Alþýðublaðið - 19.11.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.11.1942, Blaðsíða 2
 ALÞTÐUBUmÐ ’i'H". Víijif. * '.:f w?^g&!sí;íí3:jsíni Flmmtudagur 19. nóv. 1942- Vísitalan hæbb ar um JO. stig. Vetðnr nð 260 stig. TTAUKLAGSNEFND hef- Iv ir nú reiknaS út vísi- töluna fyrir nóvemhermán- uð. Samkvæmt útreikningi hennar hækkar vísitalan um 10 stig og verður fyrir nóv- embermánuð 260 stig. Aðalhækkun vísitölunnar stafar af verðhækkun á fiski, brauðvörum, fatnaði og ýmsu fleiru. Síðasta verðhækkun á mjólkinni hefir ekki komið með við útreikning þessarai vísitölu. i Alpingi i gær: sýslu tekin gild. Alfoýðosambandspingi ð t Forsetl þingsins kosinn úr hópi kommúnista. ..—.■ En tillaga þeirra um að fella fulltrúa Verklýðsféiags Akureyrar frá þingsetu var felld með miklum atkvæðamun. Þóroddur guð- MUNDSSON frá Siglu- firði var kjörinn forseti Al- þýðusambandsþingsins á fundi þess síðd. í gær. Hafði tillagan um kosningu hans kornið fram frá kommúnist- um og fékk hann 90 atkvæði. Alþýðuflokksmenn höfðu stungið upp á Finni Jóns- syni, ísafirði og fékk hann 84 atkvæði. Uppástunga hafði einnig komið fram um að kjósa Sigurð Guðnason Reykjavík, en hann fekk að- eins 1 atkvæði. Áður en forsetakjörið fór fram fór fram allsherjarat- kvæðagreiðsla á þinginu um um það hvort kjörbréf Erlings Friðjónssonar og Svanlaugs Jónssonar frá Verkalýðsfélagi Akureyrar skyldu tekin gild og þeir fá sæti á þinginu. Höfðu orðið um það hörð átök á fundi þingisins í fyrra kvöld og vildu kommúnistar bægja þeim báð- um frá þingsetu. En allsherjar- atkvæðagreiðslan fór þannig, að kjörbréf þeirra voru samþykkt af 88 fulltrúum með samtals 7438 atkvæði að baki sér. 66 fulltrúar sögðu nei og fóru þeir með samtals 5904 atkvæði. Auk forseta voru kosnir tveir varaforsetar á þinginu svo og þrír ritarar og þingnefndir. Fyrri varaforseti var kjörinn Guðgeir Jónsson, Keykjavík og annar varaforseti Hermann Guðmundsson, Hafnarfirði. Ritarar voru kosnir í einu hljóði: Sigurður Breiðfjörð, Þingeyri, Ragnar Guðleifsson, Keflavík og Ámi Ágústsson RcyViavík. Á fundinum í gærkveldi að matarhléi loknu flutti forseti Alþýðusambandsins, Sigurjón Á. Ólafsson skýrslu sambands- stjórnar um starfsemi sambands ins síðan síðasta þing var háð árið 1940. Sampýkkt aH afloknu rlfrildinu í sameinuðu pingi með ii atkvæH~ um gegn 1. Gunnar Thoroddsen heimtar rannsókn. T> EXIÐ um kosninguna í Snæfellsnesssýslu hélt áfram í * sameinuðu þingi mestan hluta dags í gær. Um kl. 7 var umræðum lokið og fór þá fram atkvæðagreiðsla, og var tillaga Framsóknarmanna um að fresta að táka kjörbréf Gunnar Thoroddsens gilt, felld með 33 atkvæðum gegn 13, og tillaga kjörbréfanefndar um að taka kjörbréf hans gilt því næst samþykkt með 33 atkvæðmn gegn 1. ——♦ j Uppþafi fundarins bar ald- ursforseti undir atkvæði þaú kjörbréf, sem ekki höfðu verið gerðar við athugasemdir. Síðan unnu nýju þingmenn- irnir eið að stjórnarskránni, all- ir, að undanteknum Þórði Bene- diktssyni, sem er sjúkur. Þá hófust að nýju umræður um kjörbréf Gunnars Thor- oddsens. Framsögumaður kjörbréfa- nefndar, Haraldur Guðmunds- son, talaði fyrstur. Hann endurtók þá tillögu nefndarmeirihlutans, að kjör- bréf Gunnars yrði tekið gilt. Kvað hann furðu gegna, að ekki skyldi vera komin fram kæra út af kosningunni. Væri það líka hæpinn grundvöllur fyrir alþingi að taka mark á bréfi frá ókunnugum manni. Hins vegar væru mjög þungar ásakanir, sem sjálfsagt væri að rannsaka mjög ýtarlega. En á þessu stigi málsins yrði ekki hægt að vísa kjörbréfi Gunnars Thoroddsens frá. Gunnar Thoroddsen skýrði frá því, að hann hefði sent dómsmálaráðuneytinu bréf og krafizt þess, að rannsókn yrði látin fara fram í þessu máli, og Kristján Jensson látinn sæta ábyrgð fyrir upplognar sakir og óhróður um sig og Snæfellinga. Þá las Gunnar upp skeyti frá Kristínu Oliversdóttur í Ólafs- vík, þeirri, sem Kristján segir, að fengið hafi 30 krónur fyrir að kjósa Gunnar Thoroddsen. Hún neitar því algerlega, að hafa fengið peninga frá nokkr- um Sjálfstæðismanni fyrir at- kvæði. Gunnar var all þungorður 1 garð Kristjáns þessa og Fram- sóknarmanna. Sagði hann að sú saga gengi vestra, að þessi sami Kristján hafi boðið kjósendum þar bæði brennivín og fé til að kjósa Bjarna Bjarnason. En margir bændur á Snæfellsnesi væru orðnir langeygðir eftir kaupamönnunum, sem Bjarni hafi lofað að útvega þeim, og húsmæðurnar vondaufar um að fá saumavélarnar og strokkana, sem Bjarni hafi lofað að senda þeim. Jónas talaði langt mál og kom víða við. Fór hann mörgum orðum um hið fræga Ólafsvík- urball í sumar og kvað Gunnar Thoroddsen aldrei sleppa undan ábyrgð á þeirri samkomu, þótt hann kunni að sleppa sæmilega frá kunningsskap sínum við Kristínu Oliversdóttur! Gunnar bar í bætifláka fyrir Ólafsvíkurballið, og voru þessar umræður hinar ómerkilegustu. Brynjólfur Biarnason lýsti yfir fylgi sínu við tillögu meiri- hlutans um að taka kjörbréf G. Th. gilt. En nauðsyn taldi hann hins vegar á nákvæmri rann- sókn. Þegar atkvæðagreiðslu var lokið var þingfundi frestað. — Þá flutti og Jón Sigurðsson skýrslu framkvæmdastjóra. — Verða báðar þessar skýrslur ræddar á fundi samb^ndsþings- ins í dag. Nefndir þingsins eru þannig skipaðar og varð samkomulag um skipan þeirra: Fjárhagsnefnd: Sæmundur Ólafsson, Reykjavík Jón Einarsson, Blönduósi. Ragnar Guðjónsson, ísafirði. Bjöm Bjamason, Reykjavík. Þórhallur Björnsson, Siglufirði. Zophonías Jónsson, Reykjavík. Björgvin Sigurðsson, St.eyri. Verkalýðsmála- og skipulags- nefnd: Sigurður Ólafsson, Reykjavík. Sveinbjörn Oddsson, Akranesi. Friðrik Hafberg, Flateyri. Hermann Guðmundsson, Hafn.f. Þorsteinn Pétursson, Reykjavík Gunnar Jóhannsson, Siglufirði. Sigurður Guðnason, Reykjavíit. Atvinnumálanefnd: Ólafur Friðriksson, Reykjavík. Guðm. Ágú'stsson, St.hólmi. Þorvaldur Brynjólfsson, Rvík. Sigurrós Sveinsdóttir, Hafnf. Tryggvi Helgason, Akuxeyri. Þórhallur Friðriksson, Vestm. Ólafur H. Guðmundsson, Rvík. Fræðslumálanefnd: Hallbjöm Halldórsson, Rvík, Jón Jóhannsson, Siglufirði. Bogi Sigurðsson, Sandi. Guðgeir Jónsson, Reykjavík. Eggert Þorbjarnarson, Rvík. Stefán Ögmundsson, Rvík. Guðrún Guðvarðard., Siglufirði. Allsherjarnefnd: Erlingur Friðjónsson, Akureyri. Sigurjón Ingvarsson, Vestm. Valdimar Gíslason, Rvík. Bjarni Erlendsson, Hafnarfirði. Jónas Ásgrímsson, Rvík. Valdimar Leonhaldsson, Rvík. Jónias Kristjánsson, Borgarnesi. Uppstillingamefnd: Jón Axel Pétursson, Rvík. Guðm. Jónsson, Stykkishólmi. Raignar Guðleifsson, Keflavík. Eggert Þorbjomsson, Rvík. Helgi Sigurðsson, Hafnarfirði. Bæjarstjórnin kýs niðurjðfn- unarnefnd í dag. OSNING niðurjöfnunar- nefndar á að fara fram á bæjarstjórnarfundi, sem hald- inn verður í Kaupþingssalnum x dag kl. 5. Margt annað liggur fyrir fundinum, þ. á. m. síðari um- ræða um kaupin á sænsk-ís- lenzka fyrstihúsinu, tillögur um takmörkun umferðar í bænum, umræður um gjaldskrá raf- magnsveitunnar og kosning varasáttanefndarmanns í stað Asmundar Gíslasonar prófasts. Maðnr dæmdnr a sídd fjrlr þjófoað. SAKADÓMARI hefir ný- lega kveðið upp dóm yfir Ragnari Pálssyni, Grettisgötu 33, 28 ára gömlum fyrir þjófn- að í ölæði. Var hann dæmdur í 4 mánaða fangelsi og sviftur kosningarétti og kjörgengi. Var refsingin svona hörð vegna þess að Ragn- ar hafði tvisvar áður verið dæmdur . fyrir þjófnað og 60 sinnum fengið sektir fyrir öl- æði. Málsatvik voru þessi: 5. september síðastliðinn var Ragnar Pálsson staddur í Hafn- arstræti. Hafði hann þá verið á 10 vikna ölæði. Fór hann inn í húsið Hafnarstræti 16, þar sem Merbjasala KfenDa- deíldar Slysavarnar- félagsins I dag. IDAG hefur hin vinsæla Kvennadeild Slysavamafé- lags Islands hér í bæ sína árlegu merkjasölu. Er ekki að efa að bæjarbúar taki viðleitni kvenn- anna svo sem mál standa til. Á þeim hörmunga- og slysfara- tímum, er nú ganga yfir heim- inn, ætti það að vex*a hverjum manni metnaðarmál, að leggja sitt fram til þess að draga úr slysförum og koma í veg fyrir þær. Það er sagt að því málefni sé vel borgið, sem konurnar taka að sér. Starfsemin í þágu slysavarnanna ber þess líka ó- rækan vott, því engir hafa verið , öflugri í þeirri baráttu en kon- urnar. Reykvíkingar láta áreið- -anlega ekki á sér standa og taka konunum vel og kaupa merkiö af þeim, ekki einn, heldur allir. Innbrot í fyrrinótt: trnm og trúlofnnar- hringnm stolið. IFYRRINÓTT var framið innbrot í úrsmíðavinnu- stofu og skrautgripaverzlun Magnúsar Benjamínssonar & Co. í Veltusundi. Var stolið þaðan þremur úr- um, nokkrum trúlofunarhring- um og fáum ódýrari hringum, Þjófnaðurinn var framinn með þeim hætti, að rúða var brotin í sýningarglugga verzl- unarinnar. Rannsóknarlögreglan hefir málið með höndum. er verzlun Jes Zimsen og sá þar í ganginum pakka. Tók hann pakkann með það í huga að hann kynni að geta selt það, sem í honum væri, fyrir áfengi. Þegar hann opnaði pakkann kom í ljós að í honum voru 10 vindlakassar. Seldi hann vindla kassana fyrir 250 krónur og eyddi þeim í áfengiskaup. Mýr áfengisÞlúfnaðnr og innhrot i Nýhorg. --------— 132 heilflöskutn af whisky var stolið. N YR áfengisþjófnaður var framinn í fyrrinótt. Var brotizt inn í áfengisgeymsluna í Nýborg og stolið þaðan 11 kössum af whisky-flöskum, heil- flöskum. 12 flöskur voru í hvérjum kassa, og hafa þjófarn- ir eða þjófurinn því náð þarna í 132 flöskur af þessum dýra drykk. Það eru tæpir tveir mánuðir frá því að brotizt var inn á þennan stað og stolið um 80 flöskum af whisky, í pelum og heilflöskum. Bendir allt til þess að sömu þjófarnir séu hér að verki. Að þessu sinni var farið inn um glugga • portmeginn, glugg- arnir voru lokaðir og fyrir þeim járnhlerar. Hafði járnteinn verið hafður sem loka hler- anna og rær á báðum endum. Þjófurinn eða þjófarnir munu hafa haft með sér stálsög, því að þeir höfðu sagað róna af ytri endanum og ýtt teininum Einnig forsetakosningum frestað þar til í dag. var síðan úr, en við það opnuðust hlerarnir. Þjófarnir munu hafa haft bifreiðar með sér eða bif- reið, því að ekki munu þeir hafa getað komizt öðru vísi burt með áfengið. Það vekur dálitla furðu, að ekki skuli vera hafður næturvörður í áfengis- geymslunni. Allt bendir til þess að þjóf- arnir hafi verið búnir að kynna sér vel allar aðstæður þarna áð- ur en þeir frt'mdu innbrotið. Lögreglan hefir enn ekki haft upp á þeim, sem frömdu fyrra innbrotið, en gera má ráð fyrir að hún muni leggja sig alla fram nú, eftir þetta nýja inn- brot og stórþjófnað, til þess að hafa upp á sökudólgunum. 1 Málverkasýning. Höskuldur Björnsson frá Dilks- nesi sýnir í þessari viku málverk í Safnahúsinu. Eru það 50 mál- verk og teikningar, þar af 13 ol- íumálverk. Flest málverkin eru frá því í sumar máluð austur í Hornafirði. Sýningin er opin, dag- lega frá kl. 10 f. h. til kl. 10 e. h. fram á sunnudagskvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.