Alþýðublaðið - 21.10.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.10.1942, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Míévikudagur 2í. októbcr Í9ít» Rý verðhækkun ð DÓMNEFND í verð- lagsmálum tilkynn- ir hér í blaðinu í dag nýja vérðhækkun á smjörlíki. Er ekki • ótrúlegt, að nú komi skriða af nýjum verðhækkunum ofan í hina gífurlégu hækkun vísitölunnar, sem tilkynnt var í fyrradag. Srrijörlík- ið hækkar í heildsölu úr kr. 4.05 kg. upp í kr. 4.35 og í smásölu úr kr. 4.74 kg. upp í kr. 4.35. Leiltfélagið sýnir Heddu Gabier í kvöld kl. 8. Er nú að verða hver síðastur að sjá frú Gerd Grieg í þessu leik- riti. Ármenningar! Skemmtifundur verður í Odd- fellowhúsinu í kvöld og hefst xneð dansi kl. 9. Húsinu lokað kl. 10.30. Erindi með skuggamyndum flytur Þorsteinn Jósefsson blaða- maður. Félagar mæti með félags- skírteini, þau eru afhent í sjkrif- stofunni kl. 8—10. Borð ekki tek- in frá. Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn. Fjölmennið. Skemti- nefndin. Kosningaúrslitin: Kommúnistar unnu Siglnfforð Sjálf stæðisflokkurinn tók ann- að sætið í Árnessýslu af Framsóknarflokknum. ...—■♦■■■--- Alþýðafiokkurinn vann Hafmaiv VJKrð aftur meé mikftuEn meiriftiluta TALNING atkvæða fór fram í gær í Hafnarfirði, Vest- mannaeyjum óg á Siglufirði og eru kosningaúrslitin þvknú.orðin kunn í öllum kaupstöðunum utan Keykjavíkur. Alþýðuflokkurinn eins og í sumar bæði í Hafn- arörjði óg á. ísafirði með miklum atkvæðamun, Sjálfstæðis- flokk^írmn hélt bæði Akureyri og Vestmannaeyjum og vann" Séyðisfjörð af Alþýðuflokknum, en að sjálfsögðu þýðir sá vinningur einu uppbótarsæti minna á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og einu uppbótarsæti meira fyrir AI- þýðuflokkinn. A Siglufirði, sem nú í fyrsta sinn kaus sérstakan þing- mann, náði frambjóðandi kommúnistan kosningu með Ftl- um atkvæðamun. Talið var einnig í nokkrum sveitakjördæmum í gær, þar á meðal í fyrsta tvímenningskjördæmmu, Amessýslu, og vann Sjálfstæðisflokkurinn þar annað þingsætið af Framsókn. Ætlar Þjóðveldisflokknrinn að steypa borgarstjórainm? Árni Jénsson iýslr yfir að iienn taki sæti i bælarstférn. EITT AF ÞVÍ, sem menn hafa mest spurt um síðan Ámi Jónsson frá Múla sagði sig út Sjálfstæðis- flokknum og gekk í annan flokk, er afstaða hans til bæj arstjómar Reykjavíkur. Árni Jónsson var, eins og kunnugt er, kosinn í bæjar- stjórn, sem aðalfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn við bæjar- stjómarkosningarnar í vetur. Að sjálfsögðu var hann kosinn sem Sjálfstæðismaður, en hins vegar mun hann hafa rétt til að sitja í bæjarstjórn þótt hann hafi yfirgefið þann flokk, sem hann var kosinn fyrir. Fyrir kosningarnar lét Árni Jónsson það í veðri vaka, ■ að hann myndi sækja bæjarstjórn- arfundi, ef hann fengi • nógu mörg atkvæði við kosningarnar til^þess að ná kosningu í bæj- arstjórn, ef- kosið væri og at- kvæðatala E-listans lögð til grundvallar. Nú fékk listi hans 1284 atkvæði og hefði hann því orðið 14. bæjarfulltrúinn, ef kosið hefði verið til bæjar- stjórnar. / Af þessu tilefni lætur Árni Jónsson hafa þessi ummæli eft- ir sér í gær: „Úrslit þessara kosninga eru þau,“ sagði Árni, ,,að ef kosn- ir hefðu verið 15 menn, þá hefði þriðji maður Alþýðu- flokksins haft 1101 atkvæði og 7- maður Sjálfstæðisflokksins 1185 atkvæði. Það er því úr því skorið, að ég hefi ekki ein- ungis lagalegan rétt til að sitja í bæjarstjórn, þar sem ég hlaut 1284 atkvæði, eða 100 atkvæð- um meira en 7. fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og hátt á 2. hundrað atkvæði fram yfir 3ja fulltrúa Alþýðuflokksins, held- ur einnig ítrekaðan stuðning kjósenda.“ Vísir vill ekki ganga inn á þessi sjónarmið Árna og held- ur því fram, að honum beri að afsala sér fulltrúasætinu í bæj- arstjórn og láta það eftir vara- fulltrúa Sjýlfstæðisflokksins. Þetta mál mun vekja mikla athygli meðal bæjarbúa. Ef Árni Jónsson vill það viðhafa, mun hann geta borið fram van traust á núverandi borgarstjóra — en hvort hann gerir það, er annað mál. Annars er þess varla að vænta, að miklar breytingar verði í bæjarstjórn Reykjavíkúr,* þó að hinn nýi leiðtogi Þjóðveldismamia taki þar sæti. Hann hefir hvað eftir annað lýst því yfir, að hann berðist fyrir sjálfstæðisstefn- unni og vildi ekki frá henni víkja. Og Reykvíkingar þekkja sjálfstæðisstefnuna í fram- kvæmd í bæjarmálefnum Reykjavíkur. Tom, Dick og Harry heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir núna. Ebr það ameríksk gamanmynd með Ginger Rogers, George Murpny og Alan Marshall í aðalhlutverkunixm. Framhalds- sýningin heitir Tökubarnið. * Hér fara á eftir kosningaúr- slitin í þeim kjördæmum, sem talið var í í gær. Mafnarf jðrður. í Hafnarfirði urðu úrslitin þessi: Kosinn var Emil Jónsson, frambjóðandi Alþýðuflokksins, með 848 atkvæðum og 64 á land lista, samtals 912. (í sumar fékk hann alls 933 atkvæði). Þorleifur Jónsson, frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins, fékk 697 atkvæði og 51 á landlista, samtals 748 atkvæði. (í sumar fekk hann alls 756 atkvæði). Sigríður Sæland, frambjóð- andi Kommúnistaflokksins, fekk 156 atkvæði og 46 á land- lista, samtals 202 atkvæði. (í sumar hlaut hún alls 160 atkv.) Jón ‘Helgason, frambjóðandi Framsóknarflokksins, fékk 30 atkvæði og 7 á landlista, samtals 37. (45 í sumar.) Siglufjörður. Á Siglufirði urðu úrslitin þessi: Kosinn var Áki Jakobsson, frambjóðandi Konimúnistafl. með 464 atkvæðum og 18 á landslista, samtals 482 atkvæði. Sigurður Krktjánsson, fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins hlaut 455 atkvæði og 14 á lands- lista, samtals 469 atkvæði. Erlendur Þorsteinsson, fram- bjóðandi Alþýðuflokksins, hlaut 370 atkvæði og 16 á landlista, samtals 386 atkvæði. Þetta er í fyrsta sinni, sem Siglfirðingar kjösa sér sérstak- an þingmann. Vestmannaeyjar. í Vestmannaeyjuím urðu út- slitin þessi: Kosinn var Jóhann Þ. Jóseís- son, frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins, með 662 atkvæðum og 46 á landlista, samtals 708 atkvæði. (í sumar fekk hann alls 736 atkvæði). Frambjóðandi Kommúnista- flekksins, Þórður Benediktsson fekk 492 atkvæþi og 28 á land- lista, samtals 520 atkvæði. (Frambjóðandi kommúnista, ís- leifur Högnason, fekk í sumar 461 atkvæði.) Gylfi Þ. Gíslason, frambjóð- andi Alþýðuflokksins fekk 279 atkvæði og 20 á landlista, safn- tals 299 atkvæði.. (í sumar fekk hann alls 272 atkvæði, en við bæ j arst j órnar kosningarnar í vetur fékk Alþýðuflokkurinn 200 atkvæði, þannig að kjör- fylgi hans hefir síðan vaxið um 50%!) Stefán Franklin, frambjóð- andi Framsóknarflokksins, fekk 110 atkvæði og 13 á landlista, samtals 123 atkvæði. (í sumar fekk frambjóðandi Framsóknar, Sveinin Guðmundsson, 131 at- kvæð.) Borgarfjarðarsýsla. í Borgarfjarðarsýslu urðu úr- sJltin þessi: Pétur Ottesen, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, var kjör- inn með 652 atkvæðum og 21 á Iandslista, , samtals 673 at- kvæði. (í sumar fékk hann 700 atkvæði). Sverrir Gáslason, i frambjóð- andi Framsóknarfl., hlaut 333 atkvæði og 12 á landslista, sam- tals 345 atkvæði (í sumar fékk hann 362 atkvæði). Sigurður Einarsson, frambjóð andi Alþýðuflökksins fékk. 248 atkæði og 47 á landslista, samt. 295 atkvæði. (í sumar hlaut hann 333 atkvæði.) Steinþór Guðmundsson, fram bjóðandi kommúnista, fékk 75 atkvæði og 23 á landslista, samt. Frh. £ 7. sxðu. Tlð loftvarnamerki: Sprenoiufluovél yfir Bágrenni Rejftjaviknr. HEIMSÓKNIR þýzkra flugvéla hingað eru farnar að verða nokkuð tíðar. Má segja, að nú séu gefin loftvarnamerki hér dagléga og í nágrenni bæj arins. Snemma í gærmorgun voru gefin loftvarnamerki hér í Reykjavík og nálæg- um kaupstöðum og stóð hættan alllengi. Samkvæmt tilkynningu sem. Alþýðublaðinu barst í gær frá ameHjttBMkgætu- liðinu var þy^MW^vel yfir nágrénni Ííey^jávik- ur, en hún vf|Jgí|ÍÍtelýn n brott með mMW^fSft- varnaskothríð. Saodkeppni i kvöld í Snndhöiiijiui. I KVÖLD kl. 8.30 hefst * sundmót í Sundhöll Reykjavíkur. Keppt verður í 6 greinum: 100 m. frjáls aðferð, 100 m. bringusund, 4x50 m. boðsund, 50 m. frjáls aðferð drengja, 50 m. bringusund drengja og 50 m, baksund drengja. í öllum þessum greinum má búast við harðri keppni. í 100 m. frjálsri aðferð keppa t. d. Rafn Sigurvinsson (KR) og Guðmundur Guðjónsson (Á). í 100 m. bringusundi verður mjög spennandi keppni milli þeirra Magnúsar Kristjánsson- ar (Á), Éðvarðs Færseth (Æ> og methafans Sigurðar Jóns-, sonar KR. Að lokum er aðalsund kvölds ins 4x50 m. boðsund. Keppa þar 5 sveitir. 2 frá Ægi, 2 frá Ármanni og 1 frá K.R. Met- hafi er sveit Ægis. Skipverjar á Eldbor'g forðnðn skipl sinu. Þýzk sprengjuflugvél gerði‘ ítrekaðar tiiraunir til" að granda skipi þeirra. LÍNUVEIÐARINN „ELD- BORG“ slapp með naum- indum undan árásum þýzkrar Focke-Wulf-sprengjuflugvélar, sem gerði árás á skipið s.l. sunnudag, er það var á siglingu fyrir norð-austan land. Talið er, að flugvélin hafi gert 15 tilraunir til að granda skipinu, en skipstjórinn stýrði skipinu í krákustíga, svo að tilraunir flugvélarinnar mis- tókust alveg. Þegar flugmenn- irnir sáu, að þeim tókst ekki að varpa sprengjum að skip- inu með líkum fyrir því að hitta það, létu þeir vélbyssu- kúlnahríð dynja yfir það, en án þess að nokkur særðist af skipshöfninni, eða að skemmd- ir yrðu á skipinu. Skipstjórinn á „Eldborginni“ heitir Ólafur Magnússon. Skýrir hann svo frá, að skipverjar hefðu séð greinilega er flugmennirnir opnuðu hlerana til þess að varpa sprengjum á skipið, en þeir hættu við það, er þeir þóttust ekki komast í nógu gott færi. Segir hanrt, að árás- artilraunirnar hafi staðið yfir í tæpa klukkustund. Vopn eru um borð í „Eldborginni“ til varnar, en skipverjar vildu ekki nota þau að fyrra bragði, nema ef sprengjum yrði varp- að, en þegar það var ekki gert, var ekki gripið til vopnanna. Má segja, að skipstjóra og skipverjum á ,Eldborginni‘ hafi tekizt giftusamlega að forða skipi sínu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.