Alþýðublaðið - 16.12.1942, Side 4

Alþýðublaðið - 16.12.1942, Side 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. des. 1942, (Uþijðnblaðiö Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Bltstjóri: Stelán Pjetursson. Bitstjóm og afgreiSsia í Al« þýðuhúsinu við verfisgötu. Simar ritstjórnar: 4901 og 4902. Simar afgreiðsáu: 4900 og 4906. mé Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmioj an hJ. . •_________ Síðasta tiirannin. SÍÐASTA TILRAUNIN til þess að mynda þingræðis- stjórn og firra á þann hátt bæði jþingið þeim vanza og þjóðina þeirri s tj ó r narfars le g u hættu, að ríkisstjóri neyddist til þess að leita út fyrir þingið um stjómarmyndun, að skipa em- bættismannastjórn utan þings og án áþyrgðar fyrir því, er nú farin út um þúfur. Hún strand- aði á ábyrgðarleysi kommún- ista. Þessi tikaun 'hófst, eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær irueð því, að Sjálfstæðisflokkur- inn fór þess á leit við alla 'hina flokkana á mánudaginn, þegar sýnt 'þótti að ríkisstjóri myndi að öðrum kosti fara að grípa til sinna ráða, að þeir gerðu enn eina tilraun til stjórnar- nljyndunar innan þingsfins til þess að afstýra slíkum vand- ræðum. Kommúnistaflokkurinn og Framsóknarflokkurinn létu ekki svo lítið að gefa einu sinni kost á því, að taka upp viðræður á ný í því skyni. Þeir svöruðu málaleitun Sj álfstæðisflokksins algerlega neitandi. Alþýðuflokk urinn sýndi hinsvegar vilja sinn til þess, að firra vandræðum með því, að bjóðast til að taka þátt í myndun tímabundinnar bráðabirgðastjómar til 15. jan. næstkomandi, ef allir aðrir flokkar þingsins væm reiðuibún ir að gera það sama, enda væri tíminn þangað til þá notaður til þess að ganga úr skugga um, hvort ekki mætti takast að mynda varanlega þingræðis- ræðisstjóm. Á þessa miðlunartillögu Al- þýðuflokksins féllust bæði Sjálf stæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn á mánudagskvöld- ið, sem síðustu tilraun til þess að bjarga áliti þingsins og af- stýra vandrseðum. En Kommún- is'taflokkurinn hefir bersýnilega ekkert kært sig um að það tæk- ist. Hann svaraði, eftir nokkrar vöflur þó, neitandi í gærmorg- un. Þar með var þessi síðasta til- raun til stjómarmyndunar á þingræðisgrundvelli farin út um þúfur og smán þingsins full- komnuð. Eftir hana gat ekki ver ið um neitt annað að ræða en að ríkisstjóri skipaði embættis- mannastjórn utan þings og án ábyrgðar fyrir því, með öllum þeim alvarlegu áfleiðingum, sem slíkt fordæmi getur haft fyrir stjórnfrelsi, lýðræði og þingræði hér í framtíðinni. ❖ Um það getur engum bland- ast 'hugur, að á kommúnistum hvílir öll hin þunga sök á því, að svo er komið. En sennilega hefir það ekki verið fjarri vilja þeirra, að þannig fór. Sjálfir höfðu þeir lagt það til í átta manna nefndinni, að þingið afsalaði sér beinlínis réttindum smurn og skyldum í hendur ríkisstjóra og færi þess á leit við hann, að hann skip- aði embættismannastjórn utan jþingsins og án ábyrgðar fyrir því. Slík tillaga sýnir meðal margs annars, hve mikla um- hyggjoi þedr. ,bera fyrir þing- M. F. A. Illgresi: Ljóðabók Arnar Arnarsonar. „Lengi er labbað af einum — leiðin torsótt og vönd — skáhallt endilangt ísland austan af Langanesströnd.“ EKKI er langt milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur, og var þó skáldið þeirra í Firðin- um sjaldséður gestur hér í höf- uðstaðnum. Bar einkum til þess heilsuleysi skáldsins hin síðustu ár ævinnar, svo og hitt, að Örn Arnarson var aldrei glaumgef- inn maður eða sollsækinn, kaus fremur að fara með fjöllum eða andnesjum en um miðja byggð. Aldrei var hann þó einn í ferð- um, en hafði samfylgd góða, þá dís, sem aðeins fáum útvöldum veitir hylli sína, enda mun hún hafa verið hinn eini förunautur hans um dagana. * Þegar Örn Arnarson gaf út ljóðabók sína, Illgresi, fyrir all- mörgum árum, leyndi það sér ekki, að sá, sem þar kvaddi sér hljóðs, var ekki eins og allir hinir, var dálítið sérstætt skáld. Glettni hans, sem stundum gat verið nokkuð meinleg, bar per- sónulegan blæ, og viðhorf hans voru ekki viðhorf hins venju- lega manns. Ljóð hans röktu sjaldan upptök sín til róman- tískra geðhrifa og ljóðræn voru þau ekki nema að sárafáum undanteknum. Hins vegar báru þau sterkt svipmót persónulegr- ar reynslu höfundarins, sem léði skáldskapnum trúrra sann- leiksgildi. Þó varð lítið vart í þeirri ljóðabók hinnar miklu orðsnilldar og ramma rímgald- urs, sem sérkenna ljóð hans síðarmeir, svo sem Oddsrímu, enda mun hann, þegar aldur færðist yfir hann, hafa farið að leggja meiri alúð við skáldskap- inn og gert sér orðsnilldina að íþrótt. Orð sín, líkingar og myndir í Oddsrímu sækir hann í reynslu sína við sjávarstörf og sveitavinnu, og hefir sú reynsla ekki orðið honum til einskis. Þess varð vart fyrst þegar ljóð hans komu út, að hin kuldalega, stundum napra, glettni, var honum ekki eigin- leg, nema þá að sumu leyti. Hún var brynja, sem hann hafði ofið utan um sig til skjóls í hretviðr- um lífsins. Þá örsjaldan hann sýndi inn í hugskot sitt varð vart innileika og viðkvæmni, að vísu karlmannlegrar við- kvæmni. Þess ber vott hið innilega og látlausa kvæði Ás- rún. Skömmu fyrir andlát sitt svipti hann af sér glettnisgrím- unni snöggvast og þá varð til eitt fegursta ljóð hans, svo töfr- andi í öllum sínum einfaldleik og upprunaleik, kvæðið Þá var ég ungur, sem hann örti til móð- ur sinnar. Örn Arnarson mun sennilega aldrei verða talinn með þjóð- skáldum okkar, en hann mun verða talinn einn af sérkenni- legustu skáldum okkar. Sjálfum datt honum sízt í hug að hampa kvæðum sínum og svo hirðulaus var hann um þau, að hann lagði litla stund á að halda þeim til haga. Utgáfustjóri Menningar- og fræðslusambands alþýðu á því miklar þakkir skilið fyrir að hafa látið safna saman því, sem til náðist af kvæðum hans og gefið þau út í ágætum búningi, en jafnframt hræódýrum til fé- lagsmanna. * Þótt Örn Arnarson væri manna kunnugastur til sjávar og sveita á íslandi, gerði hann ekki víðreist um dagana. Hann hóf vegferð sína austur á Langanesi og lauk henni í Hafn- arfirði. En oft hefir staka orðið til milli bæja og ljóð milli landshorna. Sjálfur áleit Örn Arnarson Ijóð sín ekki kjarn- góðan gróður, kallaði þau 111- gresi og taldi sig ekki í hópi skálda, heldur aðeins útnesja- mann, sem hefði kveðizt á við brimið norður á hinni löngu strönd við hafið. „Ég kem á eftir öllum með arfaklær í hönd, óþekktur útnesjamaður austan af Langanesströnd.“ Karl ísfeld. iit1 % Vw * • ■ * «*• ,r? Jólaævintýri I Dickens. CHARLES DICKENS er fyrir löngu orðinn kunn- ur hér á landi, ekki aðeins meðal þeirra, sem geta lesið heimsmálin, heldur og meðal alþýðunnar af bókunum „Oliv- er Twist“ og „David Copper- field.“ Hvortveggja hafa reynst ógleymanlegar og sí- feld uppspretta frásagnar. — Nú er komin ný bók eftir Dick- ens, ein bezta bók hans í þýð- ingu Karls ísfelds, „Jólaæfin- týri.“ Hér er um frábæra bók að ræða í prýðilegri útgáfu, prýdda ágætum litmyndum. — Bókinni er skipt í kafla: Jóla- draumur, saga um reimleika á jólunum. Jólaklukkurnar, saga um kirkjuklukkur, sem hringdu út gamla árið og inn hið nýja. Hljóðskraf yfir arninum. Æf- intýri um heimilið. Bókin er á- feng, eins og allar bækur þessa snillings. ræði og lýðræði í landinu. Að vísu hafa þeir síðan reynt að túlka hana þannig, að fyrir þeim hafi vakað, að fá með samþykki þingflokkanna, ein- 'hverja bráðabirgðastjórn skip- aða meðan á því stæði, að mynda venjulega þingræðis- stjórn. En ef svo hefði verið — hversvegna hafnaði hann þá miðlunartilboði Alþýðuflokks- ins, sem einmitt gekk út á það að omynduð yrði bráðabirgða- stjórn í þessu skyni, tímabundin og aðeins í því einu frábrugðin þedrri ibráðabirgðastjórn, sem kommúnistar þykjast hafa ver- ig að 'berjast fyrir, að hún átti að vera þingræðistjóm, skipuð fulltrúum allra flokka, en ekki embættismannastjóm, skipuð af ríkisstjóra, utan þings og á- byrgðarlaus gagnvart því? A8 kcanmúmstar skyldu neita þessu miðlunartilboði Alþýðu- flokksins, síðustu tilrauninni til þess, að mynda þingræðisstjórn, sem bæði SjáKstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru þó búnir að fallast á — það sýn- | ir betur en allt annað óheilindi og iáhyrgðiarley.si iþeirra. Þeir vildu ekiká taka á sig sömu á- byrgð og aðrir flokkar til þess að afstýra vandræðum. Þeir vilja fá að halda áfram, að vera ábyrgðarlausir eins og hingað til, — að (halda áfram að fiska í hinu 'grugguga vatni dýrtíð- arinnar, öngþveitisins og neyð- arinnar, sem framundan er, ef þeim tekst að kynda þannig að sundurlyndisbálinu og hindra svo með því öll skynsamleg samtök, að ekkert fáist að gert til þess að stöðva dýrtíðarflóð- iðog afstýra hinu yfirvofandi hruni af völdum þess. S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Aldirnar líða, en ástin breytir ei eðli. í DAG skuluð þér kaupa harmsögu elskendanna'Lady Hamilton og Nelson, hún er þrungin fegurð og gleði, og hæfir því hátíð Ijósins og gleðinnar, því gleðin er oft í harminum hulin. Á MORGUN getur orðið um seinan að ná í þessa ágætu hók, einustu jóla- bók ársins. Urðuð þér aldrei um seinan að kaupa aðgöngumiða að Tjarnarbíó þegar kvlk- myndin um Lady Hamilton var sýnd þar? Gætið yðar, eins getur farið með hókina: Uppseld þá þér ætlið að kaupa. S s S S s s V N s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s . s s s s ) s s I 5 s s > s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ) > s s s s s s s s s s s s s s s s Áskriftasími Alþýðublaðsius er 4900. Dráttarvextir. s s s s s s vextir hækka á öllum tekju- og eignarskatti, S Á S s > s s s s s s s s s s s s s s s s s s * s s * s s s 4; ............ Hér með er vakin athygli á því, að dráttar- sem ekki hefir verið að fullu greiddur fyrir næstkomandi áramót, þannig að vextirnir reiknast 1% fyrir hvern byrjaðan mánuð úr ^ því, í stað Vz% á mánuði áður. Jafnframt er þeim, sem kaup eða þóknun taka hjá öðrum, bent á, að enda þótt atvinnu- rekendum verði 'upp úr áramótum falið að halda eftir af kaupi þeirra upp í skattgreiðslur, losar \ það gjaldandann ekki undan greiðslu fullra i dráttarvaxta. £ Tollstjórinn í Reykjavík. 15. des. 1942. )

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.