Alþýðublaðið - 12.06.1943, Side 2

Alþýðublaðið - 12.06.1943, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 12. júní 1943» N S s s s s s $ s s s s s s * s s s s s * s s s Útvegsbankinn gefnr 50 pns. br. til hvíidarheimilis sjómanna. Samþykkt á aðalfnndi bankans í gær. AÐALFUNDUR Útvegsbankans h. f. var haldinn í gær. Á fundinum var samþykkt í einu hljóði, samkvæmt tillögu fulltrúaráðs og bankastjórnar að gefa 50 þúsundir króna í byggingarsjóði dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn. Á fundinum gaf formaður bankaráðsins, Stefán Jóh. Stefánsson, skýrslu um hag bankans og rekstur og er hag- urinn mjög góður. N S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Hæstaréttardómur í gær: Lárns Jóhannesson fær 17 hnsnnd krónnr fvrir handleggsbrotið. Bæjarsjóður sýknaður af kröfunni, en rikissjóður verður að greiða bæturnar. HÆSTIRÉTTUR dæmdi Lárusi Jóhannessyni, hæsta- réttarlögmanni og alþingismann í gærmorgun 17 þúsundir króna í skaðabætur fyrir meiðsli, er hann hlaut í höndum lögreglunnar fyrir um tveimur árum og auk þess 3 þúsundir króna í málskostnað. Málavextir voru þeir, eins og menn munu minnast, að tveir lögregluþjónar tóku Lárus Jóhannesson drukkinn að því er þeir töldu og er hann stimp- aðist á móti, framhandleggshrotnaði Lárus o gátti hann lengi í meiðslinu. Rfkisstjóri hefur legið í sjúkrahúsi. £n er nú á hatavegi- RÍKISSTJÓRI hefir ekki verið á skrifstofu sinni undanfarna daga, þar sem hann hefur legið á spítala vegna aðgerðar á kjálkaholu. Ríkisstjóri er nú á góðum batavegi eftir því sem Gunn- laugur Einarsson læknir uplýsiij, en mun þó verða fjarverandi næstu viku. Jón ívarssou dæmú- nr aftar og á sðmu infld og áðar. VALDIMAR STEFÁNSSON setudómarinn í máli Jóns ívarssonar kvað í gærmorgun upp dóm í málinu. Var dómur hans á somu lund og fyrri dóm- urinn, sem ónýttur var vegna formgalla. Jón ívarsson var dæmdur í 1500 kr. sekt og greiðslu máls- sóknar. í gær bárst Alþýðublaðinu eftirfarandi tilkynning frá við- skiftaráðuney tinu: „Viðskiptamálaráðuneytið hefir móttekið svohljóðandi bréf frá Jóni ívarssyni, fyrrv. alþingismanni, 5. þ. m.: „Ég leyfi mér hér með að til kynna hinu háa viðskiptamála- ráðuneyti, að ég hefi ákveðið að taka eigi sæti í Viðskipta- ráði, án tillits til, hver úrslit þess kunna að verða, er höfðað Frh. á 7. síöu. Lárus höfðaði mál út af þessu gegn bæjarsjóði Reykjavíkur og ríkissjóði og dæmdi undirréttur þessa aðila til að greiða Lásusi 20 þúsundir kr. í skaðabætur. — Hæstiréttur sýknaði bæjarsjóð, en dæmdi ríkissjóð til að borga Lárusi skaðabæturnar. í forsendum hæstaréttar fyr- ir dóminum segir meðal ann- ars: „Lögreglumenn þeir, sem í máli þessu greinir, voru að rækja störf sín í lögreglu Reykjavíkur, þegar gagnáfrýj- andi hlaut lemstur sitt. Yfir- stjórn lögreglu Reykjavíkur og ákvarðanir um framkvæmd hennar eru falin handhöfum ríkisvaldsins. v Athafnir lögreglu þessar eru því þáttur í beit- ing ríkisvalds, enda eru lög- reglumennirnir um meðferð starfa síns • ekki háðir stjórn- völdum Reykjavíkur. Eru þess vegna ekki efni til þess að greiða gagnáfrýjanda bætur úr bæjarsjóði Reykjavíkur og breytir það ekki þessari nið- urstöðu, þótt annar lögreglu- mannanna taki laun sín úr nefndum bæjarsjóði og bæjar- stjórnin hafi haft hönd í bagga um skipun hans. Ber því að sýkna borgarsjóra Reykjavík- ur f .h. bæjarsjóðs, en máls. kostnaður gagnvart honum þyk ir eiga að falla niður. Kemur þá til álita krafa gagn áfrýjanda á hendur ríkissjóði. Það verður ekki talið lögreglu- mönnunum til áfellis, þótt þeir skærust í leikinn, er gagnáfrýj andi ör af víni var að skipta sér af ölvuðum erlendum sjóliða, sem herlögreglumaður var að taka fastan. Hinsvegar þykir það sýnt, að lögreglumennirnir hafa tekið gagnáfrýjanda of hörðum tökum og það jafnvel þótt óhrakin sé sú staðhæfing þeirra, að hann hafi reynt að gera tilraunir til mótspyrnu. Réttlátt þykir og eðlilegt, að þjóðfélagið beri ábyrgð á mis Frh. á 7. síðu. Almennt kesnaraping nm islenzka tnngn og pjóðerni ¥erður sett með viðhðfn í há^ tiðasal háskélans 19. p. m. Fjöldi kennara mun sækja þingið. ALMENNT KENNARAÞING hefst hér í Reykjavík 19. þessa mánaðar og stendur í 4 daga. Aðalviðfangsefni þessa kennaraþings verður íslenzk tunga og íslenzkt þjóð- erni. Er lögð mikil áherzla á það að stjórn kennarasambands- ins að sem allra flestir kennarar sæki þingið. Á þessu almenna kennara- þingi flytja erindi: Einar Arnórs son menntamálaráðh., Jakob Kristinsson fræðslumálastjóri, Björn Sigfússon magister, Sig- urður Thorlacíus skólastjóri og Ársæll Sigurðsson kennari. Fundir þingsins verða haldn- ir í Austurbæjarskólanum, en sjálf setning þingsins fer fram í hátíðasal háskólans 19. júní um kvöldið. Þar flytur Jakoþ Kristinsson ræðu, S. A. Friid, blaðafulltrúi segir frá baráttu norsku kennaranna. Sigurður Thorlacius minnist Alþjóðasam bands kennara, Haraldur Björns son o. fl. flytja leikþátt. Jóhann Tryggvason og Páll Halldórs- son söngkennarar leika á fiðlu og blandaður kór syngur. Þá verða og sýningar í sam- bandi við þingið. Stjórn S. j. B. skipa þessir menn: Ingimar Jóhannesson formaður, Sigurður Thorlacius varaformaður, Guðm. S. Guð- jónsson ritari, Pálmi Jósefsson gjaldkeri og meðstjórnendur þeir Arngrímur Kristjánsson, Gunnar M. Magnúss og Jónas B. Jónsson. Almenningur í landinu mun áreiðanlega fylgjast af lifandi áhuga með störfum þessa þings kennaranna um íslenzka tungu og íslenzkt þjóðerni. Fyrirmæli lögreglunnar: Bifreiðarner af alferaleiðinni! Á nokkura fyrirfram til- greinda staði, LÖGREGLAN hefir enn hafið herferð gegn bif- reiðunum, sem standa á öll- um götum og gangstéttum. Verða bifreiðaeigendur, að viðlögðum sektum að fara með bifreiðar sínar á til tekna staði. Bifreiðar mega standa á eft- irtöldum stöðum: Á Hringbraut að Flókagötu, á Vitatorgi. Beggja megin við Leifsstytt- una, við Gróðarstöðina, fyrir neðan hana, á Hringbraut, og austan Framnesvegar, sunnan Sólvallagötu. Verða bifreiðaeigendur nú þegar, sem heima eiga í ná- grenni þessara stáðá að flytja bifreiðir sínar á næsta stað, — annars munu þeir verða látnir Frh. á 7 síðu Fyrsta kvöldyaka blaðamanna i útvarpinu á annan I hvitasonnii. 9 blahamenn koma fram á hvhld* vökunni með margs Icaiiar ®fnf« p YRSTA kvöldvaka blaðamanna, sem út- varpað er, verður að kvöldi 2. í hvítasunnu. Hefur nefnd úr Blaðamannafélagi Islands undirbúið þessa kvöldvöku alllengi ,hvernig svo sem út- varpshlustendum líkar það, sem blaðamennirnir flytja þeim að þessu sinni. Sérstakur kynnir verður á kvöldvökunni, en að öðru leyti fer þetta fram: , Skúli Skúlason, formaður Blaðamannafélags íslands flyt- ur ávarp. Hannes á horninu talar um daginn og veginn, Axel Thorsteinsson segir end- urminningar úr blaðamennsk- unni á Islandi síðustu 20 árin, en 20 ár eru liðin síðan Axel Thorsteinsson fluttist heim og hóf blaðamennskustörf hér. iSigurður Guðmundsson flytur erindi, sem hann nefnir: Hvers virði eru blöðin? Jón Heígason segir stutta frásögu. Karl ísfeld segir skipafréttir á bundnu máli. Jón H. Guðmundsson les upp smásögu, sem heitir ,,Dag- inn eftir“, og er hún frásögn af manni sem fékk sér full- mikið í staupinu. Bjarni Guð- mundsson lýsir daglegu lífi blaðamannsins. Þá syngjur Árni Jónsson frá Múla. Á bak við þetta allt heyrist í íjarska setjaravélar pikka, pressuvélar snúast, fréttarit- arar síma eftir fréttum og blaða drengir æpa. Þá verða loks leikin lög eftir blaðamenn og lög við Ijóð eftir blaðamenn. Fimleðfaasýnini ármanns á aniaii i hvitasunnu. Fimleikasýning ár- MANNS, sem vera átti í gærkveldi, fórst fyrir vegna rigningar og bleytu á vellinum. Ákveðið er, að sýningin verði á annan í hvítasunnu kl. 5, ef veður leyfir. Hátiðahöldin 17. júní. Forsætisráðherra talar af svolnm alþingishússins. Framkvæmdanefnd íþr'óttahátíðarinnar 17. júní hefur setið á rökstólum. að undanförnu og komið sér niður á það hvernig deginum verður varið, en það eru íþróttafélögin Ármann, K. R. og í. R., sem sjá um mót- ið nú eins og að undanfömu. Skýrði nefndin blöðunum fráv því helzta viðvíkjandi hátíða höldunum í gærkveldi. Kl. 2 Ieikur Lúðrasveit Reykjavíkur á Austurvelli, en forsætisráðherra, Björn Þórð- arson, talar af svölum Alþingis hússins kl. 2,30, Lagt verður af stað suður á íþróttavöll kl. 2.45 og Iagður blómsveigur á leiði Jóns Sigurðssonar, en íþróttasýningar og keppni hefj- ast kl. 3. þar keppa 45 karlar frá 7 félögum í frjálsum íþrptt- um og 12 stúlkur reyna rtieð sér í hlaupum. Aðgangur að vellinum verð- ur ókeypis, en merki verða seld allan daginn til styrktar starf- semi íþróttafélaganna þriggja. Um kvöldið verða svo dans- leikir í Hótel Borg og Odd- fellowhúsinu. Síðar verður nánar skýrt frá hátíðahöldum íþróttamanna þennan dag. Bonesteel í boði riúisstjórnarinnar siðdegis i gær. f ---- í tilefni af brottfor hps. RÍKISSTÓRNIN hafði boð í alþingishúsinu síðdegis x gær í tilefni af brottför Bone- steel hershöfðingja héðan. Var hershöfðinginn mættur ásamt ýmsum öðrum ameríksk- um yfirmönnum. Fjöldi ís- lenzkra embættismanna, þing- manna og annarra forystu- manna tók þátt í hófinu til að heiðra hershöfðingjann með ná- vist sinni. Fyrirtæki dæmd fyr- ir verðlagsbrot í 4200 króna sektir. ATTA verzlunarfyrirtæki hafa nýlega verið dæmd í sektir fyrir brot á verðlags- ákvæðum. Nema sektirnar samtals 4200 krónum. Þessi fyrirtæki hafa verið dæmd: Veitingasalan í Sýningar- skála myndlistarmanna, fyrir of hátt verð á veitingum, kr. 500,00. Bifreiðasala Haraldar Sveinbjörnssonar, fyrir of hátt verð á varahlutum, kr. 1500,00. Verzlunin Drangey, fyrir of háa álagningu á silkisokkum, kr. 300,00. Saumastofa Kristín- ar Gissurardóttur, fyrir of hátt verð á kápu, kr. 200.00. Hattabúð Ingu Ásgeirs, Lauga- veg 20, of hátt verð á kvenhött um, kr. 400,00. Tízkuhúsið, Laugavegi 5, fyrir of hátt verð á kvenhöttum, kr. 800,00. Veit- ®Yh. b 7. síöu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.