Alþýðublaðið - 05.01.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.01.1943, Blaðsíða 2
inimion i' •EýfBjudiqha^; janmt .alá'in Tvelraor rifffam og i’íotrær- im stolið bjá Jöli. 6l. & Go. Aðfaranótt sunnu- DAGS var framið inn- brot í verzlimarhús Jóhanns Ólafssonar & Co. á Hverfis- götu 18. Hafði verið farið inn í kjall- ara iiússins og .þaðan farið upp í búðina og brotin hurð þar. Þjófurinn virðist hyggja á vígaferli, því að hann stal engu öðru en tveimur rifflum og slkotuim. í þá. Umræður nm málið nm áramótln og fpndahðld útgerðarmanna í gær. Sjómannafél. Reykjavíknr. í auglýsingu frá Sjómannafélagi Reykjavíkur í blaðinu á gamlaárs- dag hefir orðið sú leiða prentvilla, að í augl. stendur Mánudaginn og Miðvikudaginn 4. og 5. jan., en á að sjálfsögðu að vera: Mánudaginn og þriðjudaginn 4. og 5. þ. m., og er því síðari jólatrésskemmtun fé- lagsins í dag í Iðnó. En það tekur nokkra daga að búa skipin á veiðar. ... ALLUR íslenzki togaraflotinn hefir legið í höfnum í um það bil einn og hálfan mánuð, nema 'hvað einn togari fór eina för fyrir áramótin. Ástæðan fyrir þessu eru nýjar reglur, sem teknar voru upp um siglingar fiskiskipanna til enskra hafna og sem ís- lenzkir útgerðarmenn og fiskimenn vildu ekki hlíta að svo komnu máli. Um þetta hafa staðið nokkrar deilur og mikið verið rætt um málið í enskum blöðum. Brezka stjómin hefir ekki viljað breyta ákvörðun sinni um breytingar á siglingunum, þrátt fyrir það, þó að uppi hafi verið háværar kröfur um það, bæði hér og eins í Englandi. |J Prestur hverfur á leið til kirbju á nýjársdag. Talíð, að faaun taafi tarapað á svellbunguiai niður fi sjé; -----»---- En lík hans hefir enn ekki fundizt. SÉRA SIGURÐUR Z. GÍSLASON, prestur að Sanda- prestakalli í Dýrafirði, hefir farizt. Eru líkindi til að Jiann hafi hrapað á nýjársdag á svellbungum við sjó fram á leið frá Sveinseyri út í Keldudal. Hans var ekki saknað fyrr en á annan í nýjári, en þá hófst leit að honum, og hefir henni verið haldið áfram síðan, bæði á sjó og lapdi. En leitin hefir engan árangur borið. Alþingi kom | saman i gær | ÓLAFRÍ ALÞINGIS var á enda í gær og hófust^ S fundir þess að nýju eftir há-S ^ degið. > S Fundir munu verða haldnirs S í alþingi í dag og er jafnvel S ^ búizt við, að ríkisstjómin • S muni þá þegar leggja fyrir \ S þingið frumvarp til laga um^ S fyrirhugaðar framhaldsráð ^ stafanir gegn S og dýrtíðinni. S verðbólgunni, S S -11-iin‘iini^ -i.ri’.TTinrrtTWi.. Lánsfiðskipti m > s Alþýðublaðið átti í gær við- tal við Óskar Jóhannsson, hreppsstjóra á Þingeyri og sagði hann þannig frá þessum hörmulega atburði: Síra Sigurður fór á gamlaárs- dag frá Þingeyri og út í Hauka- dal. Þar messaði hann á gamla- árskvöld. Þaðan fór hann út að Sveinseyri, sem er um 10 inín- útna leið frá Haukadal og var þar um nóttina. Frá Sveinseyri fór hann klukkan 9,30 ix nýjárs- dag og ætlaði út að Hrauni í Keldudal, en þar ætlaði hann að messa. Skyldi hann hest sinn eftir að Sveinseyri og fór fót- gangandi og aleinn. í leiðinni ætlaði hann að koma við í Arn- amúpi. Þegar komið var undir messu tíma að Hrauni á nýjársdag, fór bóndinn að Arnarnúpi að svip- ast um eftir presti, sem hann átti von á að utan, en er hann sá ekkert til mannaferða þaðan sem hann átti prestsins von, taldi bóndinn að prestur hefði hætt við að koma vegna veðurs og ófærðar, en veður var þann- ig, að vindur var á norðan og ofankafald. Annan janúar átti presturinn að flytja húskveðju í Hauka- dal. En þegar Haukdæli fór að lengja eftir honum hringdu þeir út í Keldudal og fengu þá að vita að prestur hefði alls ekki komið þangað. Þótti mönn nm þá sýnt að ekki væri allt rpeð felldu. Leiðinni frá Sveinseyri og út í Keídudal lýsti hreppstjórinn þannig: Þegar farið er frá Sveinseyri i ,, ' i - <** • ’ Síra Sigurður Z. Gíslason. taka við svokallaðir Hálsar, en það eru klettadrangar sem liggja meðfram sjónum. Eru klettadrangar þessir grasigrón- ir að ofan. Þegar leitin að séra Sigurði var hafin sáust spor á þessum klettum. Þegar komið er út fyrir þessa dranga liggur vegurinn um fjöru, út að svo- kallaðri „Ófæru“. Um þessa „Ofæru“ er hægt að fara á tvennan hátt: fyrir ofan hana, en þar er vegur í hlíðinni, sem er mjög brött og var ekkert svell þar um þetta leyti, En einnig er hægt að fara fyrir framan hana, en að eins þegar lágsjávað er, en þannig var um sjó, þegar talið er að prestur- inn hafi farið þarna um. Þarna er brimsorfið stórgrýti og var það mjög ísað og svellbungur miklar um þetta leyti. Hallast Frk. á 7. sfíta. Islenzk blöð hafa lítið skrifað um þetta mál, enda yfirleitt ekki talið heppilegt að mikið sé rætt um siglingar á þessum tímum. Það vakti því nokkra furðu, hversu opinskátt utan- ríkis- og atvinnumálaráðherra, Vilhjálmur Þór, talaði um mál- ið í útvarpsræðu sinni á sunnu- dagskvöld. Það hefir verið tal- ið óvarlegt að ræða siglingarn- ar mikið í blöðunum, en því ó- varlegri ætti það að vera að ræða slík mál í útvarp, sem hlustað er á í öðrum löndum. En hvað sem þessu líður er öllum Ijóst, að okkur er það brýn nauðsyn að siglingar hefj- ist sem allra fyrst. Það er ekki að eins nauðsynlegt fyrir þá sem eiga skipin og þá sem hafa atvinnu af því að sigla þeim heldur þó fyrst og fremst fyrir alla þjóðina, því að siglingarn- ar eru eitt helzta afkomuski’lyrði hennar. Um áramótin hafa umræður miklar farið fram hér um þessi mál og í gær voru fundir haldn- ir um þau, meðal annars í Fé- lagi íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda. Mun nú svo langt kom- ið að ákveðið sé að hefja sigl- ingar að nýju innan skamms, en nokkrir dagar munu þó líða, þar til skipin fara á veiðar, þar sem það mun taka nokkurn tíma að búa þau út. Engar tilslakanir eða breyt- ingar á reglum þeim, sem brezka stjórnin hefir sett um siglingarnar munu hafa fengizt, en naiuðsynin er svo brýn að siglingamar hefjist að nýju, að itilraunin mun sennilega verða gerð. Nýjar öryggisráðstaf anir fyrir sjófarendnr Atvinnumálaráðuneytið hefir nýlega gefið út reglugerð um breytingar á reglum um útbún- að skipa sem eru í förum á ó- friðar eða hættusvæðum og seg ir í henni meðal .annars: Kassarnir á flekanum skulu þannig gerðir, að þeir komi að fullum notum hvor hlið flek- ans sem uþp snýr. Skipaskoðun- \ arstjóri ákveður í samráði við , skipstjóra stað fyrir björgunar- | fleka á skipinu og hvernig þeim | skuli komið fyrir á því. Flekarn | ir skulu vera á rennibrautum • þar sem því verður við komið. » Skipaeftirlit ríkisins skal j hafa stöðugt eftirlit með því að j fyrirmælum þessara reglna sé j framfylgt til hins ýtrasta og • má ekkert skip láta úr höfn til Útlanda nema vottorð skipa- skoðunar ríkisins sé fyrir hendi um að björgunartæki séu í lagi. fyrst nffl siofl. Matvörukaupmenn hafa ákveðið að fresta að taka fullnaðarákvörðun um af- nám lánsviðskipta til 1. febrúar næst komandi. Var þessá ákvörðun tekin vegna anna um hátíðamar óg um áramótin. Eins og kunnugt er, hafði fundur í Félagi mat- vörukaupmanna samþykkt að hætta öllum lánsviðskiptum, e£ 75 af hundraði félagsmanna væru því samþkkir. Mun nú verða leitað atkvæða um þetta fyrir 1. næsta mánaðar. Yfirlýsing frá Fé- lagi fslenzkra botn vörpnskipaeigenda FRÁ stjórn Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda hefir blaðinu borizt eftirfarandi yfirlýsing með beiðni um það, að hún fengi rúm í blaðinu: Frh. á 7. síðu. Hermenn reyna aö ræna veitingamann. En Heir lentu i staðinn hjá lögreglunni. HERMENN gerðu nýlega árás á veitingamanninn á kaffi- húsinu „Hvoli“ í Hafnarstræti. Hermaður hafði náð veski, er veitingamaðurinn hafði í tösku í skrifstofu sinni, og var all- mikið af peningum í iþví. Veitingamaðurinn reyndi að bjarga fé sínu og greip til vesk- isins, en við það fóll það í gólf- ið, og peningarnir dreifðust um gólfið. En í þessu vék annar her- maður sér að veitingamannin- um og sló hann í andlitið. Lög- reglan kom nú á vettvang og tókst 'henni að ná í sökudólgana. 80 ára verður á morgun 6. þ. m. írú Sigríður Sigurðardóttir, Njálsgötu 60 B. Yfírlýsing Vilhfálms Þór: Vfsltalan mun lækka næst nm minnst 8 stigl Það eitt lækkar útgplð rílrfs~ sjéðs sissi eina mili|ón kréna. ■■ ■ ■ ♦ VILHJÁLMUR ÞÓR atvinnumálaráðherra skýrði irá því í útvarpsræðu þeirri, sem hann flutti síðast íiðið sunnudagskvöld, að gert væri ráð fyrir því, að þær verð- lækkanir, sem ríkisstjórnin hefði þegar ákveðið og tilkynnt, myndu hafa það í för með sér, samkvæmt lauslegri áætlun, að vísitalan myndi lækka um 8 stig. Ef þessi áætlun ráðheimans stenzt, verður vísitala sú, sem reiknuð verður út í þessum mánuði, um 264 stig, því að hún er nú 272 stig. Þetta yrði stórmikil lækkun miðað við hinar sífelldtt hækkanir vísitölunnar midanfarið, og þó sérstaklega hinar stór- kostlegu hækkanir hennar síðast liðna mánuði. Kaup yrði borg- að samkvæmt hinni lækkuðu vísitölu í febrúarmánuði. alræmdu Ráðherrann skýrði einnig frá því að þessi 8 stiga lækkun vísi- tölunnar myndi hafa í för með sér 'lækkun á útgjöldum ríkis- sjóðs sem næmi einni milljón kr. í ár. Launþegar hafa mikinn áhuga fyrir því að vöruverð lækki. Kaup þeirra hefir til þessa með hækkunum á vísitöl- unni allt af hækkað eftir á, en nú, er vísitalan fer lækkandi, fer kaup þeirra lækkandi eftir á, það er vöruverðið lækkar áð- ur en kaup þeirra lækkar og er réttlæti mikið í því fólgið og i hér stefnt í ólíka átt en gert var I í fyrra með hinum ger ðardómslogum. Aðalatriðið fyrir launþegana er, eins og margoft hefir áður verið sagt hér í blaðinu, að verð lækkunin sé meira en nafnið tómt, að verðlagseftirlitið sé það fullkomið að vörurnar lækki raunverulega í útsölu eins og ákveðið er — og að al- menn verðlækkun fari fram, eins og þegar hefir verið böð- að. Það væri aðeins að falsa vísitöluna að lækka verð á vísi- töluvörum, ef það hækkaði þvf meira á öðrum vörum, sem njenn þurfa þó einnig að kaupa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.