Alþýðublaðið - 10.11.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.11.1942, Blaðsíða 3
ÞrHfrxfaguc m, ****** ÍMZ._______ALÞVÐUBLAÐIÐ_________________________________* Innrásarliðið kemur að landi. glfgp ■I - ' ' Myndin sýnir landigöngulið ameríkska sjahersins að innrása ræfinigu. Landgöngubátuim aimeríWka hersins er ýmist róið í lar.d eða þeir eru íknúðir með vélmn. Roosevelt fer fram áleyfi sold~ ánsins í Tunis 111 pess a§ fiytja herlii. yfir landið til Lihyn. HeHlutningarnar til Afriku eru einhverj- ir peir mestu sem sagan þekkir. Algier (allin og hersveitir Bandarikja- nsanna sækja inn í landið. Borgirnar Casablanca og Oran umkringdar. " , V ------------ LONDON í gærkveldi. ÍÐAN á sunnudagsnótt hafa þau stórtíðindi gerzt, að Bandaríkjamenn hafa sett á land mikinn her í nýlendum Frakka í Norður-Afríku. Innrás Bandaríkjamanna hófst jneð landsetningu herliðs við Algier og Oran við Miðjarðarhaf og við Casablancka og Eahal, sem eru aðalborgirnar á Atlantshafsströnd Marokko. Samtímis voru fallhlífarher- menn látnir svífa niður á flugvelli og samgönguleiðir til þeirra borga, sem ætlunin mun að taka í fyrsta áfanganum. Landganga Bandaríkjamanna tókst mjög vel. Algier, höfuðborgin í franska nýlendu- ríkinu í Norður-Afríku, gafst upp eftir stutta vörn og hefir samið um vopnahlé. Þá hafa hersveitir Bandaríkjamanna umkringt Oran og Casablanca. Nú hafa Bandaríkjamenn einn- ig sett lið á land í Philippeville og Bona, sem eru 150 og 90 km. fyrir vestan landamæri Tunis. Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, hefir sent soldáninum í Tunis, sem er franskt vemdarriki, orðsendingu, þar sem hann fer fram á við hann, að Bandaríkjunum verði leyft að flytja herlið og hergögn yfir Tunis til Libyu, vegna hernaðaraðgerða gegn herj- um Þjóðverja og ítala þar. Verður nú augljóst, að markmið baudamanna með inurásinni í nýlendur Frakka í Norður-Afríku er að sækja að hersveitum Rommels vestan frá og hrekja þær fyrir fullt og allt úr Afríku. Innrásin í Norður-Afríkn hófst kl. 7 að kvöldi. Nokkr- um tímum seinna var byrjað að útvarpa á frönsku frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Roosevelt forseti ávarpaðí frönsku þjóðina og sagði henni frá því að Bandaríkin legðu út í þessar hemaðaraðgerðir til þess að verða á undan möindulv^ldunjiún, og jafnskjótt og stríðinu væri lokið, mundu hersveitir bandamanna hverfa á brott. Þá ávarpaði de Gaulie landa sína og hvatti franska hermenn i nýlendum Frakka til þess að ganga í lið með bandamönnum og taka upp baráttuna fyrir frelsi Frakk- lands. Norður-Afríka er vel fallin til þess að verða sú bæíustöð, þaðan sem sóknin hefst fyrir frelsi Frakklands. Þegar fréttirnar af innrásinnx bárust til Vichy var kallaður saman stjórnarfundur. Síðan flutti Petain ávarp í gegnum útvarp til þjóðarinnar þar sem hann sagði að hér væri um of- beldisverknað að ræða, sem ekki væri hægt að verja og gaf þá skipun út að nýlenduherinn skyldi verjast landgöngu Banda manna. Þá var lýst hernaðar- ástandi á Marokko og Darlan flotaforingi, sem var staddur í Álgiers gaf franska flotanum skipun um að verjast. Dwight E. Eisenhower. Dwight D. Eisenhower, sem var til skamms tíma í Bretlandi hefir á hendi yfirstjórn alls her liðs Bandamanna í þessum hern aðaraðgerðum. Yfirstjórn allra flugsveitanna er í höndum Jimmy Doolittle, en Cunning- ham, hinn velþekkti flotafor- ingi Breta stjórnar flotanum. Stjórn lýðræðlsflokb- aona j DanmSrka legi- nr niðnr völdin. Nazistarfainum Scaveníus falið að mynda síjórn. LONDON í gætkv. Q CAVENIUS, utanríkis- málaráðherra Danmerk- ur, hefir tekið að sér aS mynda nýja stjóm í Dati- mörku, eftir að stjóm dönsku Iýðræðisflokkanna undir for- ystu Buhl tókst ekki að semja við Þjóðvérja. Scavenius er kuxmnr fyrir nazistavináttu sína, og þarf ekki að efast um, að hann mim gera það, sem í hans valdi stendur til þess að upp- fylla kröfur Hitlers gagnvart Dönum, og er ekki gott að segja, hverjar afleiðingar það getnr haft í för með sér I inn- anlandsmálefnum Danmerfe- ur. Leifarnar af her Rommels reknar it ir EByptalandi. Meftr en 40,000 fangar felcnftr« L EIFAKNAR af her Kommels hafa nó verið hraktar út úr Egyptalandi, og orrustan um Libyu er hafin. Hersveitlr 8. hersins halda áfram að reka flóttann vestur á bóginn. Her- sveitir þær, sem vom innikróaðar við Mersba Matruh, hafa nú gefizt npp. Fangatalan er nu komin yfir 40 000. Þá hafa verið teknar yfir 1000 fallbyssur og yfir 500 skriðdrekar teknir eða eyðilagðir. Hcrsveitir bandamanna em nu komnar vestur fyrií Sidi Barani. StÖðugar loftárásir eru gerð- ar á hinar flýjandi hersveitir og segja fréttaritarar að flótt- inn sé svo hraður að erfitt sé að fylgjast, með atburðunum, því ávallt hafi skeð eitthvað nýtt á vígstöðvunum þegar her- stjómartilkynningin hafi veriC gefin út.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.