Alþýðublaðið - 22.05.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.05.1943, Blaðsíða 6
Laugardag’ur 21. ma*í 1943. N S s s N s s s s s s s s s s s s s s \ \ s I s s s s s s s $ s s Ástir og ævintýr ævsiaga hins heimsfræga ævintýramanns og kvenna- gulls Jakobs Casanova sem talin er hin merkilegasta persóna sem uppi var á 18. öld, sakir glæsileika og hæfileika. Hann eyddi allri æfi sinni í leit að nýjum og nýjum ástmeyjum. Hann var gerður útlægur úr föðurlandi sínu Ítalíu og sömuleiðis Frakklandi. Á gamals aldri hóf hann að rita æfisögu sína, sem síðan hefir komið út á tungum flestra menningarþjóða og er talið sérstætt rit og merkilegt í heimsbókmenntunum. 1. hefti þessarar bókar er nú komið í bókabúðir. Aðalútsala í Bókaverzlun Kristjáns Kristjánssonar Hafnarstræti 19 sími 4179. Lesið Ástir og ævintýr Casanova. I $ l s s ! s s s s $ s 1 s s s I s s s s s s s AU»YÐUBLAÐIÐ Á hverjo strandaðijinstri stjórn ? Er þá tilgangurinn sá, að leiða athyglina frá eigin sök? „Grípið þjófinn," sagði þjófur- inn sjálfur og benti á annan. Er það hin vonda samvizka Þjóðviljans, óttinn við dóm þeirra lesenda, kjósenda, sem trúðu fagurgala blaðsins og fullyrðingum um áhuga Sósí- alistaflokksins fyrir vihstri stjórn og nú eru vonsviknir, sem fær Þjóðviljann til þess að grípa til þess örþrifaráðs, að gerast slíkt ljúgvitni um viðkvæmustu hagsmunamál verkalýðsins, allra launþega? Er óttinn við dóm almenn- ings svo itaumlaus, telur Þjóðviljinn sjálfur aðstöðu Sósíalistaflokksins svo vonlausa að hann álíti það eitt geta bætt úr skák, að ljúga því, að Alþýðuflokkurinn, samstarfs- flokkur hans í stjórn Alþýðu- sambands íslands, hafi ætlað að lögbjóða kauplækkun. Er Þjóðviljanum það ekki nóg, að hafa slitið öllum tilraunum til að koma á samstarfi um myndun vinstri stjórnar? Vill haim lika slita samstarfinu inn- an verkalýðssamtakanna? Er tilgangurinn með þessum síðustu álygum á Alþýðu- flokkinn sá, að reyna að vekja deilu og eyðileggja samstarf verkalýðsflokkanna innan Al- þýðusambands íslands? Nægir ' Sósíalistaflokknum ekki það, að tilraunin til að mynda vinstri stjórn, þingræð- isstjórn á Alþingi, mistókst al- gerlega, og að ríkisstjórn skip- uð utanþingsmönnum fer því enn með völd án stuðnings meirihluta alþingis eða at- beina flokkanna, samkvæmt hinni upprunalega tillögu flokksins? Vill flokkurinn líka feigt allt samstarf innan félags samtaka verklýðsins? Ætlar Sósíalistaflokkurinn að leita þar sambands, sem margir hafa haldið fram, að hann sé ekkert annað en gamli Kommúnistaflokkur- inn, grímuklæddur. Er það skýringin á skrif- um Þjóðviljans og endanlegri aðstoð Sósíalistaflokksins til vinstri stjórnarmyndunar. Dýpra og dýpra: Tilraunir Þjóðviljans til pess að afsaka morðið á Ehriich og Aiter. HANNES Á HORNINU Frh. á 6. síðu. heitar pylsur á kvöldin til þess að geta drukkið /neira eða satt sig eftir langan og erfiðan dag. Menn eru alls ekki sammála um þetta.Eg birti bréf í fyrradag á móti vögn- unum. En í gær barst mér annað bréf, frá „Rólyndum vegfaranda". Hann er með pylsuvögnunum. Þó að málið sé úr sögunni, birti ég bréf þetta. Það er svohljóðandi: „ÞAÐ ER ÖÐRU HVORU rætt og ritað um óþrifnað og ósóma í þessum bæ, og vitanlega er ekki nema gott til þess að vita. Það er þörf á því, að vekja fólk til um- hugsunar um þetta öðru hvoru. En nú upp á síðkastið virðist skeytum þessum aðallega og stundum ein- göngu beint gegn pylsuvögnunum. ,Ve;gfarandi‘ skrifar í dálka þína í dag, og er helzt á honum að skilja, að allur ósómi, óþrifnaður, slags- mál og rúðubrot séu pylsuvögnun- um að kenna og alm^nningur sé/ mjög svo undrandi yfir því, að þeir skuli ekki vera með öllu bannaðir og það fyrir löngu. Þar sem ég tel mig einnig til vegfarenda, langar mig að leggja orð í belg og biðja þig, Hannes minn, fyrir nokkrar línur til þessa kollega míns. „ÞAÐ ER ÞÁ FYRST til að taka, að ég hygg að almenningur (sem því miður hefir að ósekju verið blandað inn í þetta mál, því mér vitanlega hefir engin skoðana- könnun farið fram um þetta) hafi mjög svo skiptar skoðanir á þessu máli, hafi hann þá nokkuð um það hugsað; og þá sérstaklega því, hverjar séu orsakirnar til óþrifn- aðar, ósóma, slagsmála og rúðu- brota. Öþrifnaður og ósómi kemur víða fram, og mun almenningur eiga erfitt með að þvo hendur sín- ar hvað það snertir, en það er nú annað mál.“ „ÞEGAR MINNST ER Á pylsu- vagnana í því sambandi væri svo sem ekki úr vegi að athuga sumar svonefndar „sjoppur", sem varla verða teknar til fyrirmyndar um hreinlæti né sómasamlega af- greiðslu neyzluvara, svo ekki sé meira sagt, en það er bara erfið- ara að vanda um við þær en pylsuvagnana. Garðurinn er þar mun hærri! — Um slagsmálin og rúðubrotin er það að segja, að órsökin til þeirra verður varla rakin til þess, að menn eti pyls- ur(H). Það er að minnsta kosti hugsanlegt, að „kollega" minn geti aflað sér staðbetri fræðslu um það atriði hjá lögreglunni, ef hann á annað borð fýsir að vita um hinar sönnu orsakir til slagsmála og óláta á götum úti.“ „EN ÉG TEL óhugsandi, að pylsur hafi þau áhrif á menn, að gera þá gjarna til slíkra hamskipta. Það er þá víða pottur brotinn. Pylsuvagnarnir verða því ekki gerðið ábyrgir fyrir auknu lög- reglueftirliti. — Um kæru Útvegs bankans, sem „kollega“ minn gerir að umtalsefni, má segja, að hún snerti aðallega þá hlið málsins, hvar pylsuvagnarnir eigi að vera og um það verða að sjálfsögðu ýms sjónarmið uppi. Það er þó margra manna mál, að þeim hafi verið valinn góður staður, þar sem þeir hafa verið að undanförnu í Kolasundi. Það beri lítið á þeim, en séu þó ekki út úr.“ „MÉR ER SAGT, að í mörugm borgum erlendis séu pylsuvagnar víða á götum úti, og því fari fjarri að þeir séu ákærðir fyrir allt það, sem þar kann miður að fara í almennri hegðun hvað ó- sóma, óþrifnað og slagsmál snert- ir. Aftur á móti séu þeir til mik- illa þæginda fyrir almenning. Það getur varla verið efamál, að sama lögmál gildi um pylsuvagnana hér, enda eru þess mörg dæmi. Er því algerlega ósanngjarnt að bérjast gegri þeim, ekki sízt, iþegar á þeim hefir farið fram endurbót til mik- illa muna.“ „AÐ ENDINGU vil ég geta þess, að mér finnst „kollega“ minn hafa reynt að gera úlfalda úr mýflug- unni með því að telja pylsuvagn- ana valda ósómanum, óþrifnaðin- um o. s. frv. í miðbænum. En það má ef til vill virða honum það til vorkunnar. En að hann skuli ætl- ast til, að bæjarstjórn geri slíkt hið sama, það er fásinna, sem ekki er hægt að vorkenna honum. Bæj- arstjórn mun í þessu máli, hér eftir sem hingað til, líta á mýflug- una sem mýflugu og úlfaldann sem úlfalda." BRÉFRITARINN talar mjög um að það hafi ekki verið pylsurnar, sem urðu valdandi slagsmálum, rúðubrotum og svínaríi. Nei, það mun líka vera rétt. Næsta skrefið er þá að banna ríkinu að selja sprútt. Haldið þið að það verði samþykkt? Neí, ekki aldeilis. Það vérður aldrei samþykkt. Það er líka ólíku saman að jafna: heitum pylsum — og brennivíni. Hannes á horninu. (Frh. af 4. síðu.) sem byrjaði að halda fundi um jólaleytið. Lokapáfttar) loddara- lelksins. En þá bregður svo við, að um alllanga hríð er fátt rit- að í Þjóðviljann um „vinstri stjórn“. í þess stað er tekið að skrifa um „vinstra sam- starf“, án stjórnarmyndunar, á alþingi og utan þess. Og loks, þegar aðeins er eftir hálfur mánuður til þingslita og að því er komið, að nú verður að hrökkva eða stökkva um myndun vinstri stjórnar, kveður Þjóðviljinn upp úr með þeð, að eini möguleikinn fyrir því að mynda vinstri stjórn sé, að hinir flokkarnir fallist á stefnu sósialsita! Hann hafi sett sín skilyrði, hinir flokk- arnir verði annað hvort að ganga að þeim óbreyttum eða ekkert verði úr vinstri stjórn. Greinilegar er ekki hægt að slíta öllum samningaumleit- unum. En til enn frekari árétting- ar eru svo tillögur fulltrúa flokksins í 9 manna nefnd- inni fluttar og fyrir þeim mælt rétt á eftir. Jafnframt tekur svo blaðið að boða þá nýju kenningu, að í raun réttri sé enginn skaði skeður, þótt myndun vinstri stjórnar liafi farið út um þúfur. Slík stjórn væri svo sem ekk- ert sérstaklega æskileg frá sjónarmiði alþýðustéttanna. Hún hefði sennilega orðið að mæta mörgum vanda, störf liennar gætu orkað tvímælis og jafnvel orðið til þess að valda deilum. Og einnig um Aiþýðuflokk- inn flytur nú Þjóðviljinn nýjan boðskap. Ekki svo að skilja, að ókvæðisorðin séu spöruð eða brigslin og aðdróttanirnar um svik minni en áður. Nei, það er nú eitthvað annað. En nú er Al- þýðuflokknum ekki álasað fyrir það, að hann vilji ekki vinstri stjórn eða að Alþýðublaðsklík- an komi í veg fyrir að hún sé mynduð. Nú er höfuðsök Al- þýðuflokksins allt i einu orðin sú, að hann vill vinstri stjórn, vill fá ráðherra í slíka stjórn með Sósíalistaflokknum og Framsókn. Og vísvitandi er hamrað á þeim ósannindum i Þjóðviljanum dag eftir dag, að Alþýðuflokkurinn hafi ætlað að ganga að því, að lögbjóða kauplækkun, þótt allir viti, að þessi fullyrðing er tilhæfulaus með öllu, ,og annar ritstjóri blaðsins hafi neyðst til þess að jála ]>að opinberlega við út- varpsumræður á alþingi. Hver er sbýringin? Hver er tilgangurinn með þessum siendurteknu ályguin Þjóðviljans, níði og rógskrif- um um Alþýðuflokkinn í sam- bandi við viðræðurnar um vinstri stjórnina. Tæplega get- ur hann verið sá einn að þjóna lund ritstjóranna og löngun þeirra til illyrðamokst- urs. Alþýðublaðið hefir aldrei fullyrt, að myndun vinstri stjórnar hafi strandað á Sósí- alistaflokknum einum. Það hefir hins vegar verið sýnt fram á, að það var hann, sem raunverulega sleit samninga- viðræðunura. JÓÐVILJINN gerir i gær nýja tilraun til ]>ess að af- saka morðið á hinum pólsku jafnaðarmönnum Ehrlioh og Alter austur á Rússlandi. Þorir blaðið þó ekki lengur að segja neitt um þetta hrak- lega niðingsverk frá eigin hrjósti, heldur birtir um það grein, þýdda upp úr ameríkska kommúnistatímaritinu . .„New Masses“. Þar er þvi fyrsta lagi logið upp, að Ehrlidi og Alter hafi komið sem flóttamenn til Rúss lands haustið 1939. Sannleikur inn er sá, að þeir voru teknir fastir af . sovétyfirvöldunum í Austur-Póllandi, eftir að Rússar höfðu lagt það undir sig með i.nnrásinni að baki Pólverjum í september þá um haustið. í Þjóðviljagreminni er við- urkennt, að -sovétstjórnin hafi þegar í ágúst 1941 látið dæma þá Ehrlich og Alter til dauða. En um hitt er þagað í greininni, — að sovétyfirvöldin lýstu því yfir, þegar þeir voru látnir laus ir litlu síðar sgmkvæmt banda lagssáttmálanum við Pólland þá um sumárið, að öll málaferlin gegn þeim hefðu verið byggð á missljilningi, eins og Elirlicli skrifaði í bréfi til London þann stutta tima, sem þeir félagar voru frjálsir í Rússlandi. Þá segir í Þjóðviljagreininni, að þeir Ehrlich og Álter hafi aftur verið teknir fastir í des- ember il 9 4 2. Þetta eru bláber ósannindi, sett fram, eins og sjá má á greininni, til þess, að geta þvi betur talið mönnum trú um að, þeir félagar hafi verið frjálsir ferða sinna og athafna meðan barizt var við íStalingrad, en kommúnistar liafa sem kunnugt er talið það liklegast ti.1 afsökunar fyrir hús bændur sína austur á Rússlandi, að ljúga þvi upp, að þeir Ehr- lich og Alter hafi með úndir- róðri þar eystra vegið að vörn Rússa við Stalingrad. Þeir Ehr lich og Alter voru tekiiir fast- ir á ný strax i desember 19 4 1 en ekki í desember 1 9 4 2. og því búnir að vera hér um bil heilt ár í fangelsum sovétstjórn arinnar í annað sinn, þegar bar dagarnir við Stalingrad byrj- uðu! Að endingu reynir hinn ame- ríkski kommúnisti, að afsaka morðin á pólsku jafnaðarmönn unum með þvi, að þeir hafi ver- ið „orðnir sovéthorgarar“. Vit- anlega byggist slík lygi ekki á neinu öðru en en því, að Rúss- land hafi 1939 lagt undir sig 'AUiStur-|Pó:lland og þar með innlimað bæði það og alla Pól- verja, sem þar voru, i hið rúss- neska þjóðfangelsi. En hvernig stóð þá á þvi, að sovétstjórnin lét þá Ehrlich og Alter lausa í bili samkvæmt kröfu pólsku stjórnarinnar i London í ágúst 1941? Viðurkenndi liún ekki þar með að þeir væru pólskir rík- isborgarar, Þannig eru öll „rök“ komrn- únista í ]>essu máli, annaðhvort bláber ósannindi eða gagnsæj- ar blekkingar. Það er þvi alveg sama livernig Þjóðviljinn, eða erlendir kommúnistar, sem hann ber fyrir sig, reyna að af saka morðið á Ehrlicli og Alter hinum pólsku jafnaðarmönn- um og fresishetjum i barátt- unni við ma^ismann. Það er óverjandi glæpur við verkalýðs hreyfinguna og þjóðfrelsisbar- áttuna i heiminum, og Þjóðvilj inn mun aldrei hafa annað en sí aukna smán og fyrirlitningu af því að reyna að bera í bæti- fláka fyrir svo hraklegt gerræði og níðingsverk. HÖFUM DRENGJAPOKABUXUR > allar stærðir í ýmsum' litum. Afgreiðsla ÁLAFOSS, Þingholtsstræti 2. — Sími 3404.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.