Alþýðublaðið - 15.01.1943, Page 6

Alþýðublaðið - 15.01.1943, Page 6
6 ................................ *. Aj*m ALÞYDUBLAÐIP Fostudaggr 15. janúar 1943. mikla til Norður-Afríku Hér birtist mynd af hinni miklu skipalest, sem flutti herlió Babdamianna til Norður-Afríku þegar innrásin var gerð þar, ssm kom öllum á óvart og Þjóðverjum einnig og urðu þeir ekki skipalestarinnar varir fyr en 'hun átti skamrnt ©ftir ófarið til ákvörðunarstaðar síns. Allur undirbúningur og skipulag þessarar skipalestar eru jtalin einhver mestu sjóhernað- siTs.frGk isögunniar og i0,ru iþötta tvimsslalaust þoix mGstu hGrfÍutriingarj SGm nokkiu sinni hafa átt sér stað á sjónum. 850 skip vorui skipalestinni. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Frh. af 4. síðu. hans og sköpunarvilja. Milli hans og verkamannasamtakanna hefir hins vegar jafnan verið meira og minna samstarf og má til þess rekja allar helztu löggjafarumbæt- ur síðari áratuga. Þess vegna er það í fullu sam- ræmi við stefnu og starf Fram- sóknarflokksins, að hann reynir nú að beitast, fyrir frjálslyndu, rót- tæku samstarfi hinna alþýðusinn- uðu afla í landinu, er komi í stað ráðleysis þess og öngþveitis, sem ríkt hefir og ríkja mun, uyz traust þingræðisstjórn hefir verið mynd- uð. Aðeins öruggt samstarf alþýð- unnar, bændanna og verkalýðsins, er þess megnugt að skapa hér frjálst og hamingjusamt þjóðfélag í framtíðinni.“ Svo mörg eru þau orð Tíma- ritstjórans. En eftir er nú að vita, hvernig formaður Fram- sóknarflokksins tekur þessari túlkun á útlistunum hans á stefnu flokksins. Sjálfur lagði hann, eins og menn muna, litla áherzlu á samvinnuvilja Fram- sóknarflokksins við verkalýð- inn. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. í GÆRMORGBN virðist þó vera farið að rofa til hjá hetjunni. Anna frá Moldnúpi var blekking. Það var Ingimar Jónsson skólastjóri, sem klæddist í búning nornarinnar „Gilitrutt“ — og mælti til mín svo harkalega fyrir jólin. Að hessari niðurstöðu kemst Sverrir Krist- jánsson í Þjóðviljanum í gær. EN ÞETTA ER ENGIN LAUSN. Anna frá Moldnúpi er til. Hún heitir Anna og er frá Moldnúpi og mál hennar er mál íslenzkrar al- þýðu. Það er óspillt af sefjandi kaffihúsaþvaðri „gáfaðra" og „menntaðra“ manna. Það hefir mótast í hinum harða skóla strits- ins og fátæktarinnar. Að mínum dómi hefði hvorki síra Ingimar eða síra Sigurfcjörn getað skrifað eins og Anna frá Moldnúpí gerði. Þeir hefðu ekki stungið svona eftir- minnilega upp í fræðimanninn. Og þó eru báiðr slyngir skriffinnar og vel gefnir í bezta lagi. HALTU ÁFRAM LEITINNI, piltur minn. Leitaðu af hjartans lítillæti. Strjúktu af þér belging- inn. Klæð þig í vinnuföt, taktu ís- lenzkan birkistaf í hönd þér og hef þú leit að Moldnúpnum. Það er Óþarfi að taka lærdóminn með sér — skil þú og lærdómshrokann éftir heima. Hófðu ekkert nesti með þér. Ef þú finnur Moldnúp- inn, skaltu knýja á dymar. Þar mun þér verða vel tekið, því að í moldnúpum íslenzkrar alþýðu er nóg hjartarúm. Þeir, sem í þeim búa, horfa oft með kærleiksríkum augum á brek og belging hinna stóru, sem láta setja þumlungs- þykka sóla undir skóna sína til þess að reyna að sýnast stærri en þeir eru í raun og veru! OG SVO VERÐ ÉG að biðjast af- sökunar. Ég minntist á Halldór Grímsson, íslenzka stúdentinn í Stokkhólmi, og gat þess að hann hefði verið valinn af hálfu Islend- inga til að taka þátt í samkeppni s.l. haust og orðið landi sínu til mikils sóma. Þetta var ekki alveg rétt. Þrír stúdentar voru valdir frá hverri þjóð. Auk Halldórs voru þeir valdir af íslendinga hálfu Jónas Haralz og Glúmur Björns- son. Þeim ber að sjálfsögðu öllum jafn heiður fyrir hina ágætu frammistöðu þeirra í þessari sam- keppni. Hannes á horninu. Tyrkland 09 striðið. Frh. af 5. síðu. ég fyrir forsætisráðherrann, Saradjoglu. Hann veitti mér móttöku í skrifstofu sinni á annarri hæð forsætisráðherrabústaðarins, en það er fögur bygging með útsýn yfir Anatolíuhæðir. Saradjoglu er um fimmtugt, lágur maður vexti en þrekvaxinn, með brún, gáfuleg augu og þægilegur í framkomu. Hann virðist hlusta með athygli á það, sem við hann er sagt. Saradjoglu kom fram á sjón- arsvið stjórnmálanna árið 1939, þegar hann sem utanríkismála- ráðherra var kvaddur til Mosk- va til þess að ræða við Molotov. Hann sagði mér, að hann hefði orðið að dvelja hálfan mánuð í Moskva, áður en hann fékk á- heyrn. Auðvitað var orsökin önnur en venjulegt hugsunar- leysi. Tyrkirnir heima fyrir voru öskureiðir. Blöðin heimt- uðu, að Saradjoglu kæmi heim. En hann bagði, beið og brosti. Þegar Molotov loks veitti honum áheyrn, hefðu flestir orðið skelfdir og ekkert gagn getað gert. Molotov minntist á vissar kröfur, en Saradjoglu kom í veg fyrir, með lægni, að þessar kröfur yrðu bornar fram. Þar varð hann að taka á stjórn- málahæfileikum sínum. Því næst heimsótti Sara- djoglu Stalin. Á fyrsta við- ræðufundi þeirra tók Stalin honum með þeim vingjarnleik, sem einkennir sambúð banda- þjóðanna um þessar mundir. — Ég ætla að taka það fram strax, sagði Stalin, — að ég vil eyða allri hræðslu ykkar við kröfur Rússa. — Okkur hafa engar kröfur borizt, svaraði Saradjoglu, — og við erum ekkert hræddir. Fulltrúi Tyrkjanna vissi, hvern- ig hann átti að haga sér. En nú var það forsætisráð- hei’ra Tyrkja, Saradjoglu, hinn eldheiti fylgismaður og læri- sveinn Ataturks, sem ræddi við mig um stöðu hinnar fornu þjóðar sinnar í hinum nýja heimi: — Fullkomið sjálfstæði, hvað sem það kostar, er grundvallar- atriði stefnu Tyrkja í utanríkis- málum ,sagði hann. — Og frá þessu markmiði verður ekki hvikað. — Þeir, sem í fjarlægð búa, eiga örðugt með að skilja þau erfiðu vandamál, sem við þurf- um að leysa. Iðnaður okkar, sem við höfðum lagt hart að okkur til að auka og vanda frá stofnun hins nýja Tyrklands, hefir beðið alvarlegan hnekki við það, að nærri því 15 af hundraði allra karlmanna þjóð- arinnar hafa verið kvaddir í stríðið. Milliríkjaverzlun okk- ar, sem við áttum mikið undir áður fyrr, hefir truflazt mjög. Þetta eru erfiðir reynslutímar fyrir þjóð mína og okkur reyn- ist mjög örðugt að halda í horf- inu. Andspænis okkur standa stórir herir og við eigum við mikið öryggisleysi að búa. En við erum viðbúnir, og við munum berjast. Við metum frelsið framar öllu öðru og fyr- ir það fórnum við lífi okkar sem frjálsir Tyrkir. Sérhver þjóð, sem ekki virðir þetta takmark okkar, saurgar hið háleitasta, sem Tyrkjum er í brjóst borið og setur blett á heiður Tyrkja. AUGLÝSH) í Alþýðublaðinu. Árshðtíð filfmnfél. Armann ' Félagsmenn vitji aðgöngu- miða fyrir sig og gesti sína í skrifstofu félagsins (sfmi 3356) í kvöld frá kl. 8—10 síðdegis, Stjórnin. Hver fær orlof •. • t Frh. af 4. síðu. 11. gr. Geti staxfsmaður ekki vegna veikinda farið í orlof á þeim, tíma, er vinnuveitandá á- kveður samkv. 10. igr., skal hann sanna forföll sín með vottorði sjúkrasamíLagslæknis síns, ef hann er í sjúkrasanilagi, en ann- ars héraðslæknis. Læknisvottorð skal ritað í oriofsbók. Getur staæfsmaður þá krafizt orlofs og greiðslu andvirðis orlofsmerkja á öðrum tímum en ákveðið er í 9. gr., en þó ekki síðar en svo, iað orlofi hans sé lokið fyrir 31. maí næstan á eftir. Geti starfsmaður ekki vegna veikinda farið í orlof fyrir þann tíma, á hann rétt á að fá greitt andvirði orlofsmerkja sinna, ef hann sannar veikindi sín á sama hátt og að ofan greinir. 12. gr. Nú er- maður ekki í starfi, þegar hann vill fara í or- lof, eða er orðinn sjálfstæðu at- vinnurekandi eða hættur au starfa í þjónustu annarra af öðr- um ástæðum, og ska-1 hann þá snúa sér til oddvita, bæjar- eða borgarstjóra, þar sem hann er heimilisfastur, og gefa skriflega vfirlýsingu um, að hann ætli að fara í orlof tiltekna daga, en sa, sem við. yfirlýsingunni tekur, ritar vottorð í orlofsbók hlutað- eigandi um, að hann hafi tekið við yftrlýsingunni, og um inni- hald hennar, enda sé yfirlýsing- in geymd í hans vörzium. 13. gr. Þegar ritað hefir verið í orlofsbók vottorð samkvæmt því, sem segir í 10. og 12. gr., snýr starfsmaður sér til ein- hverrar póststöðvar og fær þar, hinn síðasta vika dag áður en orlof hefst eða síðar greidda í peningum samanlagða upphæð orlofsmerkja, sem fest eru í or- lofsbókina, gegn afhendingu bókarinnar með áritaðri kvittun fyrir móttöku upphæðarinnar. Nú er orlofsbók ekki lögð fram í póststöð til innlausnar fyrir 15. september fyrir næsta orlofsár á undan, og fellur þá andvirði orlofsmerkjanna til ríkissjóðs, nema sérstök heimild sé í lögum þessum eða reglugerð samkvæmt þeim til þess að fsresta innlausn bókarinnar. Þó getur ráðherra, þegar sérstak- lega stendu á, veitt frest í þessu éfni til oka yfirstandaindi orlofs árs. Andvirði orlofsmerkja greið- ist dánarbúi manns, sé það sannað með dánarvottorði, rit- uðu í orlofsbók, að hann sé lát- inn. 14. gr. Nú er orlofi skipt sam- kvæmjt heimild í 9. gr. ílaga þess- ara, og skal þá stíla vottorð.þau, sem um ræðir í 10. gr. og 12. gr., í samræmi við það. Verður síð- an aðeins greiddur í það sinn sá hluti samanlagðrar upphæðar orlofsmerkja í orlofsbók, sem svarar -til þess hluta orlofs, er vottorð ræðir um. Skal rita í orlofsbókina kvittun fyrir greiðslunni, en afhenda bókina síðan þeirri póststöð, sem greiðir eftirstöðvar orlofsmerkj anna. 15. igr. Kröfur á hendur vinnuveitendum samkvæmt ilög- um þessum falla úr igildi fyrir fyrning, ef þær hafa ekki verið viðurkenndar eða lögsókn hafin. innan loka næsta orlofsárs eftic að kröfurnar stofnuðust. 16. gr. Qheimilt ér manni að vinna fyrir kaupi í starfsgrein vinni meðan hann er í orlofi. 17. gr. Framsal orlofsmeikja og flutningur orlofsmerkja milli ára er óheimill. 18. gr. Það varðar sektum, er renna í ríkissjóð, ef: 1. Vinnuveitandi lætur starfs- mann sinn ekki fá orlof eða or- lofsfé samkvæmt lögum þesum, nema um ítrekað brot sé að ræða, þá má dæma hann til varðhalds. 2. Ef vinnuveitandi gerir samning við starfsmann sinn, sem bannaður er í 2. gr. 2. mgr. 3 Ef starfsmaður 'brýtur á- kvæði 16. og 17 gr., og skal þg jafnframt. ef ibrot er ítrekað, á- kveða með dómi missi orlofs- réttar næsta orlofsár eftir að dórnur er kveðinn upp. Mál út af brotum þessum skulu sæta meðferð almennra lög- reglumála. Sökin fyrnist, ef mál er eigi höfðað áður en næsta orlofsári lýkur eftir að brot var framiið. 19. gr. Ef eigi er öðruvísi á- kveðið í lögum þessum, skulu öll miál út af réttindum og skyld- um samkvaamt þeim og til full- nægingar öllum kröfum í því sambandi heyra undir félags- dóm. — Félagslíf — GUÐSPEKiFÉLAGIÐ Reykjavíkurstúkan heldur fund í kvöld kl. 8,30. Kristján Sig Kristjánsson flytur erindi: Fyrsta boöorðið. Ungmennafélag Reykja- víkur heldur íund að Amt- mannsst. 4 í kvöld kl. 9 e. h. Dagskrá: Umræður um fé- lagsmál, Upplestur, dans. Félögum, er sýnt geta fé- lagsskírteini verður afhent blað U.M.F.Í. Skinfaxi. Mæt- ið stundvíslega. Stjórnin. Tyrone Power gengur í herinn. Hér birtist mynd af hinum vinsæla leikara Tyrone Power, þegar hann gekk í herinn og sór hermannseið sinn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.