Alþýðublaðið - 05.01.1943, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.01.1943, Blaðsíða 4
4 __ W»fPQtV»M> briSjttdagur S. janúar 1943; Útpefandl: AlþýSafleUcarlaa. Ritstjórl: Stefán Pjetnnson. Rítstjóm og afgreiösla í Ai- þýfiuhúsinu viö verfisgötu. Slmar ritetjórnar; 4ÖOá Og 4902. afgreiðsVu: 4900 Og «0«. Verð i lausasölu 40 aura. AlþýSuprentsmiSjan h.f. Verðlækkaalraar m verðlasseftirlitlð. ÞAÐ er enginn efi á því, að þær byrjunarráðstafanir sem ríkisstjórnin hefir nú gert til þess að þrýsta niður verð- laginu í landinu, hafa mælzt mjög vel fyrir hjá öllum al- menningi. Mönhum hefir lengi skilizt það, að til lítils væri að tala nm 'baráttu gegn verðbólgunni Off dýrtíðinni, ef ekki væari haf- izt handa um stöðvun verð- hækkunarskrúfunnar og eftir- farandi lækkun á því ökurverði, sem komið er á flestar nauð- synjar almennings, einkum þær innlendu. En hingað til hefir lítill vilji valdhafanna sézt í þá átt. Forráðamenn Sjálfstæð- isfloldcsins og Framsóknar- flokksins hafa í fullkomnu á- byrgðarleysi haldið áfram að sprengja upp afurðaverðið í íkapphlaupi sínu um bændafv1 g- ið. Það eina, sem þeir voru alltaf reiðubúnir til að gera undir yf- irskini baráttu gegn verðbólgu og dýrtíð, var að halda niðri kaupi launastéttanna í bæjun- um. En að sjálfsögðu létu launa stéttirnar ekki bjóða sér slíkt, þegar áfram var haldið á braut verðhækkunarinnar Stefna nýju stjórnarinnar, er að þvx er frekast verður ráðið af fyrs'tu ráðstöfunum hennar þveröfug við iþá, sem hingað til hefir verið fylgt í þessum mál- tim. Hxin hyrjar á því að reyna að lækka verðlagið. En takist jþað, þá leiðir að sjálfsögðu þar af, að kaupgjaldið, það er að segja dýrtíðaruppbótin á það, læbkar einnig, að sama sikapi og vísitala framfærslukostnaðarins Og það er sú eina lækkun kaup- gjaldsins, sem með nokkurri sanngirni er hægt að krefjast. En svo vel sem það mælist fyrir, að ríkisstjórnin skuli nú hafa hafizt handa um allveru- lega verðlækkun á nauðsynjum almennings í því skyni að vinna ibug á verðbólgunni, þá er því ekki að leyna, að ýmsir erfið- leikar geta reynzt á réttlátri og farsælli framkvæmd stefnu hennar. Þegar farið er inn á 'þá braut, eins og nú hefir verið gert, að fyrirskipa verðlækkun á nauð- synjum almennings og auglýsa hámarksverð eða hámarksálagn- ingu á allar vörur, eins og boðað er að gert muni verða, þá veltur að sjálfsögðu allt á því, að verð- lagseftirlitið reynist öruggt, iþannig, að vönxrnar séu raun- verulegar seldar við því verði, sem auglýst er, og ekki sé farið í kringum það. Því að verði vísitala framleiðslukostnaðarins byggð á hinu auglýsta, opinbera verði, en vörurnar seldar við Öðru hæira, þá væri vísitalan þar með raunverulega fölsuð og ikaupgjaldið um leið, launastétt- unum í óhag. Það er þessi hætta í sambandi við verðiækkunarpólitík nýju stjórnarinnar, sem fyrir þarf að ibyggja. Og iþað verður e'kki gert nema með 'því, að gera verðlags- eftirlitig svo öflugt, að í kring- um það sé efcki hægt að fara. Jón S. Jóosson : Áramótahuglefðing verkamanns. VIÐ ÁRAMÓTIN er hollt að líta'til baka og spyrjá eins og skáldið: Höfum við gengið til góðs götuna fram eft- ir veg? Það ár, sem nú hefir kvatt, hefir verið hagsældar ár fyrir alla launamenn, þegar miðað er við hina fjárhagslegu hlið; og það má með sanni segja, að á þessu ári hafi hver og einn get- að veitt sér og sínum þær heim- ilisþarfir, sem lifið á aknenn- an mælikvarða þarf að hafa til þess, að heilbrigði og farsæld heimilisins sé borgið á viðun- andi hátt. En þetta hefir þó aðeins get- að orðið vegna þess, að hinn langi vinnutími hefir verið fá- anlegur, og verkamaðurinn hef- ir orðið að leggja nótt með degi til þess, að hann geti staðist þær skyldur sínar við heimilið, sem honum eru á herðar lagðar og hann þráir að geta innt af hendi, sem hefir of sjaldan átt kost á að sjá þær vonir rætast. í einstaka blöðum bæjarins hefir, á hinu liðna ári, mikið verið talað um stórsigra, sem verkalýðurinn hafi unnið und- ir handleiðslu þeirra nýju manna, sem nú stjórna mörgum félögum hans. En eru nú þessir sigrar eins stórir og af er látið? Það skal að sönnu játað, að fengizt hefir á þessu ári viður- kenndur 8 stunda vinnudagur í hinum nýju samningum; en ef við miðum við þá krónuupp- hæð, sem verkamaðurinn fær fyrir hverjar 8 stundir, og ber það saman við vörumagnið, sem fæst fyrir þær, þá verður lífs- afkoma heimilisins illa tryggð og þá er þessi 8 stunda vinnu- dagur dauður bókstafur, ef mið- að er við það, hvað 8 stunda vinnudeginum er ætlað að vera og kemur því að engum notum fyrir frjálsara og heilsusam- ara líf verkamannsins. í samningunum 1940—41 voni það talin stórsvik samn- inganefndarinnar, að leggja ekki til grundvallar, aukna dýrtíð og notagildi peninga, því það væri hinn rétti mælikvarði, sem bæri að leggja grundvallar, þegar tryggja ætti lífsafkomu verkamannsins. Það skal ósagt hér, hvort þar hafi verið um svik að ræða hjá þeim mönn- um, sem fóru með samninga- umboð á árinu sem leið; en þeim virðist hafa gleymst þetta atriði, þegar þeir sátu við samningaborðið eða þeir hafa komizt að raun um, að það er hægra um að tala en í að kom- ast og þannig hefir reynslan orð ið að minnsta kosti. Þá hefir árið sem leið verið all virðburðaríkt í stjórnmála- baráttunni, þar sem fram hafa farið tvennar alþingiskosningar á árinu. Þessar kosningar veittu þó engum þingflokki einum styrk, sem (nægilegur væri til stj órnsrmyndunar, og ekki verð ur heldur hægt að segja, að ein- mitt sá þingflokkurinn, sem mest hefir vaxið að höfðatölu, hafi vaxið eins ört að þegnskap og þjóðhollustu og kjósendurn- ir höfðu gert sér vonir um; og þessvegna er nú eins ástatt um stjómarfarið og raun er á orð- in. í fyrsta skipti í sögu þessa lands höfðu kosningar farið svo, að tækifæri bauðst að mynda sterka vinstristjórn í þessu landi og verkalýðnum þar með tryggður yfirráðarétturinn á löggjafarþingi þjóðarinnar. Og þetta var þó vilji kjósenda við síðustu haustkosningar en þá vantaði þegnskap stærri þingflokks verkalýðsins, sem þó hafði lagt fram stefnuskrá x málum þeim, sem hann áleið lífsnauðsyn að leyst væru til þess að skapa verkalýð til sjáv- ar og sveita betri og heilbrigð- ari lífsafkomu en áður var, og um leið til þess að tryggja þjóð- arbúskapnum þann grundvöll, sem reyndist tryggari til fram- kvæmda á komandi árum en verið hefir. Eitt hið mikilvægasta, sem okkur hefir hlotnast á árinu sem leið, er viðurkenning Bandaríkjanna á fullveldi okk- ar. Þessi þrá að ráða okkur sjálfir, hefir verið heitasta þrá okkar í mörg ár og nú hefir hún verið uppfyllt. En þessi viðxxrkenning legg- ur okkur miklar skyldur og á- byrgð á herðar og vekur okkur til meðvitundar um það að við stöndum á tímamótum hins liðna og hins nýja komandi tíma. Og það verður á okkar valdi, að sýna það að við séum svo þroskaðir af þjóðhollustu og þegnskap, að við séum slíks trausts verðugir. Því miður hefir okkur hent það á árinu, sem leið, að nokk- uð margir þeirra fulltrúa, sem sæti eiga á löggjafarþingi þjóð- arinnar, hafa ekki viljað sýna þann þegnskap, að vera ábyrg- ir í starfi sínu og leysa vanda- mál þjóðar sinnar af þegnskap og þjóðhollustu eins og þeir þó voru kosnir til. Þessir menn hafa þvert á móti unnið að því, að við boi- um kastað frá okkur því sem við höfum lengi geymt betur en margir aðrir, en það er þir.g- ræðisleg ríkisstjórn, sem hefði sterkan meiri hluta kjósenda að baki sér og gæti því starfað á sterkum grundvelli. Einn sterk- asti þátturinn í sjálfstæðisbar- áttu okkar er einmitt það, að við höfum verið eitt elzta þing- ræðis og lýðræðisríki í heimin- um, sem sögur fara af, og við höfum á hverjum tíma átt menn, sem höfðu þá þjóðholl- ustu til að bera, að taka á sig vandamál þau sem leysa þurfti á hverjum tíma, og ekki hirt um, þótt dómar hafi oft verið harðir fyrir slík verk. En því miður virðist nú einstaka þing Það veltur sérstaklega mikið á því fyrir launastéttirnar og því er þess að vænta, að allur al- menningur verði vel á verði gegn öllum tilraunum, sem gerð ar kynnu að verða til að brjóta verðlagsákvæði hins opinbera. Það er hægt að styrkja verð- lagseftirlitið mikið með því, að hver og einn haldi verðlagsaug- lýsinguim ríkisstjómarinnar til haga og hafi þær ávallt við hendina, þegar innkaup eru gerð. Það ætti almenningur að gera; það er bæði honum í hag og þjóðarheildirmi í þeirri bar- áttu gegn Verðbólgunni og dýr- tíðinni sem nú er hafin. Ríkisstjórnin hefir sýnt: virð- ingarverða viðleitni með því að hefjast handa um verðlækkun- ina, þó að með því hafi hún að vísu ekki annað gert en það, sem fyrir löngu var búið að veita heimild í Íögum til að gera. Og allur almenningur fagnar þeirri viðleitni hennar. En ár- angurinn er þó fyrst og fremst undir því kominn, hvernig framkvæmdimiar reynast á þeim ráðstþf unum, sem ákveðnar hafa verið og ákveðnar verða. Okkur vantar krakka til að bera Alþýdablaðið tii kaupenda frá 1. Janúar við Liidargðtn, Bðnargðtn, Bergst.strætt, Berggórugðtn og Vestnrgðtn. Alltýðnblaðið. Simi 4900. Uezt að aoglýsa í AlpýðaMaðlim Ullarsokkar Siikisokkar Bómullarsokkar Skinnhanzkar9 fóðraðir Opgfa, Laugavegf 2§Ib, flokka skorta þennan þegnskap, og er það miður farið, að svo skuli vera. IJm gjörðir hinnar nýju stjórnar skal hér engu spáð. Allt eru þetta hinir mætustu menn, og má því vænta góðs af starfi þeirra og vonandi sjá þingmenn sóma sipn í því, að j styrkja þá í allri góðri viðleitni ! við lausn hinna mörgu vanda- mála, sem nú eru mest aðkall- andi fyrir land og þjóð til bjargar og blessunar. Vel sé hverri þeirri stjórn, sem af al- hug og einlægni vinnur þjóð- inni gagn á þrengingartímum. J. S. J. LÍKAN af Hallgrímskirkju hinni nýju er nú aftur til sýnis í búðarglugga við Austur- stræti. Líkan þetta og væntan- leg kirkjubygging hafa vakið allmiklar deilur. I Léttara hjali síðasta Helgafells ræðir ritstjór inn málið mjög létt og hnytti- ega. Fyrst er talað um ádeilur húsameistaranna á mannvirkið. Síðan segir: „Að sjálfsögðu verður ekkert um það fullyrt, hvort uppdráttur- inn sé gerður af slíkum andlegum vanefnum, sem þessir kunnáttu- menn vilja vera láta, og persónu- lega finnst mér kirkjulíkanið sízt verra en sams konar „modell“, sem kunnáttumenn í kökuskreyt- ingu búa til úr „marsipan". En hvað sem því líður er það auð- sætt, að forvígismenn kirkjubygg- ingarmálsins hafa tæplega gert mikla gangskör að því að leita af sér allan grun um það, að ekki féngist annar betri uppdráttur til að fara eftir. Raunar rnun nú ekki til þess hugsað að byggja nema lít- inn hluta af kirkjunni fyrst í stað, og ef að vanda lætur rmm jafnvel mega vænta þess, að þar við sitji, og er þá auðvitað mikið undir því komið, að skásti partur listaverks- ins verði fyrir valinu. En jafnvel þó svo tækist-.til, gæti það prýði- lega nægt til að gefa enn einum hluta bæjarins afkáralegan svip, og þá er ekki síður sá listamaður undarlega gerður, sem sættir sig við, að þannig sé farið með verk hans, því vitanlega er slík ráðstöf- un sambærileg við það, að mál- verk væri selt í pörtum, eða að Bandaríkin hefðu til að byrja með gefið okkur aðra löppina af Leifi heppna árið 1930, og sett hana upp á Skólavörðuhæð. — Enn mun ýmsum finnast eitthvað óhugnan- legt við þann skyndilega áhuga, sem hefir gripið menn að hefja þessa kirkjubyggingu, einmitt nú, og er þetta ekki sagt vegna þess, að ég telji ekki kristnina í landinu þess maklega, að meira sé fyrir hana gert. eÍ margur mun álíta sig hafa misskilið kenningu og líf höfundar kristinnar kirkju, ef hon um er mikil þægð í því, að þessi stórfellda bygging sé hafin sam- tímis því, að hundruð manna vant- ar þak yfir höfuðið, og ástandið er að öðru leyti þannig, að ekki verð- ur flutt til landsins svo mikið sem handfylli af steinlími án þess að fjöldi mannslífa sé lagður í ber- sýnilega lífshættu við það. Á sama hátt er það mjög vafasamt, hvort sr. Hallgrímur Pétursson mundi kæra sig um að láta bendla nafn sitt við slíka byggingu, meðan þannig er ástatt, og mér er níeira að segja nær að halda, að hann mundi afþakka þann sóma, ef hann væri hafður með í ráðum“. Greinarhöfundur talar, eins og menn sjá, í fullri meiningu, þótt hann bregði fyrir sig „létt- ara hjali“. Síðan víkur hann að ýmsu öðru hörmungar ástandi í byggingamálum höfuðstaðar- ins, og talar um „skemmdar- starfsemi í skipulagsmálum bæjarins“: Það er t. d. hreint ekki lítið, sem búið er að stríða við það að fylla upp tjörnina, af því að hún hefir um allan aldur verið höfuðprýði miðbæjarins, og líku máli gegnir um Austurvöll. Jafnvel þegar tækifæri hefir gefizt til að prýða bæinn, hefir það einatt snúizt til ófarnaðar, og er þjóðleikhiisið glöggt dæmi þess. í lítt byggðu landi, sem er meira en hundrað þúsund ferkílómetrar að stærð, varð þessu glæsilega menningar- tákni ekki fundinn annar virðu- legri staður, en í húsasundi uppi við Hverfisgötu, þar sem aldrei hefði átt að vera annað en kál- garður. Nú hefir bærinn að vísu fengið í þjónustu sína smekkvís- an og dugandi sérfræðing í skipu- lagsmálum, sem væntanlega gerir það, sem í hans valdi stendur, til að stemma stigu fyrir slíkri skemmdarstarfsemi í framtíðinni".

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.