Alþýðublaðið - 09.12.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.12.1942, Blaðsíða 6
Il ALÞVÐUBLAÐIÐ ■ssr Hiðvikodagur 9. desexnber 1942. 'SjT "S túlkur tfflfítep Þe£ar a kolepps- spítala. 48 stuaida vinnuvika. vr- Upipiýsmgar ihjá yfir- — Sími 2319 eða 2317. i *! Nokkti okkur s íimilarliils ‘Í4, ’■ txl sölxi nú þegar- I Ólafur Þorgrímsson, kæstaréttarlögmaður. Austurstræti 14. Þíusnndtr vita, að ævilöng gæfa fylgir hringunum frá SIGURÞÓR ‘Hreingeriiifligar. V _ Sími 3203 frá kl. 6—V e. m. LáDY HAMILTON manna bifreið til sölu og sýnis úlli kl. 2—3 í dag á Vita- wgi. $ pý fðt fyrir gðsnnli í: • i :: f’;'•••■ s 1 t Látið oss kreinsa og pressa^ föt yðar og þau fá sinn upp-S Vunalega blæ. ; ' £ 1 íTjót afgréiðslá. ^ f EFNALAUGIN TÝR.j Týsgötu 1. Sími 2491.^ S Soguþætíir land- póstanna. Frh. af 4. síðu. isöóxxtn þessa hdMaust og .áttartaust á fyrmefndum IfGnamiótam. Á tveiim næstu «B#sman. og smám saman síð- hafa sem sé fallið í valinn —15 meðal bestu heimiid. ajrnxanaiíi minna, og ailmargtr tBnna e™ sénn á föruiin. — Esr stór tfurða, thve lengi fegfir . iregist, að þessum. göanlu gpmum væri gaaimur gefinn og 103f©tigur sórni sýndur. Virðast þeirra iiafa gleymst og fennt hefir í stóð lúra —“ í>ytar því tii hlýða að Ijúka ^jessum, '£áu iíníum með einikun- mörGuttn. hókarinnar: „Þeir eiga ".«u.xnaxlega skilið, þessir ^ariár, s.5 þeirra sé minnzt.“ iBá íjbúkarimnar verður nónar Ibér-eftir^að i’hiún enkomta Eftir orrusturnar í Afríku. Myndin er af brezkum hermönnum, sem hafa særzt í orrustunum í Egyptalandi og Libyu og liggja nú á sjúkrabeðuni 'í tjaldbúðum, sem reistar hafa verið til að veita þeim bráðabirgða- hjúkrun. HANNESÁ HORNINU Frh. af 5. síðu. ur. Maður sagði sögu a£ sér og hvolpi; sagan byrjaði á messu- gerð þar sem var vel mætt, það var í sjálfu sér gott, hefði ekki hvolpurinn verið látinn hýrast í poka inni í eldhúsi meðan messa var sungin. Er það eftir j>ví sem sagan hermdi frá ill meðferð á dýrinu, og bætti það lítt úr, þótt hvolpurinn fengi síðar nokkuð af kökum og sætabrauði. Endalok þessa vesalings hvolps • urðu svo þau að hann fékk bandorma og varð að lóga honum. Hvaða lær- dómsfegurð eða gleði, börn eigi að hljóta af svona sögum, er mér hul- ið“. „NÆSTSÍÐASTA sunnudag var lesið í barnatíma um viðureign strúlku við kölska norður í Axar- firði, var meyjan komin vel á veg með að verða ástfanginn af „herr- anum“, en svo brá þá við að stikl- ar fóru að vaxa úr enni hans. Klaufir og klær mynduðust og síð- ast kom halinn með og var þá skepnan fullsköpuð. Ekki leiðin- leg andleg fæðá fyrir börn“. „RÍKISÚTVARPIÐ má ekki gleyma því, að það eru börn á öllum aldri frá 4—14 ára, sem hlusta á þessa tíma og þeir verða að vera sniðnir eftir því. Væri sanngjarnt að þeim yrði skipt í tvennt, væri nokkur hluti þeirra fyrir yngri börnin og nokkur fyrir hin eldri. Því er ekki kennaralið bæjarins fengið til að undirbúa og hafa barnatíma. Fleiri eru til. Hefi ég heyrt alþýðufólk kunna þess góð skil að skemmta börnum og fræða og sneiða hjá því sem þeim er óholt eða hætt við að spilli þeim“. OG SVO BIÐUR A. J. mig blessaðan að koma þessari kveðju hans á réttan stað; „Villtu ekki koma nokkrum þakklætis og kveðjuorðum fyrir mig til starfs- liðs Lyfjadeildar Landspítalans. Mér er alveg sama hvort þú gerir það með þínum eigin orðum eða setjir þessa klausu í dálkinn þinn. En ég verð að segja, að ekki átti ég von á slíkri hlýju og alúð þar, sem raun varð á“. „MENN FINNA það bezt, þegar þeir koma ókunnugir og einir síns liðs til bæjarins, eins og ég, þess vegna get ég ekki stillt mig um, að sýna- eiríhvern smáyott þess, að ég kynni að meta þá velvild er þar streymdi á móti *iér, sérstaklega vegng þess, að það er eins og mig mirini !að einhver ■ væri að hnjóða í spíiplann, hél' í blaðinu í sumar eða haust.“ I. Ferð án fyrirbeits: Ný Ijóðabók Steins Steinars TEINN STEINARR, hefir géfið út fjórðu ljóðabók sína Ferð án fyrirheits, fimmtíu og fjögur kvæði. í fyrstu ljóðabók sinni: Þar rauður loginn brann, var Steinn dálítið tvíátta, eins og hann vissi ekki vel, hvar hann ætti að leita að sjálfum sér, en strax í annarri ljóðabók sinni hafði hann náð áttum og haslað sér völl. Með þriðju ljóðabók- inni færði hann út landnám sitt og dýpkaði tón sinn og tók af öll tvímæli um það, að hann var orðinn með snjöllustu ljóð- skáldum okkar. Það getur verið álitamáí, hvort um enn meiri framför er að ræða í þessari síðustu bók hans, en hún stend- ur að minnsta kosti ekki að baki hinn þriðju. Steinn leikur enn á sömu strengi: annað veifið glettni, stundum jafnvel meinleg glettni, blandin beizkju, hitt veifið djúp alvara, jafnvel þunglyndi, stöku sinnum mystik, orðsnilld og verkskunn- átta mikil. Steinn kemur ekki fram í neinum nýjum búningi í þess- ari síðustu bók sinni og er því óþarfi að fjölyrða um hana, enda fer sá búningur vel, sem hann hefir þegar valið sér. Hins vegir virðist mér heiti kvæða hans stundum valin út í blá- inn. Reyndar skiptir ekki miklu, hvað kvæði heitir, ef þ»ð er gott, en helzt þyrfti það þó að gefa einhverja vísbend- ingu um innihald og tilgang kvæðisins. Ég skal nefna dæmi, lítið kvæði, sem hljóðar svo: í kynlegum skugga hjá krotaðri súlu stóð ég kyrr og þögull í dagsins áfjáðu önn. Með hljóðlátan glamþa í horngulum augum horfði ég út um gluggans litaða gler. Og hann, sem ég þráði, kom aldrei, kom aldrei.- r Þetta sakleysislega kvæði heitir engu viðhafnarminna nafni en The National Bank of Iceland, Þjóðbánki íslands, og má nú skollinn vita, hvað skáld- ið er að fara. Hér kemur annað lítið kvæði: Eg minnist þess, að fyrir átján árum stóð opinn lítill gluggi á þriðju hæð. Og fólkið tók sér hvíld eitt andartak og horfði dreymnum. augum út um gluggann. Þá brá ég við og réði mann til mín, sem múraði upp í gluggann. Þetta kvæði stendum undir heitinu Universitas Islandiae, Háskóli Islands. Enda þótt mann renni grun í, hvað skáld- ið er að fara í þessu kvæði, er varla hægt að skilja þetta öðru- vísi en sem tilraun höfundarins til þess að mystifisera, en verð- ur í reyndinni ekkert annað en sundurgerð og tildur. Steinn Steinarr ber ekki mikla virðingu fyrir hinu borg- aralega og hefðbundna. Hann er ósvikinn bóhem. En það sem er mest úm vert, er, að hann hefir nægilegan siðferðilegan styrk til þess að vera hann sjálfur. Karl ísfeld. Ný ljéðabóks Stond milli striða eftir Jón nr I8r. ARIÐ 1937 gaf Jón úr Vör út ljóðabók „Ég ber að dyrum“, lítið kver, sem lét ekki mikið yfir sér. Jón var þá kom- ungur maður og Ijóðin byrj- andasmíð, en þau voru snotur og geðfelld og einstaka kvæði gætt slíkum innileik og upp- runaleik, að nálgaðist snilld. Hins vegar báru þó flest þeirra vott um, að höfundurinn hefði ekki nægileg tök á efninu eða hirti ekki um að vanda sig, treysti um of á „innblásturinn" en minna á andlega áreyuslu og vinnu. Þó gáfu þessi Ijóð fremur von um að úr höfundi þeírra myndi rætast með aldri Nu .hefir Jón tir Vör „barið að dyrum“ í a»nað sinn, í þetta sirin með ijóSakveri, sem heitir sem beitai Á tvo stnengi —, Ást og blóm Off Hdjarslóð. Sum. kvæðin í kiaflanum Á tvo strengi —, myndu líklega, á strangfagurfræðilegan mæli- kvarða, ekki vérða talin skáld- skapur, og óvíst enda, hvort höfundur hefir ætláð að sémja skáldverk. Þó eru þar til kvæði, sem bera þess vott, að eitthvað hefir vakað fyrir höfundinum, og hann hefir jafnvel talið ó- maksins vert að segja það, sem fyrir 'honum hefir vakað, á dá- lítið eftirminnilegan hátt. Má þar t. d. nefna kvæðið Stund milli stríða: Það ár, sem ég fæddist var friður saminn, er fávísir menn settu grið. En áfram var haldið og barizt og barizt og búið við vopnaðan frið. Og vestur á fjörðum var friðnum slitið, og fátækir daglaunamenn börðust þar fyrir betra heimi — og berjast þar súmir enn. Mín ævi er aðeins stund milli stríða. — Nú stríða þeir enn. Ég bíð og trúi á heiminn og fegurð og frelsi og friðinn — og þetta stríð. í kaflanum Ást og blóm eru fáein kvæði, sem mega teljast hrein ljóðræna, svo sem Snær, Örvænt, Gleði horfins dags og Vísan um þig. Kvæðið Gleði horfins dags hefst meira að segja talsvert glæsilega: Gult og grænt og blátt . er gleði horfins dags, ilmur aldinviða, yndi sólarlags. Síðasti kaflinn, Heljarslóð, er tvímælalaust jafnbezt kveðmn. Þar virðist hann kunna að tak- márka sig, segja það, sem segja þarf og ekki meira. Mjög lagleg er lítil vísa, sem heitir „Vopn- aður“ friður: Gömul fallbyssa í grónu virki horfir til himins hljóðu auga, —- og fugl hefir gert sitt fyrsta hyeiður og valið því stað íim- M J í víðu hlaupinu. Jón úr Vör ér mjög tilgefÖár-) laus í kveöskap sínum í,og) sneyddur löngun til þess að not?i , áhrifabrögð. En hins végar tek- ur hann sér verkið of létt. ííánfl skortir mjög einbéittfli ög; sjálfeaga. Skáldákaþur kréfáí;: andlegrar áreynslu. Enginn verður rithöfundur á því érriu að kaupa sér ritvél, og enginn skáld, á því einu að vera yið jarðarför Einars Benediktsspn- ar eða sitja listamannaþing. K. L Lady Hamilton. * V Dettifoss Vörur vestur og norður af- hendist þannig: Á MORGUN (fimmtudag) til Húsavíkur og Akureyrar, og Á FÖSTUDAG til Siglufjarðar, ísafjarðar og Patreksfjarðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.