Alþýðublaðið - 25.06.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.06.1943, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. júní 1943. AL5&YOUBLA080 AÐUR en japanski hermað- urinn Ozaki fór að heiman frá sér og út á vígstöðvarnar, gerði hann þær varúðarráðstaf- anir að myrða móðir sína, konu sína og þrjú börn sín. Að því er hann sagði fyrir réttinum, kvaðst hann hafa gert þetta vegna þess, að sér hefði fundizt, að ef hann þyrfti að ala áhyggj- ur í brjósti vegna afkomu fjöl- skildu sinnar, myndi hann ekki geta notið sín í styrjöldinni svo sem réttmætt og skylt væri í þjónustu föðurlandsins, og ekki fallið með glöðu hjarta fyrir keisarann. Enda þótt Ozaki fengi mikið lof fyrir ættjarðar- ást sína og tryggð við keisarann, voru þeir til, sem litu svo á, að fordæmi þetta væri ekki bein- línis heppilegt frá þjóðhagslegu og félagslegu sjónarmiði, og að- ferð Ozakis við að afgreiða fjöl- skylduvandamál sín þess vegna tæplega eftirbreytnisvert. Að vísu skipti tiltölulega litlu máli um gömlu konuna, móður Ozakis, eða öllu heldur, að frá- falli hennar þótti enginn skaði, en kona hans hafði verið nægi- lega ung til þess að eignast fáein börn í viðbót í þarfir hins jap- anska styrjaldarreksturs, hvort sem Ozaki þóndi hennar var til þjónustu eða einhver annar. Og, það sem furðulegast þótti, var, að fordæmi Ozakis her- manns þótti hið eftirbreytnis- verðasta meðal almennings og því var fylgt á víð og dreif um landið þvert og ^ndilangt. Ung eiginkona stakk sig í hjartað með rýtingi bónda síns, og í kveðjubréfi því, sem hún lét eftir sig, lét hún hátíðlega í ljós aðdáun sína á hinu fagra fordæmi Ozakis og bar fram þá frómu ósk, að sem flestir teldu sér skylt að fylgja dæmi hans og létta þannig öllum heimilisáhyggjum af hinum stríðandi hermönnum. Enn fremur lét hún í ljós þá von, að fleiri ábyrgar eiginkonur fylgdu dæmi hennar og leystu á þann hátt eiginmenn sína und- an því að vinna verk, sem þeim þætti ef til vill dálítið óvið- kunnanlegt að þurfa að gera. Gömul hjón fylgdu dæmi henn- ar þegar í stað, en með þeirri skýringu þó, í eftirskildu kveðju bréfi, að þau hyrfu til forfeðra sinna ofurlítið fyrir tímann af þyí að þau væru hrædd við að þurfa að lifa það, að synir þeirra kæmu ef til vil lifandi heim úr stríðinu, en við þá skömm gætu þau ekki lifað. Til þess að varna því, að ættjarðarástarsjálfsmorðs- aldan flæddi yfir allt landið og í heimsókn hjá Dorothy Lamour ..............;;;;;. i s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s $ s s s s s s s Hin fræga kvikmyndastjarna, Dorothy Lamour, gifti sig nýlega W. R. Howard höfuðs- manni. í tilefni af giftingunni íoru kviKmyndastjornurnar Lola Lane (lengst til vinstri), Carole Landis og Cobina Wr ght (lengst til hægri) í heimsó ;n til stallsystur sinnar, og er S myndin tekin ai þeim þar. $ Dýrkun ans an. Eftirfarandi grein, sem er eftir Peter V. Russo, fjallar um Japan og orsök þess, hversu hugrakk- ir þeir virðast á vígvellin- um. s S s ,s V s s s s s s s s s s s s s í s s s $ s s s s s s s s s Akranes. Akureyri. gerði meiri usla en orðið var, lýsti hermálaráðuneytið því op- inberlega yfir, að það áliti til- tæki þetta ekki einungis bera vott um miklá eigingirni, held- ur væri það einnig gagnstætt siðavitund þjóðarinnar.' Menn ættu ekki að fremja sjálfsmorð, nema ef þeir væru fullkomlega sannfærðir um getuleysi sitt á öllum sviðum, og hermenn sem notuðu hina auðveldu og ábyrgðarlausu aðferð Ozakis í því skyni að leysa fjölskyldu- vandamál sín, myndu eftirleiðis verða stranglega áminntir og jafnvel sæta refsingu. Iraðferðir Steiidðrs BYRJAÐAR Næsta ferð næstkomandi laugardag. SJdleiOina annast Laxfoss Afgreiðsla í Reykjavik hjá Sameinaða, Tryggvagötu, sími 3025. og á Akureyri í Bifreiðastöð Oddeyrar, sími 260. SÖGU Japana verður mjög vart hinnar rótgrónu veg- sömunar þjóðarinnar á dauðan- um. Sá siður, að fremja kvið- ristu, er í þeirra augum æðsta fórn sjálfsrefsingar. Svo við- kvæmir eru þeir fyrir æru sinni og metnaði , að skólapiltur, sem fallið hefur á studentsprófi, telur sér skylt og sjálfsagt að labba mörg hundruð mílna veg- arlengd í þeim fróma tilgangi að hoppa ofan í Uiharagíginn. Samskonar viðkvæmni er það, sem fær brottrekinn þjón eða þernu til þess að dveljast síð- ustu nóttina í húsi húsbónda síns og kæfa sig þar á gasi. Það var herinn, sem fyrst breytti þessum sjúku hvötum í form hetjuskapar og gerði þær að þýðingarmiklum þætti í styrj öldum. Það var ekki nóg, að japanski hermaðurinn ætti ein- ungis að hætta lífi sínu fyrir málstaðinn. Hann átti beinlínis að leita dauðans, því að það var ekki fyrr en hann var dauður, sem andi hans var tekinn í tölu Einherja Yasukuni — Jinja — Valhöll Japana — og gerður að verndargoði þjóðarinnar Þegar foreldrar, sem þykir vænt um börn sín, kveðja syni sína, sem eru að leggja af stað út á víg- stöðvarnar, óska þeir þeim ekki afturkomu. Það mundi ganga guðlasti næst. Hin algengustu kveðjuorð eru: — Ég vona, að við hittumst hjá Yasukuni! Vin- ir, sem eru að kveðjast og fara í sína deild hersins hvor, breyta setningunni og segja: — Við hittumst aftur hjá Yasukuni! í þessum kveðjuorðum liggur annað og meira en banagrunur. Það er stálharður ásetningur um að láta aldrei á sig falla þann blett, að reyna að forðast dauðann. Ó væri tekið full djúpt í árina, ef sagt væri, að all- ur japanski herinn væri gegn- sýrður þessari dularfullu dauða- þrá á vígvellinum, en erfitt er að komast hjá því að láta hríf- ast af hugmyndum þeim, sem japönsk þjóðtrú gerir sér um helgisiðina hjá Yasukuni. í maí og október á hverju ári eru framkvæmdir þar margbrotnir helgisiðir. Bál eru kveikt og slökkt með vissu millibili, menn bera greinar hins heilaga sakakitrés, prestar syngja messur inni í hinu allra helg- asta, en aðalathöfnin er þó í því fólgin að taka í heilagra manna tölu þá, sem látið hafa líf sitt í þágu fósturjarðarinnar. Allt þetta vekur óslökkvandi löngun þeirra, sem utan við standa, til þess að fá sem fyrst að taka þátt í helgidóminum. En til þess að svo megi verða, þurfa þeir að falla á vígvellin- um. Þess vegna gengur japanski hermaðurinn til orustu með tvær ákvarðanir í huga: fyrst og fremst, að hann skuli aldrei flýja, og í öðru lagi, að hann skuli aldrei láta handsama sig lifandi. Ef hann fellur lifandi í hend- ur óvinunum, á hann einskis úrkosta framar, því að hann getur enga von gert sér um gleði endurfundanna í heimahúsum. Hann hefur sett ævarandi smán arblett á fjölskyldu sína og ættingja, vinir hans munu ekki kannast við hann framar og hoíium er engin leið opin fram- ar, nema leið sjálfsmorðsins. Það er ekki hugrekki, eins og við skiljum það hugtak, sem hrvetur Japanina til að leita dauðans á vígvellinum. Það er miklu fremur óttinn við það, að verða talinn úrkast þjóðfé- lagsins og fá ekki að gerast verndargoð þjóðarinnar eftir dauðann. Kveðjuorð hermann- anna eru: — Hittumst aftur hjá Yasukuni! Þeir eiga raun- verulega ekki um annað að velja. Fálkinn, sem kom út í morgun, flytur forsíðumynd af gljúfrinu á Skapta- felli. Annað efni blaðsins er: Heim kynni nútímalistar, eftir John Steegman, Horfna djásnið, eftir Jeanne Maxime-David, myndir o. m. fl. Leiðabók Póst. og símamálastjórnarinnar er nýkomin út. Er þar að finna á- ætlanir bifreiða, sem ganga á öll- um sérleyfisleiðum á landinu, svo og bifreiða, er halda uppi reglu- bundnum ferðum samkvæmt und- anþágu. •Kjötauglýsingar Sambandsins og kjötkaup okkar í haust. — Eftirlitið með eldfærunum. — Enn um bifreiðastöðv- arnar. — Hitaveituvinnan. ÉG SÉ, að Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur undan- farið auglýst látlaust til þess að hvetja fólk til að kaupa kjöt. Þetía er gott og blessað. Nauð- syniegt er, að við kaupum sem allra mest af því kjöti, sem við framleiðum, því að því minna þarf að flytja út af því til sölu og þar með minna af kjöti, sem þarf að uppbæta. Það er því margfald- ur gróði að því að selja sem mest af kjötinu á okkar eigin markaði. EN ÞÓ(AÐ ÉG sé enginn „for- retnings“-maður, þá langar mig til að benda hinum alvitru, skeleggu verzlunarmönnum sambandsins á eitt atriði í þessu. — Það er stað- reynd, sem ekki verður gengið fram hjá, að þeir, sem kaupa kjöt í tunnum á haustin, neyta meira kjöts en hinir, sem kaupa það eft- ir hendinni í kjötbúðunum. Þetta . er mjög eðlilegt og það þarf því ekki neinna skýringa við. HVERNIG VÆRI NÚ fyrir SÍS, eða aðra þá, sem hafa kjöt- sölu með höndum, að gera meira að því framvegis en gert hefur verið undanfarin ár, að auka kjöt- tunnukaupin í haust? Það þýðir ekki að gera það með auglýsinga- starfsemi einni saman, hvatningin verður fyrst og fremst að liggja í því, að verðið sé þannig á salt- kjötinu, að mönnum finnist, að það muni margborga sig að kaupa kjötið í tunnum heldur en úr búð- unum, frosið. Munurinn á verð- inu þarf að vera meiri en hann hefur verið til þessa. „LEIGJANDI“ SKRIFAR mér: „Mér finnst ákaflega slælegt orð- ið eftirlitið með eldfærunum hér í bænum. Ég hélt, iað það væri sið- ur, og talið nauðsynlegt, að skoða eldfæri á vissum fresti, en það virðist ekki gert nú orðið. Hús- eigendur hliðra sér hjá því að leggja í kostnað, sem af þessu eftirliti stafar, ef þeir eiga þá að borga hann sérstaklega, en það er vafasamur hagnaður að slá slíku, sem þessu, á frest. Og hvað segja vátryggingaféíögin? “ „R. 2“ SKRIFAR mér og er mjög hrifinn af þeirri hugmynd bifreiðastjóranna, að sameina all- ar stöðvarnar í eina stöð. Segir hann, að ef þetta kæmist til framkvæmda, þá myndi það hafa miklar endurbætur í för með sér. Honum þykir stöðvagjald bifreið- anna, kr. 1800 krpnur á ári, alltof hátt. Það kveður því við í öðrum tó nhjá „R. 2“ en þeim, sem rit- aði mér líka um þetta mál nýlega. „VÍKVERJI“ SKRIFAR: „Hér eru enn nokkur orð um hitaveit- una. Það sjá allir, sem nokkuð fylgjast með því verki, að með þeim vinnukrafti, sem fáanlegur er, og þeim afköstum, sem nú eru í „tízku“, verður verkinu ekki lokið fyrir vetrarkuldana. Höfum við ráð á því að láta heita vatnið hjá Reykjum renna einn veturinn enn út í sandinn? Eg segi nei, og iv FYh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.