Alþýðublaðið - 12.06.1943, Side 4

Alþýðublaðið - 12.06.1943, Side 4
4 ALÞYÐUBLAÐBÐ Laugardsg.ur 121. júni 1943. fHjpíjðnbladið Ötffeíandl: AlþýSaflokkurinu. mtstjóri: Stef&n Fétursson. Ritsrtjóm og afgreiösla 1 Al- þýðuhtisinu viö Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 ofi 4902. * glímar afgreiðslu: 4900 og 4606. Vcrö í lausasölu 40 aura. Alþýöuprentsmiöjan h.f. flversfegaa ð Kúbi — en ekki bér? Fyrir RÚMRI VIKU flutti Þjóöviljinn þá fregn, að stjórnarskipti hefðu orðið á eynni Kúbu í Vestur-Indíum í marz í vetur, og hefði þá verið mynduð þjóðleg einingarstjórn, sem allir flokkar ættu fulltrúa í, nema hinn svo kallaði Bylt- ingarflokkur Kúbu. Hann einn er utan stjórnarinnar. Aftur á móti á Kommúnistaflokkur Kúbu fulltrúa í henni, segir Þjóðviljinn, og er ráðherra hans fyrsti kommúnisti, sem sæti hefir tekið í stjórn 1 Ame- ríku Þess er ekki getið í frétt- inni, að nein skilyrði hafi verið sett af hálfu Kommúnistaflokks- ins á Kúbu fyrir þátttöku hans í stjórninni. Svo mörg eru þau orð Þjóð- viljans um hina þjóðlegu ein- ingarstjórn, sem mynduð var vestur á Kúbu í marz í vetur. Um sam'a leyti sátu fulltrúar þriggja flokka á ráðstefnu um stjórnarmyndun á annarri ey í Atlantshafi — íslandi. Þar er nú að vísu, eins og menn vita, enginn kommúnistaflokkur lengur til, heldur bara Sósial- istaflokkur, sem aldrei situr sig úr færi, að lýsa yfir tryggð sinni við lýðræðið og vilja sínum til samstarfs við aðra vinstri flokka, enda var hann einn þeirra þriggja flokka, sem þátt tóku í ráðstefnunni um stjórn- armyndun, en hitt voru hinir tveir vinstri flokkarnir í land- inu, Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. Hér var því að vísu ekki um neina þjóð- lega einingarstjórn að ræða; enginn íhaldsflokkur átti að vera í stjórninni; hún átti að vera vinstri stjórn, og skyldi maður ætla, að það hefði sízt átt að fæla kommúnista — nei, fyrirgefið, sósíalista, — frá' þátttöku í henni. En hvað kem- ur í ljós? Þeir þykjast, þegar til kemur, ekki geta tekið sæti í stjórn með hinum vinstri flokkunum, vegna þess, að ekki fáist uppfyllt hin og þessi „skilyrði“ sósíalista, sem stöð- ugt er verið að fjölga eða breyta. Og endirinn verður sá, að hin fyrirhugaða vinstri stjórnarmyndun mistekst; og landinu er eftir sem áður stjórnað af embættismanna- stjórn, utan þings og án nokk- urs þingmeirihluta að baki sér. Það fer nú varla hjá því, að ýmsum komi það dálítið kyn- lega fyrir sjónir, hvernig það hafi verið mögulegt fyrir kom- múnista að taka sæti í þjóðlegri einingarstjórn, með íhalds- mönnum og atvinnurekendum, hvað þá öðrum, vestur á Kúbu, á sama tíma og þeir geta ekki tekið sæti í vinstri stjórn, með flokkum verkamanna og bænda, hér norður á íslandi! Og hvern- ig getur Þjóðviljinn kinnroða- laust skýrt frá hinum kommún- istiska ráðherra í þjóðlegri einingarstjórn vestur á Kúba Frh. á 6. sí5u. Rykið i bænum. VARLA mun nokkurt heim- ili hér á landi svo illa stætt né heimilis-ráðendur þeir trass- ar eða sóðar, að ekki sé þar „gert hreint“ að minnsta kosti einu sinni á ári. Venjulegast er það gert á vorin eða framan af sumri. Er hreingerningin eitt af því, sem menn gera til þess að fagna með birtunni, ljósinu. IÞv’í ljóselskir erum við Frón- búar yfirleitt, þrátt fyrir allt. iHöfuðborgin okkar. Reykja- vík, er eitt stórt heimili, saman sett af mörgum smáum. Smáu heimilin reyna hvert um sig, eftir efnum og ástæðum, að gera hreinf, þvo og sópa sín kynni. Forsjón stóra heimilis- ins gerir á sínu sviði sem næst ekkert til þessa. Lætur sópa lítilsháttar þegar mest er rykið — og eykur þá fokið með því, en sjáldan moka þegar helzt er hægt að ná einhverju að gagni burtu, er rykið liggur blautt og myndar for. Kveður svo rammt að þessu hirðuleysi á götum bæjarins, að víða má heita að hreingerning smáu heimilanna inni hjá sér sé unnin fyrir gýg, vegna þess, sem inn berst af götunum. Frá fyrstu tíð hafa götur bæj- arins verið illa og af vankunn- áttu og vanefnum gerðar. Þeg- ar vætutíð hefur gengið hafa bæjarbúar mátt vaða forina í skóvörp, ökla eða enn dýpra, og bera þannig meira eða minna af því ,,góðgæti“(!.) inn í hús sín; en þegar svo þornað hefur og vindað, — en hér er sjald- an logn —, hefur sama „góð- gætið“ komið í loftköstum inn í húsin, og fæstir gluggar eða hurðir verið svo vel felld í, að haldið hafi getað þessu foki úti. Á meðan bærinn var fámenn- ur og umferð lítil, kom gatna vangerðin og óhirðan ekki að verulegri sök. Var þó oftast hægt að rekja sig og krækja eftir götunum, þar sem minnst eða lítil var forin; og þegar þornaði var hún bæði límdari saman og í stærri samfeldum stykkjum, sem vindurinn ým- ist tók ekki á loft eða að minnsta kosti bar ekki eins rækilega og nú inn um ósýnilegar rifur. ,Á þessu tímabili, og svo allt fram til þessa, hafa bæjarbúar vanizt óþægindunum, sem af þessari gatnaóhirðu stafar, svo að þegar um langt skeið hefur rykið í Reykjavík verið talið sjálfsagt og það þolað sem hver önnur óviðráðanleg plága. Siðustu árin fyrir hernámið var þessi forar- og ryk-óþrifnað- ur orðinn lítt þolandi vegna aukinnar umferðar; en síðan hefur umferðin og ónæðið, svo og slitið á götunum, aukizt svo gífurlega, að ekki verður með tölum talið. Og að sama skapi hefur rykið vaxið, en forin ekki eins geypilega, því að meira hefur verið gert að því að bera ofan í göturnar áður en djúpar forarvilpur hafa myndast, þótt alltaf fái polla- holur að eiga sig lengi, og stækka og fjölga þar til að all stór kaíli vegarins — götumiar — er orðinn að lítt færu hrauni. Frá sjónarmiði leikmanns virðist þó gerlegt að laga þetta ástand töluvert. Að minnsta kosti ætti að vera hægt að gera það sem allflestir húsbændur á smáu heimilunum gera: að ?,gera hreint“ þ. e. þvo einu sinni til tvisvar á ári, þó að svo kunni að fara sumstaðar, — eins og á litlu heimilunum —, að hreingerningarinnar sjái ekki stað nema tiltölulega skamma stund. Á litlu heimilunum er þó gert hreint; eins vaöri ekki óeðlilegt að stóra heimilið gerði, •— bærinn —<. Skal ég nú reyna að gera dá- litla grein fyrir hreingerning- ar-hugmynd minni, hvort sem „húsbændunum“ þóknast að taka tillögu „vinnumannsins“ til greina á nokkurn hátt eða ekki. Það á að ÞVO allar götur bæjarins árlega, — tvisvar eða oftar, — eftir þörfum. Þetta finnst ykkur líklega vera vitleysa, ógerningur. Hvort tveggja sé, að við höfum nóga rigningu við að búa og hún þvoi götur bæjarins, en á hinn bóginn: að við höfum ekki svo mikið vatn til, að það nái noklc- uri átt að eyða því á göturnar. Þessu er því að svara, að það er ekki meiri vitleysa gð þvo götur bæjarins en að þvo húsin að innan — og sumir láta einnig þvo þau að utan, og er það ekki talin vitleysa, í öðru lagi: Hér fáum við aldrei þá steypi-rign- ingu, að hún þvoi göturnar. Þegar mest og ákafast rignir á göturnar snjólausar, skolast töluvert af hallamestu götunum, enda eru þær ætíð að öðru jöfnu, miklu hreinni heldur en hinar; íengra nær regnþvottur- ekki. Satt er það, að drykkjar- vatnið okkar úr Gvendarbrunn- um er vanalega ekki of mikið; það mundi bæði reynast full lítið til slíkra framkvæmda og svo er það allt of gott til þess. Annað ráð er nú orðið til. í vetur flutti Pétur slökkvi- liðsstjóri nokkur erindi fyrir starfsmenn loftvarnasveitanna Þar sagði hann frá því, að slökkvilið bæjarins væri búið að fá nokkrar sterkar dælur. sem sæktu vatn sjálfar nokkuð langa leið og sendu það aftur frá sér með töluverðum krafti. ,Nú er sjórinn hér allt í kring um bæinn. þar er ótæmandi vatnsuppspretta. og töluvert mætti fá úr. Tjörninni. Þetta vatn á að nota til að þvo göt- urnar og fá til þess dælurnar, sem slökkviliðsstjóri talaði um. Og vinnan að þessu verki á að vera skyldukvöð á bæjar- mönnum eins og ýmislegt ann- að í bæjarins þarfir, svo sem t. d loftvarnirnar, vara-slökkvi- liðsstörf o. s. frv. Þarf aðeins að skipuleggja verkið vel, svo að sem haganlegast verði bæði fyrir bæinn, fyrir þá, sem að vélunum verða að vinna, fyrir þá, sem til starfs verða kvadd- Beztn kptkaopii. Fyrst um sinn seljum vér vænt og ágæt- lega verkað sssltað difika kj5t fyrir kr. 5,00 — fimm krónur kílóið, enda sé tekið minnst x/a skr. (þ. e. 6—8 kg.) og kaupandi sæki kjötið hingað á staðinn. Frystihúsið Herðubreið, Frfbirkjuvegi 7. 1 Tó|lg og mör hefir ekki verið jafn ódýr og nú, síðan sneiama á árinu 1940. Mör kostar nú kr. 4,00 kg„ Tólg „ „ 4,80 |„ Allt annað feitmeti hefir á sama tíma stórhækkað í verði. i Saoibaiid ísl. Sainiuíelap, \ \ s s s s s s s s s s simi UBarferðir tií ÁSGARÐS og STÓRHOLTS alla miðvikudaga. Til baka föstudaga. Til Asegarðs ) þriðjudaga. Ferðir eru frá Borgarnesi 4 sambandi við ferðir LLaxfoss frá Reykjavík. Famiðar seldir daglega frá kl. 9—18 á Bifreiðastöð íslands. ANDRJES MAGNÚSSON, Ásgarði. ir á hverjum stað og tíma og til þess að hreingerningin komi að tilætluðu gagni. En öllum ætti að vera ljúft að vinna að þessu, hver eftir sinni getu, til þess að þennan hvimleiða óvin alls þrifnaðar í bænum og hættu- lega heilsu bæjarbúa, rykið, þótt ekki væri það nema í bili. Allar þær götu. sem eru mal- bikaðar eða steiníagðar. á með þessu móti að vera hægt að losna alveg við allt ryk, og hin- ar, sem lakar eru gerðar, má losa við megnið af því dusti, sem fokið getur, jafnvel kann- ske við það allt — í svipinn. Auðvitað mun hin mikla um- ferð, sem nú er um göturnar, byrja þegar í stað aftur á að mala niður götu-ofan-í-burð- Frh. á 6. síðu. TÍMINN gerir í aðalritstjórn- argrein sinni í gær stríðs- gróðann og mótbárurnar gegn skattlagningu hans að umtals- efni. Þar segir meðal annars: „Það er margt, sem er sér- kennilegt fyrir ísland um þessar mundir. Eitt er það, að gífurlega mikill auður hefir safnazt á hend- ur einstökum mönnum á sama tíma og tekið hefir verið fyrir söfnun mikils einkaauðs í öðrum löndum. Ýmsir kunna að segja, að þetta sé til mikilla happa fyrir þjóðfé- lagið. Þessi mikli auður muni renna til aukinna framkvæmda á sviði atvinnulífsins. Hér skulu nefnd nokkur dæmi, er sýna rétt- mæti þeirrar kenningar. Einn hinna nýríku manna hef- ir nýlega látið byggja hús, sem ætlað er fjölskyldu hans einni, fyrir rúmlega Vz millj. að því talið er. Annar þeirra nýríku hefir lát- ið byggja sumarbústað, sem tal- inn er að kosta ríflega 100 þús. krónur. Ýmsir annarra í hópi hinna ný- ríku hafa byggt ,,luxus“hús og sumarbústaði, sem að dýrleik og íburði nálgast mjög tvö fyrrnefnd dæmi. Ýmsar fjölskyldur hinna nýríku hafa 2—3 luxusbíla til afnota. Fatnaðarkaup hinna nýríku ganga þó oft lengst í óhófinu. — Margar skrautkápur og hýalíns- kjólar frúa og dætra hinna nýríku hafa kostað 3—4 væn jarðarverð. Álitið er að ein frúin hafi eytt á- líka miklu í andlitsfarða og skraut meðöl á einu ári og það kostaði fyrir skömmu síðan að gera all- langan fjallveg bílfæran. Flciri dr?r :i skulu 'eigi nefnd að að sinni. Þau, sem hér hafa verið tilgreind, sýna bezt hvert megin- hluti stríðsgróðans rennur. Hann fer ekki til nýrra framkvæmda, ekki til eflingar atvinnulífinu, heldur til þjóðháskalegrar óhófs- eyðslu“. Það er ekki að furða, þótt hart sé barizt á móti skattlagn- ingu stríðsgróðans! * Á öðrum stað í gær minnist Tíminn á bækling Brynjólfs Bjarnasonar um sámningana um vinstri stjórn og þykir hann koma illa upp um óheilindi kommúnista í þeim samning- um. Tímínn segir: „Pésinn, sem Brynjólfur Bjarna son hefir ritað um starf níumanna neíndarinnar lýsir bæði heift og hræðslu. Hvorttveggja er alveg eðlilegt. Heiftin stafar af því, að refskákin, sem h'ann útbjó í haust, var eyðilögð. Hræðslan stafar af því, að fleiri en áður muni nú sjá byltingarrefinn, sem leynist undir sauðargæru lýðræðisyfirlýs inganna. Refskákin, sem . Brynjólfur Bjarnason undirbjó í haust, var í aðalatriðum þessi: Lýsa sem öfl ugustu fylgi við lýðræðið og rót- tæka umbótastjórn. Bjóða umbóta flokkunum upp á viðræður um stjórnarmyndun. Treysta því að slíku tilboði yrði hafnað með þeim forsendum, að ekki yrði talað við menn, er dýrkuðu Stalin. Auglýsa síðan á torgum og gatnamótum: Sjá, ekki strandáði vinstri stjórn- in á sósialistum. Hún strandaði á Framsóknarflokknum og Alþýðu- flokknum, sem ekki vildu einu sinni veita sósíalistum viðtal. Ef þessi refgkák Brynjólfs hefði (Frh. á 6. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.