Alþýðublaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 8
8 f!. *; T-.'W: *. ■ NÝJA Blð B Ævlflíýrl ð Q8Un. (Sxm Valley Serenade) ASalhlutverk: SONJA HENIE JOHN PAYNE GLENN MILLEE og hljómsveit hans. Kl. 5, 7 og 9. Bamasýning kl. 3. Sala aögöngumiða hefst kL L I. ríesefeifjvr I9lh( ">*!.»■ ' ' I I «— ........... TJ ÁLL MELSTED kom hing- acf til Reykjainkur í fyrsta sinn síðla sumars 1828. Um bæj- arbrayinn á þeim dögum segir hann m. a. svo í endurminning- um sínum: „Kaupmenn ' flestir hér í Reykjavík voru þá allt öðruvísi en nú (ritað 1892). Nú koma þeir fram eins og menntaðir og kurteisir menn, en þá voru þeir eins og sagt er um Glám í Grett is sögu: „stirfnir og viðskota- illir“. Einn þeirra hét Ebbesen. Hann átti verzlun í búðarkrili, þar sem nú stendur hin stóra sölubúð Thomsens kawpmanns. Einu sinni kom bóndi í búð Ebbesens austan úr Flóa, mein- laus og fáfróður. Bóndi var fyr- ir innan búðarborðið, spurði Ebbesen um eitthvað og skildi eigi, hverju Ebbesen svaraði, og hváði, en Ebbesen rak bónda utan undir og rak hann fram fyrir borðið. Bónda varð eigi meira um en hann sagði: „Já, stífur þykir mér hann þessi Ebbason!“ og fór sína leið. * LÍKLEGT þykir mér“ heldur Páll Melsted á- fram, „að norðlenzkur maður hefði snúizt við slíkum atlotum á annan veg. Og dettur mér í hug önnur saga norðan af Skaga strönd. Þar var þá verzlunar- stjóri Pótur Duus, er seinna var á Eyrarbakka og seinast í Keflavík, en Gísli Símonsen átti verzlunina. Einu sinni rak Dtrns manni einum, sem verzl- aði við hann, utan undir. Mað- urinn var fyrir utan borðið, en Duus fyrir innan. ^Þegar maður- inn fékk kinnhestinn, vatt hann sér inn yfir búðarborðið, hóf Duus upp á klofbragði og skellti honum niður. Gísli kaupmaður var í næsta herbergi, heyrði hlunkinn og sagði: „Hvað geng- tir hér á?“ Maðurinn svaraði: „Ekki nema það, að hann datt hann Duus!“ Og svo var þeirri „scenu“ lokið.“ * LÍTIÐ HERBERGI TVEIR gamlir háskólakenn- arar töluðu saman um fá- tækt sína og léleg húsakynni á námsárunum. „. .. Og mitt herbergi var svo lítið, að ég gat hvorki gengið né skriðið í því,“ mælti annar. „Nú, það þykir mér nú ekki SÍ'STUART CLOETE : ifYRIRHEITNA ANDIÐ orrustu. Honum þótti alltaf fyr- ir því, ef hann varð af góðu tækifæri til að fá að drepa Kaffa. Stjömurnar komu upp,, og hér uppi sýndust honum þær vera fleiri og stærri en venju- lega. Hér var allt svo stórt og háleitt. Hér var svo mikið af veiðibráð, að hann þurfti ekki að óttast ljónin, nema þá gagn- vart hestinum sínum. Hann stóð á fætur og tók.í tauminn og hélt í hestinn fram í dögun. Hann ætlaði ekki að sofna, fyrr en orðið væri hlýrra. 6. Johannes van Reenen varð undrandi, þegar Hendrik sagði honum, að hann vildi kvænast dóttur hans. En þó hefði hann orðið enn þá meira undrandi, ef mágkona hans hefði ekki verið búin að gefa honum í skyn, að svona gæti farið. Anna de Jong hafði oft á réttu að standa. Og það geðjað- ist honum verst við hana. Syst- ir hennar hafði aldrei haft á réttu að standa um neitt. Hún hafði alltaf haft svo yndislega á röngu að standa. Og núna, þegar Sannie giftist Hendrik, myndi Anna frænka koma og setjast upp hjá honum. Og það var lítið tilhlökkunarefni. Hann stundi þungan, þegar Hendrik var farinn frá honum. Honum duttu í hug hundrað röksemdir gegn því að Sannie giftist Hend- rik, en hann mundi ekki eftir þeim, fyrr en Hendrik var far- inrí frá honum. Hann gat borið því við að hún væri of ung, sem hún reyndar var ekki. Enn fremur, að hún þyrfti að þjóna honum og hann gæti ekki án hennar verið. Og loks, að ald- ursmunur þeirra væri of mik- ill. En hann bar ekki fram neina af þessum ástæðum, því að engin þeirra var nein raun- veruleg ástæða, og Hendrik hefði ekki tekið neina sem góða og gilda vöur. Og fyrst hún var á annað borð komin á giftingar- aldur, var Hendrik van der Berg ágætur tengdasonur. Hann var ríkur. Hann var hraustur maður og hugrakkur, sm myndi gæta hennar vel. Maður, sem allir óttuðust. Sannie hans myndi verða örugg í höndum hans, og þó virtist honum vera stutt síðan hún var svolítil hnyðra og togaði í skeggið á honum. En nú var hún orðin fullorðin kona. Umhverfis hann var fólkið að búa sig út til fararinnar. Réipi vera mikið,“ svaraði hinn, „því að mitt var svo lítið og boru- legt, að vasaúrið mitt gat ekki gengið í því, svo að ég varð að hengja það fyrir utan glugg- ann.“ voru strengd, byrðum hlaðið á vagna, hjól smurð, og gert að því, sem aílaga hafði farið. Hópur af Köffum var að reyna að gera vað á ána. Á morgun átti að leggja af stað. Aftur myndu hjólin snúast. IX. KAFLI 1. Fyrst þau áttu að gifta sig og fyrst enginn sá neina ástæðu til þess að fresta því, sem fram átíi að koma, og Anna de Jong vildi flýta iþessu sem otnest, fór giftingin fram strax. Hjóna- vígslan var síðasta athöfnin, sem framkvæmd var í skjald- borginni, meðan Kaffarnir voru að spenna uxana fyrir vagnana. Anna de Jong vildi skapa frænku sinni öryggi. Sannie var sama um allt nú orðið, og Anna notaði tækifærið, meðan Sannie var ekki enn farin að átta sig á því, sem fyrir hafði komið. Seinna myndi hún ef til vill skipta um skoðun og ekki verða eíns auðveld viðfangs og nú, meðan hún var harmi lostin og henni var sama, hvernig allt veltist. Ef þessu væri frestað, gat svo farið, að Sannie harð- neitaði að giftast Hendrik, eða vildi fresta því og þá myndi hún eignast barn, sem ylli miklu umtali meðal kvennanna, sem ekki létu blekkjast í þeim sökum. Þannig var þessu brúðkaupi hraðað sem kostur var á. — Hott, hott, hrópuðu öku- mennirnir á uxana, sem nú var búið að beita fyrir vagnana og biðu einungis eftir því, að reim- unum væri brugðið um hornin á þeim. Svipum var sveiflao og hvinur heyrðist. Klukkutíma seinna voru vagnarnir komnir af stað. Ux- arnir gengu hver á eftir öðrum, allir svartir, rauðir eða skjöld- óttir, nema uxar Martinus, söngvarans. Þeir voru rjóma- gulir. Einu sinni enn hélt þessi fylking af stað og skildi eftir hina látnu og bein dýranna, sem drepin höfðu verið til mat- ar. Skjaldborgin var horfin og ekkert var eftir annað en hring- mynduð för eftir vagnana um- hverfis stórt tré, sem stóð eitt sér á bersvæði. Einu sinni enn stefndu vagn- stengurnar í norðurátt, og hin stóru hjól snerust. Um hádegi reið Paul Pieters til Hendriks og sagði: — Hérna ætla ég að skilja við þig. Þeir tókust fast í hendur. Paul Pieters vatt hesti sínum við og reið á tölti aftur til fé- laga sinna. Lestin skiptist nú í sundur, önnur lestin hélt á- fram í norðurátt, en hin beint í vestur. Þegar mennirnir kvöddust, veifuðu þeir höndun- um og hrópuðu: MTJARNARBIOBB j ■iOAMLA BMB í dag kl. 5—7—-9. Sýning stúdenta: Mowgll (The Jungle Book) 'Litmynd. Æska Edisoas (Young Tom Idiscm) Aðalhlutverkið Leikur MICKEY ROOMIIY Sýnd kl. 7 og 9. Á morgun: Dæmðð ekkí. BETTE DAVIS CHAIÍLES BOYER Sýning ki. 4, 6,30 og 9. Framhialdssýning kl. 3-—6. Smómynáir. KL 314—G’Ar. HVER HLÓ? (Look Who’s Laughing). Lucille Ball og 'búktalaxinn Edgar Bergen. — Hittumst heil! Hittumst heil! Smám saman hljóðnuðu hrópin' og vagnarnir smáminnk- uðu því meir sem þeir fjar- lægðust, unz ekkert sást annað en rykský yfir trjátoppunum, á stærð við barnshönd. Paul Pieters ætlaði út á slétt- una, þar sem þorp Kaffanna hafði verið. Þar hafði honum litizt vel á sig, og þar ætlaði hann að nema land og setjast að. Þar var frjór jarðvegur, há- vaxið gras og gott vatn, allt, sem nægjusamur maður gat óskað sér og allt, sem með nokkurri sanngirni var hægt ið heimta af guði. Vagnar hans fóru í slóð riddarasveitarinnar. Þeir myndu verða að ryðja braut um skóginn, en að öðru leyti yrði ekki erfiðleikum háð að komast leiðar sinnar. Hami hafði fundið það, sem hann leit- Sierki skélastjérinn, IH. KAFLI. Hrólfur kreppti hnefana og undi sér vel í apaskinninu, sem hann var nú kominn í. Þetta var skínandi góður dul- arbúningur og allir, sem sáu hann, kölluðu hann „apamann- inn,“ eins og þeir væru vanir að kalla hinn mannihn. Hrólfi hafði gengið vel fram að þessu. Hann hafði mælt sér mót við apamanninri, farið í dularklæðin. Svo fór sterki maðurinn að skemmta sér. Það mundi verða ljónatemj- aranum mátulegt, að Hrólfur þjarmaði að honum einhvers staðar, þegar gott færi gæfist. Ljónin hlutu að vera þarna rétt hjá, eftir öskrunum að dæma, og Hrólfur gekk á hljóð- ið. Hann var enn í fimmtíu feta fjarlægð frá búrunum, þegar hann sá þrjá menn koma hlaup andi, og ljónatemjarinn á eftir. Það var auðséð, að maður- inn, sem var á undan, var að flýja undan hinum, og rétt í þeirn svifum, er Hrólfur kom á vettvang náðu þeir 1 flótta- manninn. Báðir mennirnir þutu á hann og köstuðu honum til jarðar. Nú hófust æðisgengin áflog. Þá skarst Hrólfur í leikinn. „fevona, svona, bara einn í einu!“ sagði hann. En ljónatemjarinn varð á undan x honum. Það hvein í svipunni hans. „Burt með ykkur, þorparar!“ hrópaði hann. „Eruð þið vit- lausir!“ Mennirnir tveir, sem flogið höfðu á flóttamanninn, spruttu nú upp þegjandi og æddu til dyra. Hrólfur hljóp til fallna manns ins, sem lá enn spriklandi á jörðinni. Hanp hjálpaði honum á fætur. „Ertu mikið meiddur?“ spurði Hrólfur. Sei, sei, nei, allt í lagi með mig,“ sagði maðurinn. „Og —“ Hann klappaði á vasann, en þá breyttist svipur hans. Hann rak upp skelfingaróp og glennti upp augun, „Gullið mitt! Þeir tóku það! Stálu því, bófarnir!“ Hann þaut af stað,' bersýni- lega í því skyni að veita þjóf- unum eftirför, og Hrólfur sneri sér við og ætlaði að elta hann, en þá kom hik á hann. Nú stóð. hann í fyrsta skipti augliti til auglitis við ljónatemjarann. Að lokum hafði hann náð fundi hans, mannsins, sem hafði skip- að svo fyrir, að honum og pilt- um hans úr skólanum skyldi bægt frá sýningunni og þeim kastað út úr leikhúsinu. Hrólfur glápti á hann. Svo gaf hann frá sér lágt, en snöggt blísturshljóð, sem lét í ljós undrun hans. Hulunni, sem legið hafði yfir því, hvers vegna lagt var svo mikið kapp á að meina þeim að- gang að leikhúsinu, var nú skyndilega svipt burt. En það voru ekki drengirnir, sem Ijóna- temjarinn hafði amazt svona mikið við, heldur var það Hrólfur skólastjóri, fyrrverandi f L00K6 UKE 60ME0NE BURNING THE MIDNIGHT OILÍ AND THAT GOMEONE MUST BE OUR MV6TERIOU5 CHIEF/ MYN SA D A GA Örn: Stigi. Það ex bezt að fara hér niður. Öra: Hér er ljós. Hér hlýtur hinn leyndardómsfulli foringi að vera. einhvers staðar nálaegt. Örn: Hér er enginn vörður. Það er bezt að fara hér nn. í sþmu svifum og Öm ætlax að ganga að dyrunum, opnast hleri í gólf inu og Öm steyptist niður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.