Alþýðublaðið - 18.10.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.10.1942, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAfHÐ Sistntudagur 18, októbesr 1942. LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR Hedda Gabler Sjónleikur í fjórum þáttum eftir H. Ibsen. Aðalhlutverk og leikstjóm: FRÚ GERD GRIEG Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngnmiðar seldir fró kl. 2 í dag. t K. Dansleikur í Alþýðuhúsinu í kvöld. Hefst kl. 10 sd. Gömlu og nýju dansamir. — Aðgöngumiðasalan hefst kl. 6 e. h. í Alþýðuhúsinu sama dag, sími 2826, ( gengið frá Hverfisgötu). Fimm manna hljómsveit (harmonikur). Hafnfirðingar. { KosDiHoaskrifstofa Alþýðafiokksins er í Austurgötu 37. S s $ s s s S s s s s s og vinnið að glæsilegum sigri Alþýðuflokksins! S v Síiar 9275 og ,9107. Alþýðuflokksfólk! Hafið samband við skrifstofuna Fáheyrt fals Morgunblaðsins. Frh. af 2. síðu. jþegar liann sér, hvílíka fyrir- litnmgu ofbeldisverkið hefir vakið, þá fer hann á stúfana, þvær hendur síuar og þykist furða sig á því, að erindið skuli hafa verið bannað! . Er það furða, þótt Jón Eyþórs- son ljóstri, eftir slíka framkomu meðsektarmanns síns, upp sann- leikanum um það, sem fram fór á bak við tjöldin? En um Jón Eyþórsson er það að segja, að hans hlutur í þessu máli verður ekkert betri við uppljóstranir hans. Hann er jafn svívirðilegur eftir sem áður. Þeir hanga saman í spyrðuband- inu, fulltrúar Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- i útvarpsráðinu. Og allir sjá í hendi sinni, að þeir hafa látið húsbændur sína hafa sig að böðlum í þessu máli, á hið frjálsa og hlutlausa orð í út- varpinu. Reykvíkingaír! Svarið þess- um svívirðilegu vélráðum og fantaþrögðum Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðis- flokksins við frjálsa hugsun og frjálst orð í landinu við kjörborðið í dag! Gerið á eftirminnilegan hátt upp við flokka verðbólg- unnar, kjötokursins og kúg- unarinnar! Yfirgefið þá í þúsundatali og fylkið ykkur um Alþýðu- flokkinn, eina flokkinn, sem hefir barizt á móti verðhækk- unarbrjálæðinu. Kjósið A-LISTANN! Kosnlngln fi Keflavík og á Snðurnesjnm. Ávarp frá félaga í V.S.F.K. til kjósenda ---.—+----- IDAG eigum við að ganga til kosninga. Þá eigum við að velja okkur fulltrúa á löggjafarþing þjóðarinnar. Fyrir því þingi liggja mörg vandamál og fyrst og fremst dýrtíð- armálin, en afgreiðsla þeirra mála mun marka svip sixm á líf þjóðarinnar um ókomna tíma. Það veltur því á miklu, að við veljum vel og veljum rétt. ÞÝÐINGARMIKILL DAGUR Frh. á 4. síðu. bótastefna Alþýðuflokksins, — stefna fólksins sjálfs, jafnaðar stefnan? | Kjósandi! Framtíð þín og i íslenzkrar alþýðu er í höndum ; þínum í dag. Minnztu þess, ‘að ! aðeins einn flokkur eí- flokkur alþýðunnar, skapaður af henni og borinn uppi af henni. Alþýðuflokkurinn vonar, að í dag geri allt alþýðufólk skyldu Kjósið A-listann! sína. *** Fjórir stjórnmálaflokkar bjóða okkur nú fulltrúa sína á þing, er vinni þar að velferðar- málum okkar og um leið allr- ar þjóðarinnar. Þeir hafa lýst afrekum sínum á liðnum árum og stefnu sinni í framtíðinni, bæði í hlöðum, útvarpi og á fundum, en vegna þess að marg ir hafa erfiða aðstöðu til að átta sig á þeirri fræðslu sem þar er að fá, vil ég benda sjó- mönnum og verkamönnum hér í Keflavík og á Suðurnesjum á staðreynd er talar sínu máli um það, hvaða flokkur það er, og hver frambjóðandinn hafi mest unnið fyrir þá, og hver muni líklegastur að vinna fyrir þá í framtíðinni. Árið 1938 samdi Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur við útgerðarmenn um kjör sjó- manna hér í Keflavík og Njarð- víkum. Samkvæmt þeim samn- ingi skyldu sjómenn fá „prem- íu“ þ. e. kr. 1,75 á hvert skipp- und er aflaðist á bátinn. Einnig var heimilt að ráða sig upp á kaup eða hlut, ef útgerðarmað- ur og háseti komu sér saman um það. Þegar gengislögin voru sett 1939 var fyrir atbeina AI- þýðuflokksins það ákvæði sett inn í lögin, að sjómenn mættu sjálfir ákveða, hvort þeir vildu hlut eða ekki og skyldu þá hlutaskipti vera samkvæmt gild andi samningi, eða þeirri venju er gilti á staðnum. Verkalýðg- og sjómannafélag Keflavíkur notaði sér þessa heimild og ákvað að allir fé- lagar þess skyldu ráða sig upp á hlut samkvæmt þeim samn- ingi, er það hafði við útgerðar- menn. Útgerðarmenn, margir, ætluðu í fyrstu að neita að hlýða þessari samþykkt, en er þeir sáu að þess var enginn kostur, þar sem hún var lögum samkvæmt, þá fóru þeir bess á leit við félagið, að, það rýrði kjör sjómanna, lækkaði hlut þeirra að verulegu leyti, þrátt fyrir það að þau kjör voru lak- ari en í sumum öðrum sam- bærilegum verstöðum, t. d. Akranesi. Þegar þetta tókst ekki held- ur, því félagið neitaði harðlega og stóð fast á sínum rétti, þá gripu útgerðarmenn til þess ör- þrifaráðs, er allir sjá nú eftir, að neyða háseta sína til þess að semja um það, að þeir fengju ákveðna upphæð (kr. 2,25 — 2,50) á hvert skippund. Þetta kölluðu þeir sölu á aflanum. V. S. F. K. stefndi útgerðar- Guðm. I. Guðmundsson, frambjóðandi Alþýðufloksins. mönnum og fékk þessa „sölu- samninga dæmda ógilda og rétti þannig hlut sjómanna, að þeir fengu kr. 45 þús. er fé- lagið innheimti fyrir þá er fólu því umboð sitt. Auk þess greiddu útgerðar- menn nokkrum hásetum sínum án afskipta félagsins, svo gera má ráð fyrir að sú upphæð, er Sjómenn hafa fengið vegna sam taka sinna, hafi numið 60—70 þúsundum króna. En stærsti sigurinn var hinn félagslegi vinningur, er stéttarsamtökin, hlutu og verða mun þeim til styrktar á ókomnum árum, og hans vegna hafa sjómenn hér á Suðurnesjum haft hlut sinn ó- skertan og þannig grætt á tveim ur síðustu árum tugi og jafnvel hundruð þúsunda króna. Hvaða stjórnmálaflokki var það að þakka, að svo giftusam- lega tókst, sem raun bar vitni, og hvert Ieituðu sjómenn til hjálpar við leiðréttingu mála sinna? Það var Alþýðuflokknum að þakka. Því það var hann, sem fékk það tekið upp í gengislögin frá 1939, að sjó- menn skyldu bafa ákvörðmi- arrétt um kjör sín. Og sjómenn Ieituðu til lög- fræðinge Alþýðusambands ís- lands, Guðmundar I. Guð- mundssonar, frambjóðanda Alþýðuflokksins í Gullbringu og Kjósarsýslu við kosning* arnar í dag. Honmn tókst með dugnaði sínum og harð- fylgi að vinna málið, þrátt fyrir öfluga mótspyrnu. Hvers vegna leituðu sjómenn ekki til þingmanns kjördæmis- ins, þegar þeir voru beittir ó- rétti? Það var vegna þess, að þaðan væntu þeir sér engrar hjálpar, og þeir reiknuðu þar rétt. Því afskipti Ólafs Thors vantar í eldhúsið á Víf ilsstöð- um. Upplýsingar géfur ráðskon- an i síma 5611. af þessu máli voru neikvæð fyr- ir sjómennina. Hann kallaði á fund sinn fulltrúa sjómanna og vildi fá þá til þess að rýra hlut þeirra, gefa eftir á gerðum samningum. En þetta tókst ekkí þá, og var það mest að þakka Guðmundi I. Guðmundssyni, sem með dugnaði sínum aðstoð- aði sjómennina og færði þeim að lokum fullan sigur í þessu máli. Grindvíkingar! Þið gætuð sagt okkur svipaða sögu af bar- áttu ykkar við atvinnurekendur. og hverjir það voru, sem bezt studdu ykkur í þeirri baráttu. Því einmitt síðustu dagana er Guðmundurl. Guðmimdsson að færa ykkur uppbót á hlut ykk- ar sem átti að svíkja ykkur um. Sú baráttusaga verkalýðs- samtakanna, sem ég hefi sagt hér, og sú stoð, sem Alþýðu- flokkurinn var í þeirri bar- áttu, er staðreynd, sem ekká verður á móti mælt, og húu sýnir bezt, að ávalt, þegar hinar vinnandi stéttir era beittur órétti, þá er leitað að- stoðár hans og bann beðinn hjálpar. Haxm hefir unnið að vel- ferðarmálum ykkar á und- anförnum árum, og árangur- inn af þeirri baráttu er mikiil. Hans verk er tryggingalög- gjöfin, öryggi sjómaima, vökulögin, verkamannabústað- irnir, og þannig mætti lengi halda áfram. Verkameim og sjómenn! VjiS skulum athuga þessa staðreynd, og út frá henni skulum við líta á þau mál, seni nú eru efst á baugi og leysa verðúr á næsjta þingi, dýrtíðarmálin. Kynuið ykkur tillögur Alþýðuflokksins, og þá munuð þið komast að þeirri niðurstöðu, að þær eru þær einu, sem leysa vandræðin með hagsmuni fjöldans fyrir augum. Kjósið þið því allir í dag frambjóðanda Alþýðuflokksins, Guðmund I. Guðmundsson. Félagi V.S.F.K. Strengband (Rullebuk), 2 breiddir, 4 litir. VERZLC? 'i & Grettisgotu 57. Kjósið A-listann! Stöðvið verðhækknnarbrjálæði Siálfstæðisfiokks" ins og Framsáknarflokksins! Kjósið A-'lÍstann!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.