Alþýðublaðið - 18.03.1943, Qupperneq 3
, 18. maxT.,
■ I,.-
Franco á hersýningu.
f
i
Franco, einvaldurinn á Spáni, hefir ávalt verið heldur tvístígandi í afstöðu sinni til stríðs-
aðilanna, þó að hann háfi frekar hallast að möndulveldunum. — Hann sést hér á mynd-
inni (annar maður til hægri) á hersýningu við Madrid.
Horsk herskiðp ráð-
ast iaa í aorskan
London í gærkveldi.
NORSK herskip réðust á
sxmnudagsmorgun inn í
fjörð einn í Noregi um 120 km.
frá Bergen.
Norsku herskipin hæfðu tvö
skip í firðinum og kviknaði í
öðru þeirra og varð það alelda
og sökk fljótlega.
Þjóðverjar skutu á norsku
skipin af strandvirkjum, en
þau sluppu ósködduð og eng-
inn maður særðist.
Vmræðnr um nýjsr
vígstððvar.
LONDON í gærkveldi.
JLT OKKRAR umræður urðu
* * enn í dag í efri málstofu
brezka þingsins um nýjar víg-
atöðvar.
Cranborn lávarður varð fyr-
ír svörum. Hann kvað það rétt,
að Rússar bæru enn mestan
þungann af bardögum á landi
gegn Þjóðverjum, en liins veg-
ar mætti ekki gleyma því, að
England og Bandaríkin héldu
uppi harðvítugri baráttu gegn
Þjóðverjum bæði á sjó og í lofti
með hinum ægilegu árás-
um á Þýzkaland.
Cranborn lávarður sagði, að
hættulegt væri að bera fram
fyrirspurnir. sem vakið gætu
tortryggni. hjá Rússum gagn-
vart bandamönnum.
Hann kvað bandamenn hafa
gert hreint fyrir dyrum sínum
með ráðstefnunni í Casablanca.
í Tunis væri nú barizt um
þann brúarsporð, sem nauðsyn-
legt væri að hafa á valdi sinu
áður en til innrásar kæmi á
meginlandið.
En misheppnuð árás á meg-
inlandið Væri eitthvað það
hættulegasta, sem bandamenn
gætu tekið sér fyrir hendur.
Striðið verðar iangt,
segir Frasco.
LONDON í gærkv.
TC* RANCO hershöfðingi lét
svo um mælt í Madrid í
dag, að báðir aðilarnir, sem ætt-
ust við í þessu stríði, væru
mjög sterkir, og mundí stríðið
vera lengi.
Orustai nm lonetz-Iljótið
stöðngt harðnandi.
----♦ ...
Rússar sækja i tveimur fylkingum
fil Smolensk.
LONDON 1 gærkveldi.
MIKLAR orrustur geisa nú við Donetz-fljótið, allt frá
Kharkov suður fyrir Isyum.
Þjóðverjar gera ákafar tilraunir til þess að komast
yfir fljótið og skapa sér þannig aðstöðu til þess að kom-
ast að baki hersveitum Rússa við Kharkov.
Harðir bardagar eru einnig*
háðir vestur af Chevsk og Bel-
gorod.
Rússar segjast hafa hrundið
öllum árásum Þjóðverja.
Þeir segja, að árásir þeirra
hafi verið einna harðastar í ár
bugðunni skammt frá Izyum.
Paul Winterton, fréttaritari
brezka útvarpsins í Moskva,
segir, að Þjóðverjar beiti þeirri
aðferð að beita mörgum skrif-
drekum samtímis á litlu svæði.
Ef árásin mistakist, byrji þeir
annars staðar á nýján leik, þar
sem þeir telja Rússa vera veik
ari fyrir.
í þessum tilgangi færa þeir
skriðdrekasveitir sínar til stað
úr stað og oft um 90 km. veg-
arlengd á dag, en þetta sé nú
auðvelt, þar sem frost sé nú aft
ur í jörðu á þessu svæði suð-
urvígstöðvanna.
En Rússar nota krók á móti
bragði, segir fréttaritarinn. —
Þeir færa einnig skriðdreka-
byssur sínar til eftir þörfum.
SÓKNIN TIL SMOLENSK
Rússar segja að hersveitir
þeirra sæki nú í tveimur fylk-
ingum til Smolensk og sé ann-
ar fylkingararmurinn aðeins 90
km; frá borginni.
Suður af Ilmenvatni segja
Þjóðverjar Rússa halda uppi
miklum árásum og sendi þeir
þar fram fjölda skriðdreka,
fótgöngulið og flugvélar.
Rússar tilkynna að hersveit-
ir þeirra á þessum vígstöðvum
hafi unnið staðbundna sigra og
tekið nokkur þorp.
SÍÐUSTU FRETTIR.
Herstjórnartilkynning Rússa
í kvöld segir, að Þjóðverjum
hafi mistekizt að komast yfir
Donetz-fljót. Á Chuguev-svæð-
inu, 30 km. austur af Kharkov
hafa Rússar hrundið öllum á-
hlaupum Þjóðverja og bætt að-
stöðu sína.
Rússneskar hérsveitir sækja
að Durovo við járnbrautina á
milli Vyazma og Smolensk.
Vorið nálgast.
WASHINGTON í gær.
UTVARPIÐ í Mskva gat þess
í dag í sambandi við lestur
stríðsfréttanna, að nú væri vet-
urinn að kveðja víða í Sovét-
ríkjunum, en vorið að koma.
„Annað stríðsvorið er komið
til Moskvu. Samt sem áður eru
blóm ekki til sölu á götum
borgarinnar."
í hafnarbænum Dixon í Norð-
ur-Rússlandi, sem liggur í
baugi norðurheimskautsins, eru
hinar löngu nætur á enda runn-
ar.
Undirbúningur er hafinn und-
ir siglingar á norðurvegum
strax og ísa leysir.
í Stalingrad er verið að
hreinsa til í rústunum og byrj-
að að gera við höfnina og ná
skipunum upp úr Volgu, sem
Þjóðverjar sökktu í hinum
hrikalegu átökum, sem áttu sér
stað við þessa borg.
Garðyrkjumenn víða í Sov-
étríkjunum eru teknir til starfa.
í Usbeskistan, sem er sovét-
lýðveldi í Mið-Asíu, er vorsán-
ingin byrjuð af fullum krafti.
En það er ekki. þýðingar-
minnsti þáttur stríðsins, að afla
herjunujn fæðu.
Hinsley, kardináli
látinn.
LONDON 1 gærkveldi.
HINSLEY kardínáli, yfir-
maður kaþólsku kirkjunn-
ar í Englandi, er látinn, 77 ára
að aldri.
Hinsley var sonur trésmiðs í
Yorkshire i Englandi, en gerðist
Ungur f ylgismaður kaþólsku
kirkjunnar og varð hámennt-
aður maður. Hann var óvenju-
Er 8. herinn að hefja sókn?
a^^mm"mmmmm"mmmmm
TVARPIÐ í Berlín fullyrðir, að brezki herinn sé um það
leyti að hefja sókn gegn Marethlínunni.
Segja Þjóðverjar, að 8. herinn hafi komið stórskota-
liði sínu;fyrir á nýjum stöðmn með það fyrir augum, að
fá betra skotfærí á stöðvar Þjóðverja.
Bretar tilkynna, að 1. og 8. ♦
herinn hafi aðeins átt í fram-
varðaviðureignum.
I Mið-Túnis áttu amerískar
hersveitir í viðureign við Þjóð
verja um 5 km. norður af Gab-
es.
Árás var gerð á skipalest á
milli Túnis og Sikileyjar og
voru 3 skip hæfð sprengjum.
Laval settir árslita-
kostir.
London í gærkveldi.
. RETTIR frá Sviss, sem
*• hafðar eru eftir góðum
heimildum, segja, að Sauckel,
sem er yfirmaður vinnuaflsins
í Þýzkalandi, hafi sett Laval
úrslitakosti um að uppfylla lof
orð sitt um að senda 250.000
franska verkamenn til Þýzkal.
Að öðrum kosti muni þýzki
herinn í Frakklandi taka þessi
málefni í sínar hendur.
Sauckel á að hafa sagt Laval
að, ef til þessa kæmi, hafi her-
inn fengið skipanir um að sýna
enga miskunn.
De fiaalie fer jbrðð-
lega til foadar
við fiiraad.
London í gærkveldi.
TALIÐ er víst, að de Gaul-
le, leiðtogi frjálsra Frakka
muni bráðlega fara til N.-Af-
ríku til fundar við Giraud.
De Gaulle er sagður hafa
svarað bréfi Giráud mjög vin-
samlega.
Churchill lét svo ummælt í
neðri málstofunni í dag, að nú
væri öllum hindrunum fyrir
sameiningu Frakka, sem utan
Frakklands berjast fyrir frelsi
lands síns á bug vísað. Hann
kvað brezku stjórnina fagna
þessu og kvaðst viss um að
Bandaríkjamenn mundu gera
slíkt hið sama.
Cordell Hull tók undir þessi
ummæli Churchills síðar í dag,
og sagði, að stjórn Bandaríkj-
anna væri mjög ánægð yfir
þeirri stefnu, sem Giraud og de
Gaulle hefðu nú tekið í málefn
um Frakka.
London í gærkveldi.
IL1 FTIR að Giraud hélt ræðu
sína á sunnudaginn og lýsti
því yfir, að lög franska lýð-
veldisins giltu nú í nýlendum
Frakka í Norður-Afríku, hefir
hann ekki látið sitja við orðin
tóm.
Fjöldi embættismanna, sem
hafa verið hliðhollir Vichy-
stjórninni, hefir verið vikið frá
embættum. Áður höfðu tveir
háttsettir embættismenn Gir-
aud sagt af sér störfum.
lega frjálslyndur maður og
starfaðí með öðrum ldrkjufélög-
um áð mannúðar- og menning-
armálum.
Hinsley var ákveðinn and-
stæðingur nazisma og fasisma
og barðist mjög gegn Gyðinga-
ofsóknum nazista.
Almannatrygg-
ingar i U. S. A.
Washington.
ROOSEVELT forseti hefir
sent þinginu tillögur um
stefnu sína í félagsmálum, sem
fela í sér tryggingu fyrir því, að
Bandaríkjamenn burfirekþþ að^
líða neyð.
Forsetinn sagði, að þessar til-
lögur, sem voru gerðar af þar
til skipaðri nefnd, sem gerir á-
ætlanir rnn hráefni landsins,
myndu leiðbeina þinginu við að
semja fullnægjandi löggjöf til
þess að jafna vinnunni, tryggja
alla gegn fjárhagsvandræðum
og til að auka hagnýtingu á hrá
efnalindum landsins.
Áætlanir nefndarinnar mæla
mjög með auknu trygginga-
kerfi og einkum atvinnuleysis-
sjóði og ráðleggur stjórninni
að halda við þátttöku sinni í
þeim stóriðnaðarfyrirtækjum,
sem hún hefir sterk ítök í.
Önnur atriði áætlunarinnar
eru þau, að stjórninni er ráðlagt
að sameina járnbrautir í tak-
markaðan fjölda kerfa, gera
þjóðvegi, bílastæði í borgum,
veita verkamönnum sjúkra-
tryggingar, tryggja verkalýðs-
samtökunum samningarétt, full
laun, sanngjarnan. vinnutíma og
holla vinnustaði.
Bik n islenskar bék-
menntir tær oðða ððma
vestra.
NEV-YORK
EITT helzta bókmenntatíma-
rit Bandaríkjanna, Harp-
ers Magasin, segir í ritdómi umL
hina nýju bók Richards Beck,
„íslenzk ljóð og sögur“ (Ice-
landic Poems and Stories):
„Hvers vegna vitum við flest-
ir svo lítið um íslenzka menn-
ingu? Ef til vill hefir orðið ís-
land frálirindandi hljóm, sem
hefir haldið okkur frá að nema
málið, sem margir hermanna
okkar heyra nú á degi hverjum.
Við höfum nú ekki lengur neina
afsökun fyrir þvi, að njóta ekki
hinna ágætu íslenzku bók-
rnennta og þess anda, sem í
þeim rikir. í þessu safni, sem er
mjög prýðilega tekið saman og
þýtt, sérstaklega óbundna mál-
ið, eru sögur, sem Bandaríkja-
menn lesa séif til ánægju, engu
síður en vegna hinna ágætu
mynda, sem þær bregða upp af
hinni harðgerðu þjóð, sem
byggir eina af yztu varnarstöðv-
um lýðræðisins.“
London í gærk'veldi.
ISÍÐUSTU árás Breta á Es-
sen tóku þátt 400 flugvél-
ar og 1000 flugmenn.
Þjóðverjar hafa nú komið
fyrir 300 loftvarnabyssum í
Essen og alls 3000 loftvarna-
byssum í Ruhrhéruðunum.
Blöðum í Þýzkalandi verður
enn tíðrætt um síðustu loftárás
Breta á Essen og telja hana
mestu loftárás, sem gerð hefir
vefið á nokkra borg í Þýzka-
landi.
. i al 4
I