Alþýðublaðið - 13.01.1943, Blaðsíða 2
Kona stérslas-
ast í bílsiysi.
Opið beiobrot á báðnm fót-
im og höfuðkápan brotin.
LVARLEGT UMFERÐA
SLYS varð í gærkveldi
iani á Laugavegi. Varð mið-
aldra kona þar fyrir erlendri
bifreið og slasaðist mikið.
Slysig vildi <til um klukkaJi
sex í gærkveldi. Ætlaði konan
að ganga yfir götuna móts við
Laugaveg 163, en varð fyrir
erlendri herbifreið.
Var hún iþegár í stað flutt á
Landsspítalann og meiðsli henn-
ar rannsökuð. Kom 1 ljós við
rannsóknina, að hún hafði fót-
forotnað á 'báðum fótum og voru
það opin beinbrot. Ennfremur
mun höfuðkúpan hafa brotnað.
Konan heitir María Ólafs-
dóttir, á heima í Samtúni 28
og er f jörtíu og fimm ára gömul
...nóviiv^. ýanuuí.' i
á meginlandinn
Samtök og fjársöfnun hér heima til þess að
styrkja þjóðræknis- og menningarstarf þeirra.
G|o£ gamalla Garðsstildenta taér
tii nainningar nm 50 ára afmæli
ísl. stddentafélagsins í Kbðfn.
I
Baejarráð
samþykkti á fundi sínum ný-
Lega að setja Karl Friðriksson verk
stjóra hjá vegamálastjóra í aðal-
verkstjórrstarf bæjarins. Þá hefir
Bæjarráð einnig ráðið verkstjóra
hjá garðyrkjuráðunaut bæjarins.
SLENZKIR STÚDENTAR í Kaupmannahöfn eru nú
sem stendur útverðir íslenzkrar menningar á megin-
landi Evrópu. Þeim er þetta sjálfum ljóst og vilja af ein-
hug og áhuga gegna þessu hlutverki sínu sem allra bezt.
Þeir hafa, til þess ‘að géta gegnt þessu hlutverki sínu enn
betur, stofnað rit, sem á að koma út fjórum sinnum á ári,
og er það sent öllum ísiendingum, sem hægt er að ná til á
meginlandi Evrópu, án tillits til þess, hvort þeir geta greitt
það eða ekki. Heitir ritið „Frón“ og eru ritstjórar þess Jón
Helgason og Jakob Benediktsson.
Auk þess hfa íslenzkir stúdentar, en þeir munu nú vera um
100 að tölu, haldið uppi í vetur ýmiskonar annarri menningarstarf-
semi meðal íslendinga í KáUpmannahöfn.
En þá skortir fé til starísemi sinnar. Þeir hafa leitað til ríkis-
stjórnarinnar og hán hefir veitt þeim svolítinn styrk.
KiiikágHartilraiBir
viwekenda í SandoefW.
—.. ♦
ABpýöifisasntaisiidid skersf í lelklnn
LAUNADEILA er hafin
milli verkafólks í Verka
lýðs- og Sjómannafélagi
Gerða- og Miðneshrepps og
atvinnurekenda þar.
Málið var komið á það stig í
gærmorgun ,að Alþýðusamband
ið ákvað að taka málið í sínar
hendur fyrir hönd verkalýðs-
félagsins og verða atvinnurek-
endur þeir, sem hér um ræðir
að snúa sér til þess til lausnar
á deilunni.
Síðastliðinn 2 ár hafa at-
vinnurekendur í Sandgerði
ekki fengizt til að gera samn-
inga við verkamenn, þrátt fyr-
ir ítrekaðar tilraunir hinna síð-
arnefndu.
í október í haust setti verka-
lýðs- og sjómannafélagið taxta,
sem hljóðaði upp á sama kaup
og gilti í Keflavík og víðar. At-
vinnurekendur mótmæltu þess
um taxta — og það litla, sem
unnið hefir verið síðan á þeirra
vegum hafa þeir greitt kaup
fyrir samkvæmt eigin ákvörð-
unum.
4. þ. m. barst stjórn verka-
lýðs- og sjómannafélagsins bréf
frá atvinnurekendum, þar sem
þeir tilkynntu félagsstjórninni
hvort þeir hefðu ákveðið að
greiða við hraðfrystihúsið og
aðra vinnu, sem þeir létu vinna
á vertíðinni.
Verkalýðsfélagið svaraði um
hæl, mótmælti þessu ósvífna
valdboði og tilkynnti að Verka-.
lýðsfélagið myndi líta svo á, að
ef atvinnurekendur .létu hefja
vinnu á mánudag, hefðu þeir
þar með viðurkennt taxta fé-
lagsins.
Þessu mótmæltu atvinnurek
eridur og svöruðu, að þeir litu
sVo á, að ef verkamenn mættu
til vinnu, hefðu þeir viðurkennt
ákvarðanir atvinnurekenda.
Taxti sá, sem atvinnurek-
endur hafa sett er langt fyrir
neðan taxta verkalýðs- og sjó-
mannafélagsins og kaup-
greiðslur annars staðar.
1 gær ákvað svo Alþýðu-
sambandið að taka málið í sín-
ar hendur og tilkynnti það
báðum aðilum bréflega.
Atvinnurekendurnir, sem hér
eiga hlut að máli, eru þessir:
Hf. Miðnes, Garðar hf. og
Hraðfrystihús Gerðabátanna
h.f.
Stjóruio biðar uoi 15
milljónir til dýrtíðar-
ráðstafana.
P JÁRHAGSNEFND neðri
deildar flytur frumvarp,
samkvæmt beiðni ríkisstjórnar-
innar, um að heimilað verði að
verja af tekjum ríkissjóðs
áranna 1941, 1942 og 1943 5
milljónum króna af tekjum
hvers árs. En í dýrtíðarlögun-
um frá 1941 voru heimilaðar 5
millj. króna í þessu skyni.
Einstakir fjárhagsnefndar-
menn áskilja sér óbundið at-
kvæði um efni þess.
í greinargerðinni segir:
„Heimild sú, sem ríkisstjórn-
inni var veitt í 3. gr. laga nr.
; 98/1941 til að fella niður að-
flutningsgjöld af kornvörum,
lækka tolla af sykri og hækka
,um helming tolla af áfengi og
tóbaki, er niður fallin frá síð-
ustu árámótum. Þar sem táð
heimild var notuð á síðastliðnu
ári að því er snertir aðflutn-
: ingsgjöld á kornvörum og
sykri, en innheimta þessara
! gjalda ‘ samkvæmt tollskránni
Frh. á 7. síðu.
Ankaippbótð styrki
til skálda, lista-
lawii, visiada-
nanaa og rithðf-
nnda.
Þmgntenn úr öllum flohk-
nm flytja pingsályktimar-
tillögu.
21. þessa mánaðar á Hið ís-
lenzka stúdentafálag í Kaup-
mannahöfn hálfrar aldar af-
mæli. Af því tilefni hafa Hafn-
arstúdentar hér ákveðið að efna
til hófs þann dag. En í sambandi
vig þetta afmiæli vilja Hafnar-
stúdentar hér geta minnzt
menníngarstarfs þeirra ís-
lenzkra stúdenta ,sem nú dvelja
í Kaupmanriahöfn, og efna því
til almennra samskota. Verður
sú fjárhæð, sem fæst þannig,
afihent stúdentafélaginu í
Kaupmannahöfn og skal verja
henni til stuðnings menningar-
starfs þess. Er þess. vænzt að
sem allra filestir íslendingar
taki iþátt í þessum samskotuanj.
Þá hafa þeir íslenzkir stúd-
entar, sem nutu Garðvistar
(fyrir 1919, en þeir munu era
um 150 að tölu) ákveðið að
minnast afmælisins og þess
stuðnings, sem þeim var að
Garðvistinni, með því að gefa,
sem svarar, einu herbérgi í hin-
um nýja stúdentagarði hér með
því skilyrði, að það skuli standa
til boða dönskum stúdentum,
sem kynnu að nema hér við
Háskólann.
Þetta var aðalinntakið í upp-
lýsingum, sem blöðin fengu
hjá forstöðunefnd _ afmælis-
hófsins í gærkveldi. í nefndinni
eiga isæti dr. Björn Þórðarson
forsætisráðherra, Guðmundur
Guðmundss., Klemens Tryggva-
son, Jón Sigurðsson, Magnús
Gíslason, Einar Ól. Sveinsson
og Björn K. Þórólfsson. En á
fundinum, sem nefndin hélt í
igær með blaðamönnum voru
einnig mættir Lúðvík Guð-
mundsson skólastjóri og Skúli
Skúlason ritstjóri, en þeir
starfa með nefndinni að sam-
skotúnum. Eru samskot Garð-
stúde-nta þó einkamál þeirra.
Ennfremur afhenti nef ndin
blöðunum eftirfarandi upplýs-
ingar um starf stúdentafélags-
ins í Kaupmannahöfn upp á
síðkastið, en þær upplýsingar
eru kaflar úr bréfi stjórnar fé-
lagsins til ríkisstjórnarinnar
nýlega:
„Iiaustið 1941 veitti ríkis-
stjórn íslands Félagi ísl. stúd-
enta í Kaupmannahöfn 1000 kr.
danska styfk til að auka starf-
semi félagsins. Styrkur bessi
kom sér mjög vel, því að bæði
höfðu tekjulindir félagsins rýrn I
(Frh. á 6. síðu.) |
v INGMENN úr öllum flokk-
I ^ um flytja á alþingi tillögu
til þingsályktunar um að greiða
skuli 25—30% aukauppbót á
styrk (Ttnenntamálaráðs til
skálda, listamanna, rithöfunda
og vísindmanna, eins og ákveð-
ið var að greiða á laun embættis
manna og annarra starfsmanna
ríkisins þegar síðastliðið sumar.
I greinargerðinni segir:
„Árið 1939 fól alþingi mennta
málaráði íslands að annast út-
hlutun fjár, sem veitt var í fjár
lögum fyrir árið 1940 til skálda,
vísindamanna og listamanna,
og hefir sú skipan haldizt síðan.
Með þingályktun frá 28 ágúst
1942 er ákveðið, að greiða skuli
25—30% aukauppbót á laun
embættismanna og annarra
starfsmanna ríkisins. Munu þær
uppbætur hafa verið látnar ná
einnig til fjárveitinga sam-
kvæmt 18. gr. fjárlaga. Nú er
máli þannig háttað, að fjárveit-
ingar til rithöfunda og lista-
Frh. á 7. síðu.
skiptarðð farii til
3. nraræða.
LaDdsbankinn og Ötvegsbanfe-
inn Yd jafnan rétt til gjalð-
eyrisverzlnnar.
EFNDARÁLIT er ,uú
komið fram frá fjár-
hagsnefnd Nd. um frumvarp
ríkisstjórnarinnar um við-
skiptaráð. Leggur nefndin til
að frv. verði samþykkt, em
þó með nokkrum breyting-
um.
Veigamesta breytingin er nm
gjaldeyrisverzlunina. Nefndin
leggur til, að báðir bankarnir
fái jafnan rétt til að verzya me®
erlendan gjaldeyri.
Er þessi breyting orðuð svo í
nefndarálitinu:
Engan erlendan gjaldeyri má
láta af hendi án leyfis við-
skiptaráðs, nema séu greiðslur
vegna ríkissjóðs og banka eða
vextir og afborganir bæjar- og
sveitarfélaga. Landsbanki ís-
lands og Útvegsbanki Islands
h.f. hafa einir kauprétt á erlend
um gjaldeyri.
Þeim gjaldeyri, sem bank-
arnir kahpa, skal skipt millí
Landsbanka íslands og Útvegs-
banka Íslands h.f., þannig að
hinn síðarnefndi fái einn þriðja
hluta alls gjaldeyris, ef hann
óskar, fyrir innkaupsverð, hlut-
fallslega af hverri mynt, sem
keypt er á mánuði hverjum, —
Hlutfalli því, sem hvor banki
fær, getur ráðherra breytt, ef
báðir bankarnir samþykkja.
Enginn hefir rétt til að selja
erlendan gjaldeyri nema Lands
banki Islands og Útvegsbanki
Islands h.f. Þá er póststjórninni
heimil slík verzlun innan þeirra
takmarka, sem ráðherra setur.
Með reglugerð er heimilt að
setja þau ákvæði, er þurfa þyk-
ir, til að tryggja það, að ísl. af-
urðir og aðrar vörur, sem flutt-
ar eru til útlanda, verði greidd
ar með erlendum gjaldeyri, er
Frh. á 7. síðu.
Áframhaldand! slys af
vðldnm steinolinnnar.
Sprenging í miðstöð sjúkrasamlagsins
og brtioaslys á Akranesi.
Þ
AÐ VIRÐIST ÆTLA að ganga erfiðlega að kenna fólki
varfærni með steinolíu. Slys halda áfram að koma
fyrir, jafnvel þó að öll blöð og útvarp hafi hvað eftir annað
undanfarið brýnt fyrir fólki að fara varlega með alíuna.
Síðastliðinn föstudagsmorgun þegar kyndingarmaðurinn 4.
húsi Sjúkrasamlagsins við Tryggvagötu ætlaði að fara að kveikja
upp í miðstöð hússins, en í þvi er olíukyndingarmiðstöð, varð
sprenging í miðstöðinni og maðurinn meiddist.
Hefir S. R. nú neyðzt til að
tilkynna, að ekki sé hægt að
að hafa skrifistofuna opna nema
kl. 1—4 daglega. Er verið að
athuga ihvort ekki sé hægt að
taka upp kolakyndingu.
Síðastliðinn lauigardag ætlaði
máður nokkur á Akranesi að
lífp'a e'ld m '>ð ,hvi að skvetta á
hann steinolíu. Samsttmdis
blossaði eldurmn upp í véiinni
og kviknaði ,í fötum mannsins.
Maðlurinn þauj imjeð llog'andi
klæðiií niður í kjallara hússins,
en þar vissi. hann af vatni og
tókst honum að slökkva eldinn
í fötum sínum.
í þessuim sömu sviium bar
þarna að annan riiann, sem kall
aði á lækni, sem bjó um sár
mannsins, en hann hafði
brennzt allmikið. Eru sár hans
þó ekki talin lífshættulegu.
Alþýðublaðið vill enn einu
sinni hvetja fólk að gæta hinn-
ar ítrustu varfærni i meðferð
steinolíunnar. Það má aldrei, og
hefir aldrei mátt skvetta olíu
i eld og nú virðist af hinum tíðu
olíubrunaslysum sem olían sé á .
einhvern hátt eldfimari og fram
leiði meira gas en sú olía, sem
við höfum átt að venjast, Þessa
dagana er kappsamlega unnið
að því í Atvinnudeild Háskól-
ans að rannsaka steinolíuna-
Slík rannsókn er af ýmsum á-
stæðum eirfið. Niðurstöður
rannsóknarinnar munu verða
Frb. á 7. síðu.