Alþýðublaðið - 25.06.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.06.1943, Blaðsíða 6
loria Swanson í nýju hlutverki. Gloria Swanson, með grænu augun, var einu sinni ein aí' þekkt- ustu kvikmyndastjörnum heimsins; Það var á tímum hinna þöglu kvikmynda, nú vinnur hún að sölu stríðsskuldabréfa fyrir Bandaríkjastjórn og vill með því móti hjálpa þjóð sinni að vinna stríðið. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. hjarta sínu munu allir segja nei!“ „VÆRI EKKI GOTT RÁÐ, að hér væri sett á sú einfalda her- skylda, að allir bæjarbúar væru settir í þegnskylduvinnu, þannig, að allir vinnufærir karlar frá 15— 60 ára ynnu þar 6—12 daga hver, t. d. 6 daga með venjulegu káupi og 6 daga kauplaust. Hitaveitan er sameiginleg nauðsyn og áhuga- mál bæjarbúa, svo þetta virðist ekki ofmikil fórn. Hernaðarþjóð- unum finndist þessi byrði efalaust ekki þungbær.“ ÞESSA HUGMYND sendi ég hér með rétta boðleið til hinna vísu feðra. Hannes á horninu. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Frh. af 4. síðu. örfárra einstaklinga. Hann verður að byggjast á þörf manna fyrir atvinnu og þörf þjóðarheildarinn- t--------------------—.....- HllliI.OWVTT-rl.l. i :'i i c „Sverrir“ til Ingólfsfjarðar, Norðurfjarð- ar, Djúpuvíkur, Drangsness, Hólmavíkur, Óspakseyrar, Borð eyrar og Hvammstanga. Vörumóttaka til kl. 3 síðdegis í dag íföstudag). „Ármann“ til Hornafjarðar og Djúgavogs. Vörumóttaka til hádegis á morgun. „Þór“ til Snæfellsnesshafna, Búðar- dals, Gilsfjarðar og Flateyjar. Vörumóttaka til hádegis á morgun. ar fyrir blómlegan og stöðugan atvinnurekstur.“ , Aþenumenn vita vel, hvað rétt er, sögðu Spartverjar forð- um. Og eins er það um Fram- sóknarmenn. En hve skeleggir munu þeir reynast til slíkrar endurskipulagningar, þegar til kemur? Við sjáum, hvað setur. fialÉ ui og sjá! Frh. af 4. síðn. eigir heima í öðrum hreppi, að Reykvíkingar eru friðsamir menn og seinir til stórræða og ekkert er fjær þeim en vopna- burður — til þess eru þeim of minnisstæðir atburðir Sturl- ungaaldar. Þeir vilja engin vopn, nema á þá hafi verið ráð- ist af óvinum þeirra — þeir, og allir landsmenn, vilja friðs^m- leg störf og ekkert annað og eru skotvopn í landinu jafn ó- geðfeld og æðarkollunni við Engey og Viðey hráolíubrákin. Það hefir sýnt sig, að ekkert fælir hana betur frá eyjunum, hið sama má segja um lands- fólkið — ekkert nema vopn — ill vopn getur fælt það frá landinu sínu. Mörgum verður á að spyrja: Eru borgarar Reykjavíkur hættulegri en óvinaflugvélar — svo að það sitji í fyrirrúmi að æfa lögregluna 1 vopnaburði og leggja henni til vopn — en láta það skeika að sköpuðu hvað um þá verður, er draga björg í bú og flytja nauðsynjar til lands- ins? Eru borgarar Reykjavíkur ískyggilegri fjandmenn þjóðfé- lagsins, er vér byggjum, en þýzk ar flugvélar, sem skjóta á skip- in af hríðskotabyssum og kasta að þeim sprengjum?“ ,Vóff — Vóff, sagði Pólitík mín — við vorum komin að landamærunum Það eru ýmsir, sem vilja að heimurinn, og þá einnig ísland, væri þannig stjórnarfarslega sett, að einn talaði en allir segðu voff og ekki annað. Þeir, sem þannig hugsa, þurfa vopn í landi — hinir vilja vopn á skip- in og menn, sem kunna að fara með þau. Örn. ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 25. júní 1943. Oddur Ólafsson: Bygglng ráðtaússlns og titilf bæjariias. SAÐ SÝNIST vera að vakna talsverður áhugi fyrir því, að reist verði von bráðar ráð- hús hér í bænum. Greinir menn nokkuð á um það, hvar sú hin virðulega bygging eigi að standa. Flestum, sem um þetta hafa gert tillögur, eða látið frá sér heyra um það mál opinberlega, virðist vera það sameiginlegt, að leggja til. að láta taka ein- hvern þeirra ,.opnu“ bletta, sem eftir eru enn þá hér í bæ ó- bygðir, undir- þessa stórbygg- ingu. Sjálf hefir nefnd sú, sem gera átti sérstaklega tillögur um það, hvar ráðhúsið tilvon- andi ætti að standa, látið uppi, að henni sýndist ráðlegt að reisa ráðhúsið í Tjörninni út frá Vonarstræti. Þá hafa rétt nýlega birzt um það skrif, að reisa eigi ráðhúsið á Arnarhóli og hvergi annars staðar. Röksemdir fyrir þessu eru ýmsar. Slíkar tillögur, sem þessar væru vissulega meira en mein- lausar, ef að ekki stæði þannig á hér í bæ, að hinum „opnu“ svæðum má ekki fækka, heldur verður að fjölga þeim. — Þetta mætti vel kallast lífsnauðsyn. í sambandi við ráðhúsbygg- ingu fyrir Reykjavík ætti helzt að opna, til viðbótar því, sem fyrir er, nýtt svið fyrir almenn- ing kringum ráðhúsið. Heppi- legt væri að þetta væri sem næst miðbænum. Þó er það engin bein nauðsyn, það hlýtur hver maður að sjá, sem um þetta hugsar fordómalaust. — Ekki ber nauðsyn til þess, að ráðhúsið væri byggt á Arnar- hóli eða í Reykjavíkurtjörn, til þess að koma megi fyrir í kring- um það styttum, til prýðis og ýmsum þægindum fyrir bæjar- búa, svo sem sætum o. þ. h. Skipulagningu bæjarins er svo stórlega áfátt, einkum eldri hlutum hans, þar á meðal skipu- lagi miðbæjarins og nánasta umhverfis, að nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því, og það sem allra fyrst, áður en stærri skaði skeður en orðið er, að þessu verður ekki kippt í lag svo nokkru verulegu muni, nema með nokkuð verulegum tilkostnaði. Ég fyrir mitt leyti er sannfærður um það, að menn vilji glaðir taka á sig þær byrð ar, sem þetta kynni að hafa í för með sér, ef einungis hin rétta og menningarlega úrlausn fæst á þessum málum. Ég þekki persónulega hér úr miðbænum eitt dæmi um sorg- leg mistök á þessu sviði, þrátt fyrir aðvaranir til ráðandi manna og umsóknir hlutaðeig- anda um góða úrlausn vanda- málanna. — Nú sjá allir, sem um miðbæinn fara, missmíð- arnar, en nú er allt um seinan þar. Varðveitum „opnu“ svæðin í bænum, eins og framast verður við komið. Bætum nýjum við. Látum Arnarhól haldast op- inn, ótruflaðan af steinsteypu og öðrum slíkum aðgerðum. Látum grösin gróa þar og glóa. Setjum þar fleiri listaverk, eins og t. d. Ingólf, þótt smærri væru. Ekki gæti það heldur spillt, að setja þar fleiri bekki, sem tilla mætti sér á í góðu veðri. En, umfram allt: Reyn- um að láta þar festa rætur þá meiði, sem íslenzk mold og mannryggja fegursta getur magnað. „Menningin vex í lundum nýrra skóga.“ Oddur Ólafssop. 38 nýlr stúdent ar á Akureyri. MENNTASKÓLANUM Á AKUREYRI var slitið 17 júní. Hélt skólameistari ræðu um þjóðrækni. Tíu ára stúdent ar færðu skólanum gjafir, svo og skólameistara og konu hans. Stúdentarnir, sem útskrifuð- ust, voru þessir: Máladeild: Arngrímur Jóns- son, Ak., H. eink., Barði Frið- riksson, N.-Þing„ I. eink., Björn Baldursson, Ef„ II. eink., Björn Bjarman, Ak„ I. eink., Eva Ragnarsdóttir, Árn„ I. eink„ Friðný Pétursdóttir, N.-fÞing„ I. eink., Friðrik Þorvaldsson, Ef„ I,.eink„ Hermann Gunnars- son, N.-Múl., II. eink„ Hermann Pálsson, Hún„ I. eink., Hörður Helgason, ísaf, I. eink„ Jóhann Finnsson, V.-ísf„ II. eink., Jón 'Hjaltason, A.-Skaft.,I. eink., Jón Þorsteinsson, S.-Múl., I. eink„ Karl Jóhannsson, Ak„ II. eink., Margrét Indriðadóttir, Ak„ I. eink„ Óttar Þorgilsson, Borg., I. eink., Stefán Ingvarsson, Árn. I eink., Steingrímur Sigurðsson, Ak„ I. eink., Valtýr Guðmunds- son, S.-Þing„ II. eink., Þorleifur Thorlacius, Ak„ I. eink., Þor- steinn Halldórsson, Ef„ I. eink., Þorvaldur Ágústsson, Árn.,I. eink., Þórarinn Þór, Ak„ I. eink. Utanskóla: Páll Árdal Guð- mundsson, Sigl., II. eink., Pétur Þorsteinsson, S.-Múl., II. eink. Stærðfræðideild: Einar Jóns- son. S.-Þing„ II. eink., Eiríkur Stefánsson, Árn.„ I. eink„ Geir Kristjánsson, S.-Þing„ I. emk„ Gestur Stefánsson, Árn.. I. eink. Halldór Helgason, Ef„ II. eink., Jónas Kristinsson, Rvík., II. eink., Kristján Hallgrímsson, Ak„ I. eink„ Ragnar Karlsson, Ak„ I. eink„ Sveinn Finnsson. V ísf„ I. ink„ Tómas Á. Jónas- son, ísaf., I. eink., Tómas Tóm- asson, Gullbr., I. eink., Úlfur Ragnarsson, Árn„ I. eink., Þór- oddur Th. Sigurðsson, Barð., I. eink. U.M.F.E. heldur dansleik í Listamannaskálan- um í kvöld kl. 10. Aðgöngumiðar seldir á staðnum eftir kl. 6. Kvenkápur og rykfrakkar Unnur (horni Grettisgötu Barónsstígs) Frá ÍsleidÍHQBn í KaupmanQahöfn. Alþýðublaðinu hafa borizt eftirfarandi fréttir frá ut- anríkismálaráðuney tinu: A M KV Æ M T tilkynn- ingu, sem ráðuneytinu hefur nýlega borizt frá sendi- ráði íslands í Kaupmannahöfn er kvöldvökustarfsemi Stúd- entafélagsins nýlega lokið. Voru haldnar 12 kvöldvökur og allar voru vel sóttar. íslend- ingafélagið hefur starfað með miklum blóma sl. vetur og hef- ur meðlimatalan tvöfaldast á starfstímabilinu og er nú rúm- lega 520. Um einstaka íslendinga hafa þessar upplýsingar borizt: Bjarni Oddsson, læknir, er frá 1. apríl 2. aðstoðarlæknir við Rigshospitalets neuro-kirurg- iske Afdeling. Pétur Magnússon, læknir, er frá 1. apríl kandidat (um eins árs skeið) við Frederiksborg Amts Centralsygehus, medic- insk Afdeling, Ililleröd. Sigurður Samúelsson, læknir, er frá 1. apríl surnummerær kandidat við Rigshospitalets med. Afd. B, en er vikar um stundarsakir á Blegdamsho- spitalet. Óskar Þórðarson, læknir, er aðstoðarlæknir frá 1. marz hjá bæjarlækni Kaupmanna- hafnar og starfar að heil- brigðiseftirliti, en er þó áfram aðstoðarlæknir við Rigshos- pitalets med. Poliklinik. Viðar Pétursson, tannlæknir, vinnur auk tannlæknisstarfa við Kommunehosp. neur. Af- deling. Jón Skúlason, verkfræðingur, hefur fengið atvinnu hjá Laur. Knudsen Etablissement. Gunnar Böðvarsson, verk- fræðingur, er kominn til Kaupm.hafnár í atvinnuleit. Júlíana Sveinsdóttir, málari, hélt sýningu í Kaupm.höfn nýlega og hlaut sýningin á- gæta dóma. Ny Carlsberg- sjóður og einnig Kunstforen- ingen keyptu málverk af Júlíönu. Svafar Guðnason, málari, hef- ur verið kosinn í dómnefnd haustsýningar danskra lista- manna. Hann sýnir í sumar myndir á ■' Norðurlandasýn- ingu í Gautaborg. Hinrik Guðmundsson, ölgerð- arverkfræðingur, hefur fengið atvinnu hjá ölgerðarverk- smiðjunni Tuborg. Magnús Sigurðsson frá Veðra- móti er að skrifa doktorsrit- gerð, sem hann mun verða búinn með um jól og vinnur samtímis fyrir sér í hagfræði- stofnun. Mæðrastyrksnefnd biður konur, sem ætla að sækja um dvöl í sumarheimili nefndar- innar fyrir mæður og börn að Reykholti í Biskupstungum, að snúa sér sem fyrst til skrifstofu nefndarinnar, Þingholtsstræti 18, kl. 3—5 alla virka daga nema laugardaga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.