Alþýðublaðið - 13.01.1943, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.01.1943, Blaðsíða 3
lHSvikudagur 13. janúar 1943, ALÞYÐUBLAÐID s mtíi a sem varði skipalest- iia til Rðsslands nm ðramðtin beiðraðnr. CAPTAIN Cherbrook brezki sjóliðsforinginn, sem stjórn aði tundurspilíunum, sem fylgdu skipalestinni, sem þýzka flotadeildin réðist á um áramót- ín norður af Noregi hefir verið sæmdir Victory-krossinum fyrir betjuskap og stjórnsemi í starfi sínu. Eins og kunnugt er tókst forezku tundurspillunum að hindra það að hin þýzka flota- deild, sem var sénd til höfuðs henni, kæmi nokkru sinni í færi við hana. Hrundu þeir 4 árósum sem hún gerði og komu skipa- lestinini heilli á húfi til hafnar í Norður-Rússlandi. I sjórorrustunni særðist cap- tein Cherbrook illa í andlitinu og er búizt við, að hann missi annað augað en þrátt fyrir sár sín stjórnaði hann skipum sín- um í sjóorrustunni svo lengi, sem hann gat staðið uppi. Eftir að hann varð að hverfa af stjórnpallinum fylgdist hann með gangi bardaganna í gegn- nm undirmenn sína. * Rússaeskn hersveltlrnar, sem sækja með Járnhraut innl til Svartahalsins eru komnari skotf ær i við Salsk Burma: Harðlr bardagar norðnr af Abyab AIiÐíít bardagar eru nú háðir á milli hersveita Bandamanna sem sækja eftir strandlengunni í áttina til Aby- ab og japanskra hersveita. Orrustur þessar eru háðar um 60 km. norður af Akyab og verjast Japanir af mikilli harð- neskju. Flugvélar gera stöðugar loftárásir á stöðvar og her Jap- ana. Þjóðverjar heimta hergögn og ullar* teppi af Dönum. FORINGI nazistahersins í Danmörku,, herforinginn Hermann Von Hanneken skip- aði nýlega danska hernum að láta af hendi til þýzku austur- vígstöðvanna öll þau ullarteppi sem þeir sjálfir þyrftu ekki að nota, tilkynnti fréttaritari New York Times í Stokkhólmi. Von Hannekan tilkynnti einn ig dönsku stjórninni „að það myndi haf góð áhrif á Þjóðverja ef danski herinn gæfi Þýzka- landi allan þann útbúnaíð sem þeir ekki þörfnuðust, þar á með ai mörg þúsund riffia og 3000 hesta“. Von Hannekan herfor- ingi sagði, „að Þjóðverjar neyddust til að reikna með öll- um þeim varabirgðum sem væri í þeim löndum sem þeir hefðu umráð yfir“. Fyrsta svar dönsku stjórnar- innar var að slík framkvæmd væri gagnstæð heiðri Dana og fullveldi. LONDON í gærkveldi. FRÉTTir frá Rússlandi herma ,að Kákasusher Rússt haldi áfram sókn sinni eftir töku hinna þýðingarmiklu borga í Kákasus, sem skýrt var frá í fréttum í gær. Hersveitir Rússa á þessum vígstöðvum sækja fram á um 100 km. breiðri víglínu. Þjóðverpar höfðu komið sér upp öflugum varnavirkjum við Kumafljót en í öflugri árás, sem Rússar gerðu í dagrenningu tókst þeim að brjóta allar varn- ir Þjóðverja á bak aftur og eru hersveitir Þjóðverja á und- anhaldi til Armpvir og Vorosilovsk en þar er talið að þeir hafi öflugar varnarstöðvar. Hersveitir Rússa, sem á sínum tíma tóku Kotelnikovo og Simoviki og sækja fram með járnbrautinni til Svarta- hafsins eu nú sagðar vera komnar í skotfaeri við Salsk hina þýðingarmiklu járnbrautarborg, sem talið er að Káka- susher Þjóðverja verði, að hörfa um. Þjóðverjar hafa gert þarna á- kaft gangaáhlaup segja Rússar. Sendu þeir fram 100 skriðdreka í einu 'og eyðilögðu Rússar 17 þeirra og létu þá Þjóðverjar undan síga. ‘ Þá skýra Rússar frá því, að afstaða hinns innikróaða 6. hers Þjóðverja við Stalingrd versni stöðugt. Segjast Rússar halda pppi stöðugum árásum á hann og bíði hann mikið afhroð óg auk þess hafi hann orðið mat- væli af mjög skornum skammti. Á miðvígstöðvunum segjast Rússar hafa hrundið hörðum gagnáhlaupúm Þjóðverja suð- vestur af Velikie Luki. Fréttaritari einn í Moskva hefir gefið nokkra lýsignu á síð- ustu framsónk Rússa í Kákasus. Segir hann, að þegar Rússar hafi rofið varnir Þjóðverja vip Kumafljót og brotizt inn á Kubansléttuna hafi þeir notað bæði skriðdrekasveitir, stór- skotalið, fótgöngulið og einnig r idd arahers veitir Kósakka. Auk þess stunddi öflugur flug- her þessar hersveitir. Rússum hafi tekizt, að leyna sumar her- sveitir sínár fyrir Þjóðverjum og hafi þær getað komizt á hlið við þá. Fréttaritarinn segir ennfrem- ur, að Rússar muni nú hafa sótt um 20 km. inn á hina frjósömu Kubansléttu 'kÖg noti þeir Kósakka hersveitir til þess að reka flótta Þjóðverja þarna sem er mjög hraður, því að þarna er erfitt að verjast en hersveitir Kósakka geysa svo hratt fram að þeir komst fram fyrir marg- ar hersveitir JÞjóðverja og bíða Þjóðverjar þarna mikið mann- tjón. ^ Þá vekur þessi fréttaritari at- hygli á því, að með þessari fram sókn sinni stofni Rússar her Þjóðverja í Maikop (þar eru LONDON, í gærkv. DÚ.LTON birgðamálaráðherra Breta, sagði í ræðu í dag, að brezka þjóðin yrði á þessu ári að neita sér um marga þá h’uti, sem hún hafi ekki þurft áður og þessu gæti haldið áfram þar tA nokkuð eftir stríðið, þeg- ar farið yrði að byggja upp á grundvelli nýrra hugsjóna. Jaranir höfðu 300 flugvélar til váwidar skipalest þeirri, sem þeir komu til Lae á Nýju Guineu og af þeim skutu Banda J»menn 140 niður eða löskuðu mikið. olíulindirnar sem Þjóðverjar hafa náð af Rússum) í mikla hættu. Stanley sendiherra Banda- ríkjanna í Moskva er nú kom- inn þangað eftir þriggja mán- aðardvöl í Bandaríkjunum. Stanley mun bráðlega ræða við ýmsa embættismenn sóvét- stjórnarinnar. Litvinoff þakkar Bandamonnum að* stoðina við Kússa. LONDON í gærkvöldi. 'jl/I’AXIM Litvinoff sendiherra ■■■ Rússa í Washington hefir talað(<í útvarp í Bandaríkjunum, þar sem hann þakkaði Bretum og Bandaríkjamönnum fyrir þá miklu aðstoð, sem þeir hafi veitt Rússlandi í styrjöldinni. Litvinoff sagði, að hergagna- og matvælasendingar Banda- manna til Rússl. hafi átt sinn mikla þátt í því að gera Rúss- um mögulegt að hefja sókn nú í vetur. Bók Vilhjálms Stefáns- sonar nm Grænland fær flóða blaðadóma. New York. „Grænland“, hin nýja hók Vilhjálms Stejánssonar fær góða dóma hjó bókagagnrýnend um. Gagnrýnandi New York Tim- es segir að „Grænland“ sé hríf- andi bók eftir sérstaklega ágæt- an heimildarmenn á málum þeim sem viðkoma heimskaut- inu og löndum í Ameríku og Evrópu, sem liggja að því. Tim- es segir einnig, að Vilhjálmur Stefánsson hafi skrifað „hina áhrifamiklu og hetjulegu sögu um Grænland af kunnáttu, sam vizkusemi og lífsfjöri.“ í ritdómi New York Herald Tribune e rsagt að Vilhjálmur Stefánsson færi fram sannanir á því að Grænland sé ekki að- eins frjósamt, heldur sé það einnig þýðingarmikið á þessari flugqld. 1 i S Fundur í hermálanefnd U.S.A \ V ^ Myndirnar hér að ofan eru föá fundi í hermálanefnd Banda- j S ríkjanna, þegar rætt var um að lækka herskyldualdurinn ^ Bandaríkjunum úr 20 árum niður í 18 ár. Á efri myndinni sést^ S Stimson, hermálaráðherra, en á neðri myndinni þeir . Mar- V ^shall, yfirhershöfðingi, og þingmaðurinn, James Wadsworth. ^ ■•^•^•^•^'•^•^•^■•*r> Franskar hersveltir i Túnis »0 Libp vinna sigra. LONDON í gærkveldi. HELZTIJ fregnir frá Afríku eru um sigra franskra her- sveita bæði í Suður-Tunis og Libyueyðimörkinni suð- ur af Tripolis. ^ Hersveitir stríðandi Frakkaýsem hafa sótt fram um nær 2000 km. frá Tsad-nýlendunni hafa tekið Mursuch, sem er höfuðborgin í Fezzan og mikla hergagnabirgðastöð möndul- veldanna 150 km norðar. Á þeim slóðum hefir önnur frönsk hersveit hrakið vélasveit möndulveldanna á flótta. Frakkar hafa komist yfir nokkuð herfang og sækja en stöðugt fram. Þá unnu franskar hersveitir,*, sem studdar voru brezku flug- liði sigur yfir möndulhersveit- um við Karouan og tóku 170 fanga. Aðrar franskr hersveitir hafa tekið þýðingarmikla hæð við dal einn um 40 km. suðvest- ur af Point de Fahs, þar sem möndulhersveitir höfðu komið sér upp stöðvum. Frakkar hafa nú komið fyrir fallbyssum á hæðinni og geta skotið á stöðv- ar möndulherjanna í dalnum og er falið, aö þær eigi ekki und ankomu auðið. Aðrar fréttir frá Afríku eru um loftárásir, sem flugveiar Bandamanna haf gert á sam- gönguleiðir Rommels á milli Tripolis og Misurata og eins á ýmsa staði í Tunis. Voru árás- irnar gerðar af flugvélum Bandamanna, sem hafa bæki- stöðvar bæði við austarí og vest- anvert MiðjarðarhaS. Handtökur í! Algíer. TJ* RÉTTIR frá Algier seint •*■ í gærkvöldi herma aS yfir völdin í Algiers hafi látiS fara fram nokkrar handtökur í sam- bandi viS morSiS á Darlan flota foringja. ÞaS er tekiS fram í sambandi viS þessa frétt, aS hér sé alls ekki um neirar pólitískar hand- töfeur aS ræða heldur hafi þess- ir menn ,sem handteknir hafa verið, staðið í beinu samhandi við morðig á Ðarlan. Brezkar flugvélar gerðu 6 á- rás sína á Ruhr-héruð á 9 dög- um. Var miklu sprengjumagni varpað niður. Aðeins ein flug- vél Breta kom ekki aftur Wéim úr leiðangrinum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.