Alþýðublaðið - 15.11.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.11.1942, Blaðsíða 8
AUÞVOUBLAOIP Saunudagur 15. nóvember 1942 NÝJA BIÓ Ameríksk stórmynd. AðalhlutverkinL leika: TYBONE POWER DOROTHY LAMOUR Börn yngri en 16 ára fá ekld aðgang. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. m |M IKLUM felmtri sló á fé- lagana í Atheneum klúbbnum, einu sterkasta vígi enska íhaldsins, þegar þeir sáu þessa auglýsingu á töflu klúbbs- ins: AUGLÝSING I Vill ekki hinn tigni lávarður, sem stal regnhlífinni minni í Atheneum klúbbnum í gær- kveldi, gera svo vel og skila henni í Adelphi Terrace 10. Hann verður einskis spurður, en gerir mér mikinn greiða. Yðar einlægur G. Bemard Shaw.' Nokkrum dögum síðar stöðv- aði einn kunningi Shaw og fé- lagi í klúbbnum hann á götu. „Kæri Shaw,“ sagði hann. „Klúbbfélagarnir eru mjög gramir út af auglýsingu yðar um regnhlífarstuldinn. Sumir hóta yður öllu illu fyrir ósæmi- lega aðdróttun. En þó leikur mönnum mikil forvitni á því hvernig þér farið að vita, að það var tiginn lávarður. sem stal regnhlífinni.“ „Einmitt það,“ sagði Shaw. „Sjáið þér til. Maðurinn, sem bauð mér í klúbbinn, tafðist, og ég litaðist um í forsalnum með- an ég beið eftir honum. Þá sá ég skjal innrammað á veggnum og á því stóð: „REGLUR fyrir Atheneum klúbbinn. 1. Klúbburinn heitir Athen- eum klúbburinn. 2. Aðeins tignir lávarðar og heiðursmenn fá upptöku í klúbbinn.“ Enginn heiðursmaður hefði stolið regnhlífinni minni, svo að mér jxmnst liggj a í augum uppi, að þjófurinn væri tiginn lávarð- ur.“ * HVAÐ er að, Guðmundur?“ ,JÉg hefi týnt gleraugun- um mínum, og ég er svo nær- sýnn, að ég get ekki leitað að þeim fyrr en ég finn þau.“ þeim í hefndarskyni. • En hann lét þó hendur standa fram úr ermum. Það var ókyrrleiki í loftinu. Lítil ský, undanfari regnsins, komu í ljós og brátt myndi óveðrið skella á. En áður en það skeði vildi hann vera kominn yfir fljótið, en það þorði hann ekki að gera fyrr en Kaffarnir væru gersigraðir. Því að væri hann kominn yfir fljót- ið, þegar Kaffarnir gerðu árás, gæti hann hvorki bjargað sér á flótta né fengið hjálp frá þeim, sem á eftir komu. Vinnuhraðinn var nú farinn að hægjast í skjaldborginni. Það var of heitt í veðri til þess að hægt væri að vinna af ákafa, og kjötið skemmdist, en þornaði ekki. Það var búið að gera við vagnana eins og þurfti og vara- klafar og hjólhlífar höfðu verið émíðaðar. Bæði mennirnir og skepnurnar höfðu nú hvílzrt nægilega og saðzt. Allir vildu ólmir halda áfram, en þó varð að gæta allrar varúðar. Hann furðaði sig á því, hvað hefði getað komið fyrir Zwart Piete. Hann hefði ekki átt að vera nema einn dag á leiðinni til áfangastaðarins, einn dag um kyrrt og einn dag á heim- leiðinni. Þrír dagar voru hon- um nægilegir, en nú var kom- inn fimmti dagurinn. Auðvitað gat slys hafa komið fyrir, en slys koinu sjaldan fyrir reynda menn, og Eiete var þekktur að því, hversu varkár hann var. Ef Kaffarnir hefðu náð honum á sitt vald, vonaði hann, að Piete væri dauður. Hann sá unga manninn í huganum allsnakinn, hendur hans og fætur bundnar við staura, augnalokin, eyrun og varirnar skornar af, hann væri grafinn upp að hálsi, og þannig myndi hann lifa dægr- um saman, unz maurarnir gerðu út af við hann, ætu sig inn í hann. 8. Þegar sólin var í hádegisstað og allir sváfu í vögnum sínum, læddist Sannie út úr skjald- borginni og var Jakalaas gamli í fylgd með henni. Hin óvissu Örlög Zwart Pietes höfðu haft áhrif á hana, eins og alla aðra í skjaldborg- inni. Aðeins yngstu börnin héldu áfram að leika sér eins og ekkert hefði í skorizt. Hann hefði átt að koma í gær, hugsaði hún. Og hefði hann verið jafn hygginn og hann var álitinn og hún sjálf áleit hann vera, hefði hann átt að vera kominn. Sannie geðjaðist ekki að Zwart Fiete og ekki heldur að frænku hans eða systur. Að hinni fyrrnefndu geðjaðist henni ekki sakir þess, hversu fögur hún var, og hinni síðari vegna þess, hversu ljót hún var, skrípamynd af kvenmanni, sem elti bróður sinn hvert sem hann fór. Þau voru tvíburar og óað- skiljanleg, hugsuðu hið sama og gerðu. hið sama. Hún var af- brýðisöm vegna vináttu þeirra Hermanns og Pietes og þoldi ekki að heyra hann nefndan á nafn. Hermann gat ekki um annan mann talað og frá því um morguninn hafði hann þrá- faldlega stagast á því, hversu mjög sér þætti fyrir því að geta ekki farið með Paul Pieter að leita að honum. Sannie reikaði um stefnu- laust. Loks kom hún þar að sem fór að halla undan fæti niður að fljótinu, Þar voru í of- urlitlum hvammi rauðar og hvítar liljur, reyr og runriar, sem teygðu greinar sínar fram á fljótið. Sannie settist niður og horfði dreymandi augum fram undan sér. Rétt fyrir aftan hana hall- aði Jakalaas gamli sér upp að tré, lygndi augunum og tuggði tóbak. Stöku sinnum opnaði hann munninn og spýtti tóbaks- leginum út úr sér á stóra eðlu, sem lá þar rétt hjá honum. Afríkönsk engispretta flaug fram hjá honum og blakaði rauðum vængjum. Skammt frá þeim heyrðíst gagg í akurhænu. Það var end- urtekið þrisvar sinnum. Sannie reis hægt á fætur, en Jakalaas gamli settist niður til þess að bíða. Hann brosti, akurhænur gögguðu aldrei um hádegi, þeg- ar hitinn var mestur. 9. Löngu eftir að Hermann hafði yfirgefið Sannie lá hún kyrr við rætur trésins, lét sig dreyma og horfði á blómin, sem sprungu út á greinum trésins fyrir ofan hana. Hún hugsaði líka um framtíðina, um Her- mann og hjónaband þeirra. Þegar búið væri að ráða niður- lögum Kaffanna myndu þau giftast, en fyrr en það væri um garð gengið, ætlaði hún ekki að segja neinum frá þessu. Henni geðjaðist illa að hinu grófgerða orðbragði, sem jafnan fylgdi því, þegar talað var um trúlof- að fólk og henni féllu illa augnatillit kvennanna. Sannie skyggði hendi fyrir auga og horfði upp í greinar trjánna. Þar voru fuglar á ásta- þingum. Fuglar, villidýr, menn og konur, allt var þetta eins. Hún settist upp og varpaði hárinu aftur á bak sér. Við hlið hennar lágu blómin, sem hún hafði tínt upp, dauð, þau höfðu BTJARNARBlðSS Sergeant fork. Gary Coop#r Joan Beslie Sýud kl. 4, 6% og 9. Börn innan 14 kra fá ekki Aðgönigumiðai' seldir frá kl. 11 f. h. HS GAMLA BtðS Joan frá Paris. (Joan of Paris) AðalMutverk: Miehele Morgan Paul Henreid Bonnuð börnurn yngri erj |14 ára. Sýnd ld. 5, 7 og 9. jBarnasýning kl. 3. SMÁMYNDASAFN jSkipper Skræk teiknimyndir og fleira, lAðgÖngum. seldir frá kl. 11. skrælnað í sólskininu. Hún ætl- aði að tína fleiri blóm á heim- leiðinni. 10. Anfia de Jong var undrandi. Við andlát eiginmanns síns óx umhyggja hennar fyrir Sannie. Stúlkan var, þegar alls var gætt, frænka hennar, og hún hafði engan að hugsa um nema hana, að undanteknum Gert, barnabarni hennar, sem var hugdeigur. Og unga stúlkan var mjög lík henni' eins og hún hafði verið, þegar hún var ung stúlka. Hún sat með hendur í skauti og hugleiddi málin. Það var ekki vafi á því, að Sannie og Hermann elskuðust. Það var sýnilegt. Þegar stúlka hjúkraði manni, reyndi hann jafnan að verða elskhugi hennar. Og áð- ur fyrr hafði hann elt hana á röndum, en nú lét hann sem hann sæi hana ekki. Það benti ótvírætt til þess, að hann hefði fengið vilja sínum framgengt. Já, það var eins og það átti að vera, svo langt sem það náði. Én hvers vegna - harðneitaði Sannie þessu? Hún sagði að- eins: — Jú, ég er mjög hrifin af Hermanni. Og þegar hun herti enn þá meira á henni sagði hún aðeins: — Ef til vill ofurlítið meira en hrifin. Og svo hló hún. Hún hugsaði um það, hvað hún hefði gert undir svipuðum kringumstæðum. — Anna andvarpaði. Hermann var mjög hraustur og glæsilegur ungur maður, sem konur vildu Hver var sil seka? I fyrstu vissi Daphne ekki, hvernig hún ætti að bregðast við þessari óvæntu heimsókn, en þegar hin ókunna stúlka fór að ýta henni til hliðar, þá skildi hún, hvað fyrir henhi vakti. Hún stóð fast á móti. „Farðu frá mér! — Snertu mig ekki!“ æpti hún af öllum kröftum, „snertu mig ekki!“ Hún barðist örvæntingar- fullri baráttu, en hún var hvergi nærri jafnoki andstæð- ingsins, sem var miklu meiri vexti, og það skipti litlum tog- um, að hún varð að láta í minni pokann. Hún rak upp óp mikið. Stúlkan með grímuna bjóst til að þrífa nýmálaða myndina úr rammanum, en áður en henni gæfist tími til þess, heyrðist rösklegt fótatak á svölunum úti fyrir, dg brátt heyrðist hvell rödd: „Þér skal ekki verða kápan úr þessu klæðinu. Nú er það ég, sem á leikinn!" 1 Það var engin önnur en Cherry, sem stóð á þröskuldin- um. Hinn hugdjarfi bekkjarfyr- irliði hafði ekki einungis stofn- að lífi sínu í hættu með því að klifra niður vafningsviðinn, heldur hafði hún einnig tekið með sér harðsnúinn hóp af fj órðubekkingum. Það kom ógurlegt fát á dul- búnu stúlkukindina. Hjálparlið- ið lét nú hendur standa fram úr ermum og réðst á óvininn og tók hann höndum. En Cherry reisti Daphne, sem enn lá á gólfinu, á fætur. Ein þeirra svipti hattinum af skemmdarvarginum. Hópurinn æpti upp yfir sig af undrun. „Petra Jackson!“ Fjórðubekkingarnir horfðu á afhjúpaðan sökudólginn og ætl- uðu ekki að trúa sínum eigin augum, en Cherry hló kulda- hlátri. Hún sagði þeim allt af létta söguna um perlufestina. „En hvernig í ósköpunum gaztu séð hana út?“ spurði Daphne. Cherry glotti. YNDA- SAGA. Stcamy: Ég vona að efckert hafi komið fyrir örn þarna inni Raj: öm sér um sig ef ég þekki hann rétt. Njósnarinn: (hugsar) Ég verð . að afla mér mieiri upplýsinga fyrir Japanina. Þið eruð öfiug- ir hér. Þið hljiótið að drepa marga af óvinunium daglega? Leiðsögumaðurinn: Já, en bráðlega znunu Japanimh verða enn meira undrandi. örn: Auðvitað var eðlilegt að fólk yðar yrði óttaslegið þegar við lentum hér. En hvern- ig láttum við að vita .... Njósnarinn: Jæja, hvað ihafið þið á prjónunum? Leiðsögumaðurinn: Ég heyri að þú skilur ekki fyrsta boðorð skaéruhermanna. Spurningar eru ekki leyfðaír.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.