Alþýðublaðið - 25.06.1943, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.06.1943, Blaðsíða 8
Föstudagur 25. júní 1943. 8 ALÞYÐUBI.''’HÐ iTJARNARBIÖl loll bettarais (Hatter’s Castle) Eftir hinni víðfrægu sögu A. J. Cronins (höfundar Borgarvirkis). Robert Newton Deborah Kerr. Paramount-mynd. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ... Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. XJÍSA JÓNS KRISTÓFERS, V sem birtist hér í þessum dálki um daginn, hefur orðið til þess, að Jónas frá Grjótheimi hefur sent oss eftirfarandi vísu: „Fósturlandsins Freyja“ fær sinn ástandsdóm, svo ég mætti segja — samt með öðrum róm —: Kæmi mergð af konum, — kvenna setulið —, siimt af íslands sonum sykki í ástandið. * LEIKKONA frá Hollywood kom inn á vegábréfa- skrifstofuna til að fá vegabréf. „Eruð þér gift?“ spurði af- greiðslumaðurinn. „Gift? Stundum,“ svaraði leikkonan. * SIR ARTHUR CONAN DOYLE sendi einu sinni tólf kunningjum sínum, sem állir voru mikils virtir embætt- ismenn, svohljóðandi skeyti: „Flýið tafarlaust. Allt er komið upp.“ Eftir tvö dægur voru allir þessir menn lagðir af stað í ferðálag tíl útlanda! * FRÖNSK kvikmyndaleik- kona var á ferð milli landa. Morgun einn er hún venjufremur daufleg. „Eruð þér búin að borða morgunverð, ungfrú?“ spyr einn farþeganna. „Nei, herra,“ svaraði leik- konan, og brosti lítið eitt, „þvert á móti.“ ur gömul norn Hann veitti því eftirtekt, að hún hafði gleymt að klippa stríið, sem óx á fæð- ingablettinum á hökunni á henni. Hann gekk til dyra og fann, að augu hennar hvíldu á honum. — En sennilega eiga aðrar stúlkur ekki lífsframfæri sitt undir óviðkomandi mönnum með takmarkaðar tekjur, sagði hann. — Og hvað þessum reikn- ingum viðkemur, þá hafa þeir orðið til vegna Vilasfjölskyld- unnar. Afgreiddu þá eins og þér þóknast. En ef þessi verzlunar- fyrirtæki ónáða mig eða valda því, að ég missi stöðuna, þá verður Vilasfjölskyldan að ger- ast sníkjudýr á einhverjum öðrum en mér. Að svo mæltu fór hann út. Honum heyrðist hún kalla „Bertie!!“ með brostinni rödd, en það hafði engin áhrif á hann framar í fremri stofunni, sem hann varð að ganga í gegnum til þess að komast út úr húsinu, sat Lúella í fallegum, stuttum kjól, sem huldi að engu leyti háa, fagurskapaða fótleggi hennar í gljásvörtum silkisokk- um. Viku seinna var Herbert kvaddur á fund dpktor Gauchs í móttökuherbergi hans. Græðg- isleg augu hans störðu á Her- bert með heimskulegri forvitni. — Konan yðar leit hér inn til mín um daginn, prófessor Crump, og átti tal við mig um heimilishagi ykkar. Herbert steinþagði. . — Það er ekki hættulegt, hélt doktorinn áfram — þótt menn stofni sér í skuldir vegna nauðsynlegra kaupa. En hins- vegar krefjast kaupsýslumenn drengilegrar og heiðarlegrar framkomu í viðskiptum. Hvers vegna hafið þér ekki skrifað lánardrottnum yðar kurteis- lega orðað bréf, beðið þá um lengri galdfrest og lofað að borga þeim smáafborganir. Hversu litlar, sem þær hefðu orðið, býst ég við, að þeir hefðu haft biðlund við yður. — Vegna þess, að það er ger- samlega þýðingarlaust. Ég á enga peninga afgangs til að greiða afborganir með. Konan mín vissi þetta, þegar hún, án minnar vitundar, stofnaði heim ilinu í skuldir. Gauch bandaði frá sér feit- um hramminum, eins og þessi afsökun væri helber fjarstæða. — Samkvæmt lögum vorum og trúarbrögðum eru maður og kona eitt, sagði hann. — Ann- ars hefi ég, samkvæmt tilmæl- um hennar, hug'leitt þetta mál ofurlítið. Það vill svo til, að ég er í framkvæmdastj ófn Banka- og veðlánastofnunar Central City. Ég held, að yður sé hyggi- legast að taka lán til þess að greiða skuldir yðar' að fullu. Fyrstu sex mánuðina þurfið þér aðeins að borga vextina, sem eru átta af hundraði. Svo greið- ið þér lánið með mjög hag- kvæmum afborgunum. Gangið þér að þessu? Herbert hugsaði sig um. Þetta var ein gildran enn. Ef hann gengi að þessu, hafði Vilasfjöl- skyldan komið honum á vald Gauchs. Hann myndi neyðast til að samþykkja víxil, og per- sónulegur heiður hans tekinn að veði. Það var kynlegt að hugsa sér heiður í sambandi við Önnu,. og hann brosti. En allt var vinnandi fyrir heimilisfrið- inn. Gauch tók eftir brosi hans. — Ég býst við, að yður finnist þetta fyrirkomulag heppilegast, prófessor Crump, sagði hann. — Ég skal tala við samstarfs- menn mína í bankastjórninni og láta yður vita strax og búið er að taka ákvörðun. í Gauch stóð við orð sín. Her- bert var stefnt á fund rauð- birkins náunga, með kuldalegt augnaráð, sem sat við gljáandi rauðviðarskrifborð. Þar varð Herbert að skrifa undir ýmis konar skjöl viðvíkjandi láninu og fékk 1470 dali greidda, þegar bankinn hafði dregið ársfjórð- ungsvexti frá lánsupphæðinni, sem var fimmtán hundruð dalir. Það vildi svo til, að þennan dag voru honum greidd mánaðar- launin í skólanum, og Herbert fór í bankann til þess að selja ávísunina. Við dyrnar á skrif- stofu gjaldkerans stóð feitlag- inn náungi með gráan hatt og vindling í munnvikinu. Náungi þessi lagði fingur, sem líktist kló, á handlegg Herberts, og bjórþefurinn angaði af vitum hans um leið og hann sagði: -— Heyrið mig, prófessor, ég vil ékki gera yður ónæði, en ég er með reikning, sem þér verðið að borga. — Mig varðar ekkert um néina reikninga, sagði Herbert. — Illa trúi ég því. Þetta er reikningurinn frá bakaranum. Ég geri ráð fyrir, að þér hafið notað þær vörur, sem við höf- um sent til yðar, og þér vitið, að við höfum verið dregnir á, greiðslunni í sex vikur. Herbert sneri yið og flýði. Hann hafði séð Black koma. Og einhverjir nemendur hans gátu þá og þegar átt þarna leið um. Þegar hann kom út í High Street, varð hann var við tóm- leikatilfinningu bæði í brjósti og höfði. Hann hljóp í dauðans ofboði fram hjá grænmetissal- anum á horni götunnar, sem hann bjó við, því að hann minnt ist þess skyndilega, að hann S NVJA BIO "55 f | BBB G&MLA BlO ssss I Bræðra þrætnr (Unfinished Business) Vestorfarar Irene Dunne Preston Foster Robert Montgomery Sýnd kl. 7 og 9. (Go West). THE MARX BROTHERS. Sýnd kl. 7 og 9. Sýnd kl. 5. Kl. 3M>—6Y2: Eiturbyrlarinn. (The Mad Doctor of Marget | Street) / Lionel Atwill. Una MerkelJ Börn fá ekki aðgang. | • Stúdentaástir 1 (All Women Have Secrets). 1 Virginia Dale. Jean Cagney. hafði séð Önnu í áköfum sam- ræðum við gamla, durgslega búðareigandann fyrir fáeinum dögum. Þegar hann kom fyrir hornið sá hann pilt með ein- kennishúfu starfsmanna mjólk- urbúsins fara út úr húsi sínu með glott á vörum og hristi höfuðið. Hann beið meðan pilt- urinn snaraði sér upp 1 vagn- sinn og ók burt. Því næst gekk hann hægt heim að húsinu, opnaði dyrnar og heyrð mál- róm Önnu í herberginu, sem sneri út að garðinum: — Aldrei á ævi minni hefi ég verið móðguð á smánarlegri hátt. Ég fer strax á fund fram- kvæmdastjóra mjólkurbúsins. Ef nokkur snefill af manndómi væri í Herbert. . . Hún stein- þagnaði, þegar hún sá svip Her berts. — Eða ef þú greiddir reikn- inga þína í stað þess að stela matarpeningunum. Anna stakk fingrunum í eyr- un og tók að syngja danslag há- stöfum. Herbert greip þungan koparlampa með grænum gler- hjálmi, hóf hann á loft og fleygði í gólfið af þvílíkum krafti, að húsið nötraði og níst- andi brothljóð kvað við. Eilen, sem Anna hafði verið að tala við, hnipraiði sig saman og fór að gráta. í stiganum heyrðist HBLJARS'ffOKm® Torzó krosslagði hendurnar og horfði gneypur fram fyrir sig. „Ég stökk yfir! Ég get ekki sannara orð talað. Ég get svarið það!“ sagði hann. Sýningarstjórinn fór nú að brölta á fætur, hvessti aug- un á Torzó, kreppti hnefana og gerði sig líklegan til að ráð- ast á hann. En Torzó hörfaði lítið eitt aftur á bak og tók stöðu eins og þaulæfður hnefaleikari. Þegar Vilmundur sá það, fór hann út í aðra sálma. , „Jæja, góði!“ sagði hann. „Ef þig langar til að verða að ginningarfífli og viðundri, þá ætti mér að standa á sama, þó að þú verðir það. Ég hefi boðið þúsund krónur þeim, sem fyrstur verður til að stökkva þetta stökk. Ég hefi ljósmynd- ara og biaðamenn hér við höndina. Eysteinn Örn, sem þú sérð hérna, ætlar að freista stökksins í fyrramálið. Ef veður leyfir, verður hann hér á morgun klukkan hálftólf.“ Nú hækkaði brúnin á Torzó, og hann tók aftur fyrri gleði sína. „Já, já. Ég skal koma hingað og stökkva líka,“ sagði hann frá sér numinn af gleði. „Er það ekki allt í lagi, Jói?“ Feiti Jói varð íbygginn á svipinn og horfði í gaupnir sér. „Við sjáum, hvað setur“, sagði hann dræmt. Feiti Jói greip undir armlegg Torzós og leiddi hann burt. Hann hafði tekið eftir viðsjárverðum glampa í augum sýningarstjórans. Jóa duldist það ekki heldur, að eitthvað var bogið við það, að reiðikast Vilmundar skyldi snúast svo WsS PL.EASE DON'T SE PLIPPANT^ » ABCH IE / TfÉ SOKG.'y, OLD GIRL/ HOW’S . SCORCH ? , ÁP feat'/res SCOBCHY DID A <SOOD JOB/ PlRÉ'S BEAUTIFUL/ THIS PLACE IS SWAKMIN5 WITH SOLDIEES. THOUGH...HM/ ONLV WAY X CAN THIN< OP TO 60, IS UP/ . ( UP 7! ACCHIE YOU’VE SOT IT/ THAT’S JUST WHERE —I WE’LL 60/ t-. ,_- THE BULLET ONLY 6BA2ED HIS HEAD/ BUT WE’VE 60T TO 6ET HIM TO SAFETY. .. OUT OF HERE, AT ONCE / A-ARE VC KIDPIN6 ?! LUSYA: Vertu nú ekki svona léttúðugur! COTTRIDGE: Fyrirgefðu, vina. Hvernig líður Erni? LUSYA: Kúlan hefur aðeins strokizt við höfuðið á hon- um. Við verðum að koma honum héðan í burtu strax, COTTRIDGE: Erni hefur tek- izt vel. Eldarnir loga fallega ennþá. Hermennirnir eru allir úti á flugvellinum. LUSYA: Það er ráðið. Við förum upp á loftið. COTTRIDGE: Ertu að gera‘ gys að mér? ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.