Alþýðublaðið - 08.01.1943, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.01.1943, Blaðsíða 4
 ALÞVÐUBLAÐIÐ ÚtgeíSBÖi: AlþýSuflokborina. Bitatjórl: Stefáa, PJetorssea. Ritstjórn og afgreiðsla i Al- þýSuhúsisiu Yið verfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Z>xuifU: afgreiSsSu: 4909 og ♦90«. Verð i lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðj an h.f. og efa- hjrggja i sambamii við stríðið. ÞAÐ hefir farið eitthvað í taugarnar á ritstjórum Þjóðviljans, að Aliþýðublaðið skyldi í ritstjórnargrein um stríðið í fyrradag vára við oll- um tálvonum, sem iram haia komið nú um áramótin um það, að stríðinu myndi verða lokið hér í Eyrópu á þessu ári, og sér- etaklega virðast þeir hafa tekið Alþýðublaðinu það illa upp, að jþað skyldi ráðleggja mönnum, að taka sigurfregnunum af vetrarsókn Rússa með nokkurri varúð og vera í því sambandi minnugir 'þess, ihve ýktar svip- aðar sigurfregnir Rússa hefðu reynzt í fyrravetur. Segir Þjóð- viljinn í gær í tilefni af grein Alþýðublaðsns, að það sitji illa á ritstjóxn þess, að vera með efahyggju í sambandi við sig- urhorfur Bandamanna, því að svo bjiartsýnn blaðamaður og ritstjóri Alþýðublaðsins á þær hafi verið vandfundinn í byrjun Ófriðarins. Um þetta nagg kommúnista- hlaðsins vill Alþýðublaðið að- eáns segja, að það er að sjálf- .sögðu enginn vottur um néina Svartsýni þess á sigur Banda- tnanna í styrjöidinni, þó að það taki ekki undir þær barnalegu bollaieggingar, sem fram hafa komið í ýmsum áramótahug- leiðingum, um iþað, að sigur fjeirra sé nú á næstu grösum og að styrjöldinni muni verða iokið í ár. Alþýðublaðið hefir frá upphafi aldrei hvikað í fylgi sínu við hinn góða mál- stað Bandamanna í þessari styrj <íld og aldrei efast um, að hon- «m muni verða sigurs auðið að iokum. í þessari samfæringu sinni kann Alþýðublaðið að hafa virzt ýmsum og þá ekki hvað sízt ritstjórum Þjóðviljans, furðu 'bjartsýnt á hinum fyrstu Og erfiðustu árum ófriðarins, þegar þýzki nazisminn vann livern sigurinn eftir annan, óð yfir Evrópu eins og logi .yfir 4kur, og naut til þess bæði vin- éttu og stuðnings Sovét-Rúss- lands. Bandamenn áttu þá for- •mælendur fáa hér á Iandi á Opinberum vettvangi; vinír þýzka nazismans færðust í auk- ana við sigurfregnir Hitlers, og Þjóðviljinn dinglaði eins og mörg önnur blöð aftan í þeim. Alþýðublaðið taldi það undir slíkum kringumstæðúm því nauðsynlegra, að tala máli handamanna og halda trú sinni á lokasigur hins góða málefnis á lofti, þó að óhyrlega blési fyrir hví í 'bili úti í heimi og blaðiö sjálft mætti aðkasti fyrir það hér heima, bæði frá hinum meira eðá minna opinberú tals- mönnum þýzka nazismans, svo <xg hinum nýju hræðrum þeirra í Stalin, kommúnistunum. En síðan hefir margt gerst. Straumhvörf hafa orðið í stríð- inu. Si(,gu|rbrau(t Hitlers er á gnda, og Bandamenn búnir að bnúa. vörn upp í sókn. Hér á landi stendur Alþýðublaðið dkki lengur eitt eða svo að Gnniiar Stefánsaons Húsnæðisfrumvarp og „stór íbuðaskatturw kommúnista. HINN 4. des. s.l. las húsnæð- isráðunautur Reykjavíkur- bæjar á fundi bæjarráðs upp skýrslu um ástandið á sviði hús- næðismálanna í bænum. Blöð bæjarins birtu síðan skýrsluna: 120 fjölskyldur húsnæðislausar, þar af 40 í raun og sannleika á götunni. Eitt blaðanna þagði. Það var Morgunblaðið. Það hafði ekkert að segja um þessa hryllilegu staðreynd, ekki orð. Fréttadálkarnir hefðu þess vegna mátt vera auðir. I liðug tvö ár nú hefir ekla á húsnæði hér í bæ verið stað- reynd. Er óþarfi að rekja þann syndaferil ríkis- og bæjaryfir- Valda, það svívirðilega að- gerðaleysi og sofandahátt; það tiMinhinga- og mannúðarleysi, sem lýst hefir sér í sambandi við öll afskipti þeirra af hús- næðismálunum. Gaman væri að fylgjast með því, hvaða dóm slíkir ráðamenn fá hjá þeim j sagnariturum, er annála höfuð- staðarins munu skrifa í fram- tíðinni. Varla skapast gloría endurlausnarinnar um höfuð- bein þeirra háu valdsmanna höfuðborgar hins fullvalda ís- lenzka ríkis. Ár eftir ár, um hverja far- daga, hefir verið reynt að opna augu manna fyrir vandræðum samborgara þeirra, sem í það böl hafa ratað að vera húsvihtir. Árangurinn er auðsær. Nokkr- ir tugir bráðabirgðahúsa, sem bærinn fær ágætan arð af; ó- fullgerð bygging 48 íbúða suður á Melum, sem sagan segir að selja eigi þeim, er keypt geta; íbúðirnar að Korpúlfsstöðum og íþróttavellinum, svo og ófram-- kvæmt leigunám nokkurra sum- arbústaða, hverra íbúðarhæfni að vetrarlagi leikur á tveim tungum. Svo var hönd hjálp- ræðisins kippt burtu af kolli hinna húsnæðislausu. Sagan endurtekur sig ekki hér, að minnsta kosti ekki sagan um brauðin og fiskana. í sambandi við skýrslu hús- næðisráðunautar hófust opin- berar umræður um húsnæðis- málin yfirleitt og stóð þá auð- vitað ekki á kommúnistunum að láta ljós sitt skína. En því miður verður að álíta, að Ijósið hafi verið villuljós, eins og við vill brenna í þeim herbúðum. Með stórletruðum fyrirsögnum auglýstu þeir framkomið frum- varp“ af hálfu þriggja þing- manna flokks síns. Frumvarpið heitir: Frumvarp Jlfelaga um ráðstafanir til þes^^ tryggja ______ húsnæðislausu fólki húsnæði og um stóríbúðaskatt. Skulu hér á eftir teknir til athugunar hinir einstöku liðir frumvarpsins og það sem heild, því þótt fram- kvæmd þeirrar hugmyndar, sem frumvarpið byggist á, sé nauð- syn, þá er ekki sama hvern veg slíkt er undirbúið og útreiknað, og reynt verður að sýna fram á. að hugsunarlítið flan í þessu efni sem öðrum getur leitt út í hreinustu öfgar og ófarnað, ef ekki er tekið í taumana í tíma. Frumvarpið skiptist í tvo að- alhluta: I. Ráðstafanir til þess að tryggja húsnæðislausu fólki húsnæði og II. um stóríbúða- skatt. I fyrrihluta frv. 1. gr. segir, að bæjarstjórnum og hrepps- nefndum sé heimilt að skylda fólk, sem býr í óhæfilega stóru húsnæði, til þess að láta hluta þess af hendi til afnota fyrir húsnæðislaust fólk. — Um þessa grein er það að segja, að hún er nauðsynleg og sjálfsögð, og ætti fyrir löngu, eins og frá upphafi þessa máls var lagt til af hálfu Alþýðuflokksmanna í bæjar- stjórn, að vera orðin að Iögum. Þá kemur 2. gr., sem segir: „Nú ákveðuf bæjarstjórn eða hreppsnefnd að notfæra sér heimildina í 1. gr. hér að fram- an, og kjósa bær þá, hlutbundn- um kosningum, nejnd*) í kaup- stöðum 5 manna, en í hreppsfé- lögum 3 manna, sem fer með vald bæjarstjórna og hrepps- nefnda í þessum málum og ann- ast framkvæmdir“ o. s. frv. í ræðu og riti hafa flutnings- menn þessa frumvarps lýst af- skiptum bæjarstjórnaríhaldsins í Reykjavík af þessum málum og þá margt fram tekið, sem rétt og satt var, um úrræðaleysi og sofandahátt þess. í greinar- gerð fyrir frumvarpinu er því lýst yfir, að það sé miðað við það aðallega, að bæta úr sár- ustu neyðinni í Reykjavík. Þrátt fyrir þetta ætla þeir sér að láta bæjarstjórnaríhaldið í Reykjavík kjósa sér nefnd til að framkvæma, á sinn fljótvirka hátt, neyðarráðstafanir, sem fyrst og fremst hlytu að ganga út yfir skjólstæðinga þess'sama íhalds. Mikil er trú þín, kona! Þessi nefnd á síðan að fá fó- getavald til þess að framkvæma úrskurði sína. Mér þætti gam- an að sjá nefnd, kosna að meiri- *) Leturbr. mín. segja eitt með málstað þeirra, eins og það gerði fyrstu. ófrið- arárin' Nú vilja allir nudda sér upp við þá, þar á meðal einnig Þjóðviljinn, síðan Sovét-Rúss- land lenti í styrjöldinni og Stal- in gerðist bandamaður hinna marglöstuðu forystumanna lýð- ræSisþjóðanna. Nú gerist þess þar af leiðandi engin þörf að brýna mienn til trúar og trausts á sigux, bandamanna í styrjöld- inni. Hann er þegar hafinn yfir allan efa, jafnvel þeirra, sem vissastir voru um það á tíma- bili, að band'smonn myndu bíða ósigur. Og Alþýðublaðið telur sig þess því vel um komið, með tilliti til sinnar alkunnu afstöðu til áfriðarins, að vara nú á sama •hátt við öllum barnalegum tál- vonum um bráðan sigur Banda- m.anna, sigur jafnveí eftir ör- fáa mánuði, eins og það barð- ‘ ist móti öllum hrákspám um ósigur þeirra fyrir rúmum tveimur árum ,þegar horfurn- ar voru ískyggilegastar, og bæði nazistar og lyommúnistar fögnuðu yfir erfiðlþi'kum þeirra, Enginn hugsandi maður. miun misskilja slíka afstöðu Alþýðu- blaðsins og enginn heiðarlegur leyfa sér, að reyna að tortryggja hana. Að síðustu skal svo Þjóðvilj- inn aðeins minntur á þ§ð, að það situr sízt allra á honum, að bregða öðrum blöðum um sinnaskifti eða stefnuleysi í sambandi við styrjöldina. Því að e'kkert blað hefir gert sig eins . auðyirðilegt og hlægilegt fyrir’ hringl sitt og ofaníát á flestu því, sem það hefir sagt um stríðið og ófriðaraðilana á hinum ýmsu stigum þess-, eins og einmitt Þjóðviljinn; Hann ætti að sjá sóma sinn í því, að fara sem gætilegustum orðum o-jj hcjgViærustum um afstöðu annarra blaða til ófriðarins. hluta af bæjarstjórninni. í Reykjavík, bera út úr svona Föstudagur 8. janóar helmingnum af íbúðum borgár- stjórans, forseta bæjarstjómax og annarra málsmetandi manna á skútunni þeirri, ef þeir kynnu að reynast hafa það mikið hú»* næði, að heimilt væri, hvað mér er ókunnugt um, enda nefmt sem dæmi. I þriðju gr. frv. kemur hinn makalausi útreikningur á stær® þess húsnæðis, sem fólk má hafa, án þess að eiga á hættu að af því sé tekið. Er hann svo>- hljóðandi: Einhleypur maður yfir 16 ára allt að ................ 20 ferm. Hjón (barnlaus) allt áð ............................. 30 ferrnu Hjón með 1 barn innan 1 6ára allt að................ 35 ferna. Hjón með 2 börn innan 16 ára állt að................ 45 ferm. Hjón með 3 börn innan 16 ára allt að ............... 50 ferm. Hjón með 4 börn innan 16 ára allt að................ 55 fernou Hjón með 5 börn innan 16 ára allt að................ 60 ferm. Hjón með 6 börn innan 16 ára allt að................ 65 ferm, í gólfflatarmáli eru aðeins talin íbúðarherbergi. Þegar í stað rekur maður augun í þá reginhugsanavillu, að miða þetta við gólfflatarmál íbúðarhúsnæðis aðeins, en taka ekkert tillit til fjölda herbergja. Það hefir verið viðtekin regla hér í bæ, að ekki mætti íbúð minni vera, svo í henni gæti fjölskylda lifað þolanlegu lífi, en 2 herbergi og eldhús. Margir, allt of margir, hafa orðið að láta sér nægja miklu minna hús- næði. Þrátt fyrir það er ekki sagt, að vandræðin séu svo al- menn, að til þess þurfi að koma að miða við minnstu finnanlegu tilfellin, eða færa húsnæðis- notkunina niður í eitthvað ör- lítið lágmark, en það er gert þarna. Því heita má, að sé farið eftir ofanskráðum mælikvarða, þá mætti taka af íbúðum hverr- ar einustu miðlungsfjölskyldu í bænum og ráðstafa. Er þetta að sjálfsögðu þegar útilokað, ef herbergjaskipun er ekki þann veg háttað, að hægt sé að taka herbergi, eitt eða fleiri, „úr sambandi“, ef svo mætti segja„ við aðalíbúðina. Eftir þessum skala er því ófært að fara, nems. í þeim tilfellum, þar sem her- bergin eru þetta allra minnst 3, 4 eða 5 talsins, auk eldhúss. Því þá að setja slíkan barnaskap fram í frumvarpsformi? Vitað er, að óframkvæmanleg lög hafa alltaf hættur í för með sér fyrir aðra löggjöf, svo og dóms- vörzluna í landinu. Ég vil leyfa mér að nefna ör- fá dæmi, þar sem ég þekki til. Kunningi minn, giftur og á eitt barn, tók á síðastliðnu hausti á leigu íbúð, 3 herbergi og eldhús, um 70 ferm. að stærð, en leigan er frá gamalli tíð 125 kr. á mánuði. 1 þessum 70 ferm. er meðtalið eldhús, en það hlýtur, samkv. venjulegri merkingu orðanna: íbúð, fbúð- arhúsnæði, íbúðarherbergí (fléiri saman), að reiknast með„ Frh. á 6. síðu. HELDUR lítið hefir verið rætt um vinstri stjórn upp á síðkastið, enda allt í óvissu um það mál. Svo er að sjá á Tímanum og Þjóðviljanum, að ekki blási byrlega fyrir sam- lyndið milli Framsóknarmanna og kommúnista. Tíminn segir: ,,t>að vekur slæmar grunsemd- ir, að síðan viðræður um mynd n vinstri stjórnar hófust, hefir aðal- blað sósíalista oft veizt að Jónasi Jónssyni og fleiri Framóknarmönn um, talið þá varga í véum þjóð- félagsins, líkt þeim við Darlan og þar fram eftir götunum. Slíkar árásir hljóta vitanlega að leiða til gagnsóknar og geta. |:ví ekki orðið' til annars en að gera sambúð flokkanna stirðari og spilla fyrir því, að samkomulag náist. Það er engan veginn ólíkleg til- gáta, að tilraunir Þjóðviljans til þess að stimpla vissa Framsókna’ menn andvíga vinstri samvinnu, séu af þeim toga spunnar, að inn an Sósíalistaflokksins séu allmarg- ir menn andvígir slíkri samvinnu og eigi þannig að draga athyglina frá þeim. En þetta tekst ekki. Þeir samn- ingar, sem nú standa yfir, m.mu leiða í ljós, hvort Sósíalistaflokk- urinn meinar það. alvarlega, þagar hann þykist vilja vinna að umbóí- um með öðrum flokkum, eða hvorf það er yfirskyn eitt, sem á að draga athygli frá þeim sambönd- um, sem hafa legið milli hans og Moskva“. . Nú er Þjóðviljinn hinn ham- rammasti og lætur skammirnar dynja á Sjálfstæðisflokknum og; Alþýðuflokknum fyrir að hafa komið í .veg fyrir myndun inn- anþingsstj órnar! Þessir vondu flokkar fordjörfuðu þá „eðli- j legu leið“, sem hinn hjarta- hreini Sósíalistaflokkur vildi. fara til að bjarga heiðri þings- ins okkar! Þjóðviljinn segir: „Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurirm vildu þá ekki fara þá eðlilegu leið, sem Sósíalista- flokkurinn lagði til, heldur vildi þessi meirihluti þingsins knýja íram einskonar uppgjöf þingsins við' stjórnarmynduri' og gerði það og skammar svo og svívirðir þing- ið fyrir vesaldóm, en eru þó sjálf- ir meirihluti þingsins! Slíkur skollaieikur er hverjum manni auðsær“. Þeir kunna að koma orðum að því, sem þeir vilja segja, Þjóðviljapiltarnir! Og mikill væri þeirra frami, ef stað- reyndaskrattarnir væru ekki alltaf að þvælast fyrir þeim. Þar segja nefnilega svo oft allt annað. Kommúnistar háfa aldrei viljað taka þátt í neinní stjórn og þessvegna r.pilltu þeir fyrir því, að innanþingsstjórn kæm- ist á, og þessvegna, var þeim afar illa við tilraun Haralds Guðmundssonar til myndunar vinstri stjórnar innan þings. Og hver var svo „eðlilega leiðin“ kommanna? Engin önnur en sú, Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.