Alþýðublaðið - 15.11.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.11.1942, Blaðsíða 6
e ~ ____________________ ALPYÐUBLAOIÐ Stmnadagur 15. nóveml»er 1942 HANNES A HORNINU Frh. af 5. síöu. þörf á sjúkrahúsum en kirkjum, ög kann það rétt að vera. En mér ílnnst þá vera þörf á hvoru tveggja.“ JETfRST TEKIÐ VAR upp á því að skipta Reykjavík í marga söfn- uði, þá verðin- líka að fjölga kirkj- unum án tillits til þess hvað marg- jr nota þær að staðaldri. I>að er ekki hægt fyrir prest eða söfnuð að una því lengi að vera kirkju- laus.“ „VIÐ ERUM TALIN að vera kristin þjóð, íslendingar, en sum- um finnst það nú ekki vera nema að nafni til. Við finnum ekki svo mjög til sjúkleika okkar á því sviði. Og líklega verður það til- finningaleysi . til einhverra óheilla fyrir okkur siðar meir. Það er ekki allt hégómi, sem trúnni tilheyrir, það munum við síðar sanna. En mér ferst nú illa að prédika, því að ég er einn af trúleysingjunum, en ég hefi samt margar ánægju- etundir sótt í kirkjurnar, og því þykir mér vænt um fallegar kirkj- ur og góða presta." „ÞAÐ KANN að standa dálítið sérstaklega á með þessa fyrirhug- Uðu Hallgrímskirkju. Það virðast flestir vera sammála um það, að faún þurfi að verða sem allra veg- legust, af því að hún á bæði að verða borgarprýði og minnisvarði um mesta trúarskáldið okkar.“ „ÍSLENDINGAR HAFA á síðari árum tekið margt upp eftir öðrum menningarþjóðum, bæði í bygg- Ingarlist og öðru. Þess vegna finnst líka mörgum að nú eigi að nota tækifærið .og byggja þessa kirkju eins og aðrar menningar- þjóðir hafa byggt fegurstar kirkj- ar. hjá sér þó í minni stíl verði. Að sjálfsögðu er ég ekki á móti því að reist verði hér í bæ næg og góð sjúkrahús. En ég er einnig með því, að það séu byggðar fal- legar kirkjur, sem geti göfgað andann með áhrifum sínum bæði utan og innan.“ „KONA“ skrifar: „Mikið leiðist mér að heyra fólk vera að tala um hvað böm og unglingar hér í bæ séu ókurteis og fruntaleg í fram- komu sinni við fólk. Sjálfsagt er þetta til, og ofmikið af því en al- mennt er það nú ekki, eða ekki hefir það komið fram við mig, og þefi ég þó mjög oft á ferðum mín- um um bæimi talað til barna og áminnt þau þegar ég hefi séð þau gera eitthvað, sem ekki er leyfilegt t. d. henda upp í glugga, troða á grasinu á Austurvelli o. fl., en aldrei hafa þau svarað mér illu til, þvért á móti hafa þau oft sagt sem svo: Þetta er alveg rétt, ég bara athugaði það ekki.“ „EN ÞVÍ MIÐUR er hér of mik- ið til af þessum svokölluðu vand- rseðabömum, og er mikil nauðsyn á að koma upp hæli fyrir þau sem fyrst, því ekki batna þau við það að þurfa að hafast við mest á göt- um bæjarins, og svo fær ekkert að ve'ra f friði fyrir þessum aumingj- um. En mest er ég hissa þegar góð böm frá góðum heimilum geta eytt dýrmætum tíma í liin og önn- ur strákapör eins og 't. d. aó henda snjó í fólk á götunum og inn um opna glugga. Þetta getur valdið miklu tjóni, brotið rúður og eyði- lagt fyrir fólki þar sem kastað er inn í herbergi, og góðir unglingar settu að finna sér önnur meira göfgandi viðfangsefni í tómstund- um sínum. Það er nóg að þurfa að líða þetta af aumingjum, sem ég nninntist á áður í greininni.“ Hannes á horninn. Hafnarfjðrður. Dnglingsstúlka óskast i fist kálfan eða allan daginn. Bpplýsingar á Tiainarbraut I i3. síffli »m, Hið nýja hús Alþýðubauðgefðarinnar. Alpýðnbrauðoerðln teknr nýtt stðrbýsi til afnota. .. 25 ára afmæii hennar var fyrir nokkru. INNAN SKAMMS tekur Alþýðubrauðgerðin h.f. til afnota nýtt stórhýsi, sem hún hefir látið reisa á lóð sinni við Laugaveg 63, Al- þýðubrauðgerðin átti og ald- arf jórðungsafmæli fyrir nokkrum vikum. Og í gær- kveldi hélt stjórn brauðgerð- arinnar þetta hvort tveggja hátíðlegt með starfsfólki brauðgerðarinnar, svo og þeim, sem unnið hafa að byggingunni undanfarið. Hið nýja hús er mikið og veglegt. Það er þrjár hæðir, kjallari og ris. Húsrúm það, sem Alþýðu- hrauðgerðm hefir haft var orðið gamalt, of lítið og úrelt. Það var líka hyggt rétt eftir alda- mótin og miðað við þeirra tíma rekstur. Að vísu hefir Alþýðu- brauðgerðin látið endurbæta það hvað eftir annað síðan 1917, stækka það og lagfæra. Til dæmis voru komnir í það ný- tísku rafmagnsofnar í stað kola ofnanna gömlu og voru þeir byggðir með það fyrir augum að nýtt vinnupláss kæmi, enda voru þeh- settir á sörhu gólf- hæð og þetta nýja vinnupláss er á. Byrjað var aö grafa fyrir hinu nýja húsi í apríl síðast- liðnum, en vegna fólfeseklunn- ar .gat húsið ekki verið komið . undir þak fyr en nú. Góifflötur hússins er um 1000 fermetrar. í fejallara er frysti- klefi af fullkomnustu gerð, Sjymslur og hreinlætisherbergi fyrstu hæð verður bauðgerð- arvinnustofa, innakstur fyrir bifreiðar og vörulyfta mikil og rsammleg upp á efri hæðirnar. .A annarri, þriðju og rishseð eru mjölgeymslur mifelar. Af þess- um hæðiim verða mjölrennur niður í vinriustofurnar. Teikningarnar að húsinu gerðu þeir Gxsli. Halldórsson og 'Sigváldi Thordarsen. Járnteikn ingar gerði Éinar Pálsson. Yfirmúrari var Ólafur Jónsson frá Reynisvatni og yfirsmiður var Björn Ketilsson, Grettis- götu 7. Öll aðstaða Alþýðubrauð- gerðarinnar batnar að miklum mun er hún getur tekið þetta nýja hús sitt til afnota, en hin þröngu húsakynni hafa tafið nokkuð fyrir eðlilegum vexti hennar. Er Alþýðubrauðgerðin þó nú orðin umfangsmesta brauðgerðarhús landsins og er rekin á fjórum stöðum: Reykja- vík, Hafnarfirði, Keflavík og Akranesi. Hjá brauðgerðinni vinna nú um 80 manns, Núverandi forstjóri Alþýðu- brauðgerðarinniar, Guðmuindur R. Oddson, tók við stjóm brauð- gerðarhússins af Jóni Baldvins- syni lárið 1930, en áðúr hafði Guðmundux verið yfirbakari hjá brauðgerðinni í 10 ár. Hefir Guðmundux stjórnað þessu mikla fyrirtæki 'af framúrskar- andi dugnaði o gsamviskusemi. Alþýðubauðgerðin hefir unnið mikið starf fyxir alþýðu þessa 'bæjar með því að halda niðri verði á einni þýðingarmestu nauðsynjavöru hennar. ■.-T---- Jón finðiaugssoii: Hinar nýjn nmferðar reglar og uörubif- reiðarnar. UNDANFARIÐ hefir mikið verið rætt í blöðum bæjar- ins um tillögur þær, sem hefnd sú hefir gert, sexh skipuð var af bæjarráði til að athuga umfgrð- armál bæjarins. , i : . Nú hefir uefnd,, þpssi , lagt frám tillögur sínár fyrir bæjar- ráð og bæj aifstjóm bg hafá! þásr verið þirtar f blöðuuuhii ;Það er: ölliun ljóst, bæði bifreiðastjór- um og vegfarendum, að breyt- ingar á umfe^ðarreglum bæjar- ins eru orðnar mj<% aðkallandi vegna hinnar miklu umferðar og fjölgun ökutækja. Margar af tiUögum nefndar- innar munu vera til bóta, en eitt af dagblöðum bæjarins hefir skýrt frá því, að aðeins nokkur atriði úr tiUögum nefndarinnar muni koma til framkvæmda fyrst um sinn. Sú aðalbreyting, sem virðist eiga að gera á um- ferðarreglunum fyrst um sinn, er að útiloka umferð vörubif- reiða frá tveimur aðalgötum bæjarins, Laugavegi og Hverf- isgötu, en þess í stað eigi allir vöruflutningar að fara fram um Skúlagötu. Við vörubifreiðaeigendur er- um búnir að hafa afgreiðslustöð (Þróttur) við Kalkofnsveg um margra ára skeið, og enn höfum við ekki fengið nein stæði fyrir bifreiðar okkar hjá bænum, þrátt fyrir tilraunir til þess að fá því framgengt. Ein af tillög- um umferðarnefndarinnar er sú, að vörubílastöðin Þróttur fái stæði fyrir bíla sína hér við höfnina. Út frá sjónarmiði okk- ar vörubifreiðaeigenda verður þessi tillaga að koma fyrst til framkvæmda áður en stærri ■ breytingar verða gerðar á um- ferðinni viðkomandi vörubif- reiðum. Samkvæmt 3. lið þessara til- lagna er gert ráð fyrir, að öll umferð vörubifreiða frá og til bæjarins fari um Skúlagötu. Ég vildi leyfa mér að behda hátt- virtu bæjarráði og bæjarstjórn á það, áður en hún tekur fulln- aðarákvörðun í þessu máli, að Skúlagata er í því ástandi núog verður allt þangað til að búið er að malbika hana eða steypa, að hún er algerlega óhæf til að taka við allri umferð vörubif- reiða. Og ég get fullvissað hátt- virta bæjarstjórn um það, að vörubifreiðarstjórar munu ekki láta bjóða sér það, að verða skipað að aka um ver tilhafðar götur en aðrir bifreiðaeigendur í þessum bæ. Þá vil ég enn fremur vekja athygli bæjar- stjórnar á því, að eins og kunn- ugt er, þá hafa bifreiðar amer- íkska setuliðsins, sem vinna við höfnina, bækistöð sína á Skúla- götu, og er bifreiðum illfært að komast þar leiðar sinnar eins og nú er. Enn fremur er rétt að benda á það, að inn við Hörpu er um mjótt sund að fara og geta bifreiðar tæplega mætzt þar. Það skal tekið fram að það mun ekki standa á bifreiðaeig- endum að vinna að lausn þess- ara mála í samvinnu við bæjar- stjórn, ef forráðamenn bæjar- ins sýna, viðleitni í þá átt að taka til greina þær ábendingar, sem við teljum nauðsynlegt að verði framkvæmdar áður en skipulagsbreyting umferðarmál anna verður framkvæmd. Jón Guðlaugsson. Fjársöfnun til blindraheimiHs .. 1 • I é Hefst meðlmerkiasðlD i dag. ASÍÐASTLIÐNH ÁRI var lagður grundvöllur að dvalarheimili fyrir blint félk méð 10.000.00 kr. gjöf frá ónafngreindum kaupsýslumanni og konu hans. Blindravinafélag íslands vill vinna að því að aflað verði fjár til væntaniegs hlindraheimils og gengst í því augnamiði fyrir aimennri fjársöfnun, sem hefst með merkjasölu í dag. Þess er vænzt, að fólk bregðist vel vi8 og kaupi merkin og leggi þar með lítinn skerf í þessa þörfu stofnun. Það er erfitt fyrir þá, sem sjónina hafa, að gera sér ijóst, hvers 'þeir fara á mis, sem hafa misst hana. Enginn 'getur að fuHu bætt þeim missi sjónar- innar ,en með því að koma upp vistliegu dvalarheknili, er mið- að sé við aðstöðu og þarfir blinda fólfesins, þá er þess að vænta að því geti ekki Hðið annarsstaðar betur. Mim verða ráðizt í húsbygg- ingu svo fljótt, sem kringum- stæður leyfa, en til þess þaxf allmikið fé. Sem betur fer eru nú margir svo vel f járhagslega stæðir að ekfei er ósennilegt að fólk vHji lieggja eitthvað af mörk'Um tH 'þess að sem fyrst verði 'bætt úr brýnni þörf á -dvalarstað fyrir hina bHndu, sem margir hverjir búa í slæm- um húsakynnum og við þröngan kost o,g ófullnægjandi athlynn- ingu. Reykvíkmgar, styðjið við- leitni Blindravinafélags íslands titl að bæta hin hörðu lífskjÖr blinda fólksins. FRIÐURINN EFTIR STRÍÐIÐ Frh. af 5. síðu. ferð einstaklingsins undir vel- ferð almennings. Qg hin síð-: íerðilega fuHnæging, sem kemur, í staðinn fyrir stríðshrifuing-• una verður hið sameiginlega ; átak um að skapa veröld, sem er verðugur bústaður frjálsra manna, sem tengdir erú bönd- i um samhjálpar og gagnkvæmr- ar þjónustusemi. a I -----X -.in.'-ýír£ý - ! •• • ■ : ■ '•"•' ■ • : ' ••• - : i M ‘ryi Sigurgeir Sigurjónsson hœstaréttarmálaflutningsmaður > v: Skrifstofutími 10—12 og 1-6. Aðalstraeti 8 Simi 1043 STK,PAKKINh' KOSTAR KR. ; ;• J 'r -.■ • •: ■ -■ . .s. ,í4aí<?i/'W*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.