Alþýðublaðið - 13.01.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.01.1943, Blaðsíða 6
* ■- " .._________________________ALÞVDtlBLAÐIÐ MiSvikudagui- 13. janúar 1943. • • á'hinni löngu ferð sinni um lönd Bandamanna í Evrópu og Asíu í haust, var þessi mynd tekin af honum og Stalin, hin- um rússneska einræðisherra. tslenzkir stúdentar i Khöfn HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. haust — og varð okkur til svo mikils sóma. Bað hann því skilað til mín, að beztu upplýsingarnar um ástandið hér fengjust í pistlum mínum. MÉR ER ÞAÐ sönn ánægja að heyra þeíta cg vona ég að sem flest blöð af Alþýðublaðinu berist þessum íslenzku útlögum og að þeir geti satt forvitni sína um okk- ur hér heima og ástandið allt með því að lesa pistla mína. Get ég þessa alls til þess að hinir mörgu bréfritarar mínir fái að sjá hvaða þýðingu bréf þeirra hafa — einnig meðal landa, sem dvelja erlendis. OFT HEFIR Rafmagnsveitan fengið skammir fyrir eftirlitsleysi með ljóskerunum í bænum. Ég tal- aði við mann, sem sér um þetta að nokkru. Hann sagði: „Það er v<œ að fólki gremjist það, þegar ekB logar á ijóskerunum og heilir götu- kaflar eru myrkvaðir. En við vinn- um stöðugt að þessu.“ „SKEMMDARVARGAR eru ó- trúlega margir í bænum. Það er næstum því svo, að við þurfum að vera á stöðugu ferðalagi. Það er eins og einhverjir elti okkur og brjtói „perur“ og „kúffla“ jafnóð- um og við setjum þetta upp. Við teljum að hér séu aðallega smá- strákar að verki. Þeir leika sér að því að brjóta ljóskerin. Við álítum að nauðsynlegt sé að almenningur viti, að hin mörgu myrkvuðu Ijós- ker eru ekki okkar sök eða lög- reglunnar.“ „ALÞÝÐUKONA“ skrifar og spyr: „Getur þú ekki, Hannes minn, gefið mér upplýsingar um það hver hún er: Anna frá Mold- núpi, sem stakk svo eftirminnilega upp í sagnfræðinginn Sverri Krist•• jánsson? Ég veit að það ar mikið talað um þessa konu, en enginn virðist þekkja hana.“ ÉG GET ENGAR upplýsingar gefið um Önnu frá Moldnúpi. Ég veit aðeins að hún er verkakona og auðséð að hún hefir ekki stund- að iðjuleysi og lúxuslíf. Ég hefi séð hana tvisvar eða þrisvar — og mér þykir orðið vænt um hana. Hins vegar veit ég að „Þjóðvilja“- ^ menn halda að hún sé ekki til. Þeir hafa ekki vanizt því nefnilega að hitta slíkt fólk. OG SVO VAR ÞAÐ sagan um silunginn. Hann lá stór og fallegur í fiskbúð á mánudaginn eða þriðju- daginn. Maður vildi kaupa hann, Indverskar þjóð- sögur og ævintýri, Frh. af 5. síðu. skapa karlmanninn. Eftir tals- verða umhugsun tók hann baug mánans, mýkt reyrsins, angan blómsins, augnaráð hreinsins, birtu og hlýju sólargeislans, grát skýjanna, hverfleika vind- arins, hlédrægni hérans, skraut- girni páfuglsins, sætleika hun- angsihs, grimmd tígrisdýrsins, glóð eldsins og kulda snævar- ins, blandaði þessu öllu saman, bjó til úr því konu og gaf hana manninum. En að viku liðinni kom mað- urinn til hans og sagði: — Lá- varður minn, þessi vera gerir mig ógæfusaman. Hún talar við- námslaust og gerir mér lífið ó- bærilegt með kvabbi og stríðni og sér mig aldrei í friði, grætur út af engu, krefst þess, að ég sé alltaf að hugsa um hana og er sífellt iðjulus. Ég ætla þess vegna að færa þér hana aftur, því að ég get ekki búið með henni. Brahma sagði: — Þá nær það ekki lengra. Og hann tók við henni aftur. Að annarri viku liðinni kom maðurinn til hans aftur og sagði: — Lávarður minn! Ég er mjög einmana síðan ég skilaði þér verunni aftur. Ég man það núna, hvernig hún dansaði og söng fyrir mig, hvernig hún leit til mín og hvernig hún lék við mig. Og hlátur hennar var eins og söngur, og hún var mjög fögur ásýndum og það var^ndi að nálægð hennar. Vertuftþví svo vænn og gefðu mér hana aftur. Brahma sagði: — Þá það, og hann gaf honum han á ný. Eftir þrjá daga kom maðurinn enn og sagði: — Lávarður minn, ekki veit ég, hvernig mér er farið, en loks hefi ég komizt að þeirri niðurstöðu, að hún sé mér fremur til ama en yndis, vertu því svo vænn og taktu hana, ég get ekki búið með henni. En Brahma sagði: — Þú gazt ekki heldur búið án hennar. Og hann sneri að honum baki. Maðurinn sagði: Hvað á ég nú að gera, því að ekki get ég haft hana hjá mér og heldur ekki misst hana frá mér. Og þannig er það enn í dag. en hann kostaði 96 krónur! Hann var 8 kgr. að þyngd, hvorki meira né minna, og kgr. kostaði í honum 12 krónur. Einn silungur á 96 krónur! Frh, af 2. sS8u. að 02'. útgjöld. þess öll aukist. Eirunig hafðji áhugi manna á íslenzkumi efnum og þörfin á | aukinni starfsemi meðal íslend- | inga hér vaxið stórum við ein- angrun þá, sem varð af völdum stríðsins. Stjórn félagsins var ljóst, að æskilegast væri að nota þetta fé til aukinnar starfsemi, ekki eingöngu meðal stúdenta heldur meðal allra íslendinga, sem um það hirtu. Var því samþykkt á fundi 23. sept. 1941, að félagið skyldi halda uppi kvöldvökum á hálfs mánaðar fresti meðan féð entist, og skyldi aðgangur vera heimill öllum íslendingum og ókeypis. Var félaginu þetta aðeins kleift vegna þess, að þeir Jón prófessor Helgson og Jakob Benediktsson cand. mag. höfðu tekið að sér að sjá um allar kvöldvökurnar, og unnu allt það mikla starf, sem því fylgdi, endurgj aldslaust.1 Aðsóknin að 'kvöldvökunum var góð. Var mjög eftirtektar- vert, að á kvöldvökurnar kom margt fólk, sem aldrei hefir áð- ur sézt á samkomum íslendinga í Höfn. Kvöldvökurnar fóru þannig fram, að á hverri vöku var tek- ið fyrir eitthvert ákveðið ís- lenzkt efni, og voru lesnir beztu og skemmtilegustu kaflarnir, sem um það fundust í íslenzkum bókmenntum. Kaflarrdr voru svo tengdir saman með nokkr- um orðum til skýringar og yfir- lits. Á hverri kvöldvöku var útibýtt fjölrituðum blöðum með ísl. kvæðum, sem voru sungin, ýmist af öllum, eða af kór stúd- enta. Voru m. a. rifjuð upp gömul íslenzk tvísöngslög og r ímnastemmur‘ ‘. „Kvöldvökurnar eru nú eina starfsemi meðal íslendinga hér, ' sem fræðir fólk um íslenzka sögu og íslenzka menningu, og þar sem aðgangur er ó'keypis, er öllum kleift að sækja þær“. „Einangrun sú, sem fslending ar hér og annars staðar á megin- landinu, eiga við að búa um þessar mundir af völdum stríðs- ins, er mjög tilfinnanleg og get- ur haft alvarlegar afleiðingar, ef ekki verður að gert. Hið líf- ræna samband við ísland, sem áður var, tengdi okkur ekki að- eins föstum tökum við þjóð okkar, heldur einnig innbyrðis og gerði alla félagsstarfsemi hér ytra auðveldari. En nú erum Meðan jeðlilegar isamgöngur ; voru við ísland fengu landar I hér að jafnaði sendar bækur og blöð að heiman og gátu á þann hátt fylgzt með öllu, sem þar gerðist. Þannig var um að ræða náið menningarlegt samband milli íslendinga, sem erlendis dvöldu og þjóðarinnar. Vegna þessara nánu tengsla við fs- lenzkt þjóðlíf og stöðugra áhrifa að heiman, var alveg girt fyrir þá ihættu, sem mönnum stafar af því, að dvelja langdvölum meðal framiandi þjóða. iSem stendur er hér fjöldi kandídata og þeim fjölgar istöð- uigt. Þessir menn verða alilir að leita sér stöðu hér, og ]pað er ekki óalgengt, að skilyrði til ‘þess að fá atvinnu sé að menn bindi sig til nokkurra ára. Eink- um og sér í lagi á þettfe. við um verkfræðinga. Þetta hefir, eins og gefur að skilja, þá hættu í för með sér, að þessir menn losni úr tengslum við ísland. Og einang'runin gerir (sitt til þess. Þetta er því háskalegra, fyrir íslenzku þjóðina sem næg verkefni bíða þessara manna heima, og menntamannahópur okkar er ekki of f jölmennur. Ýmlsum mönnum hér er það ljóst, að nauðsyn heri tilað eitt- hvað verði gert til þess að koma í veg fyrir að menn “fordansk- ist“ og tryggja það, að starfs- kraftar íslenzkra menntamanna verði ,eins og að undanförnu,' notaðir í þágu íslenzku þjóðar- innar. Fundahöld og kvöldvökur stúdentafélagsins gera mikið gagn, en þær ná aðeins til þeirra landa ,sem búa í Kaupmanna- höfn. Okkur hefir því komið til hugar að hefja hér útgáfu tímarits, sem einkum myndi fjTda um íslenzk mál. Útgáfu- starfsemi sem þessi hefir í fyrsta lagi þann kost, að auð- velt verður með því að ná til landa í Danmörku, Noregi og Svíþjpði og Þý^kalancÚ, og' í öðru lagi gefst mönnum þar tækifæri til að ræða áhugamál sín. Útgáfustarfsemi sem þessi kostar mikið fé, og eins og gef- ur að skilja er stúdentafélag- inu það ofvaxið að færast slíkt í fang, því að það er fyrirfram sýnilegt, að útgáfan muni ekki svara kostnaði. Trygging þess að vandað verði tií úrgáfunnar er, að Jón Helgason prófessor og Jakob Benediktsson cand mag. hafa lofað aðstoð sinni við hana, og verður allt ráðið í samvinnu við þá“. Fimmtngor i dag: ðlafor Bjarnason verKstj. Eyrarbakka. OLAFUR BJARNASON verkstjóri, Þorvaldseyri á Eyrarbakka er fimmtugur í dag. Hann er kominn af göml- um eyrbekkskum ættum og ber svip þess, hvemig, sem á hann er litið. Ungur fór hann að vinna fyr- ir sér til sjávarins og dró ekki af sér, enda var ungum fjrengj- um á Eyrarbakka ekki til seit- unnar boöið í þá daga, því að þá var mikil önn í beitningar- byrgjunum c,g í í'Iæðarmálinu, Ólafur Bjarnason. alveg eins og þegar út fyrir brimgarðinn kom. í gæftum. Ólafur er með þreknustu mönnum og stærstu. Rann er frábærlega vel aö rnanni ^gerr, bráðmyndariegur á velli/and- litsdrættirnir miklir og reglu- legir, enda er har.n viljasterkur og ákveðinn í öllu, sem hann tekur sér fyrir hendur. Ólafur hefir í fjölda mörg ár undanfarin hafí á hendi verk- stjórn við xyrirhleöslur og vegagerðir í austursveitum og hefir alltaf átt miklum vin- sældum að fagna meðal sam- starfsmanna sinna. Hann hefir tekið mikinn og virkan þátt í starfi verkamannafélagsins Báran á Eyrarbakka um fjölda ára skeið. Hann er einlægur Alþýðuflokksmaður og 'lætur í því efni ekki undan hverri báru. Ólafur er kvæntur Jenny Hannibal Valdimarsson. Fertsigur i dag: Hannibal Valdiatars- son skólastjóri. Hannibal valdimars- SON skólastjóri Gagn- fræðaskólans á ísafirði er fert- ugur í dag Hannibal er fæddur í Fremri Amardal í Skutulsfirði og upp- alinn þar og á ísafirði. Á upp- vaxtarárum sínuim vann hann alla algenga vinnu á sjó og landi en síðan gekk hann á Gagn- fræðaskólann á Akureyri. Þá fór hann til Danmerkur og tók þar kennarapróf. Eftir iheimkomuna varð hamn kennari á Akranesi og síðan skólastjóri í Súðavík. Fór hann þá að taka ‘þátt í alþýðuhreyf- inigunni og gerði hreyfingujna þar mjög öfluga á skömmum tíma. Það var rneira hans verk en nokkurs annars að alþýðan ,í Súðavík gat myndað öflug samjtök. Síðan fluttist hann til ísafjarðar og gerðist ritstjóri Skutuls. Jafnframt varð hann einn af forystumönnum alþýðu- hreyfingarinnar á Vestfjörðum. Hann varð brátt formaður verka lýðsfélagsins Baldur, forseti Al- þýðusamlbands Vestfjarða, bæj- arfulltrúi, meðstjórnandi í Al- þýgusambandi íslands, og mörg um fleiri störfum gegndi hahn fyrir alþýðuhreyfinguna, Mörg- um þeirra gegnir hann enn, en auk þess er hann nú formaður í Samvinnufélagi ísafirðinga. Þá er hann og nú formaður Al- þýðuflokk'sfélags ísafjarðar. Árið 1938 var hðnum veitt skólastjórastaðan við Gagn- fræðaskólann á ísafirði og gegnir hann því starfi af frá- bærum dugnaði og með hinni mestu prýði Hannibal Valdimarsson er hinn mesti áhugamaðujt Hann er óvenjulega dugl^ir og kraftmikill, góður baráttumað- ur, djarfur, en þó gætinn. Flokksmenn hans og vinir tmiu|niu| á þeissulm afmællisdegi hans þakka honum samstarfið á undanförnum árum og óska honum allra heilla. Leikflokkur Hafnarfjarðar sýnir Þorlák jareytta í kvöld kl. 8,30 Hefir leikur þessi nú verið sýndur 11 soinnum þar syðra og 4 sinnum annarsstaðar (Keflavík og Vífilstöðum). Er fjöldi sýning- anna mét á einu og sama leikriti í Hafnarfirði. Þá var leikurimi „Æfintýri á gönguför“ sýndur nokkrum sinnum í Hafnarfirði í haus er leið, svo sýningafjöldi þar fer að nálgast töluna á sýningum Leikfélagsins hér. Jensdóttir, hinni mestu myndar konu og eiga þau 12 böm, þar af eru 7 komlin yfir fermingu. Em þau öll hin maamvænleg- ustu. í dag sendum við Ólafi Bjarnasyni og heimili harns hin- ár innilegustr hamingju- og heillaósfeir. Vinur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.