Alþýðublaðið - 18.10.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.10.1942, Blaðsíða 4
AUÞTÐUBLA9IÐ Siwnudagur 18. október 1&4?. fUþijöuHððið Útgelaaði: Alþýðuflokknrlxw. Kitstjöri: Stefán Pjtítursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgðtu. Simar ritstjómar: 4901 og 4902. Sfcnaar afgreiðsiu. 4900 og 4906. Verð í lausasölu 30 aura. Alþýöuprentsroiajan h.f. GYLFI Þ. GtSLASON: Sósíalistaflokkurinn op lýðræðlA. Þýðingarmik" 111 dagur. ISLENZK ALÞÝÐA hefir í þúsund ár háð baráttu sína við kúgun og harðrétti. Oft hefir róðurinn verið þung- ur og ferðalagið gengið seínt. En þó hefir nokkuð' þokazt á- leiðis, einkum síðustu áratug- ina, síðan alþýðan kom á hjá sér samtökum og stjórnmála- flokki, sem ætíð berst fyrir hagsmunum hennar. Veiga- mesta sporið í frelsisbaráttu íslenzkrar alþýðu var stofnun Alþýðuflokksins, — stærstu sigrar hennar hafa unnizt undir forystu hans. Áður en Alþýðuflokksins naut við í íslenzkum þjóðmál- nm var alþýðan sundruð og varnarlítil. Réttur hennar var einskis metinn, atvinnurekend- Úr skömmtuðu verkalýðnum kaup og kjör úr hnefa. Kosn- ingarétturinn var ójafn, menn misstu mannréttindi vegna þeg ins sveitarstyrks, þá tíðkuðust sveitaflutningar, þá voru eng- in vökulög til, engar trygging- ar, sjómannslífið var metið á 400 krónur í síðasta stríði, — engir verkamannabústaðir. í öllum þessum málum hafa orðið stórstígar framfarir fyrir atbeina Alþýðuflokksins. En nú er um það að velja, hvort tefla á öllum hinum fengnu* hagsfaótum í tvísýnu og voða, eða hefja upp sókn fyrir aulmum mannréttindum og hagsmunum fjöldans. Nú duga engin vettlingatök, einbeitt, en varfærin og örugg sókn verður að hefjast. Það verður að bægja dýrtíðarvofunni frá dyrum fólksins, veita öllum hlutdeild í auknum þjóðar- tekjum og tryggja framtíð al- þýðunnar að stríðinu loknu. Það er þjóð okkar fyrir beztu — að nú þegar verði tekin upp bjargráðastefna Alþýðuflokks- ins. Það er undir þér komið, kjós- andi góður, karl eða kona, hver stjórnmálastefna ríkir hér í landinu næstu fjögur ár. Á það að vera hin neikvæða stefna ■dýrtíðarflokkanna, Framsóknar og íhalds, stefna milljónamær- inganna og hraskaranna, eða á það að vera hin jákvæða um- Framh. á 6. síðu. ALÞÝÐUFLOKKURINN og Sósíalistaflokkurinn, áður Kommúnistaflokkurinn, hafa löngtrm deilt hart, og ræðu- menn Sósíalistaflokksins hafa ráðizt mjög á Alþýðuflokkinn í þessum umræðum. Ég tel það að ýmsu leyti nijög miður farið, að verkalýðsflokkar, sem að verulegu leyti eiga sameiginleg stefnumálj skuli eyða miklum hluta orku sinnar í deilur sín á milli í stað þess að beina öll- um skeytum sínum gegn sam- eiginlegum andstæðingum. Alþýðuflokkurinn og Sósíalista- listaflokkurinn eru báðir sósíal istiskir flokkar, þeir vilja báð- ir afnám auðvaldsskipulags- ins — kapitalismans — skipu- lags hins ótakmarkaða eigna- réttar fárra einstaklinga á þeim atvinnutækjum, sem almenn- ingur á afkomu sína undir, þjóð félags skipulagslausrar fram- leiðslu og skefjalausrar og oft óskynsamlegrar samkeppni á sumum ■ sviðum viðskiptalífsins, en óskoraðs valds auðhringa á öðrum, skipulagsins, sem leitt hefir til skiptis til kreppu og styrjaldar og hefir ekki getað notað vinnuafl borgaranna til þess að framleiða nauðsynjar, heldur lét um heim allan mill- jónir vera atvinnulausar árum saman, og gat þá fyrst veitt öllum atvinnu, þegar það þurfti á að halda vopnum og vígvélum til þess að eyða lönd og brenna borgir. Við viljum afnám þessa skipulags, og út um heim er hugsandi mönnum að verða það æ ljósara, að það er dauðadæmt, að í þessari styrjöld er sunginn yfir því hrikalegur útfarar- sálmur, hvað svo sem við kann að taka. Og við Alþýðuflokksmenn og Sosíalistaflokksmenn erum' líka sammála um, hvað við eigi að taka, þ.e.a.s. hagkerfi sósíalism- ans, hagkerfi skipulagðrar framleiðslui, þar sem stöðugu atvinnuleysi er útrýmt og öll- um gefinn kostur á að vinna að því að skapa nauðsynjar til neyzlu og notkunar með hjálp náttúruauðlindanna og þar sem hið vinnandi fólk fær sjálft að njóta alls / afraiksturs vinnu sirmar. En hvað er það þá, sem okk- ur greinir á um? Það, sem Alþýðuflokksmenn eða social- demokrata og kommúnista um allan heim hefir fyrst og fremst greint á um, er það, hvort skapa eigi skilyrði fyrir framkvæmd sósíalismans með stjórnarbyltingu eða hvort gera eigi það með aðstoð lýðræðisins og á þingræðislegan hátt. Við Alþýðuflokksmenn viðurkenn- um aldrei rétt nokkurs minni- hluta til þessa gera stjórnar- byltingu, — jafnvel ekki, þótt ERINDIÐ, sem hér birtist, er útvarpsræða Gylfa Þ. Gísla- sonar dósents á föstudagskvöldið, sem svo mikla at- hygli vakti og Einar Olgeirsson átti svo erfitt með að svara. Gylfi Þ. Gíslason. hún sé gerð til þess að koma á hagkerfi sósíalismaans — því að hún hlýtur að hafa í för með sér alræði minnihlutans þ. e. a. s. afnám lýðræðisins, og í kjölfar þess hlýtur að fylgja áf- nám ritfrelsis og málfrelsis, en þessi verðmæti álítum við dýrmætari en svo, að við vilj- um nokkurn tíma fórna þeim. Og hvaða trygging er líka fyrir því, að hugsjónir stjórnarhylt- ingarinnar verði framkvæmdar, þegar allt pólitískt vald er kom- ið í hendur eins flokks, hvaða vörnum væri hægt að koma við, ef hann notaði vald' sitt til þess að eyða hugsjónum bylt- ingarinnar, og hefir ekki ein- mitt slíkt átt sér stað í sögunni? En sé meirihluti þjóðarinnar fylgjandi hagkerfi sósialismans, og sé um þingræði að ræða, er stjórnarbylting auðvitað óþörf, — þá má eins fara þingræðis- leiðina. Leið kommúnismans til fram kvæmdar á hagkerfi sósíalism- ans, þ. e. a. s. leið stjórnarbylt- ingarinnar, sem farin var í Rúss landi, hlýtur því að leiða til einræðis, enda hefir hún gert það þar, en við Alþýðuflokks- menn viljum aldrei fórna lýð- ræðinu og hinu andlega frelsi, og við álítum einræði eins flokks eða manns meira að segja algjörlega andstætt sjálfri hug- sjón sósíalismans. Við, sem viljum framkvæma hagkerfi sósíalismans, viljum við það það ekki fyrst og fremst af því, að við viljum sem fullkomnast lýðræði í atvinnumálum, og er þá nokkurt vit í því að byrja framkvæmd þess með því að af- nema lýðræði í stjórnmálum? Ég sé sérstaka ástæðu til þess að taka fram, að við Alþýðu- flokksmenn eru einnig bylting- armenn, ef sá skilningur er lagð ur í orðið, að við viljum ann- að þjóðskipulag en nú ríkir, þ. e. a s. við erum fylgjandi bylt- ingu í atvinnumálum, en við viljum ekki koma breyting- unni á með stjórnarbyltingu þ. e. a .s. með pólitískri byltingu, eins og kommúnistar um allan heim hafa talið og telja nauð- synlegt, og mætti því til sönn- unar vísa til ótal rita þeirra um þessi mál. Forvígismenn íslenzka sósíal- istaflokksins, arftaka kommún- istaflokksins, háfa nú um skeið talað svo sem þeir væru orðnir andvígir /stjórnarbyltingum og ákafir fylgismenn lýðræðis og þingræðis. En þeir hafa áður talað og skrifað mikið um þessi mál, og meðan þeir ekki afneita algjörlega þeim skrifum sínum og játa, að þeir hafi þá haft rangt fyrir sér, verða þeir að sætta sig við, að menn álíta þá nú tala þvert um hug sinn, þetta sé tal, sem ætlað sé til þess eins að hljóma vel í eyrum kjósenda fyrir kosningar, en tilætlunin sé að hafa ao engu eftir kosningar. Ég skal nú lofa ykkur að heyra nokkur ummæli tveggja leiðtoga sósialistaflokksins um þessi mál, þegar engar kosn- ingar stóðu fyrir dyrum og láta ykkur dæma um það, hversu heit sé. ástin á lýðræð- inu. Einar Olgeirsson skrifaði í tímaritið Rétt árið 1933 grein, sem hann néfndi: Sósialismi eða fasismi, og þar eru þessar setn- ingar: „ . . . Kommúnistaflokkurinn vill byltingu, af því að hann vill socialismann, og veit, að honum verður ekki komið á öðru vísi, eins og reynslan í Rússlandi og Þýzkalandi hefir bezt sannað“. — „ . . . Hér sem annars staðar gerast þeir (þ. e. sósialfasistar), brautryðjendur fasismans og verndarar auð- valdsskipulagsins, reiðubúnir til að verja auðvaldið með hvaða vopnum sem er. Og þess vegna á sá verkal., sem ætlar að afnema þetta auðvaldsskipulag, enga aðra leið en vægðarlausa dægurbaráttu fyrir hagsmunum sínum, háða með verkföllum og hvaða öðrum ráðum, sem duga, með rótfestu í þýðingarmestu vinnustöðvum auðvaldsfram leiðslunnar, og sú verkfalls barátta leiðir til sífellt skarpari árekstra við burgeisastéttina og ríkisvald hennar og nær að lok um hámarki sínu í vopnaðri uppreisn verkalýðsins gegn her væddri yfirstétt íslands.“ (Let- urbr. hér). — Brynjólfur Bjarnason sagði eftirfarandi í grein um lýðræði og fasisma í Rétti 1933. „Nú er það verkefni sósial-demokrata að viðhalda trúnni á lýðræðið — og telja alþýðunni trú um, að með kjörseðlinum sé haegt að framkvæma sósíalismann, og losa alþýðuna úr ánauðmni.’' Og ennfremur; „Þegar krat~ arnir eru að telja verkalýðn~ um trú um, að hann megi ekki beita ofbeldi, þá eru þeir að leiða hann undir fallöxina. Af~ neitun ofbeldisins af verkalýðs- ins hálfu er sama sem að beygja sig undir ok auðvaldsins um ald ur og ævi.“ (Leturbr. hér). Hvað finnst ykkur, hlustend- ur góðir, þegar þið berið þetta saman við tal þessara stjóm- málamanna nú fyrir kosningar um óbeit þeirra á ofbeldi og ást á lýðræði? Er hér ekki um há- væran tvísöng að ræða? í sjálfu sér væri ekkert við þetta að athuga, ef þessir menn hefðu skipt um skoðun og væru nú farnií að aðhyllast skoðanir ,,kratanna“, ég myndi hiklaust fagna því, en meðan þeir lýsa því ekki skýrt og skorinort yfir. að þeir hafi áður haft rangt fyrir sér og játi villu sína — þeir hafa. þurft að gera slíkt áður — er ekki hægt að taka það alvarlega, þótt þeir segist vera á móti ofbeldi og fylgj- and lýðræði — fyrir kosningar. Það eru auðvitað engin ný- sannindi, að kommúnistaflokk- ur, þ. e. a. s. Sósíalistafl. sé byltingarflokkur og andvígur lýðræði og þingræði. En það er þeim mun undarlegra, að ýmsir skuli trúa því, að Sósí- alistaflokkurinn sé lýðræðis- flokkur, sem sameiningartil- raunir Alþýðuflokksins og Kommúnistaflokksins 1937; strönduðu m. a. á því, að kom- múnistarnir vildu ekki viður- kenna, að leið laga og þing- ræðis bæri að fara, til þess að ná völdum og hefja fram- kvæmd sósíalismans. í bréfi frá samninganefnd KommúnistafL til nefndar Alþýðuflokksins,. dagsettu 24. sept. 1937, segir orðrétt: „Við skulum báðir hreinskilnislega viðurkenna, að við aðhyllumst í þessu máli tvær ólíkar skoðanir, við kommúnistar þá byltingarsinn- uðu túlkun á marxismanum, og margir foringjar Alþýðu- flokksins kenningar Revision- ismans (endurskoðunar stefn- unnar). Það mun hvorug- ur aðili ætla sér þá dul að sannfæra hinn tafarlaust um sína skoðun né heldur að heimta af hinum aðilanum, að hann gefi upp sannfæringu sína." En nú tala þessir menn eins og þeir hafi gefið upp þessa sannfæringu sína, og væri. raunar óskandi, að svo væri, en ég held, því miður, að svo sé ekki. Ef þeir vilja fá menn til þess að trúa því, að þeir hafi skipt um skoðun, verða þeir Það var miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, sem ákvað hækkun kjötsins! Kjósið A~listann! /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.