Alþýðublaðið - 29.06.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.06.1943, Blaðsíða 6
r Þriðjudagur 29. júní 1943. „Vegamerki" á Nýju Guineu. Amerískir hermenn á Nýju Guineu hafa sett upp „vegamerki“ það, sem myndin er af. Efsta táknið á „vegamerkinu“ sýnir glöggt að þeir gera sér ljóst að lokatakmark arerískra hermanna, sem berjast gegn Japönum, er að komast til Tokyo ,en eins og „vega- merkið“ sýnir eru þangað 4365 mílur frá Nýju Guineu. Hin spjöld- in á „vegamerkinu“ sýna hve langt þeir eru frá ýmsum borgum í Bandaríkjunum. HANNES Á HORNINH Frh. af 5. síðu. um vonbrigðum, að sjá ekki þurrkaða eða nýja ávexti á lista þessum. Eg vildi því biðja þig, Hannes minn, að komast eftir því, hvernig á þessu stendur, hvort það stafar af athugaleysi, eða hvort ríkisstjórnin telur ávexti miður þarfa og nauðsynlega en t. d. kaff- ið.“ „ÁVEXTIR ERU MJÖG HÁTT tollaðir, miðað við aðra matvöru, svo að vel hefði mátt hlífa þeim við þessari hækkup. Og óneitan- lega er þetta kynlegt svar við hin um mörgu röddum lækna, leik- manna og blaðamanna, sem und- anfarið hafa hrópað hátt um frjálsa ninnflutning nýrra og þurrkaðra aldina.“ ÞAÐ ER SAGT, að ávextir séu ófáanlegir. Hannes á horninu. Þegar Trotzki var Btyrtar... Frh. af 5. síðu. Hann barðist við dauðann í sól arhring. Enginn vafi var á því, að morðið var framið að yfirlögðu ráði. Jacson hafði komið vopn- aður skammbyssu og öxi. Þrátt fyrir þetta hélt morð- inginn því fram, að hann hefði veitt tilræðið í augnabliks- gremju út af því, að Trotzki hefði farið fram á það við sig, að hann færi til Rússlands og ynni þar skemmdarverk á iðn- aðinum. Þar sést spegilmynd- in af Moskvaréttarhöldunum. EKKI hefir tekizt að komast að því, hver Jacson — Monard — Vanderdreschd raun verulega er. Belgisku yfirvöld- in hafa neitað þeirri staðhæf- ingu, að hann sé fæddur í Tehe- ran, sonur belgisks ræðismanns og hefði gengið í belgiskan her skóla. Eitt vitnið kvaðst kann- ast við hann sem Hvít-Rússa að nafni Torkov, en ekkert sann aðist. Eftir útliti að dæma, gæti Jacson verið af austurlenzkum uppruna. Það hefir komið í ljós, að í nóvembermánuði 1941, kom til Kuba maður frá Rússlandi, sem átti að sjá um flótta morðingj anis, en Jíacjson hafði frestað flótta sínum. í fangelsinu fékk hann peninga frá óþekktum stöð um og lifði í vellystingum. Einn af beztu málaflutnings- mönnum Mexicoríkis, Octavio Medellin Ostos, tók að sér að verja hann. Kommúnistablöðin hældu honum á hvert reipi og hófu þannig baráttu fyrir mál- stað hans. Við yfirheyrslurnar 4. febr. var Jacson afar vel klæddur. Hann lét mexíkanska vikuritið „Asi“ hafa viðtal við sig og staðhæfði þar, að Trotzki hefði verið „flugumaður Hitlers“. Ennfremur kvaðst hann hafa myrt Trotzki í sjálfsvörn. Meðan á réttarhöldunum stóð reyndu kommúnistar að hafa á- hrif á mexikönsku blöðin sér í hag. Þrátt fyrir þessa baráttu þeirra nefndu sum blöðin morð- ingjann blátt áfram ,flugumann rússnesku leynilögreglunnar“. Þar eð dauðahegning er ekki til í mexíkanskri refsilöggjöf, hljóðaði dómurinn á 20 ára fang elsisvist.. Hann var dæmdur í þyngstu refsingu vegna ýmissa kringumstæðna: morð framið að yfirlögðu ráði af eigingjörnum hvötum og með sviksemi og blekkingum. Dómsúrskurðurinn hefir bundið enda á þátt Jac- sons í máli Leon Trotzkis. Sér atfinnumðlaráð- herrano sig um hönd ? Frh. af 4. síðu. að vera orðin honum nægileg aðvörun til þess, að hann end- urskoðaði ákvörðun sína og á- kvæði bræðslusíldarverð ríkis- verksmiðjanna í samræmi við hinar upphaflegu tillögur verk smiðjustjórnarmeirihlutans og einróma óskir og kröfur sjó- manna og útgerðarmanna. ALÞfÐUBUÐIÐ M —■" ■ ■■*-■.. ii—iw i» Ansttirðingar iðt U.H.F.I. nnnn lands- á Hvanneyri. Mörg ágæt íþróttaafrék voru unnin. LANDSMÓT U. M. F. í. í íþróttum fór fram um helgina að Hvanneyri, eftir að sjálfu sambandsþinginu var lokið. Til þátttöku höfðu verið tilkynnt 12 sambönd með um 125 þátttakendum, en nokkuð af þeim hóp heltist úr lestinni, svo að dagskrá mótsins raskaðist talsvert, og voru úrslitakeppnir ýmissa greina, sem fram áttu að fara á sunu- dag, færð fram á laugardag. Veður var ekki hagstætt til keppni, nema síðari hluta sunnudagsins, en þó náðist yerulega góður árangur í sum- um greinum. Völlurinn, sem keppt var á var rennislétt vall- lendi og líklega bezti völlur sem gerður hefir verið hér á landi. Verst er, að hann mun líklega aðeins verða notaður fyrir þetta eina mót. Hafði ver- ið lögð í það mikil vinna, að útbúa völlinn, og munu þeir hafa átt þar drýgstan þátt Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi og Benedikt Jakobsson íþróttaráðunautur. Sambandsstjóri U. M. F. í. setti mótið kl. 10 á laugardag, en síðan fóru fram keppnir í frjálsum íþróttum og sundi, og stóðu þær yfir mikinn hluta dagsins. Um kvöldið voru svo ræður og kvikmyndasýning í fimleikahúsi Hvanneyrarskóla. Sunnudagurinn hófst með íþróttakeppni kl. 10. sem stóð fram til hádegis. Kl. 1,30 fóru fram sundkeppnir, en að þeim loknum lék Lúðrasveit Reykja- víkur. Þá hófust ræðuhöld (séra Eiríkur Einarsson og Bjarni Ásgeirsson m. a.), og lék lúðrasveitin þess á milli. Um kl. 4 hófust íþróttakeppn ir að nýju, en þess í milli sýndu þrír fimleikaflokkar listir sín- ar. Fyrst kom fram kvenna- flokkur frá Umf. Eyrarbakka og Umf. Stokkseyrar sameinuð- um, undir stjórn Sigríðar Guðjónsdóttur. Þá kom annar kvennaflokkur frá Skallagrími í Borgarnesi, undir stjórn Helga Júlíussonar, og loks sýndi karlaflokkur frá Umf. Skeiða- manna, undir stjórn Jóns Bjarn sonar. Allar þessar sýningar þóttu takast vel og vöktu fögn- uð áhorfenda. íþróttakeppnin milli sam- bandanna var afar hörð. Stóð hún lengst af milli Austfirðinga og Þingeyinga, en síðar bættust Borgfirðingar í leikinn. Voru þeir drýgstir á sundunum. Keppninni lauk með því, að Ungmanna- og íþróttasamband Austfjarða vann á 45 stigum, en Þingjeyihgar höfðu 43 og Borgfirðingar 42. Lítið bar á Reykvíkingum á þessu móti ,enda voru þeir mjög fáir. Þarna voru margir gamlir kunningjar, svo sem Austfirð- ingarnir Björn Jónsson og Gutt orniur Þormar, sem hlaut bikar fyrir flest stig á mótinu og skjöld útskorðinn af Rík. Jóns- syni, fyrir flest stig í frjálsum íþróttum, ásamt bræðrunum Þorvarði og Tómasi Árnasyni. Sigur Austfirðinga var verð- skuldaður, því þeir sýndu þarna yfirleitt mesta kunnáttu, þó að önnur sambönd hefðu einnig góðum mönnum á að skipa. Þarna voru líka Oddur Helga- son frá Selfossi. Höskuldur Skagfjörð frá Borgarnesi, Ari Kristinsson frá Húsavík, Har- aldur Þórðarson úr Dölum, og síðast en ekki sízt sjálfur glimu kóngurinn Guðmundur Ágústs- son. Það þótti tíðindum sæta að Guðmundur skyldi tapa glímunni. Var það Davíð Guð- mundsson frá Umf. Dreng, bráðsnjall glímumaður, sem vann það afrek, og fékk hann bikar að launum fyrir að sigra í glímunni. Margir nýir menn komu þarna fram, sem gaman hefði verið að ræða um nánar, svo sem Eyfirðingurinn Haraldur Sigurðsson, bráðskemmtilegur spretthlaupari, Húsvíkingurinn Jón Kristinsson, 17 ára gamall, mjög efnilegur stökkvari og verður eflaust enn betri en Ári bróðir hans, og loks Sigurður Jónsson, sem einnig er úr Þingeyjarsýslu, ágætur sund- maður, sem fékk bikar fyrir bezta sundafrekið á mótinu. Væri gaman að sjá hann keppa við alnafna sinn úr KR. Úrslit í hinum ýmsu greinum urðu sem hér segir: 100 m. hlaup: Guttormur Þormar, A. 11.7 Haraldur Sigurðss., E. 11.9 Björn Jónsson, A. 11.9 200 m. hlaup: Guttormur Þormar, A. 25,5 Janus Eiríksson, Kj. 26,3 Har. Sigurðsson, E. 26,7 Úrslit voru hlaupin í mótinu, en í undanrás hafði Guttormur 24,0. 400 m. hlaup: Guttormur Þormar, A. 54,8 Þórður Þorgeirsson, S. 57,2 Hákon Sigtryggsson, Þ. 58,5 800 m. hlaup: Þorkell Aðalsteinsson, Þ. 2:11,3 Hallur Jósefsson, Þ. 2:11,7 Þórður Þorgeirsson, S. 2:14,1 3000 m. hlaup: Rafn Eiríksson, Þ. 9:54,0 Reynir Kjartansson, Þ. 10:01,2 Haraldur Þórðarson, D. 10:04,6 Kúluvarp: Þorvarður Árnason, A, 12,28 Adam Jakobsson, Þ. 11,71 Tómas Árnason, A. 11,63 Kringlukast: Þorvarður Árnason, A. 37,18 Tómas Árnason, A. 32,55 Gísli Andrésson, Kj. 32,14 Spjótkast: Tómas Árnason, A. 51,40 Adam Jakobsson, Þ. 46,86 Lúðvík Jónsson, S. 46,10 Langstökk: Höskuldur Skagfjörð, B. 6,21 Ari Kristinsson, Þ. 6,15 Guttormur Þormar, A. 6,12 Hástökk: Kristleifur Jóhannesson, B. 1,65 Jón Þórisson, B. 1,60 Magnús Kristjánsson, S. 1,60 Þrístökk: Oddur Helgason, S. 13,25 Halldór Jóhannesson, E. 12,50 Ari Kristinsson, Þ. 12,41 >■ Stangarstökk: Björn Magnússon, A. 3,04 Guttormur Sigurbjörnss., A. 2,94 Arnór Ben., Þ. 2,72 íslenzk glíma: Davíð Guðm., Kj. 4 vinn. Guðm. Ágústss., S. 3 vinn. Njáll Guðm., Kj. 2 vinn. 100 m. bringusund, karla: Sig. Jónsson, Þ. 1:25,9 Kári Steinsson, Sk. 1>:27,5 Halldór Lárusson, Kj. 1:31,0 i Stríð og tízka Áhrif stríðsins ná langc og ekki hefur tízkan farið varhluta af þeim. Bæði síðu og stuttu bux- urnar, sem ungfrúin er í, eru í flota-stíl. 400 m. bringusund, karla: Sig. Jónsson, Þ. 6:54,1 Halldór Lárusson, Kj. 7:29,9 Sig. Eyjólfsson, 7:44,4 100 m., frjáls aðferð, karla: Guðjón Ingimundars., Sk. 1:15,6 Birgir Þorgilsson, B. 1:22,7 Pétur Jónsson, Kj. 1:27,0 400 m. frjáls aðferð, karla: Birgir Þorgilsson, B. 6:59,0 Jón Þórisson, B. 7:50,6 Steingr. Þórisson, B. 8:06,2 50 m. drengjasund, frjáls aðf.: Birgir Þorgilsson, B. 34,6 Halldór Lárusson, Kj. 42,8 Björn Jóhannesson, B. 47,6 50 m., frjáls aðf., kvelnna: Steinþóra Þórisd., B. 40,1 Sigríður Þorgilsdóttir, B. 47,2 Guðný Laxdal, E. 49,6 Stig sambanda: Ungm. og íþr.sb. Austfj. 45 st. — Þingeyingur 43 st. — Borgfirðinga 42 st. — Kjalarnessþings 23 st. Héraðssamb. Skarphéðinn 16st. Umsb. Eyjafjarðar 10 st. S. Ó. Sóleyjargata breikk- nð og endnrbcett. MIKLAiR breytingar er nú verið að gera á Sóleyjarg. og verður hún breikku'ð upp í 15 metra. Jafnframt verður hún gerð bein, svo að krókur- inn niður á Fríkirkjuveginn hverfur að mestu. Girðingin, sem verið hefir umhverfis Hljómskálagarðinn, hefur verið rifin meðfram göt- unni og er mold og grjót, sem af gengur í hitaveitunni notað til uppfyllingar. Gatan verður síðar malbikuð, en ekki er út- lit á að það megi verða í haust. Enda þótt Hljómskálagarður- inn skerðist ofurlítið, verður þessi breyting vafalaust til þess að fegra umhverfið þarna og ekki munu menn sakna ryks ins, sem ávallt berst af Sóleyj- argötunni inn í garðinn. AUGKLÝSIÐ í Alþýðublaðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.