Alþýðublaðið - 18.03.1943, Side 7

Alþýðublaðið - 18.03.1943, Side 7
Fimmtudagur 18. mari! l»iX aMAjapayaiA IL>TDUÍDW Bæririn : Næturlæknir er Kjartan Guð- mundsson, Sólvallagötu 3, sínii 5351. ;j Næturvörður er í Iðunnar-Apö- tebi. • r' ‘ ' "j ÚTVARPIÐ: 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19-00 Enskukennsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þör. Guðm. stjórnar). ,a) Forleikur að óperunni „Töfraflautan" eftir Mozart. b) Lag úr Vínarskógi, vals eftir Strauss. e) Sérenade eftir M. Bruch. 20.50 Minnisverð tíðíndi (Jön Magnússon fil. kand.). 21.10 Hljómplötur: Göngulög. 21.15 íþróttaerindi ÍSÍ: Líkamleg áreynsla (Halldór Hansen dr. med.). 21.35 Spurningar og svör um ísl. mlá. (Bj. Sigfússon mag.). 21.50 Fréttir. — Dagskxárlok. Laugarnessprestakall. Fermingarbörn eru beðin að koma ekki til spurninga í dag -vegna lasléika prestsins. Leikfélag Reykjavíkur sýnir gamanleikinn „Fagurt er á fjöllum" í kvöld kl. 8. Xðnneminn er nýkorhinn út og er, jafnframt tíu ára afmælisblð. Fyrsta greihin heitir Iðnnerhinn 10 ára, eftir Garð ar Bergmann. Þá er ávarp frá H. H. Eiríkssyni, skólastj. Iðnsk., — Næturfundur fyrir tíu árum, eftir Guðj ón Guðmundsson, Blaðið — félagið og framtíðin, eftir Ólaf H. Guðmundsson, Gamalt og nýtt >eft- ír Ágúst H. Pétursson, Nýtt og fullkomið skólaMis, eftir Stefán G. Magnússon, Hvert stefnir? eftir J. Örn Tngvarsson, Þá fyrst . . eftir Guðjón M. Kristinsson, Sameinað- ir stöndum vér, eftir Jón Ó. Þór- ólfsson. Auk þess fcvæði og ýmis-- legt fleira. Slökkvíllðið 1 var í fyrrakviöld kvatt inn að Frakkast. 24 B, en þar hafði kvikn að í á efri hæð hússíns. — Urðu allmiklar skemmdir. Seinna þetta sama kvöld var slökkviláðið kvatt að Vesturgötu 26 A. Var þúið að slökkva þar, þegar slökkviliðið 3com á vettvang. ’Norræna félagið Sieldur skemmtifund í kvöld. — Þar flytur sr. Bjarni Jónsson er- indi um kirkjur Norðurlanda. — F'riijá, blaðafulltrúi heldur ræðu um Norðurlönd í dag. Karlakórinn Kátir félagar syngur. Að lokltm verður stiginn danz. Glas læknir eftir Bjalnar Sðderberg. vita, að ævilöng gæfa fylgir hringunum frá SIGURÞÓR Lakaléreft Sandcrepe Barnasokkar Unnur (horni Grettisgötu og Barónsstígs). 1; af 2||áí||í:- ekkj fleiri skeyti. Biðu menn nú milli vonar og ótta eftir fregnum . af skipinu. Voru allir vitaverðir beðnir að vera á verði og tilkynna, ef þfeir sæju að skip væri að reka upp, óg einnig voru víða annars staðar settir menn á vörð, en engar fregnir komu fyrr en skeytið frá Errii Johrison um kl. 7. Ekkert símasamband var við stöð í nálægð við strandstað- inn. Allar símalínur voru slitn- ar. Fréttir gátu því ekki borizt þá leið. Var þá gerð tilraun til að koma bifreið frá Borgar- nesi þangað og læknirinn þar beðinn að fara með til hjálpar, ef á þyrfti að halda. En ekki var víst hvort bifreiðin kæm- ist alla leið. Arctic er seglskip með hjálp- arvél. Það var á leið til Vest- mannaeyja til fiskflutninga þaðan. Fór skipið héðan á mánudagskvöld. Það mun hafa verið komið fyrir Reykjanes, þegar veðrið skall á, en þá sleg ið undan, snúið við og hrakið :mjög hratt. tillögur um og undirbúa svipaða löggjöf, um a lmannatryggingar hér a landi og stefnt er að með hinrii frægu Beveridgeáætlun á Bretlancli. ísleozk Beveridp- ðætlun. Frh. af 2 .síðu. Eigi er það ætlunin, að tillög- urnar um þesi mál verði lagðar fram í frumvarpsformi, en meg- ináherzlan lögð á, að öll efnis- atriði séu svo vandlega undir- búm sem auðið er og kappkost- að að kynnast löggjöf og fyrir- ætlunum Norðurlandaþjóða, Englendinga, Ameríkumanna og annarra þjóða, til lausnar þessum vandamálum í framtíð- inni, auk þess sem leitað sé til- lagna og umsagnar sem flestra aðiía, er á einhvern hátt anriast framkvæmd þessara mála hér á landi eða hagsmuna að gæta í sambandi við væntanlegar breytingar á skipulagi þeirra. Svo segir í tilkynningu fé- lagsmálaráðuneytisins í gær. Er hér eins og menn sjá um merkilega nefndarskipun að ræða. Er henni ætlað að gera Bátafnir. , Frh. ai' 2. siðu. Lsaf'jarðar. Allmörgum smærri ! bátum tókst að komast inn á j Súgandafjörð. " j Einn bátur missti mann. — Þettá var báturinri Svandís, skipstjóri Þórðúr Sigurðssön. Atti bátur þessi lóðir 20 mílur undan Rit. Hætti hann að draga kl. 10 í gærmorgun og var að gera klárt til landferðar, þegar Brotsjór reið yfir og einn 1 mann tók út og náðist hann ekki. Maðurinn hét Hrólfur, sonur Guðmundar Pálmasonar, Rekayik þak Látur, fvrrum vitavarðar á Strumnesi. Hrólf- ur var fæddur 30. okt. 1912. Var hann búsettur á ísafirði, kvæntur og áttf 2 börn. Báturinn missti og ut ýmis- legt af þilfarinu. Báturinn var 11 tíma á leið til hafnar og missti 80 lóðir. TJndir miðnætti á þriðjudags kvöld fréttist uni nokkra báta, sem andæfðu við ljósabaujur í landvari einhvers staðar í ísa- fjarðardjúpi á 30 faðma dýpi, Bátarnir höfðu samband hver við annan og við land. Bátarn- ir treystu sér ekki inn, enda vissu þeir ekki nákvæmlega hvar þeir voru staddir. Bylurinn var kolsvartur og vaxandi náttmyrkur. Togarinn Skutull fór út undir kvöldið til þess að vera til taks, ef hægt væri að veita bátum aðstoð. — Togarinn lónaði undir Bjarnar- núp. Öll aðstaða til hjálpar var vonlaus. Klukkan um 11 heyrðist frá Flateyri vélarhljóð frá vélbáti, sem strandað hafði á bugnum fyrir utan eyrina, en svo var sortinn mikill, að ekki sás't til bátsins frá landi. Skip voru strax send til h'jálpar og náðist báturinn út af bugnum óskemd ur. Þess'i sami hátur missti út vélstjórann, Einar Jóhannsson, frá Hnífsdal, úti á hafi, en tókst að ná honum aftur. Lóðatap Vestfjarða hefir reynzl miima en búizt var við í fyrstu. Kommnsistar dæmdir í 7500 kr. sekt fyrir brot á Msaleiplopm. Tveir aðrir húseigendur dæmdir í 16200 kr. sekt fyrir brot gegn sömu lögum. ------4------ LÖGMAÐURINN í Reykjavík hefir nýlega kveðið upp dóm yfir fimm húseigendum út af kæru, sem borizt hafði á þá fyrir broí á húsaleigulögunum. Þrír húseigendanna voru dæmdir sekir, en tveir voru sýknaðir. Allir þessir húseigendur höfðu verið kærðir fyrir að hafa breytt íbúðarhúsnæði í skrifstofur, búðir eða verk- stæði, en húsaleigulögin mæla svo fyrir, að slíkt megi ekki gera. Þeir ,sem sýknaðir voru, eru frú Steinholt og Jón Kjartans- son framkvæmdarstjóri. Það mun vekja nokkra furðu, að kommúnistaflokkurinn var meðal hinna seku. Skyldi mað- ur þó halda, eftir allt geypið í húsnæðismálunum, að þessi flokkur gengi ekki á undan í því að brjóta þau lög, sem sett hafa verið til verndunar al- menningi í hinum geigvænlegu húsnæðisvandræðum. Um þetta hneykslismál kommúnistafl. urðu töluverðar umræður þá þegar s.l. vor. Skýrði Alþýðu- blaðið þá frá málinu, til að sýna fram á tvískinnungshátt þessa flokks í húsnæðismálun- um, en íorystumenn flokksins lýstu upplýsingar Alþýðublaðs ins ósannindi. H.f. Miðgarður, hlutafélag helztu forsprakka kommúnista stundaði húsabrask. Keypti það meðal annars húsið Skóla- vörðustígur 19, breytti íbúð- arhúsnæði í því í skrifstofur og braut þar með húsaleigulögin. Iiúsaleigunefnd kærði þetta, en áður hafði verið ákveðið að beita 100 kr. dagsektum gegn þeim, sem fremdu slík afbrot. Dómurinn var á þá leið, að h.f. Miðgarð — forsprökkum kommúnista — var gert að greiða kr. 7000,00 fyrir brotið á húsaleigulögunum. Hinir, sem dæmdir voru, — voru h.f. Jötunn fyrir breyting- ar á Pálshúsi við Framnesveg .SJS3 T| f 11 Jack Dempseysem jólasveinn. Mynd þessi var tekin af Jack Dempsey, hnefaleikaranum fræga, um jólaleytið í vetur, og er verið að setja á hann alskegg, því að hann átti að vera jólasveinn á skemmtun, sem hermenn í New York héldu fyrir börn. og var það félag dæmt í kr. 8.100.00 sekt, og Jón og Stein- grimur fyrir breytingar á hús- inu Vesturgata 18, í kr. 8.100. Silungaklakið. Frh. af 2. síðu. felld og með Illerum, sem veittu seiðunum skjói og vörn gegn varginum, svo langt sem þeir náðu. Eu brátt kom í ljós, að ýmís konar vargur, einkum taum- önd og toppönd, herjaði mjög á seiðin og olli miklu tjóni. En svo hefir verið li.tið á , að t. d. taumörid og aðrar grasendur væru ekki hættulegar slikum seíðum. En þeir nafnar komust fljótt að raun um, að einmitt taum- öndin var þeim mjög hættuleg. Og toppönd sótti í seiðin og grandaði þeim svo gráðuglega, að á einni nóttu gizkuðu þeir á, að fækkað hefði um helming i afgirtu tjörninni. Hlerarnir reyndust ekki nægileg hlíf, og verður þvi að fyrirbyggja enn þá betur þá hættu, sem stafar af alls konar vargi. Hafa þeir félagar komizt að þeirri niðurstöðu, að öllum ]>eini fjármunum, sem veitt hefir veríð til klaks hér á landi, muni. í rauninni hafa illa farnazt vegna þess, að seiðunum var sleppt strax úr klakhúsunum, algerlega ósjáll'bjarga, ]>egar þau eru auðunriin bráð hvers konar vargi. \ Þes.sai,'i tilraun varð að liætta, vegna Iiinna miklu vanhalda. En þeir, sem liana gerðu, telja sig hafa fengið svo mikilsverða reynslu, áð vert sé, að hún verði almenningi kunn, og eins munu þeir halda áfram tilraunum sinum, enda hafa þeir komið sér upp klakhúsi og munu taka til óspilltra málanna næsta sum- ar. Þeir telja árangur vissan við þau skilyrði, sem þarna er Um að ræða, þegar reynsla og geta eykst, og ætla að ala 300 000 silunga-, og laxaseiði næsta sumar í afgirtu svæði í Litlá, friða þau og verja fyrir öllum vargi og sleppa þeim sí'ðan í ár og vötn. Þá gera þeir ráð fyrir að seiðin verði orðin 8—10 cm löng. Það er sjálfsagt, að þessum tilraunum sé veitt athygli, bæði vegna þess, að þær geta leitt til framfara í rækt nytjafiska i vötnum, og eins hins, að allt, sem getur orðið til atvinnu- aukningar í landinu, ekki síður í sveitum en við sjó, her að styðja og styrkja eftir föngum. Sigurgeir Sigurjónsson 'v ;, . hœstaréttarmálaflutningsmdð'tjr Skrifstofutimi 10-12 og 1-6. ' Aðdlstraeti 8 Simi 1043 ÚtbreiOiO AlpýOublaOiO Nýkomfð Amerískur Silfurplett borðbúnaður, vandaður en ódýr. Einnig lítilsháttar Sterling-silfur. ( t rf-i > 5,-. ■ { ’ • [. ’■ > ■ 5 '•í V ' ‘ '* £ *’"V " ' ' K. Einarsson & Bjðrnsson Bankastræti 11.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.