Alþýðublaðið - 24.03.1943, Síða 8

Alþýðublaðið - 24.03.1943, Síða 8
ALÞYÐUBLAÐIÐ MiSvikudagur 24. marz 1943. ■B NYJA bio HSB Klanfskir kflrekar. (Ride ’em Cowboy) með skopleikurunum BUD ABBOTT og LOU COSTELLO Sýnd kl. 5, 7 og 9. Barnasýning kl. 3. SAMA MYND Aðgöngum. seldir frá kl. 11.1 HAFÐI VAÐIÐ FYRIR NEÐAN SIG. VIKADRENGUR í gistihúsi hafði það starf með hönd- um að vekja gesti, sem þurftu að fara snemma á fætur á morgnana. Honum fannst starf- ið erfitt og óvinsælt, því að menn áttu það til að taka hon- um illa, þegar hann kom að vekja þá. Kvöld nokkurt datt honum í hug snjallræði. Einn gestanna hað um, að hann yrði vakinn snemma næsta morgun. Piltin- um fannst maðurinn óárenni- legur. En næsta morgun fór hann svona að: Hann drap hvatlega á her- hergisdyr mannsins og kallaði: „Halló, hér er áríðandi skeyti til yðar!“ Maðurinn geispaði ámátlega, en dróst þó fram úr og opnaði dyrnar. Pilturinn rétti honum lokað umslag og hljóp síðan í brott. Maðurinn opnaði um- slagið. í því var pappírsblað, sem á stóðu þessi orð: „Nú er kominn tími til að fara á fætur.“ ’ALLUR VARINN GÓÐUR. FARÞEGASKIP var á ferð meðfram ströndum Skot- lands. SÍcall þá á stórviðri mik- ið. Skipstjórinn og stýrimaður- inn ræddust við dálitla stund um hvað gera skyldi, en síðan snéri stýrimaðurinn sér að far- þegunum og sagði: „Gerið svo vel að greiða far- miðana snöggvast, því að það er ómögulegt að segja hvað kann að koma fyrir.“ * ' FÓR HINA LEIÐINA. ÞINGMAÐURINN var kom- inn í heimsókn í kjördæmi sitt og var nú að spyrjast fyrir um háttvirta kjósendur hjá hélzta umboðsmanni sínum. „Hvernig líður Jóhanni gamla?“ spurði hann. „Það væri gaman að sjá karlinn núna á eftir.“ „Nei, hann sjáið þér áreiðan- lega aldrei framar,“ svaraði um boðsmaðurinn. — „Hann er nefnilega kominn til himnarík- is.“ dreyra og stálið urga í manna- beinum. Á undan þeim var fyrirliði þeirra, en að baki honum undir foringjar hans, og þegar Búarn ir gættu betur að, sáu þeir fyr- irliðann varpa til jarðar öllum spjótum sínum nema einu, sem hann sveigði yfir hné sér og virtist ánægður með. Með villi dýrsöskri gerðu menn hans hið sama. Þetta táknaði dauðann. í þetta skipti myndu Zulu-Kaíf ornir ekki skjóta neinum spjót- um, þeir' myndu láta fjalhi- Kaffana um það, en Zulu- Kaffarnir ætluðu að berjast í návígi. Enn hófu þeir ekki árásina, en stóðu utan skotfæris og nutu þess unaðar að eiga orustu í vændum, miskunarlausa orustu — þar sem þeir máttu höggva °g leggja, eins og þá lysti. — Þeir' dönjsuðu fram og aftur, beygðu sig og sveigðu, fettu og brettu, börðu spjótum sínum á skildina, ráku upp öskur, hróp- uðu ógnunarorð og móðgunar- yrði, stöppuðu fótum og því wstari, sem þeir urðu, því wð- isgengnari urðu þeir. Hundrað og fimmtíu metra breitt berangur, skildi þá frá Búunum, og á þessu svæði lágu hinir fjölmörgu föllnu Kaffar og voru þegar orðnir þrútnir og uppblásnir — afleiðing ór- ustunnar, daginn áður. Þótt djarfir væru, fór hrollur um Kaffana, þegar þeir horfðu á þennan mikla valköst. Svona myndu þeir verða útlits á morg un, sem féllu í dag. Svona var gangur lífsins. Áður en Kaffarn ir gætu neytt spjóta sinna, — urðu þeir að vaða gegnum eld inn hræðilega, sem felldi menn eins og stormarnir miklu felldu gras. Meðan Búarnir biðu, undr- andi yfir því iiiki, sem komið hafði á Kaffana, tóku þeir eft- ir hópi Kaffa, sem skildist við meginherinn og hljóp burtu. — Þegar þessir Kaffar voru farnir, settust hinir, sem eftir voru, á hækjur sínar eða lögðust mar- flatir á jörðina, til þess að hvíla sig. Þeir hlógu dátt og léku á als oddi. — Hvers konar gjörningar eru þétta? spurðu Búarnir hver ir aðra, en ekki leið á löngu, áður en þeim birtist ráðning gátunnar. Úti í haganum sáu þeir gríðarstóran rykmökk, sem líktist jóreyk fjölda ríð- andi manna, sem færu geyst. Þarna fóru nautgripirnir, sem Kaffarnir höfðu stolið frá Bú- unum og voru nú að reka að aftur. Þegar hjörðin nálgaðist, stóðu Kaffarnir, sem höfðu beðið, á fætur á mannhring- inn, hleyptu hjörðinni inn í hringinn og lokuðu honum aftur, hlupu því næst á eftir hjörðinni, trylltu nautin með grunnum spjótsstungum, öskr- uðu á þau og ærðu þau og beindu æðisgenginni hjörðinni á skjaldborgina. Það var gersamlega ógern- ingur að skjóta, þegar svona var í pottinn búið, því að Zulu Kaffarnir voru huldir rykmekki eða í skjóli nautgripanna. Allt og sumt, sem greina mátti gegnum mökkinn, voru horn nautgripanna og oddarnir á spjótum Kaffanna, sem þutu fram með síðum nautanna og hentu sér á vagnana um leið og hjörðin kom að skjaldborg- inni, þar sem hún skipti sér rann sín kvíslin í hvora átt fram með skjaldborginni. Eins og kolsvört, flæðandi bylgja, runnu Kaffarnir upp að vögnunum, þar sem tekið var hraustlega á móti þeim. Búarn- ir skutu á þá á svo örstuttu færi, að brjóst Kaffanna sviðn- uðu af skotblossunum um leið og kúlurnar hæfðu þá. Fyrstu Kaffarnir hörfuðu frá, en aðrir ruddust fram í þeirra stað. — Þungi árásarinnar var svo gíf- urlegur, að vagnarnir bifuðust lítt og valkösturinn náði upp fyrir hjólásana. Meðan Zwart Piete skaut og hlóð á víxl, sá hann Sannie falla fyrir spjóti, sem stóð í gegnum brjóst hennar. Hann var svo fjarri henni, að hann gat ekki seilzt til hennar, en hafði endaskipti á byssunni, reiddi hana til höggs og lét skeptið ríða í höfuð þess Zulu- Kaffa, _sem næstur honum var. Umhverfis hann voru herópin að hjaðna ,en stunur hinna særðu og vein kvenna og barna yfirgnæfandðu orustu- gnýinn. Kaffarnir þustu inn í skjaldborgina. Á stöku stað stóðu menn og konur enn þá uppi, snéru bök- um saman og börðust, þótt börnin lægju dauð við fætur þeirra, börðust meðan hjartað sló, en urðu að lokum ofurliði borin. í rúman klukkutíma fóru Kaffarnir æðandi um skjald- borgina, stálu öllu, sem hönd á festi, drápu hina særðu, eltu uppi hestana og stungu hund- ana spjótum til bana. — Svo komst kyrrð á. í Kanaanslandi var öllu lok- ið, og Kaffarnir lutu niður, þerruðu blóðið af spjótum sín- um og gengu brott til að hvíla sig. Þeir báru í höndum sér byssurnar, hnífana og axirnar. Þeir höfðu etið upp til agna 3TJARNARBIÖSS Vínarævin- týri. (Jeannie) Eftir leikriti Aimme Stuarts Miihael Redgrave Barbara Mullen Sýnd kl. 5, 7 og 9. hina hvítu menn, lagt að velli þá, sem taldir höfðu verið ó- sigrandi. Þeir höfðu fengið stór ar hjarðir nautgripa, hrossa, sauðfjár og geitna í sigurlaun, og þeir sungu sigursöng. Þeir voru fílar, sem tróðu undir fótum sér alla þá, sem dirfðust að rísa gegn þeim. Þeir voru ljón, sem öskruðu svo, að jörðin skalf. Þeir voru Zulu-Kaffar og frægð þeirra barst um heim allan. m GAMLA BfÖ SB Eva nútímans. (THE LADY EVE). Barbara Stanwyck, Henry Fonda. Sýnd kl. 7 og 9. Kl. 3Ú2—6Ú2: FJÓRIR GOSAR (Four Jaiks and a Jill). Anne Shirley, Ray Bolger. XXX. KAFLI. Snemma morguns kom Rin- kals til Lemansdorp. Hann hafði farið hratt yfir, svona ; gamall maður, og var kominn j að falli af mæði, þegar hann hitti Gert Kleinhouse í bithaga : hans, þar sem hann var að líta eft'ir því, hvernig kýr hans voru mjólkaðar. — Hver ert þú og hvað vilt þú? spurði Gert. // Iwui/nxx/rvnou LIFI FRAKKLAND. um til í kjallaranum. En ég gaf þeim meira.“ Hún hló. „Pabbi var laginn við lækningar, og hann dró oft tennur úr nágrönnum okkar, þegar þeir fengu tannpínu. Hann átti alltaf meðul til að láta fólk sofna, svo að það fyndi ekki til, þegar hann kippti úr því tönnunum. Ég lét þessi meðul í vínið, sem ég gaf Þjóðverjunum. Og þeir sofnuðu, kann- ske sofa þeir lengi; kannske sofa þeir bara stutt; ég get ekkert um það sagt.“ „En, Jóhanna María! Ekki geturðu farið heim núna strax; það er óvarlegt.“ „Nei; ég sný ekki heim strax. Veslings Matthildur mín, — ég verð að yfirgefa hana, — nema þá að ég geti laum- azt til hennar einhverja dimma nótt og tekið hana með mér.“ „En hvað ætlarðu að gera?“ „Ég ætla að búa hjá Júlíusi frænda. Hann er sjómað- ur hér á ströndinni, og til hans ætla ég að fylgja ykkur. Ég klippi af mér hárið og klæði mig í strákaföt, og þá þekkja nazistarnir mig ekki aftur sem stelpuna, sem lék á þá. Ég kveikti bara á einu kerti fyrir þá og lét þá sjá sem minnst framan í mig, þóttist vera svo önnum kafinn að ganga þeim fyrir beina, og þegar þeir vakna, timbraðir og með höfuð- verk, muna þeir ekkert hvernig ég lít út. Og einhvern tíma næ ég í Matthildi mína.“ „Nei, Jóhanna María! Þú verður að koma til Englands með okkur. Hér geturðu ekki orðið eftir innan um óvinina. Þú getur búið heima hjá mér og verið eins og dóttir mín, væna mín!“ sagði Carfax og lagði höndina þýðlega á öxl henni. „Ég á dóttur, sem er á aldur við þig. Þið getið orðið góðar vinkonur, og ég skal annast hag þinn. Þér mun á- reiðanlega ekki leiðast heima hjá mér; — það er fallegt þar, — í snotrum dal í Devonhéraði.“ „Devon!“ Jóhanna María leit á hann, og augu hennar ' X’LL KEEP IN THE G * 9HAD0W/THE PCCS’S BEEN BLA'S.TED,. .THAT ’ LL HELP/ BUT ONCE X’M INSIDE WE’LL NEED A ^ICNAL SO YOU CAN TURN te-I ON THE JUICE / 1------ KiWu;, irápsaiN ÖRN: Eg mun læðast í skugg anum. Dyrnar eru opnar . .. það mun hjálpa mikið. En ég verð einhvern veginn að gefa þér merki, þegar þú átt að skrúfa frá! HELPME UNRACK M THIETHINQ ANDCUTIT TO STORMY: Eg veit ráð við því. ÖRN: Nú, — hvað er það? STORMY: Hjálpaðu mér að skera þetta niður í lengjur. Þeir skera bakpokann niður í lengjur og hnýta þær svo THEY EPLICE THE SHPOUD-LINE9 into one long, CONTINUOU5 COPE. WHEN YOU’RE READY POP THE EHOWEG, JUGT YANK THE P?OPE. I’LL HAVE IT T J ’POUND MY NECIC, IN CA5E BPILLIANT/ \ HEDE’E FOf? ONE COW OF WEED5 IEN’TCOINoto 6I?0W WHENIT’S BEEN WATEPED/ K* saman og Stormy festir ann- an endan um hálsinn á sér, en hinn fer Örn með. STORMY: Þegar þú «rt til- búinn, þá tekur þú í þinn enda. Það er engin hætta, að ég verði ekki var við það! ÖRN: Þetta er ágætt. STORMY: Gangi þér vel, — vatnskarl!

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.