Alþýðublaðið - 07.04.1943, Qupperneq 7
Miðvikudatfur 7. apríl 1943»
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Bærinn í dag.;
Næturlæknir er á læknavarð-
stöðinni í Austurbæjarbarnaskól-
anum, sími 5030.
Næturvörður er í Reykjavíkur-
apóteki, sími 1760.
ÚTVARPIÐ:
12.10—13.00 Hádegisútvarp.
15.30—16.00 Miðdegisutvarp.
18.30 íslenzkukensla, 2. flokkur.
19.00 Þýzkukennsla, 1. flokkur.
19,25 Þingfréttir.
19,45 Auglýsingar.
20.00 Fréttir.
20.30 Kvöldvaka:
a) Thorolf Smith: Svipir
fortíðarinnar; frásaga um
manngervingasaf n.
b) 21,00 Björn Blöndal Jóns
son löggæzlumaður: Á
reki í 21 dægur. Frásaga
(Sverrir Kristjánsson).
c) 21.25 Telpnakórinn
„Svölur“ syngur (Jón ís-
leifsson stjórnar).
21,50 Fréttir.
Dagskrárlok.
Húsmæðrafélag Reykjavikur.
Konur! Munið aðalfundinn í
kvöld að Amtmannsstíg 4.
Hallgrímsprestakall.
Föstuguðsþjónusta í Austurbæjar
skóla í kvöld'kl. 8 %. Séra Jakob
Jónsson.
Fríkirkjan.
Föstumessa i kvöld kl. 8,15.
HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN?
Frh. af 4. sfðu.
meðan verið væri að komast yfir
örðugustu byrjunarerfiðleikana
við skipulagningu sumarleyfis
verkafólks.
Eg get ekki skilist svo við þetta
mál, að ég reki ekki í stórum
dráttum söiguv sumarleyfislaganna.
— í október 1941 skipaði þáver-
andi félagsmálaráðherra, Stefán
Jóh. Stefánsson, fimm bnanna
nefnd til þess að undirbúa lög
um sumarleyfi verkafólks, en
þingmenn Alþýðuflokksins höfðu
áður flutt á alþingi þingsályktun-
artillögu um málið og fengið hana
samþykkta.
Að loknu starfi skilaði fimm
manna nefndin frumvarpi, sem
allir nefndarmenn mæltu með, —
nema fulltrúi atvinnurekenda. Sig-
urjón Á. Ólafsson flutti síðan
frumvarp á fyrra ársþinginu 1942,
en það náði ekki afgreiðslu á því
þingi. Á alþingi er nú situr var
frumvarpið flutt að nýju af Guð-
mundi í. Guðmundssyni og sam-
þykkt að lokum sem lög 10. febr-
Þetta eru góð orð og mak-
leg um þessi ágætu lög og þá,
sem hrundu þeim í framkvæmd.
En nú veltur allt á samtök-
um launþeganna og þeim
sjálfum, að hversu miklu gagni
þær koma fyrir þá, sem eiga
að njóta þeirra.
Frh. af 2. síðu.
Anglýsingar,
sem birtast eiga í
Alþýðublaðinu,
verða að vera
komnar til Auglýs-
ingaskrifstofunnarí
Alþýðuhúsinu,
(gengið inn frá
Hverfisgötu)
fjrrlr kl. 7 að kvSMi.
Sfmi 4906.
17. Við 16. gr., sem verður 5..
gr. Greinin orðist svo:
Þar til verð laridbunaðarvara
verður ákveðið samkvæmt fyr-
irmælum 4. gr., er ríkisstjórn-
inni heimilt að ákveða verð
þeirra þannig:
Útsöluverð mjólkur verði
lækkað í allt að kr. 1,30 pr. ltr.
og verð annarra mjólkurafurða
í samræmi við það. Lækkun á
verðinu til framleiðenda verði
hlutfallslega jöfn þeirri lækkun
á vísitölu kauplagnefndar, sem
verður í næsta mánuði eftir að
mjólkurverðlækkunin kemur til
framkvæmda, og verðið til
Deirra breytist síðan í samræmi
við breytingar á vísitölunni, en
að öðru leyti verði verðlækkun-
in á mjólk og mjólkurafurðum
borguð ur ríkissjóði.
Verð á kjöti, sem fyrirliggj-
andi er í landinu, er heimilt að
lækka með framlagi úr ríkis-
sjóði, þannig að heildsöluverð
á dilkakjöti verði fært niður í
allt að kr. 4,80 pr. kg. og verð
á öðrum tegundum kjöts í sam-
ræmi við það.
Ákvæði þessarar greinar um
verðlag og ríkisframlag falla úr
gildi eigi síðar en 15. september
1943.
18. Ný grein, er verður 6. gr.
Ríkisstjórninni er heimilt að
leggja fram úr ríkissjóði 3 millj.
króna í sjóð til tryggingar laun-
þega gegn atvinnuleysi, og
nefnist hann atvinnutrygging-
arsjóður.
Milliþinganefnd sú, sem skip-
uð hefir verið samkvæmt þál.
4. sept. 1942 til þess að athuga
atvinnumál o. fl., skal í samráði
við Alþýðusamband íslands
setja reglugerð um hlutverk og
starfsemi sjóðsins. Skal því -lok-
ið fyrir 15. ágúst þ. á., og sé
reglugerðin staðfest af félags-
málaráðherra.“
í áliti, sem fjárhagsnefnd
neðri deildar hefir skilað, segir
enn fremur um þetta:
„Fjárhagsnefnd hefir haft
dýrtíðarfrv. ríkisstjórnarinnar
til athugunar frá 25. febr. Frá
21, febr. til 1. þ. m. héldu fjár-
hagsnefndir beggja deilda sam-
eiginlega fundi um málið. Frá
10. marz til 25. marz starfaði 4
manna undirnefnd, einn nefnd-
armaður frá hverjum þing-
flokki, að málinu í samráði við
ríkisstjórnina. En frá 1. þ. m.
hefir fjárhagsnefnd neðri deild-
ar starfað ein að undirbúningi
breytingartillagna. Þess skal
getið, að ríkisstjórnin flutti
munnlega nýjar tillögur um
efni IV. og V. kafla frumvarps-
ins á sameiginlegum fundi fjár-
hagsnefnda og afhenti þær
skriflega 27. marz. Þær tillögur
eru nú prentaðar á þskj. 651,
frá ríkisstjórninni. Auk þess
hafa nefndirnar fengið ýmsar
skýrslur frá ríkisstjórninni, sem
þó þykir ekki þörf að prenta
hér með sem fylgiskjöl. Fjár-
hagsnefnd neðri deildar byggir
tillögur sínar á þeim athugun-
um og sjónarmiðum, sem fram
hafa komið á fundum, og hefir
um ýmis meginatriði tekið til-
lit til breytingartillagna ríkis-
stjórnarinnar við IV. og V.
kafla. Hefir nefndin leitazt við
Kanpþingið.
(Þriðiud. 2ý3 '43. Birt án ábyrgðar)
» ÖD
« '§ q, -r, o Ui
o > Verðbréf 2 § > M « í c id Btr D
5 — 12. fl. 105
■5 — 11. fi. 105
5 — 10. fl, 105V2
5 - 9: fl. 106‘A
47« Ríkisv. br ’41 101
4 Hitaveitubr. 100 100
37=
100
að taka þau tillit, sem nauðsyn- ,
leg eru til að tillögur hennar
geti náð meirihlutasamþykki, og
ekki bundið sig einskorðað við
flokkssjónarmið. Mun það sýna
sig við atkvæðagreiðslu, hvort
það hefir tekizt. En nefndin
telur það knýjandi nauðsyn, að
nægilegar heimildir verði gefn-
ar ríkisstjórn til stöðvunar og
niðurfærslu dýrtíðar og fram-
færsluvísitölu.
Nefndin gerir þá tillögu, að I.
kafli stjórnarfrv., um skatt-
skyldu af varasjóðstillögum, og
III. kafli, um eignaraukaskatt,
falli niður. Er það ekki vegna
þess, að nefndin eða meirihluti
hennar sé í sjálfu sér mótfallinn
grundvallarhugmyndum þeirra
kafla, heldur vill nefndin sum-
part draga þær deilur, sem
verða kunna um þessa kafla, út
úr umræðum um sjálft dýrtíð-
armálið, og eins telja nefndar-
menn, að þessir kaflar þurfi
meiri undirbúnings við en þeg-
ar er orðinn.
5. brtt. er um sama efni og 4.
gr. frv. skatt til að standast út-
gjöld ríkissjóðs af framkvæmd
þessara tillagna. Kann nefndin
bezt við að kenna skattinn við
tilganginn og nefna hann verð-
lækkunarskatt. Er sú breyting
gerð frá stjórnarfrv., að skyldu-
sparnaði, sem þar er gert ráð
fyrir, er kippt í burtu og lág-
mark skattskyldra tekna fært
úr 6000 kr. í 10000 kr. Áætlar
nefnþin lauslega, að þessi skatt-
ur muni nema frá 6—8 milljón-
um króna, en útgjöld sam-
kvæmt brtt. nefndarinnar eru,
ef heimildir eru að fullu notað-
ar, lauslega óaetluð:
Uppbætur á kjöt . . kr. 2 millj.
— á mjólk . — 1 —
Atvinnutryggingarsj. - 3 —
Samtals kr. 6 millj.
13. brtt. er um sama efni og
12. gr. frv., verðlagsuppbætur
á kaupgjald. Er ætlazt til, að
ríkisstjórnin leiti samkomulags
við Alþýðusamband íslands og
önnur stéttasamtök um, að þau
fallist á, að í næsta mánuði eft-
ir samþykkt þessara laga skuli
greiða verðlagsuppbót á laun
miðað við verðlag 1. dag þess
mánaðar, í stað 1. dags næsta
mánaðar á undan, eins og laun-
þegar eiga yfirleitt rétt á sam-
kvæmt samningum. Ef vísitala
lækkar úr 262 í 230, þýðir það
12.2% kauplækkun fyrir einn
mánuð, en að sjálfsögðu mundi
það hafa mikil áhrif til snöggr-
ar lækkunar á dýrtíð og fram-
færsluvísitölu og tryggja lækk-
unina. Er hér treyst á, að. sam-
komulag náist. Tilmæli eru
stundum sterkari en valdboð.
Bregðist þetta, þá er fótum
kippt undan viðleitninni trl dýr-
tíðarlækkunar að nokkru levti.
En nefndin telur sig hafa á-
stæðu til að ætla, að til slíks
muni ekki koma.
16. brtt. er sama efnis og 15.
gr. frv. Er ætlazt til, að skipuð
verði 6 manna nefnd til að
finna grundvöll vísitölu land-
búnaðarafurða og hlutfall milli
verðlags þeirra og kaupgjalds.
Nefndin er rannsóknar- og
samninganefnd og ræður ekki
úrslitum nema hún verði sam-
mála. Verði nefndarmenn ekki
sammála, kemur hvort sem er
til löggjafarvaldsins kasta, og er
þá ríkisstjórn og alþingi gefinn
mánaðarfrestur, frá því nefndin
á að hafa lokið störfum, til að
taka sínar ákvarðanir. Samn-
ingaleiðin hefir enn ekki verið
reynd til neinnar hlítar í þess-
um efnum, og er nú ekki seihna
vænna. Má og ætla, að það hafi
áhrif á starfsháttu nefndarinnar
til góðs, að samkomulag þurfi
til að fullur árangur náist.
17. brtt. er um sama efni og
14. og 16. gr. frv., mjólkur- og
kjötverð ög greiðslur úr rikis-
sjóði á verðlagsskyldar landar-
bú.naðarvörur, þar til samkomu-
lag næst eða aðrar ráðstafanir
eru gerðar. Er ætlazt til, að út-
bakKa bj rtaidega auðsýnda hluttekningn við fráfall
Jóns G. Ólafssonar.
ÓUna J. Erlendsdóttir og börn.
, Öllmn þeim, sem heimsóttu mig á 50 ára afmæli
mínu þakka ég' af alhug gjafir, blóm og skeyti.
Olgeir Vilhjálmsson.
Hjartanb ga jþakka ég öllum þeim, sein glöddu
mig á 70 ára aimæli mínu 2. apríl, með heimsókn-
um skeytum, gjöfum og hlýjum handtökum.
Guð blessi ykkur öll.
GUÐJÓN JÓNSSON,
Ránargötu 11.
\
s
s
s
s
$
s
s
I
N
ss
s
s
s
s
Glas lœknlr
fæst í næstu bókabúð.
söluverð mjólkur til neytenda
verði kr. 1,30 á •lítra, og er það
féngið þannig, að tekið er mjólk
urverð 1939, sem var 40 aurar
pr. lítra, bætt við það 45%
grunnverðshækkun og þar ofan
á dýrtíðaruppbót miðað við
vísitölu 230. En í tillögum
nefndarinnar er gert ráð fyrir,
að stefnt verði að því að koma
verðlagsvísitölu a. m. k. niður í
230 á sem skemmstum tíma.
Framleiðendur skulu aftur fá
fyrir mjólkina núverandi verð,
kr. 1,75 á lítra, að frádreginni
þeirri hundraðstölu, sem kaup
lækkar um við lækkaða fram-
færsluvísitölu. Ef vísitala lækk-
ar úr 262 í 230, kemur það þann-
ig út: Kauplækkun yrði 12,2%,
og 12,2% af kr. 1,75 gerir kr.
0,21. Mismuninn, ef lækkunar-
heimildin er notuð til fulls, kr.
0,24, á svo að greiða úr ríkis
sjóði. Um kjötverð er beitt sömu
aðferð, og verður þá lieildsölu-
verð á dilkakjöti kr. 4,80 pr. kg.
Útsöluverð yrði, með óbreyttri
álagningu, kr. 5,40, og greiðslan
úr ríkiscsjóði til viðbótar því,
sem stjórnin hefir þegar ákveð-
ið, kr. 1,00 pr. kg. Þessar heim-
ildir falla úr gildi í síðasta lagi
15. sept., og verður ríkisstjórn
og alþingi að gera nýja skipan
á um þessa hluti fyrir þann tíma
ef samninganefndin hefir ekki
orðið sammála. Hér verður að
setja timatakmörk, þvl a ðekki
er unnt a ðkaupa niður verðlag
nema um takmarkaðan tíma.
Út af því, sem hér að framan
er sagt um að leggja til grund-
vallar við verðlagningu land-
búnaðarvara verð þeirra árið
1939 að viðbættri 45% grunn-
verðshækkun, vilja þeir Skúli
Guðmundssoirog Ingólfur Jóns-
son taka fram, að þeir geta ekki
á það fallizt og viðurkenna ekki
þá útreikninga, þar sem þeir
telja óeðlilegt, að framleiðendur
landbúnaðarvara fái minni
hækkun á afurðaverðinu en sem
nema hækkun á kaupgjaldi
verkamanna á sama tíma.
Grunnkaupshækkun daglauna-
manna í 40 verkamannafélögum
innan Alþýðusambands íslands,
þar með talin öll fjölmennustu
félögin, mun vera að meðaltali
um 65 %' síðan 1939. Er hér
reiknuð sú hækkun, sem- orðiö
hefir á tímakaupi í dagvinnu,
en þar að auki eiga verkamenn
nú að fá orloísfé, samkvæmt
nýjum lögum, sem þeir munu
ekki hafa fengið árið 1939.
Út af athugasemd þeirra
Skúla Guðmundssonar og Ing-
ólfs Jónssonar vill Jón Pálma-
son geta þess, að eigi skipti máli,
hvaða regla sé hugsuð um lækk-
unarheimild á landbúnaðaraf-
urðum, þar sem þetta bráða-
birgðafyrirkomulag geti á eng-
an hátt verið til að binda 6
manna nefndina við,‘þegar hún
framkvæmir rannsókn sína og
gerir tillögur sínar.
18. brtt. er um stofnun 3 millj.
kr. atvinnutryggingarsjóðs, og
skal félagsmálaráðherra stað-
festa reglugerð um sjóðinn, að
fengnum tillögum atvinnumála-
nefndar og Alþýðusambands ís-
lands.“
Þessi götubúningur úr tvílitu
ullarefni var nýlega sýndur á
tízkusýningu í New York.