Alþýðublaðið - 15.01.1943, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 15.01.1943, Qupperneq 8
Ay»YiUBU0IP Postudagrur 15. janúar 1943. $ ■ NÝ‘' BIÖ DrAfnr reiðinnnr. (The Grapes of Wrath) Stórmynd gerð samkvæmt hinni frægu skáldsögu eft- ir John Steinbeck. Aðalhlutverk leika: Henry Fonda Jane Darwell John Carradine. Sýnd kl. 6.30 og 9. Ý Sýnd kl. 5. PÓSTRÆNINGJARNIR {Pony Post) Spennandi Cowboymynd með Johnny MacBrown. Bönnð fyirir böm innan 12 ára. VIKTORÍA OG KLEOPATRA IV/í AÐUR nokkur var á ferð í EnglancLi meðan Viktoría drottning sat þar enn að völd- um. Þegar hann var í London fór hann í leikhús, en þar lék Sara Bernhardt, hin heimsfræga leik kona, hlutverk Kleopötru í sjón leiknum „Antoníus og Kleo- patra“. Nú var þangað komið í leikn- um, er Kleopatra fær fregnina um ósigur Antoníusar við Ak- tíum. Leikkonan var í essinu sínu þetta kvöld. Hún rak rýt- inginn í þrælinn, sem flutti henni fregnina, hamaðist, grenj- aði og froðufellandi, reif allt og tætti og féll svo örmagna niður í þáttarlok. Þegar lófatakinu linnti um síðir heyrði ferðamaðurinn, að brezk frú miðaldra, sem sat ná- lægt honum, sagði með ánægju- tón í röddinni við sessunaut sinn: „Lifandis-skelfing og ósköp er þetta nú ólíkt heimilislífi blessaðrar drottningarinnar okk ar!“ * p INHVERJU sinni bað gam- all maður en ríkur sér ungrar ekkju. Ekkjan bað vin- konu sína að ráða sér heilt í þessu. — En ráðið mér samt ekki frá því fyrir alla muni, bætti hún við. * GETURÐU sagt mér, hvað það er, sem fólk kallar fagnaðarhaátíð eða júbelí?“ spurði kona éin grannkonu sina. „Já, það get ég, sagði grann- konan. „Þegar fólk er búið að vera gift í tuttugu og fimm ár, þá er það silfurbrúðkaup og júbelí. Og þegar hjón hafa hangið saman í fimmtíu ár er það gullbrúðkaup og líka júb- elí, — stórjúbélí. En ef maður- inn er dauðar, þá er það fagnað- arhátíð.“ i 5TUART CLOETE : IFYRIRHEITNA LAN Di-Ð land, þetta var ekki Eden og höggormur sundurþykkjunnar skreið meðal fólksins og freist- ingin .Stóð nakin íyrir því og bauð því öll gögn sín og gæði, en þeirra gæða myndu ekki börn þessa fólks fá að njóta, ef þannig færi fram, sem helzt var útlit á. En það veigraði sér við að yfirgefa þennan stað, sem það hafði lagt svo mikið á sig til þess að ná, og þannig gróí- ust rætur þess dýpra og dýpra í þennan jarðveg, þessa frjóu, gróðurríku mold. 6. Þannig leið þetta ár, sem var bændunum gott ár. Snemma hafði byrjað að rigna og dag eftir dag hafði verið hellirign- ing og uppskeran var méiri en nokkru sinni áður í landnáms- sögu Búanna. Árið eftir var líka gróðurríkt, en þó höfðu rigning- ar ekki byrjað jafnsnemma og árið áður eða verið jafn miklan En betra var, að rigningar væru of miklar en of litlar. Enn þá höfðu þessir framverðir og brautryðjendur Búanna aldrei komizt í kynni við það böl, sem stafar af rigningarskorti á þess- um slóðum, og þegar þeim varð hugsað til hinna gömlu heimila sinna, horfðu þeir unaðsfangn- ir á græn blöð skógartrjánna, sem regnið draup af. Stundum datt þeim í hug. að ekki væri fjarri því, að þeir sæju grasið vaxa, jurtirnar iblómgast og kornið þroskast. Það var ekki fyrr en árið 1840, sem Búarnir fundu, að ekki var allt með felldu. Þeir'guta horn- auga til skóganna, trjánna, sem uxu, en báru þó engan ávöxt, og til kvikfjárins, sem var kom- ið að hungurdauða, þrátt fyrir hávaxið grasið, sem einungis var sina, sem þó var ekki hægt að brenna vegna þess, að það var svo rakt. Hundruð kinda drápust úr ormaveiki og þegar svo var komið söfnuðust sjak- alar og gammar að nýlendu Bú- anna til þess að gæða sér á dauðum kindaskrokkúm, sem lágu hér og þar afvelta í högun- um. Verst af öllu var þó, ef kvikfénaðinum varð það á að éta þetta næringarlausa gras, því að á því lifðu ormarnir, sem ollu dauða fjársins. Loks fór að bera á ýmsum fleiri kvillum í búfé, og þannig lauk að kalla mátti, að bústofn Búanna kol- félli. Fyrir það varð naumast synj- að, að flest fyrirbrigði náttúr- unnar þróuðust hér í skjóii fjallanna og hlýindum láglend- isins og öllu var jafnt skipt milli fólksins, sem byggði þennan víðlenda dal, jafnvel plágunum. 1 hvert skipti, sem hjarðir voru reknar heim úr haga, voru menn óttaslegnir, hræddir um, að færra kæmi heim en rekið hafði verið um morguninn. Og lok skomu engispretturnar, vot- viðrin höfðu úndirbúið jarðveg- inn fyrir þáer, og gegn þeim vildu Búarnir engar ráðstafanir gera, þar eð þær voru plága, send- af skaparanum. Nú var þó svo komið, að sum- ir Búanna voru famir að álíta, að þeir, sem ákveðnast mæltu gegn brottflutningi, hefðu haft á réttu að standa. Við vorum varaðir við þessu, sögðu þeir Við vorum varaðir við því að flytjast til upplandanna í norð- urátt. Við vorum varaðir við því, en við fórum samt. Sumir töluðu um að fara, en þó fór enginn. Hins vegar fóru menn að leggja stund á veiöar, drógu úr akuryrkjunni, létu plógana ryðga og hið ræktaða land falla í órækt. Hver vegna áttu þeir að berjast við náttúru- öflin með plógi, fyrst þeir hofðu byssur? Hvers vegna áttu þeir að rækta meira en þeir þurftu til heimilisnotkunar, fyrst þeir gátu ekkert selt? Þegar þeir hugsuðu sig um, þóttust þeir sannfærðir um, að skaparinn hefði fýrirhugað þeim þetta. Hann hafði ætlazt til þess, að þeir veiddu. Þetta hefði þeim átt að vera Ijóst fyrir löngu, vegna þessa hafði allur veiðidýrafjöldinn verið að sveima þarna í nágrenninu. Þess vegna hættu þeir akuryrkjunni og hófu veiðar. Guð hafði gefið þeim vísbendingu, en þeir höfðu verið blindir á vísbendingu hans og höfðu í þrjú ár látið undir höfuð leggjast að hlíta leiðsögn hans, en hegðað sér andstætc vilja Hans. Auk þess höfðu þeir gaman af veiðum, þeim fundust þær eðlileg dægrastytting, og meðal veiðimannanna var enginn, sem felldi fleiri veiðidýr en Hendrik van der Berg, sem lagði að velli hvern fílinn af öðrum. Afurð- irnar seldu þeir farandkaup- mönnum, sem létu þá fá púður í staðinn og fluttu þeim fregnir af Zwart Piete, sem naut mik- ils álits meðal Portúgalsmanna og Araba. 7. Þegar Hendrik var svona oft fjarverandi datt von Rhule ekki í hug að láta tækifærin ónotuð. Hann lét í veðri vaka, að hann þyrfti að taka börnin í auka- tíma, þegar hann reið þangað, en alltaf fé^k hann þó færi á að tala við Sannie. Og stundum fylgdi hann henni upp í hlíð- ina, þegar hana langaði að svip- ast um- Hann var eini mennt- aði maðurinn meðal Búanna og ' BSTJARNARBIÖHB Heir IiIri til feMirJ (They Died With Théir Boots On). A.meríksk stórmynd úr ævi| Custers hershöfðingja, Errol Flynn Oliva de Havilland Sýnd kl. 4 -— 6,30 — 9. Bönnuð fyrir börn ihnan 12_.ára. IV* hafði fyrir löngu séð, hvernig fara myndi. Aðeins hinir harð- gerðustu myndu lifa. Margir voru þegar dánir og margir myndu deyja eða verða drepnir, en þeir, sem eftir lifðu, myndu, á sama hátt og Hend- rik, taka sér kynblendingsstúlk- ur til fylgilags, eða jafnvel blökkustúlkur og geta við þeim kynblendinga, sem væru betur hæfir umhverfinu. Allt þetta fólk, menn, konur og börn, var leiksoppur í hendi hinna miklu örlaga. Stundum, þegar hann var í slíku skapi, gerði hann gys að guðdóminum og helgi hjónabandsins og gerði Sannie hrifna og óttaslegna í senn. GAMLA Blð! Hvenpjóðin. (The Wornen) Norma Shearer John Crawford Rosalind Russell Paulette Goddard Joan Fontaine Sýnd kl. 6% og' 9 Kl. 3(4—6VL> L HENRY KLAUFI (The Golden Fleeing) Lew Ayres — Leon Errol. — Nei, nei, Sannie, sagði hann, greip hönd hennar og strauk hana, — við skulum lifa, meðan okkur er lífs auðið. Ég hefi gert margt um ævina, bæði gott og illt, og ég iðrast einskis, hvorki hins góða né hins illa. Ég iðrast einungis þess, sem ég hefi ekki gert, þegar ég hafðist ekki að og sat með hendur í skauti. En Búarnir álíta, að dyggðin sé einungis í því fólgin að hafast ekki að. Þeir, sem aldrei tala um annað en guð og nautpening, vita ekki, að hafi guð skapað okkur, þá hefir hann einnig skapað hendur okkar, og þær eru skapaðar til að vinna með þeim. Hnefaleikakappinn Rauði logi. þeim slóðum, sem ég stunda veiðar mínar á,“ hrópaði hann á Indíánavísu. ,,Elgskjöt skal hanga í reykskála mínum í kvöld. Rauði Logi þarf ekki að vera svangur fyrst um sinn.“ En allt í einu mundi hann í sigurgleði sinni eftir því, að hann hafði haft ákveðinn til- gang með þessum bardaga. Hvar var drengurinn, sem hann hafði bjargað? ANNAR KAFLI LEYNDARMÁL HÖRUNDSFLÚRSINS AUÐI Logi sneri sér við og sá piltinn liggja í grasinu. Það hafði liðið yfir hann. Hnefa leikarinn hljóp til hans og lyfti höfði hans. Hann neri fyrst hendur drengs ins og vanga, en hljóp síðan of- an að ánni og sótti vatn í leður- skjóðu og hellti í andlit pilts- ins, sem lá grafkyrr. En meðan hann var að þessu, tók hann eftir því, að föt drengs ins voru öll rifin og tætt, og á bakinu á honum sá hann för, sem gátu verið eftir högg. Hnefaleikarinn varð bálvondur, þegar hann sá þau. Hvaða ó- þokki hafði farið svona með piltinn? Þegar Rauði Logi sá, að drengurinn var að ranka við sér, sneri hann honum á aðra hliðina og lyfti upp skyrtunni hans. Og nú sá hann ennþá fleiri för, eins og eftir högg, og hann sá líka annað, sem var miklu dularfyllra: Á herðum drengs- ins var fullt af hörundsflúri, sem Indíánar nota mikið, ýmis konar tákn og merki. ,,Ha? Þetta er skrítið!“ taut- aði Rauði Logi. ,,En bíðum við!“ Tjaldið hans var skammt frá, og hann þóttist vita, að betra væri fyrir drenginn að liggja þar. Hann bar hann því þangað. Þegar þar var komið fór pilt- urinn að komast til sjálfs sín. Hann opnaði augun og sá Rauða Loga. ,,Indíáni!“ stamaði hann. „Maðurinn, sem bjargaðl mér undan elgnum.“ Hann settist upp og Rauði Logi hjálpaði honum til þess. Hann var undrandi á svipinn og virtist vera að reyna að muna eitthvað. Rauði Logi sá, að pilturinn var svo grannur, að hann hlaut að hafa soltið hálfu eða heilu hungri undanfarið. Hann var f WHAT LUCK/5HE I5 T00 M FAE FEOM THE VILLAGE TO KNOW WHAT HAE HAPPENED/ 6HE WILL LEAD ME TO THE J t CAMP OFOUR ALLIE6/ jÆ WHy„.AH,..YESi X KNOWA WAY TO KILLTHEM ALL/ ANIDVOU CAN HELPME/ •v WILLVOU?r ( OH/ YOU ONE AMEKICAN FRIENDS/ ME NANU/ 'WHY YOU HECE ? YÓU 60 FI6HT YELLOWMEN MAYBE ? Wide Worid Feituuu ÍSCAPINgWo THE JUNGLE A6 THE6UNS OFTHE FIRIN6 SQUAD FAIL TO 60 OFF JOE ELUDES HIS PURSUECS...AND COMES UPON... •fnfiKK. IFÍVEN IN THEIG OWN JUN6LE I WILL OUTWIT THESB F0OLS/X MUST FIND THE JAPANESE CAMP QUICKLY; NOW TO WARN THEM OF GAID/ Byssumar, sem skjóta átti nj ósnarann með, voru af óþekkt- um ástæðum ekki í lagi, og komst hann. undan inn í frum- skóginn. Njósnaninn (hugsar): Ég verð að ná sambandi við Japani sem fyrst .til fþess að aðvara þá. Njósnarinn (hugsar): Heppnin e r með mér. Ég íæt ihana leið- beina mér til bækistöðva þeirra. Dóttir Saraks: Ó, einn hinna amerísku vina. Hvers vegna ertu kominn hingað? Þú ætlar ■kannske að fara til bardaga við iþá gulu? Njósnarinn: Hvers vegna .... Já. Ég veit ráð til að drepa þá alla. Og þú getur hjálpað mér

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.