnistar setu- liðsvinnuna „landráðavinnu“ og gerðu tilraimir til verk- falla og uppþota meðal verka- mannanna, sem hana stund- uðu.. Þá voru Rússar banda- menn Hitlers um skiptingu smáþjóðanna — en Bretar börðust gegn þýzka nazism- anum. Nú kalla kommúnistar setuliðsvinnuna „landvarna- vinnU“ og svínbeygja sig fyrir valdboði setuliðsins um kaup og kjör verkamanna og selja samningsrétt þeirra í hendur hinu erlenda valdi. Skýringin er þessi: Nú eru Rússar bandamenn Breta og Bandaríkjamanna! Og fyrir Rússa eiga verkamenn að fórna samningsréttinum! Það er erlend pólitík, sem skapar línur og skoðanir kommún- ista og ekkert annað. Og svo eigið þið að kjósa þá til þess að standa á móti ásælni erlends valds! — Það sagði Katrín Thoroddsen! Nei, og aftur nei! Þá kjós- j j ess! ! I I |-\ AÐ er nú sannað, að fuíltrúar Sjálfstæðisflokksms og Framsóknarllokksins tóku sameiginiega, á bak við tjöldin og án þsss að boða til fundar í útvarpsráðinu, þá á- kvörðun, að hanna eríndi Jóhanns Sæmundssonar yfir« læknis um dýrtíðina og verðlagið í útvarpinu á miðviku- dagskvöldið. Eftir að Alþýðublaðið hafði í gær fengið vitneskju um þetta, sneri það sér þegar í stað til Jóns Eyþórssonar, formanns útvarpsráðs, og spurði hann, hvort hann vildi mótmæla þessu. Jón Eyþórsson svaraði: „Nei, það er satt. Ég tók ákvörðunina um það, að stöðvá erindi Jóhanns Sæmundssonar, með samþykki Valtýs Stefánssonar og Pálma Hannessonar, og meiri- hluti útvarpsráðs stóð því að þessari ákvörðun, þó að hún væri tekin utan fmidar. Ég talaði tvisvar sinnum við Valtý Stefánsson og spurði hann að síðustu að því, hvort hann væri þá þessari ráðstöfun samþykkur. Og hann svaraði afdráttarlaust já við þeirri spumingu.** Með þessari skýringu formanns útvarpsráðs eru tekirs af öll tvímæli um það, að flokkar verðbólgunnar og kjöt- okursins, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, höfðu samaniekin ráð um það, að hindra flutning á erindl Jóhanns Sæmundssonar fyrir kosningar, af ótta við þau áhrif, sem hinar Mutlausu rannsóknir hans og upplýsingar um afurðaverðið myndu hafa fyrir kjörfylgi þeirra meðal hins mikla neytendafjölda Reykjavíkur og hæjanna á kjör- degi. um við sízt af öllum til þess! Frönskonámskeið Alliance Francaise verður sett í Háskóla íslands á morgim, 17. þ. m., kl. 6 síðd. Væntanlegir þátttak- endur, sem þegar hafa innritað sig, eru beðnir að koma þá til viðtals og einnig þeir aðrir, sem hafa í hyggju að stunda námskeið þessi, en hafa ekki þegar gefið sig fram. KfósiS A-Ustann! Fáheyrt fals Moríj- anblaðsins. Alþýðublaðið gaf þessa stór- athyglisverðu frétt út á fregn- miðum, sem dreift var út um 'bæinn í þúsundatali í gærkveldi og vöktu þegar gífurlegt umtal og athygli. Fregnin vakti ekki síður umtal vegna þess, að nokkrum klukkust. áður, í gær- morgun, hafði Morgunblaðið Ioksins rofið þögnina, sem ríkt ■hafði hjá því um hið svívirði- lega ofbeldi gegn Jóharmi Sæ- mundsyni yfirlækni, gegn frjálsri hugsun og frjálsu orði í landinu. Lét blaðið þar svo, sem það fordæmdi þennan verknað og spurði með Farísea- svip: „Hvað er í þessu erindi, sem hefir valdið því, að Jótt Eyþórsson, formaður útvarps- ráðs, bannaði flutning þess ,,fyr- ir kosningar"? Geta menn nugsað sér anð- styggilegri óheilindi? Ritstjóri blaðsins kemur sér fyrst sarnan við formaim útvarpsráðs um það, að þeir skuli í þágu kjötokursflokk- anna, Framsclknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, þagga niður rödd hins hlutlausa vísindamanns og hindra flutning erindis hans „fyrir kosningar“. Síðan lætur hann blað sitt þegja í þrjá daga, eins og ekkert hafi skeð. En Frh. ■& 6. *íðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.