Alþýðublaðið - 20.10.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.10.1942, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Jhriðjudagitr 20. oklóbcr 104 Úrslitln ; I Hcvkiavlk i Vfsltalan 250 stlg! Hefir hækkað um 40 stig síðan í septemhermánuði! AFLEIi>INGAR af hinu ábyrgðarlausa okri Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins í kjötinu og mjólk- inn> eru nú að koma í ljós. Vísitala framfærslukostnaðarins fyrir október hefir nú verið reiknuð út og reyndist vera 250 stig — 40 stigum hærri en í september! Eru engin dæmi annarrar eins hækkunar á vísitölunni á einum mánuði áður. Fyrirlitlegt tiltæMi Biarna iiorgnrst|érá Hann neyðir verkamenn bæjarins til að gerast áróðursmenn fyrir ihaidið. i sumar SJálfstanBisflokkarinii faélt áfram all tapa og kommánistar að vaxa Alþýðuflokkurinn fékk einn kosinn, Sjálfstæðisflokkurinn fjóra, kommun- istar þrját Árni frá Múla féll. --------+—-— 1Z OSNINGAÚRSLITIN í REYKJAVÍK, semjoru til- kynnt í útvarpinu klukkan eitt í nótt, urðu þau, að A-listinn, Alþýðuflokkurinn, fékk 3303 atkvæði og einn mann kosinn, B-listinn, Framsóknarflokkurinn. 945 at- kvæði og engan kosinn, C-Iistinn, kommúnistar, 5980 at- kvæði og þrjá menn kosna, D-listinn, Sjálfstæðisflokkurinn, 8292 atkvæði og f jóra menn kosna, og E-listinn, Þjóðveldis- flokkurinn, 1284 atkvæði og engan mann kosinn. Til samanburðar skal þess getið, að A-Iistinn fékk i sumar 3319 atkvæði, B-listinn 905 atkvæði, C-listinn 5335 atkvæði, D-listinn 8801 atkvæði og E-listinn 618 atkvæði. Eins og sjá má á þessttm samanburði liefir Al- býðuflokkurinn haldið velli í höfuðstaðnum síðan í siimar. Hann hefir fengið svo að segja nákvæmlega sama atkvæðamagn. Sjálfstæðisflokkurinn hefir tapað rúmlegá 500 atkvæðum og þó fengið annað af hinum tveimur nýju þingsætum kjördæmisins. Kommúnistar hafa bætt við sig yfir 600 atkvæðvm og fengið hitt nýja þingsætið. Þjóðveldisfldkkurinn hefir að vísu meira en tvöfaldað atkvæðatöiu sína frá í sumar, en var þó Iangt frá því að fá Áma frá Múla kosinn. Samkvæmt þessum úrslitum verða þingmeim Reykjavikur næsta kjörtímabil þessir og í þessari röð: Magnús Jónsson, Einar Olgeirson, Jakob Möíler, Stéfán Jóh. Stefánson, Brynjólfur Bjarnason, Bjarni Benediktsson, Sigurður Kristjánsson og Sig- fús Sigurhjartarson. En af listum þeirra þriggja flokka, sem náð hafa kosningu, verðá Iandkjörnir Pétur Magnússon, Sigurður Guðnason og Haraldur Guðmundsson. Akosningadaginn bar það við, sem vekja mun furðu manna yfir ósvífni og ruddaskap eins af stjórn- málaflokkunum og þó sér- staklega eins af fremstu stjómmálaleiðtogum bæj ar- ins. Snemma á kosningadaginn urðu menn varir við, að ein- kennilega margir menn úr sorp- og götuhreinsun bæjarins stóðu við kjörstaðina og á götum, sem að þeim Iiggja, skrýddir borð- um og merkjum Sjálfstæðis- flokksins. Það vakti heldur ekki minni furðu, þegar vitað var, að sumir þessara manna hafa allt af talið sig fylgjandi öðrum en Sjálfstæðismönnum og að þeir lýstu því yfir í gær, að þeir bæru merki Sjálfstæðisflokks- ins nauðugir. Samfurkbt að stofna sjðkrasamlag i Kefiavfk. ISAMBANDI VIÐ Alþingis- kcxsningamar í Keflavík fó.r jafnframt fram atkvæða- greiðsla um það hvort stofna skyldi þar sjúkrasamlag. Var samþykkt að stofna samlagið með miklum meiri hluta greiddra atkvaeða. Hátt á fimmta hundrað kjósenda greiddu atkvæði með stofnun samlagsins, en aðeins 80 á móti. Um 120 voru hlutlausir og skil- uðu auðum seðli. Skeyti hefir blaðinu boirizt frá ungfrú Kathleen Long, þar sem hún seg- ir, að ferðin heim hafi gengið að óskum, og að hún eigi margar á- gætar endurminningar um dvölina hér. Hjónaband. Gefin voru saman í hjónaband s.l. laugardag ungfrú Ósk Sigur- jónsdóttir og Ingólfur ísebarn. En skýringin er fengin á þessu. Bjarni Benediktsson borgarstjóri boðaði flesta sorp- hreinsunarmenn bæjarins til sín og skipaði þeim að vinna fyrir Sj'álfstæðisflokkinn. Lét hann marga þeirra bera út kosningabréf og bæklinga íyrir kjördag og skikkaði þá síðan til þess að mæta við kjörstaðina, eftir að kosning hæfist og vera þar á stjái — Ííkast til til þess að sýna verkamannafylgi Sjálf- stæðisflokksins! Það er svo ann að mál, og alveg út af fyrir sig, að sumir þessara manna voru hafðir fyrir dyraverði, þannig skrýddir, við kjördeildimar, og er það hreint lögbrot. Það skal viðurkennt, að sam- anborið við kosningabaráttu kommúnista til dæmis, var kosningabarátta Sjálfstæðis- flokksins nokkum veginn sam- boðin siðuðum mönnum. En á kosningadaginn steig flokkurinn skref, sem skapar fyrirlitningu á honum. Hvað sem hver segir, þá voru verkamennirnir neydd- ir til þess að standa skrýddir nierkjum íhaldsins á kjördegi. Það vita allir, og þeir lýstu því yfir sjálfir. Vel má vera, að Bjarni " Benediktsson leiti til verkamannanna eftir undir- skriftum og yfirlýsingum um áhuga þeirra fyrir málefnum í- haldsins; en slíkt þýðir ekki. — Annars er alveg óskiljanlegt, jhvers vegna Bjarni Benedikts- son beitir þessum fantabrögð- um við verkamennina. Sjálf- stæðisflokkurinn hefir áreiðan- lega ekki veitt mörg atkvæði á hina skrýddu verkamenn, og hann fékk heldur ekki einu sinni atkvæði þeixra allra. *— Gerð Bjama borgarstjóra er fyrir því hin sama. Hins vegar geta þeir, sem vilja, gagnrýnt þessa verka- menn fyrir það, að láta fara þannig með sig, eins og hér er lýst. Úrslit bárust einnig í nótt úr eftirfarandi kjördæmum: fsaS|orð-r. Kosinn var Finnur Jónsson, framfajóðandi Aíþýðuflokksins, með 589 atkvæðum, landlisti- fíokksins fékk 39, samíals 628 (667 í sumar). Björn Bjarnason, frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins fékk 417 atkvæði og landlisti flolcks- ins 14, samtals 431 atkvæði (433 í sumar). Sigurður Thoroddsen, fram- bjóðandi kommúnista, fékk 259 atkvæði og landlisti flokksins 15, samtals 274 atkvæði (214 í 'sumar). Guðmundur Ingi Kristjáns- i son, frambjóðandi Framsóknar, j fékk 35 atkvæði og landlisti flokksins 10., samtals 45 at- kvæði (39 í sumar). Seyðisfjorðnr. Lárus Jóhannesson, fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins fékk 207 atkvæði, landlisti flokksins 7, samíals 214 atkvæði (153 í sumar), og var kjörimt þingmaður kjördæmisins. Jóhann Fr. Guðmundsson, frambjóðendi Alþýðuflokksins, fékk 119 atkvæði og landlisti flokksins 11, samtals 130 (Har- aldur Guðmundsson fékk 180 í sumar). Ásgeir Blöndal Magnússon, frambjóðandi kommúnista, fékk 65 atkvæði og landlisti flokksins 7, samtals 72 (Árni Ágústsson fékk 67 í sumar). Karl Finnbogason, frambjóð- andi Framsóknarflokksins, fékk 44 atkvæði og landlisti flokks- ins 4, samtals 48 (Hjálmar Vig- fússon fékk 73 í sumar). Akureyri. Kosinn var Sigurður E. Hlíð- ar, frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins með 986 atkvæðum, landlisti flokksins fékk 23, sam- taís 1009 (1080 í sumar). Vilhjálmur Þór, frambjóð- andi Framsóknar, fékk 854 at- kvæði og landlisti flokksins 20, samtals 874 (902 í sumar). Steingrímur Aðalsteinsson, frambjóðandi kommúnista, fékk 710 atkvæði og landlisti flokksins 36, samtals 746 (650 í sumar). Jón Sigurðsson, frambjóð- Tvær flogvélar yíir nðgreBDi Reykja- vfkor. ■ SAMKVÆMT TELKYNN- INGU, sem Alþýðublaðinn barst í gær frá ameríksku her- stjórninni hér voru tvær þýzk- ar flugvélar yfir nágrenni Reykjavíkur rétt eftir hádegið á sunnudag1. Loftvarnamerki voru gefim hér í bænum, í Hafnarfirði og jafn vel víðar og stóð hættu- merkið í rúman háltíma. Kosningaathöfnin tafðist nokkuð við þetta, og leitaði starfsfólk við kosningarnar, að minsta kosti sumt til loft- varnabyrgja. Hættumerkið stóð nokkuð lengur í Hafnarfirði en hér í Reykjavík. Frð Gerd firieg leik- or aielns irfá kvðid. AF SÉRSTÖKUM ástæðum getur frú Gxieg aðeins farið með hlutverk sitt í leikn- um Hedda Gabler eftir Ibsen, örfá kvöld ennþá. Barst Leik- , félagi Reykjavíkur tilkynning þessa efnis í gær, en félagið hafði gert ráð fyrir mörgum sýningum á leik þessum. — Sagði formaður félagsins þetta vera hin verstu tíðindi fyrir það, því nú yrði ekki hægt að koma af stað sýningum á öðru leikriti fyrr en um miðjan nóv- embermánuð >n. k., að sýningar hefjast á „Dansinum í Hruna“ eftir Indriða Einarsson, en þær standa í sambandi við listavik- una, sem í ráði er að verði hér í bæ um það leyti. — Þykir rétt, að benda væntanlegum leeikhúsgestum á þá staðreynd, ítð hafi þeir_ ekki séð meðferð hinnar ágætu listakonu á einu stórbrotnasta hlutverki leikrita skáldjöfurins Ibsen, fyrdr næstu helgi, þá verða þeir of seinir.. Innrásarmennirair heitir myndin, sem Nýja Bíó sýnir núna. Er ,það ameríksk stór- mynd með Laurenee Oliver, Les- lie Koward, Raymond Marsey, Er- ic Portman og Anton Wolbröok í aðalhlutverkunum. 25 ára hjúskaparafmæli eiga í dag Ragnhildur Jónsdótt- ir og Einar Tómasson koiakaupm., Bergstaðastræti 24 B. 40 ára afmæli átti í gær frú Heiðveig Guð- mundsdóttir frá Miðdal, nú til heimilis á Bergþórugötu 45 C. andi Alþýðuflokksins, fékk 141 atkvæði-, landlisti flokksins 40, samtals 181 (214 í sumar). Atkvæðatalning hefst í Hafn- arfirði kl. 10 f. h. í dag, og í Vestmannaeyjum kl. 2 Úrslitin munu verða birt jafnharðan í útvarpinu. í gærkveldi var enn ekki kunnugt í hvað sveitarkjör dæmum verður tálið í dag. Til- kynnt var þó, að talið yrði í Árnessýslu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.