Alþýðublaðið - 25.06.1943, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.06.1943, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 25. júní 1943,- fUJn|5nblú5i5 CftKelandi: AlþýSuílokkurinn Rltstjórl: Stefán Fétursson. Rltatjóni og afgreiCsla í Al- þýðuhúsinu viS Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4*«S. Simar afgreiSslu: 4900 og 4*0«. VerS i lausasölu 40 aura. AlþýSuprentsmiSjan h.f. Tveir pistlar: Gakk út og sjá! Rikisrekstur og ríkisvald. MÖNNUM verSur að vonum tíðrætt um gerræði at- vinnumálaráðherrans í sam- bandi við ákvörðun bræðslu- síldarverðsins og hafa fáir treyst sér til þess að mæla því bót. Því að með ákvörðun at- vinnumálaráðherrans er ekki aðeins, andstætt allri venju, gengið í berhögg við tillögur meirihlutans í stjórn síldar- verksmiðja ríkisins; með þeim er jafnframt það hneyksli fram- ið, að fyrirskipa síldarverk- smiðjum ríkisins að greiða lægra verð fyrir bræðslusíld- ina, en einkaverksmiðjurnar, og þar með raunverulega vegið að þessum ríkisfyrirtækjumj og þar að auki eru þau á hinn ófyrirleitnasta hátt notuð til þess að þrýsta niður bræðslu- síldarverðinu fyrir sjómönn- um og útgerðarmönnum, og má þá segja, að skörin sé farin að færast upp í bekkinn og að sá höggvi, sem hlífa skyldi. * Þjóðviljinn gerði í fyrradag þetta síðasta atriði málsins að umtalsefni í ritstjórnargrein, þar sem farið er hörðum og þó ekki nema maklegum orðum um slíka misnotkun ríkisfyrir- tækja. En þar við bætir hann eftirfarandi orðum um ríkis- rekstur yfirleitt, sem rétt er að talca til ofurlítið nánari at- hugunar: „Þessar staðreyndir ættu að gera öllum landslýð ljóst, að í baráttunni milli stóratvinnu- rekendavaldsins og launastétt anna er það ekki aðalatriðið, hvort fleiri eða færri fyrir tæki eru rekin af ríkinu,' held- ur hitt, í hvers höndum ríkis- valdið er. Sé ríkisvaldið í höndum stórframleiðenda, eru fyrirtækin jafnvel hættulegri vopn í baráttunni gegn launa- stéttunum heldur en fyrirtæki einstaklinga. Það er því meira en vafasöm stjórnmálastefna, að berjast fyrir ríkisrekstri innan auðvaldsþjóðfélags.“ Svo segir Þjóðviljinn. Og vissulega neitar enginn því, að gagnsemi ríkisreksturs fyrir verkalýðinn og launastéttirnar yfirleitt velti fyrst og fremst á því, hver með ríkisvaldið fer. En hitt er meira en barna- skapur, sem menn sízt skyldu búast við af þeim, sem þykjast vera sósíalistar og það meira að segja marxistar, að verka- lýðurinn megi ekki berjast fyr ir ríkisrekstri í auðvaldsþjóð- félagi af því, að hætta geti ver- ið á, áð hin ríkisreknu fyrir- tæki verði vopn í höndum at- vinnurekendavaldsins á móti honum. Slík skoðun er álíka afturhaldssöm og heimskuleg og andúðin gegn vélunum, þegar þær voru að ryðja sér til rúms fyrir fleiri mannsöldrum, og einstakir skýjaglópar, sem vildu vera ógurlegir byltingar- menn, hvöttu verkamennina til þess, að brjóta vélarnar og hindra alla vélavinnu af því að vélarnar væru vopn í höndum MAÍtGT SKEÐUR MEÐ ÞJÓÐ YORRI, varð kunn- ingja mínum að orði, þegar til- kynnt var, að hér skyldí hefjast hreinlætisvika — sumir vildu hafa það mánuð og enn aðrir hreinlætisár Og sjá, blaðamenn irnir stóðu í hring, og göptu og gleyptu í sig hvert orð, sem um þetta mál var sagt — þeir voru sjáanlega í vandræðum með fréttir. Og sjá, blöðin þeirra létu boð út ganga, að nú skyldi gengið milli bols og höfuðs á öllum óþverra, jafnt í húsagörð- um sem á húsþökum — sá and- legi þó undanþeginn — og sektum og jafnvel fangelsi beitt af lögreglustjóra, ef boðum sendimanna hans væri ekki hlýtt. Blöðin vegsömuðu rögg- semina og þeir hreinlátu sögðu „amen hallelúja“ — en hinir skítugu fóru í burt, af ótta við að fá sekt. En vikan leið; þeir. hreinlátu biðu og sáu enga breytingu — og þeir, sem fóru í burt, biðu eft ir því, að eftir því væri tekið, hversu hreinir þeir væru, rusla- hrúgurnar í hirium ýmsu húsa- görðum eftir því, að þær væru skoðaðar, og ryðblettir á húsa- þökum eftir því að verða skrap- aðir og málaðir, eða að minnsta kosti umtalaðir — en ekkert skeði — enginn sagði neitt. Lögreglustjórinn þagði, en hélt sínar skotæfingar inni í Vatna- görðum meðan borgararnir sváfu. En húsagarðarnir biðu þess með óþreyju að einhver með æðri og betri smekk en eigendur þeirra litu á þá í náð, og aumkuðust yfir óþverrann í þeim. Og blaðamennirnir þögðu — steinþögðu. Þeir höfðu feng- ið smáfrétt. Og ryðið á gamla Franska spítalanum og húseignum bæj- arins þar í kring ók sér af á- nægju, og hver ryðblettur sagði við annan: „Við getum haldið áfram okkar starfi, við sem er- um í þjónustu þess opinbera, bæjarins — og hreinlætisvika og málning nær því ekki til okkar“. En skúrarnir — við Sjávarborg, gamla geðveikra- hælið með járnrimlunum fyrir gluggunum, sem einnig mun vera eign bæjarins — hneigðu sig til samþykkis, en einstöku maðkur gægðist upp úr óhreins- aðri öskutunnu einstaklings, eins og vildi hann spyrja: „Er þetta virkilega satt?“ En inni í Vatnagörðum hvað við, „tikk, takk, tikk, tikk,“ um leið og hleypt var af riflum og skamm- byssum lögreglunnar, og þeim heitið dauðanum og djöflinum, sem ekki hittu nógu vel, hvað sem öðru liði í þeirra starfi. Og nóttin ríkti með sinni kyrrð, og hinir friðsælu borgarar Reykjavíkur sváfu í öruggri vissu um góða vernd þeirra, sem voru inni í Vatnagörðum. Maðkarnir í öskutunnunurri fóru á kreik og óhreinindahrúg- urnar eins og brostu í kampinn, prentvélarnar skröltu, en blöð- in þögðu. En sólarlagið í Reykjavík bætir margt upp og sólarupp- rásin einnig — og hvað er ekki hægt að una við, þegar alltaf er sól? Og þó að útrænan fylli stundum vit borgaranna af ó- þverra af götunum og úr húsá- görðum, þá kemur þó saltvatns bíll borgarstjórans og dreiíir sjó um göturnar. — Hann var inni í Höfðahverfi um daginn. Auk þess: Einstaklingsframtak- ið lifi — jafnt í blíðu sem í stríðu, jafnt í hreinlæti sem í óþverra! II. Hér er það ekkert LAUNUNGARMÁL, að ég á tík, að sjálfsögðu er hún ekki í bænum — hún er hinu- megin landamæranna — eins hjá mér eins og öðrum, nema þegar hún stelst í bæinn. Ég hef enga vinnukonu og konan mín er hrædd við hunda, svo ég verð sjálfur að leiða tíkina, þegar hún fer á reglulegan göngutúr — já til þess að fá appetit eins og danskurinn seg- ir. Tíkina hef ég nefnt „Pólitík“, hún gat heitið það rétt eins og hvað annað, hreint ekki síður en hundur konu einnar í Hafn- arfirði, sem ég varð samferða í strætisvagni skömmu eftir komu ítölsku flugvélanna hérna um árið, hét Balbo. „Komdu hérna, Balbo minn“, sagði kon- an. Við í strætisvagninum litum í kringum okkur og datt strax í hug, að Balbo sálugi mark- skálkur væri meðal okkar. En er að var gáð, togaði konan í lítinn ósélegan hund er sjálfsagt var í kynnisferð í bænum, og sagði: „Komdu hérna, Balbo atvinnurekenda og gætu þrýst niður kaupinu eða gert verka- mennina með öllu atvinnu- lausa. Nú dettur engum lengur í hug, að halda slíkri vitleysu fram. Verkamennirnir eru í dag hvergi andstæðingar vél- anna, heldur keppa þeir að því, að fá völdin yfir þeim til þess að geta byggt á þeim hið nýja og betra þjóðfélag, sem þeir berjast fyrir. Og sama er að segja um rík- rekstur stóriðjunnar á okkar dögum. Hann er stórt skref í áttina til þess þjóðfélags, sem koma skal, þó að verkalýður- inn hafi hans ekki full not fyrr en hann hefir fengið ríkisvald- ið í sínar hendur. Það þarf því meira en litla glópsku til af flokki, sem telur, sig vera verkamannaflokk, að vera and- vígur ríkisrekstri, þó í auð- valdsþjóðfélagi sé. Það er ó- neitanlega dálítið einkenni- legur sósíalistaflokkur. En við hinu skyldu menn aftur á móti búast: að hann sýndi einhvern vilja á því, að ná ríkisvaldinu í hendur verkalýðsins. * En hvað hefur flokkur Þjóð- viljans gert til þess? Það er al- veg rétt, að þýðing ríkisrekst- ursins fyrir verkalýðinn velt- ur fyrst og fremst á því, hvort hann hefur ríkisvaldið í sín- um höndum eða ekki. En átti ekki flokkur Þjóðviljans kost á því í vetur, að taka þátt 1 stjórnarmyndun þar sem verka íýðsflokkarnir, hann ,og Al- þýðuflokkurinn, hefðu verið í hreinum meirihluta? Ef sú stjórn hefði verið mynduð, — hefði vissulega aldrei til þess komið, að síldarverksmiðjur ríkisins hefðu verið misnotað- ar til þess að lækka bræðslu- síldarverðið og vega á þann hátt að hagsmunum sjómanna og launastéttarina yfirleitt. En flokkur Þjóðviljans skaut sér bara undan því að vera með í slíkri stjórnarmyndun. Hann sá sér meiri hag í því, að halda áfram að vera ábyrgðarlaus lýðskrumsflokkur, en að tryggja verkalýðnum úrslita- áhrif á ríkisvaldið! Hverjum er því um að kenna, að ríkisvaldið er nú ekki í höndum verkalýðsins og að ríkisrekin fyrirtæki eru nú i notuð til að vega að hagsmun- um hans — nema flokki Þjóð- viljans sjálfs eða réttara sagt þeim vitringum, sem honum stjórna? Beztn kJðtkaHpln Fyrst um sinn seljum vér vænt og ágætlega verkað stórhöggið, saltað dilkakjöt fyrir kr. 5,00 — fimm krón- i ur — kílóið, enda sé tekið minnst Vz skrokkur (þ. e. 6—8 kg.) og kaupandi sæki kjötið hingað á staðinn. Ffistiisil Herðnbreið, Fríkirkjuvegi 7. V V V s V X % V s 5 % V s s V minn.Balbo, vertu nú þægur“. En það var um hana „Pólitík“ mína, sem ég ætlaði að tala. Þegar við erum saman ein tvö, tala ég stundum við hana sem væri hún mennskur maður. Það er talsverð tilbreyting í því, hún andmælir engu, skammast aldrei og er alltaf á sama máli og ég. Hugsið þið ykkur hvað það er huggulegt!! Enginn á- greiningur, ekkert rifrildi, eng- ar stefnur, aðeins ég með vitið, og svo hún Pólitík, sem er á sama máli og ég og segir bara voff — voff. Ég segi við Pólitík: „Þú veizt, að það er stríð og sjómennirnir okkar sigla um hættusvæðin — þar sem iðu- lega eru kafbátar og flugvélar, sem reyna að granda þeim. Hafa unnið á mörgum góðum dreng. Þú veizt, að þetta illþýði, sem einkis svífst hefur einnig komið hingað upp að landinu og gjört slík hið sama. Þú veizt samt kannske ekki, að litlar eða engar ráðstafanir hafa verið gerðar af stjórnarvöldum landsins til þess að búa skipin þann veg út að þau gætu varið sig fyrir þess um óvinum. Þau hafa sum úr- eltar byssur — ekki öll, sem í daglegu tali eru nefndar „kollu- byssur“, og fáir hafa æfingu í að fara með þær, hvað þá vold- ugri byssur, sem sannarlega er tími til kominn að skipin fái, ásamt öðrum nauðsynlegum út- búnaði. En ekkert skeður, og sjómennirnir láta lífið fyrir kúl- um morðvarganna. Þú veizt það líka, að á meðan þetta hefur gerzt á sjónum og stjórn eftir stjórn hefir horft á þetta að- gerðarlaus, hafa nýtízku vopn verið flutt inn í landið handa lögreglu Reykjavíkur, að vísu í tiltölulega smáum stíl, og lög- reglan æfð í vopnaburði og það af nauðsyn og eðlilegum ástæð- um samkvæmt umsögn lögreglu stjórans. Þú ert þess fullviss, þótt þú Frh. á ö. síðu. TÍMINN gerir í aðalritstjórn , argrein sinni á þriðju- daginn hina yiðurkenndu nauð- syn aukinnar samvinnu og skipulagningar á sviði atvinnu- lífsins eftir styrjöldina að um- talsefni. Þar segir meðal ann- ars: „Forráðamenn Bandamanna tala nú mjög um það, að eftir þessa styrjöld beri að tryggja al- menning gegn skorti og öryggis- leysi, sem fylgir ónógri og óstöð- ugri atvinnu. Hermennirnir, sem nú hætta lífi sínu og þola marg- víslegar ógnir, verði að finna að þeir hafi barizt til einhvers. Stjórnskipulag, sem veiti mönn- um málfrelsi og kosningarétt sé að sönnu mikils virði, en þó sé það ekki fullnægjandi, ef mikill þorri manna þarf stöðugt að kvíða komandi degi vegna fátæktar og öryggisleysis. En þessu tvennu, atvinnuöryggi og útrýmingu skorts, verður ekki náð nema skipulaginu sé stór- kostlega breytt. Það skipulag, sem ríkt hefir að undanförnu í heiminum, sam- keppnissskipulagið, hefir sannað að það getur ekki fullnægt þess- um kröfum hins komandi tíma. Samkeppnisskipulagið miðar ekki að því að tryggja jafna og örugga atvinnu. Eigendur stórat- vinnutækjanna reka þau ekki fyrst og fremst til að veita at- vinnu, heldur til þess að græða á þeim. Þegar erfiðlega gengur, draga þeir að sér hendina, tak- marka reksturinn eða hætta hon- um. Þess vegna geta menn strax gert sér það ljóst, að þótt eigend- ur ýmsra stórfyrirtækja safni sjóðum nú, er það engin trygging fyrir atvinnu, þegar erfiðleikar taka að aukast. Þeir munu þá hætta rekstrinum til þess að geta notað hina stóru sjóði í persónu- legar þarfir. Þetta er þó ekki eini galli sam- keppnisskipulagsins eða einka- reksturs stóratvinnufyrirtækja. Einn er sá, að gangi einhverri at- vinnugrein vel nokkurn tíma, keppast allir við að komast í hana og nauðsynlegri atvinnugreinar verða að búa við fjármagnsleysi og verkafólksskort og dragast saman. Þegar atvinnugrein þessi er orðin ofhlaðin, byrjar hrunið, og þá er oft erfitt að hverfa aftur til atvinnugreina þeirra, sem vanræktar þöfðu verið meðan vel- gengnin ríkti í umræddri atvinnu- grein. Þess vegna myndast at- vinnuleysi af þessum ástæðum. Slíka þróun hafa menn nú ljós- lega fyrir augum hér á landi. Síðast en ’ekki sízt ber að nefna það, að samkeppnisskipu- lagið skapar hinn ranglátasta efnamun og orsakar háskasamleg stéttaátök í þjóðfélaginu. Annars vegar verður fámenn stétt yfir- gangssamra gróðamanna, en hins vegar fjölmenn stétt meira og minna illa staddra og óánægðra öreiga. Það, sem hér hefir verið sagt, má sanna með þúsundum og millj- ónum dæma úr sögu undanfar- inna áratuga. Vegna þeirrar reýnslu lýsa líka forráðamenn Bandamanna yfir því, að eftir styrjöldina verið að breyta til og 'koma á þeim skipulagsumbótum, er tryggja atvinnuöryggið og forða mönnuin frá skorti.“ Og enn skrifar Tíminn: „Þessar hreytingar þurfa ekki síður að koma hér á íslandi en annars staðar. Ef íslendingar ætla að berjast gegn skorti óg tryggja öllum at- vinnu, er breyting á rekstri stór- fyrirtækjanna fyrsta og nauðsyn- legasta sporið. Rekstur þeirra má ekki byggjast á hagnaðarvonum Frih. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.