Alþýðublaðið - 21.10.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.10.1942, Blaðsíða 6
ALÞYÐUSLAÐIÐ Miðvikudagur 21. október 1942; Berggrav biskup Félagsleg vandamál og félagsmálapóli tík. Hann neitaði að beygja sig fyrir nazismanum. i Björn Sigfússon: Vinsamleg bending ungs ritdémara. til LESTRARBÓK , SIGURÐAR NORDALS er ritdæmd í AlþbL 11., þ. m., og hinn ungi ritdómari hefir sýnt þá hæfi- leika á öðru sviði, að það vekur voniir, er hann ræðst í nýtt verkefnii. En ritdóminn hefði hann átt að gera af meiri vand- virkni. Megi ritdómari ekki vera að því að lesa bók, sem hann dæmir, þarf hann að minnsta kosti að fara rétt með þær setningar, sem hann vitnar þar í, og glöggva sig. á efnisyfir- litinu, en þessa hefir hinn ungi maður ekki gætt. Hann telur fram galla á frum útgáfu Lestrarbókair, vitnar þar í ummæli S. N. um Steingrím Thorsteinsson og Einar H. Kvaran, en hefir þau rangt eftir. Sé það til þess, að lesendum blöskri því meir ósanngirni þeirra, missir ritdómarinn marks, því að orð hans um ■Öteingrím, „bögubósi“, og um Einar, „þrekleysi í verkum sín- u«i“ (leturbr. hér), eru svo seinheppilegar afbakanir orða, sem hver maðu/r hefir getað lesið óbrengluð í Lestrarb. síð- ustu 18 áæin. Þá telur hann galla þeirra lestrarbókar, að þar fái kaflar rúm úr Ármanni og Fjölni eftir Baldyin og Koraráð. En í 'henni er hvorugur. Ávantanir nýju lestrarbókar- innar hefði mátt ræða í bróð- erni við ritdómarann, ef ekki skorti rúm í kosningaviku. Mér þykir leitt, að ibókin mátti ekki stæfcka svo, að rúm yrði fyrir höfunda síðasta áratugs, þar á meðal Stein Steinar. Sinnar stundar bíðux hvað. Og þegair stangast hjá ritdómaranum hrósyrði og illkvittnisorð um útgefandann, hlýtur hann að hafa fengið önnur hver þeirra að láni hjá sér -þröngsýnni mönnum, og er þá ekki mjög um þetta að sakast. Ofaukið telur hann a. m. k. þessum höfundum: Gunnari Pálssyni, Birni Gunnlaugssyni, •— og úr nýju lestrarbókinni Þorsteini Gíslasyni, Jóni Helga- syni og að líkindum þeim Bald- .vin og Konráði, sem hann hefði getað fundið í þeirri bókinni. Hvorki mun það þó kappsmál ritdómaranum né öðrum að losna við fjóra hina síðarnefndu en í mótmælum hans gegn Gunnari og Birni kemur fram eina mikilvæga ágreiningsatrið- ið við útgefandann um það, hvernig velja skal í lestrarbók. Ritdómarinn virðist ekki viður- kenna þair annan mælikvarða en fagurfræðilegan (ella fjöl- sfcyldijsjiónarmið!) og finnst þeir Gunnar vera líftil skáld eða engin. Hann skilur ekki 18. aldar skáld og er vorkunn. En þorri kennara mun þakklátur fyrir það, að frá tímum ein- hæfra bókmennta séu teknir með þeir höfundar, sem ritdóm- arinn neitar um skáldtign og kallar einungis hina ágætustu menningarfrömuði. — Eftir á að hyggja: Hvenær ætli íslenzk skáld hafi efni á að líta niður j á þessa vísu spekingsins með barnshjartað: 'jl Lífið öllu langt af ber,, lífi duftið þjónar, lífi birtan löguð er, líf sér haminn prjónar? Björn Sigfússon. Frh. á 4. síðu. M-eðan smáatvinnureksturinn var ríkjandi, var atvinnulífið allt í miklu fastari skorðum; flutningar á milli landshluta voru fátíðari; venjulega bjó fólk alla ævi á fæðingarstað sínum. Þar af leiðandi voru ættnrbönd- in sterkari, en sambúðin inni- legri við nágrannana. Þegar veikindi og önnur óhöpp bar að höndum, veittu ættingjar og ná- grannar hver öðrum hjálp. Þetta breyttist mjög verulega, þegar stóriðnaðuripn óg borgar lífið ruddi sér til rúms. , Samband verkafólksins við atvinnurekendurna Var:' 'áður fastara og persónulegra. Hjúin voru oft alla ævi hjá sama hús- •bóndanum og höfðu fæði og uppihald hjá honum. Meðan framileiðslan var í höndum ótal smáframleiðenda, var mótsetn- ingin milli atvinnurekenda og verkamanpa yfirleitt ekki eins mikil og nú. Framleiðslutækin voru ekki dýrari en svo, að verkamennirnir gátu sjálfir orðið atvinnurekendur, ef þeir sýndu sparsemi og forsjálni. En -á þessu varð örlagarík breyting við þróun stóriðnaðarins og notkun hinna nýju véla, sem öll um þorra manna var um megn að eignast. Hið gamla samband verkamannsins við framleiðslu- tækin, sem í mörgum tilfellum var fólgið í því, að hann var eigandi þeirra, rofnaði. Sú af- leiðing stóriðnaðarins var ef til vill sú breytingin, sem þyngst varð á metunum. Smáframleiðandinn fýrr á tímum, sem, átti framleiðslu- tækin sjálfur, stóð betur að vígi en verkamaður nútímans, ef ein -jhver óhöpp vildu til; þar, sem öll fjölskyldán vann við fyrir- tækið, vari hæ-gt að halda því á- fram, þótt tekjurnar minnkuðu eitthvað í bili; auk þess var hægt að taka lán út á framleiðslutæk- in eða fyrirtækið. Verkamaður nútímans getur enga slíka trygg ingu iboðið. En það voru ekki aðeins fram- leiðslutækin, sem komust á færri hendur en áður, -auðúrinn safnaðist yfirleitt á einstakra m-anna hendur, en að sama skapi fjölgaði þeim, sem ekkert áttu nema vinnuafl sitt. Og tekjurn- ar af því voru sjaldan svo mikl- ar, að hægt væri að safna í sjóði: Þannig voru hin efnalegd skilyrði, sem sköpuðu flest af þeím vandamálum, sem félags- málapólitíkin hefir þurft fram úr að ráða. En rétt er að líta einnig sem snöggvast á hin and- legu skilyrði — ef svo mætti að orði komast —, sem sköpuðu félagsmálapólitíkina, þær skoð- anir einstakra manna og flokka, sem framar öðrum urðu lyfti- stöng hinn-a félagsmálalegu á- taka. * Hér að framan hefir verið bent á það, hvemig hinir breyttu framleiðsluhættir fyrir um það bil lVz öld sköpuðu mörg hinna félagslegu vanda- mála nútímans, fyrst og fremst vöxtur hinnar eignalausu verka- mannastéttar. En samhliða iþví, sem vandamálin urðu til og kröfðust lausnar, reis upp öflug hreyfing meðal manna úr hin- um ólíkustu flokkum til þess að vinna að því að bæta úr bölinu, sem var samfara vexti stóriðj- unnar og stórborganna. Umhyggja fyrir hinum fá- tæku og smáu í þjóðfélaginu hefir verið til á öllum tímum, þó að í þeim efnum megi rekjá greinilega þróun. í hinum fornu menningarríkjum gætti hennar mjög Htið; það var beinlínis á- litið veikleikamerki að hafa meðaumkun með hinum lægri stéttum þj.óðfélagsins. Meðferð- in á þrælunum er glöggt dæmi um þan-n hugsunarhátt. -Og slíks hugsunarháttar hefir gætt allt til vorra tíma. Framan af voru það svo að segja eingöngu kirkj- unnar menn og stofn-anir -henn- ar, sem höfðu áhuga á og störf- uðu að félagslegri líknarstarfJ semi. Fordæmi meistarans frá Nazaret hefir án efa átt veru- legan þátt í því að vekj-a rétt- lætistilfinninguna gagnvart þeim, sem voru fátækir, veikir og kúgaðir, og þótt kirkjan hafi á ýmsum tímum lagt meiri á- herzlu á að sækjast eftir auði og völdum heldur en rækja hlut- verk hins miskunnsam-a sám- verja, þá hefir hún þó aldrei með öllu gleymt uppruna sínum og fortíð. Framfærslulöggjöf og framfærslustarfsemi nútímans á vissulega að nokkru leyti rót sína að rekja til góðgerðast-arfr semi kirkjunnar. Kenningar upplýsin-gartíma- bilsins og frönsku stjórnar-bylt- ingarinnar um mannréttindin, krafan um frelsi og jafnrétti — ekki -aðeins lagalegt, eldur einn- ig félagslegt jafnrétti -— ruddu brautina fyrir félagsmálalöggjöf 19. aldarinnar. Kristindómurinn kenndi, -að allir væru jafnir fyr- ir guði og honum jafnkærir, en mannréttindakenningin var á þá ieið, -að allir ættu að vera jafnir fyrir lögunum, án tillits til -stéttamismunar. Krafan um fé- 1-agslegan jöfnuð og réttlæti var lyftistöng þeirra umbóta í félagsmálum, sem áttu sér stað á 19. og 20. öldinni- Þær stefnur, sem gengust fyrir félagslegum -umbótum á því tímabili', tefu max-gar og margvíslegar. Áhrifarí,kastar voru kröfur hinna fátæku stétta sjálfra, verkalýðsins, sem þekktu bölið af eigin reynd. Verkalýðshreyfingin og sósíal isminn börðust í sínum marg- víslegu myndum fy-rir félags- legum umbótum með samning- um við atvinnurekendur, með níýrri lögjgjöf eða með eigin samtökum. -Félög verkamanna tryggðu meðlimi sína gegn sjúkdóm-um, slysum og atvinnu leysi, með samningum við at- vinnurekendur fengu þau vinnu tímann styttan, aðbúnaðinn í verksmiðjun'um -bættan, á lög- gjafarþingum fen-gu fulltrúar þeirra samþykkt fjárframlög til tryggiinganna, ‘ löggjöf um vinnutímann og fjölmargt fleira Þessi þriþætta starfsemi og bar- átta hinna faglegu og pólitísku félaga verkalýðsins hefir án efa Stúlku vántar strax í eldhúsið á Elli-hjúkrunarheimilið Uppl. GRUND. gefur ráðskonan. verið langsterkasta lyftistöng hinna félagslegu runbóta. En það var þó ekki aðeins félagsskapur verkamannanna sjálfra, sem tók upp baráttuna. fyrir félagslegum umbótum og félagsmálalöggjöf. Ýmsir kristi legir — sérstaklega kaþólskir — flokkar -beittu sér fyrir auk- inni og bættri félagsmálalög- gjöf, eins ög mörg flokksheiti þeirra bera með sér; „kristilegi sociali" og ,,social-kristilegi“ flokkurinn verða algeng flokks- heiti. í Þýzkalandi verður sér- staklega v-art við mikinn áhuga fyrir félagsmálalöggjöf á meðal frjálslyndra og jafnvel einnig íhaldssamra stjórn-málamanna og hagfræðinga. Má þar til nefna hinn svo nefnda sögulega hagfræðingaskóla, hinn ' svo nefnda háskólasósíalista (kated- ersósíalismann) og fleiri grein- ar af sama stof-ni. Á síðustu tím- um er farið að ta-la um sócial- konservativa“ flokka, þ„ e. íhaldsfl., sem hafa félagslegar u-mbætur á stefnuskrá sinni. Merkileg og víðfræg er trygg- íngalöggjöf sú, sem íhaldsmað- urinn Bismarck kom á i Þýzka- landi. Tilgangurinn var að gera ver-kamennina hly-nnta -ríkis- valdinu og fráhverf-a sósíalism- anum. Hann ætlaði sér að viima bug á sósíalismanum með því að framkvæma að nokkru leyti sjálfur stefnumál hans. Þ-að var tilraun, sem tókst þó ekki. En hliðstæð dæmi má auðveldlega finna í öðrum löndum. Þannig hefir hinni fél-agslegu um-bótastefnu í sínum ýmsu myndum stöðugt vaxið fylgi, svo að nú er svo -komið, að flesti-r flok-kar -gefa henni meiri eða minni gaum, bæði í stefnu- yfirlýsin-gum sínum og starfi. Að vísu -greinir allmjög á um markmið og leiðir í þessum efn- um, eins og’ í flestum öðrum þjóðféla-gsmálum, og átök hljóta jafnan að verða um það, hvernig skipta skuli þeim byrð- 1®., spm félagsmálalöggjöfin hefir í för með sér. En nauðsyn hennar í ýmsum greinum ekki neitt á'greiningsmál nú á dögum. Þannig hefir viðhorfið breytzt síðuistu öldima eð|a svo síðan baráttan fyrir félagslegu rétt- líEti og jöfnuði byrjaði í fullri alvöru. Tjarnarbíó byrjar í dag að sýna ameríkska stórmynd, Forsætisráðherrann. — Eru þetta -þættir úr ævi hins mikla brezka skálds og stjórnvitr- ings, Benjamíns Disraeli, allt frá unga aldri, þangað til honum heppnast að afstýra stórvelda- styrjöld á Berlínarþinginu árið 1878. Um leið eru þetta þættir úr þróunarsögu brezka heimsveldis- ins á sama tíma og eru leiddir fram á sjónarsviðið eins og Glad- stone, Sir Robert Peel og aðrir, sem kunnir eru úr ævisögu Vik- toríu drottningar, og síðast en ekki sízt Bismarck kanzlari. Að- alhlutverkið leikur John Gielgud, einn frægasti Shakespeareleikari í heimi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.