Alþýðublaðið - 29.06.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.06.1943, Blaðsíða 5
I»riðjndagur 29. júní 1943. ALÞYDUBLAÐIÐ Pegar Trotzki var myrtur. EFTIRFARANDI grein, sem er eftir Victor Serge, fjallar um morðið á Leon Trotzki fyrir þremur árum síðan og um réttarhöld in og dóminn yfir morðingja hans, Jacson, sem fyrir stuttu síðan var felldur í Mexikó. Hlnn 16. apríl síðastliðinn felldi 6. refsidómstóll Mexico City 20 ára fangelsis- dóm yfir sakborningi, er þekkt- ur var undir nöfnunum Jaskson Monard, Vanderdreschd, sem hann notaði til skiptis. Dóní- urinn var fyrir morðið — „að yfirlögðu ráði og framið með lævísi og svikum" — á Leon Trotzki í ágútsmánuði 1940. Dómarinn tók ekki til greina ákæruna um svik, því að Jac son hafði hvorki verið yinur Trotzkis né meðlimur Trotzki- félagsskaparins. Hins vegar taldi rétturinn sannað, að Jac- son hefði komið frá Evrópu til .Amerjfku 'í þaim tilglangi að fremja þennan glæp, að hann hafi útvegað sér inngöngu í fé- lagsskap Trotzkis með þetta markmið fyrir augum, að hann hafi framkvæmt nákvæman undirbúning, og þegar hann var handtekinn, hafi hann verið með ísöxi og skammbyssu og haft í fórum sínum ritað plagg. þar sem hann gerir tilraun til að réttlæta glæpinn. í dóms- forsendunum er Jacson sagður kommúnistiskur flugumaður, sem hafi framið glæp sinn af eigingirni, það er að segja, að hann hafi langað tiLað lifa góðu lífi, án tillits til nokkurra hug- sjóna eða æðri sjónarmiða. Með öðrum orðum: Hann hefur ekki verið annað en leigumorðingi. Niðurstaða þessi er einróma álit dómaranna þriggja Manuel Rivera Valesquez, Rafael Gar- cia de Leon og Jose-Maria de la Garza. Úrskurður þeirra felur í sér öll svör við tilraun- um verjandans til þess að láta líta svo út sem verknaðurinn hafi verið „venjulegur glæpur án nokkurs pólitísks tilgangs". Jacson, sem * var viðstaddur, þegar dómurinn var kveðinn upp, var svo reiður, að hann gerði tilraun til að berja blaða mann, sem gekk til hans í því skyni að leggja fyrir hann fá- einar spurningar. Vafalaust hefir morðinginn gert ráð fyr- ir að rétturinn \ liti á þetta sem „venjulegan glæp", en það hef ði mildað dóminn og fært hann niður í þrettán ár a. m. k. Hann virðist hafa fengið fyrir- skipun um að látast vera fá- bjáni. Þess hefir nýlega verið getið opinberlega, að hann hafi þótzt „sjá sýndr". Áfrýjanir, sem verjendun- um eru heimilar, geta tafið mál ið svo árum skiptir. En ég býst ekki við, að þær geti hindrað framkvæmd dómsins. Meðan á því stendur ætti að geyma Jac- son á refsihælinu á Maria Isles. Fjarri fer því, að mál þetta sé að fullu upplýst, en margt hefir þó komið upp við rannsókn þess. JACSON — Monard — Vanderdreschd myrti hinn gamla byltingarmann, Trotzki, þann 20. ágúst 1941. Réttarrann sókn hófst þann 4. ágúst síðast- liðinn eftir að málið hafði verið tafið í nærri því þrjátíu mán- uði. Réttarfar í Mexico er fram- kvæmt án kviðdóms og opin- bers málaflutnings. Dómarinn og aðstoðarmenn hans rannsaka málskjölin, yfirheyra kærða, kynna sér sókn og vörn og fella svo dóminn. Kynlegar upplýsingar komu fram við réttarrannsóknina. Trotzki var sem sé „myrrar tvisvar". Aðfaranótt 24. . maí 1940 höfðu yfir tuttugu vcpn- aðir menn, sumir dulbúnir sem mexikanskir lögreglumenn, komið í bílum að Villa de Coyoacan, skammt frá Mexico. Þeim tókst að komast inn í garðinn og miðuðú vélbyssum TROTZKI. á glugga og dyr svefnherberg- is Trotzki og konu hahs Natha- líu Sedor. Um 300 kúlum var hleypt af, og mennirnir sluppu burtu, sannfærðir um að hafa myrt hinn fyrrverandi yfir- mann Rauða hersins. Um leið og þeir fóru, skildu þeir eftir tímaspr^eínglu), sen>, til allrar hamingju sprakk aldrei, og þeir höfðu á brott með sér einn af riturum Trotzkis, hinn unga Ameríkumann, Sheldon Harte. , Rannsóknir hafa leitt í Ijós. að samsærismenn voru allir með limir spænsku og mexikönsku kommúnistaflokkanna. Meðal þeirra var hinn þekkti málari, Alfaro Siqueiros, einn af stofnendum mexíkanska kommúnistaflokksins og flokks blaðs þeirra, El Macheta, Stóri hnífurinn. (Fallegt nafn). Aðrir samsærismanna voru Pujol málari, Arenalbræðurn- Rey kjaijík - Dlipelllr eStirl@idis verða dagiega ferðir til PÍBigvalla. Frá Reykjavík kL 11 árdegis. i • Frá Þingvöllum kí. 5 síðdegis. Bifrelð^sfiið Stelndörs. ir, mágar Alfaros, Nestor Sanc- hez, kommúnistiskur bardaga- jötunn, fyrrum meðlimur alþjóð legu herdéildarinnar á Spáni. Þessir menn voru handteknir ásamt nokkrum skyttum. Hinn ungi Ameríkumaður, Sheldon Har.te, var hafður í haldi hjá Arenalbræðrum í litlu húsi skammt frá Mexico City, og þar fannst hann seinna graf inn undir eldhúsgólfinu, með kúlu í höfði. Eftir að morðingjanum, Al- faro Sequeiros, haíði verið sleppt úr varðhaldi um stundar sakir, brá hann sér í flugvél til Chile, þar sem hann hélj áfram að mála freskómyndir. Það var augljóst mál, að rúss neska leynilögreglan bar ábyrgð á þessu morði. En málinu var aldrei fylgt eftir. Mér er sagt, að samsærismenn leiki allir laus um hala, og að sumir þeirra, þar á meðal Arnealbræðurnir, séu í Bandaríkjunum og þurfi ekki að kvíða því,. að málinu verði nokkru sinni hreyft. Ég, bjóst við, að árásin aðfaranótt 24. maí yrði tekið upp í sam- bandi við mál Jacsons, en svo var ekki. Eigi að síður heyra þessi tvö mál saman og skýra hvcrt annað. »T» ROTZKI var ljóst, að fyrri * árásin var gerð samkvæmt skipun frá æðri stöðum og ekki yrði gefizt upp fyrri en skip- unin hefði verið framkvæmd. Svikastarfsemin teygði klær sínar alla leið inn á heimili Trotzkis. Tveim árum áður hafði ung, ameríksk stúlka, sem var meðlimur félagsskapar Trot zkis, kynnzt í París manni, sem. hét Jacson eða Monárd, og orð ið mjög hrifin af honum. Sylvia Angeloff, en svo hét stúlkan, kynnti þennan vin sinn í félags skap Trotzkisinna. Jacson hafði umráð yfir bíl, jós fé á báða bóga og hafði fjölda vegabréfa. Þann 20. ágúst 1940, um klukkan 5,30 síðdegis fór Jac- son til Coyacan Nathalie Sedov —¦ Trotzki tók á móti honum. Hann virtist vera utan við sig og taugaóstyikur. Enda þótt veður væri þurt og heiðskír him in, bar hann regnkápu á hand- leggnum, og undir henni hafði hann falið ísöxi. Tveim dögum áður hafði hann komið á sama bátt og virtist Trotzki hann þá skuggalegur undir brún í þetta skipti fékk hann aðgöngu að vinnustofu Trotzkis undir því yf irskyni, að hann ætlaði að sýna Trotzki handrit að grein um hagfræðilegt efni. Meðan Trot- zki rendi augum yfir h'anritið, hjó Jacson hann í höfuðið með eggvopni sínu, og stóð vopnið í heila. Morðinginn hafði gert ráð fyr ir því að geta myrt fórnardýr sitt hljóðlega, slpppið út í bíl sinn og flúíð. En hið furðulega lífsþrek og viðnámsþróttur Trot zkis eyðilagði þessa ráðagerð. Trotzki hafði nægilegt þrek til þess að reka upp óg og ráðast á árásarmanninn. Þegar heim- ilisfólkið kom að og tók morð- ingjann höndum, æpti Jacson: — Þeir haf a móður mína á valdi sínu! Þetta óp leiðir til þeirrar ályktunar, að móðir bans sé í Rússlandi. — Ég heyrði hræðilegt óp, skrifaði Nathalia Sedova. — Leon Davidovitch stóð uppi við hurðina, handleggirnir hengu máttlausir niður með síðunum, andlit hans var alblóðugt, og hann var gleraugnalaus. Ég hjálpaði honum til sætis, og hann sagði við mig: — Natac- ha, ég elska þig. Síðustu orðunum^ ávarpaði hann konu sína: •— Ég vil ekki láta þjónustufólkið hátta mig, ég vil að þú klæðir mig úr. (Frh. á 6. síðu.) Hún iðkar leikfimi. ..'¦.' ¦ . ¦: ¦ .¦.¦:¦ ¦¦ ¦ . ¦¦ :¦¦.¦-:¦¦.¦¦¦¦:¦¦¦¦; ¦.¦...¦:: ¦. ¦ ¦ ¦ :¦;¦:¦>::: mmim%im%mmmmmmmi mWmmmmmmmmmmmmm.. .,..¦"'¦¦¦¦¦¦¦¦.:,¦¦: .¦:¦ ¦ ¦ ¦ ,:""¦¦; ,.":..'¦ :,:.::¦". •,'• • . ¦„:¦ ¦¦ , • :¦,...', :í;:í::: ¦::. ¦: ::w::ym^:mm::i::Zy:;:-t.:":ý':m-ý-::. - .¦¦::¦ . ¦ ¦¦¦:;¦:;: '• ¦ \ \ s \ Leslie Brooks er þekkt fyrir það í Hollywood hve dugleg hún er í leikfimi. Hún æfir sig daglega. Myndin er tekin af henni að leikfimisæfingum í leikfimissal kvikmyndafélags ins, sem hún vinnur hjá í Hollywood. I S Ég byrja nýja starfsemi. Kjörorðið er: Niður með lög- regíuna. Aðstoð fyllirafta og ástandshimpigimpa nauð- synleg. — Bréf um ávextina. EG HEF undanfarna daga ver- ið að glugga, svolitið í lög. Hef ég gert> það af ásettu ráði, enda vakinn til nýrra dáða af sérstöku tilefni. Mig hefur lengi langað til að komast á þing og geta þar með orðið einn af löggjöfum landsins, en þar sem það hefur ékki tekizt, er ekki annað fyrir mig að gera en að búa mig undir ævistarfið með því aff kynna mér þau Iög, sem aðrir hafa búið til, og þykist ég nú orðið þekkja Iögin nógu vel, og ekki aðeins þau, heldur og alla lagakróka, refskákir og rumm ungahátt, sem hægt er að beita í sambandi við þau. OG ÞAR SEM ÉG ER NÚ loks- ins orðinn svona fær, kominn þetta hátt og hef aflað mér .nokkurs trausts frá kjósendum í Ördeyðu, þá hef ég hér með ævi- starfið. Ég byrja með því að reyna að ríða niður lögregluna í Reykja- vík, því að hún og alit hennar at- hæfi er versti þröskuldur minn á veginum til enn meiri frama. Ég skora því hér með á alla fylli- rafta, bifreiðaþjófa, siðlausa dóna, svindilbraskara, ástandshimpin- gimpi, okrara, ávísanasvikara, og víxlafalsara, — sem lög- reglan hefur einhverntíma haft einhver afskipti af, að leita vel í hugskoti sínu að einhverjum á- virðingum hennar. ÞAÐ STENDUR ALVEG Á sama, hvort þær eru ,sannar eða lognar, bara að einhverjir fáizt til að staðfesta þær með vitnis- burði sí^num við opinber málaferli. Mun ég svo nota þetta til að eyðileggja lögregluna og allt henn- ar starf, svo að fylliraftar, ástands himpingimpi o. s. frv., eins og ég táldi upp áður, geti verið í friði með starf sitt, hvort sem er inni í eða úti fyrir dyrum opinberra veitingahúsa, í skrifstofum sínum eða á götum úti. EG VÆNTI ÞESS, að það heið- ursfólk, sem ég hef nú leitað til, beri ekki vantraust til mín, vegna þess að ég hef hvorki tekið próf í íslenzkum lögum frá Háskóla íslands, né tekizt að ná sæti á lög- gjafarsamkomu þjóðarinnar. — Vænti ég þess að þetta^ heldra fólk, sem ég grátbæni um aðstoð við þessa köllun mína til frama fyrir þjóð mína og framar öllu stétt mína, lögfræðingastéttina, ljái mér lið sitt og beiti hvaða ráðum, sem hendi eru næst til þess að mér takizt að framkvæma vilja minn: að rægja og eyðileggja framkvæmdavald laganna svo að lögleysingjum og skepnum megi takast að sigla beitivind í þjóð- lífinu. Ég skal aðeins geta þess að lokum, að mér hefur alltaf tekizt að sleppa undan lögreglunni og eru það nokkur meðmæli um hæfileika .nlina og kunnáttu. B. L. J. SKRIFAR: „í nýút- komnu lögbirtingablaði er listi yfir þær vörur, sem ríkisstjórnin undanþiggur farmgjaldahækkun. Eru það aðallega ýmsar matvör- ur, svo sem kornvörur, sykur o. fl., fóðurvörur og tilbúinn áburð- ur, ennfremur kaffi. Hins vegar mun það valda mörgum mannin- Frh. á 6. síöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.