Alþýðublaðið - 29.06.1943, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.06.1943, Blaðsíða 8
ALÞVÐUBt' ’ISÐ pðTJARNARBICI Slöðio til Santa Fe (Santa Fe Trail) Þáttur úr sögu átakanna um afnám þrælahalds í Banda ríkjunum. Errol Flynn Oliva de Haviland Raymond Massey Ronald Reagan Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. 5, 7 og 9. IBYRJUN jyrri heimsstyrj- aldarinnar jékk herforingi í brezkri nýlendu í Mið-Afríku svohljóðandi skeyti frá yfir- manni sinum: „Ófriður hafinn. Takið fasta alla útlendinga frá óvina- þjóðunum, sem búa í nýlend- unni.“ Svarið kom von bráðar: „Hef tekið fasta sjö Þjóð- verja, þrjá Belga, tvo Frakka, fjóra ítali, einn Austurríkis- mann og einn Ameríkumann. Gjörið svo vel og segið mér,, við hverja við erum í ófriði?“ * * * SUMARIÐ 1914 kom sprjátrungur úr kaupstað upp í sveit, og átti hann tal við bónda nokkurn. Bóndi býður honum til stofu og spyr frétta. Jú, kaupstaðarbúinn segir, að nú sé komið stríð ’úti í heimi, og til marks um það, hversu mannfallið sé geysilegt, segir hann, að fjandinn sé bull- sveittur á skyrtunni að taka á móti sálunum. Bónda fannst mikið til um tíðindin, og þeg- ar gesturinn var farinn, gekk bóndi fram og aftur um hlað- ið með hendurnar fyrir aftan bak og í djúpum hugleiðingum. Einhver heimamanna heyrði, að hann tautaði sí og æ fyrir munni sér: „O, jamm og jæja, og var á skyrtunni, og var á skyrtunni.“ * KONAN ÞRÁIR að giftast þeim manni ,sem hefur dregið hana á tálar. — Það er ekki lélegri hefnd en livað annað. (Beaumanoix). CxMSWp oq lietim heuiA ' (jbr Ludwu) LeuLsohro. við mann sinn og móðir lítils drengsnáða. Sú aðferð þeirra, að byggja sambúð sína og heimilishald á ósannindum í orðum og athöfn- um dró að sjálfsögðu slæman dilk á eftir sér. Stærri verzlan- irnar fóru brátt að krefjast af- borgana á eftirstöðvum skuld- arinnar, ársfjórðungsvextina varð að greiða í bankanum, litla bókin , sem Anna hafði keypt til að færa heimilisútgjöldin í, hékk óhrein á sama snaga í eldhúsinu, og það hafði ekki verið fært nema á þrjár fyrstu síður hennar. Lúella hélt áfram að panta vörurnar í símann. — Hún verður svo æst, þegar ég blanda mér í þetta, sagði Anna óttaslegin við Herbert. — Það að hún fær að sjá um búsýsluna, er í hennar augum sönnun þess, að- hún sé orðin heibrigð. Hann svaraði henni engu. Það var þýðingarlaust. En það var annað, sem var verra. Bronson hafði farið í bókfibúð háskólans og keypt bækur fyrir þrjátíu dali og látið skrifa þær hjá Herbert. Og áður en skuldin var greidd hafði Bronson selt bækurnar aftur fornbóksölu- deild sömu verzlunar og tapað andvirði þeirra í veðbanka knattspyrnukeppni. Anna sam- þykkti að þetta væri miður við- eigandi framkoma, og hún skyldi ávíta Bronson fyrir þetta tiltæki. Það skyldi ekki bregð- ast. í móðurlegum trúnaði, sem lét í eyrum Herberts sem versta móðgun, bætti hún við: — Það má ekki dæma Bron- son of óvægilega. Þegar alls er gætt er hann bara sonur föður síns. Það voru hinar takmörkuðu upphæðir. sem Joffe sendi sem forgreiðslu fyrir tónverkin, sem komu í veg fyrir að fjármál fjölskyldunnar yrðu opinbert hneyksli þetta sumar. En það var ömurlegt að þurfa mánuð eftir mánuð að greiða skuldir, aðeins til þess að verða svo var við nýja skuld á öðrum stað. Þegar klukkan sló tólf á há- degi á laugardögum, létti Her- bert jafnan mjög. Fram á mánu dagsmorgun þurfti hann ekki að kvíða því að vera kallaður í símann, aðeins til þess að hluista á kurteislega en kulda- lega rödd segja: — Við höfum ofurlítinn reikning á yður, Crump prófessor. Þér lofuðuð að greiða ofurlitla afborgun í vikunni, sem leið, en það hefir farizt fyrir. Auðvitað treystum við orðum yðar, en lánadrottn- ar okkar krefjast þess að við stöndum í skilum, og þess vegna verða skuldunautar okkar að standa í skilum við okkur. Við viljum ekki valda yður neinum o óþægindum, en þér skiljið, er ekki svo? Á mánudagsmorgun tók hann byrðina aftur á herðar sér af frjálsum vilja — alla hina þungu byrði þessa lífs. Að sýna mótþróa var ekki einasta þýð- ingarlaust, heldur gat það einn ig orðið til þess, að hann yrði flæktur í óþægileg mál og með enn þá óþægilegri afleiðingum. Einu sinni, þegar hann varð að borga hinn háa mánaðarreikn- ing matvörukaupmannsins, bað hann um að fá að sjá reikning- inn sundurliðaðan. Hann vissi ekki, hversu mikils fimm manna fjölskylda þarfnast til matar á mánuði, en hann rak augun í þrjú eftirfarandi atriði: majones dýfa, síróp og kakaó. Átján heil flöskur af majonesdýfu, tíu dós ir af sírópi og sjö stórar dósir af kakaói hafði verið tekið út í einum mánuði. Mjög vingjarn- lega spurði hann Ónnu að því, hvort þetta væri nú ekki óþarfa eyðsla, en hún setti upp spek- ingssvip, þegar hún sá reikning inn. Nei, ekki bjóst hún við því, að hægt væri að kalla það eyðslusemi. Lúella lét ekki bjóða sér annað en góðan mat. Veslings stúlkan sá um búsýsl- una. Hún hafði aldrei orðið hon um til neinnar byrði í uppvext- inum. Hún átti fáa kunningja, og hvernig var þá hægt að synja henni um þennan lítilfjörlega munað? Ef til vill væri Herbert svo harðbrjósta, að hann gæti það, en hún gæti það ekki. Svo- nánasarleg gæti hún ekki ver- ið, þótt hún vildi. Á bernsku- heimili hennar í Louisville hafði alltaf verið nóg að borða og þar mátti hver maður borða eins og hann lysti. Blessunin hún móðir hennar, friður sé með henni, var vön að segja: , — Það þýðir ekki að bjóða mér skorpusteik. Sírópið var notað í kakóið og til þess að búa til úr því karamellur, og það fór mikið kakaó aðeins í karamell- urnar. Ef stúlkurnar, sem aldrei fengu ný föt og gátu ekki einu sinni farið í kvikmyndahús vegna fataleysis, áttu ekki að missa þessa fáu kunningja, serh þær áttu, þá voru þessir hlut- ir nauðsynlegir. Herbert svaraði ekki. Líkt og vant er, hafði hann á röngu að standa, en Anna á réttu. Hann bað Joffe um starf við útgáfuna. Hann kenndi í einkatímum inni í borginni, hann bauð sig fram sem kenn- ara við sumarnámskeið tónlist- arskólans, hann takmarkaði tíma sinn til tónskáldskapar við laugardagskvöld og sunnudaga, en þar með minnkaði hann einn ig líkurnar fyrir meiriháttar tekjum. Hann gerði alltaf ráð fyrir því að þurfa að greiða ó- NVJA Bið Eigiokona fitlagaos (Belle Starr) Söguleg mynd í eðlilegum litum. Gene Tierney Randolph Scott Sýnd kl. 5, 7 og 9.. Bönnuð fyrir börn innan 12 ára. Þriðjudagur 29. júní 1943. GAMLA BIO lona iækfiisios (I Take This Woman) SPENCER TRACY HEDY LAMARR Sýnd kl. 7 og 9. Kl. 3%—614: í UMRÓTI STYRJALDARINNAR (Suicide Squadron). Anton Walbrokk. Sally Gray. vænta reikninga. Stundum neyddist hann til þess að fresta allri listrænni starfsémi í marg- ar vikur, til þess eins að vinna fyrir peningum fyrir silkisokk- um, sem aldrei var gert við, majonesdýfu og karamellum. Nú órðið ýét hann sér sjaldan verða það á að hreyta ónotum. Það hefði aðeins orðið til þess að eyða lífsþróttinum á þann hátt, sem honum var ekki sam- boðinn. Hann las sonnettur Shakespeares um þessar mund- ir, kynnti sér hinar gömlu arí- ur Campions og Dowlands og gerði uppkast að fimm rómöns- um. Nei, hið ytra reyndi hann að sýnast vera rólegur og á- hyggjulaus, og Anna hafði því ekki hugmynd um, að í brjósti Herberts leyndist harmur, sem ekki var tjáður í orðum né at- höfnum, vitund um svo' hróplegt ranglæti, að stjörnurnar myndu hrapa af himnunum og jörðin farast, ef ekki yrði bætt fyrir það ranglæti, sem framið hafði verið gagnvart honum. Hann og Breitner voru vanir að hittast stöku sinnum og sitja saman yfir glasi af öli í veitingastofu einni í nágrenninu. Við eitt slíkt tækifæri’ lcvartaði Breitner und an því, að konan sín ætti enn þá von á barni. , — Launin verða ekki hærri, Crump, og Ellen segir, að hún HELJARSTOKKIÐ Viðstaddir athöfnin áttu að vera kvikmyndatökumenn, fréttariarar meiri háttar blaða, frægir íþróttagarpar, borg- arstjóri, borgarráð og helzta hljómsveit borgarinnar. Feita Jóa var vel kunnugt um alla þessa viðhöfn, en hann vildi ekki segja Torzó frá henni, til þess að æsa hann ekki meira en góðu hófi gegndi. Torzó hafði yndi af að sýna listir sínar í f jölmenni, eirikum þegar hljómsveit lék. Til þess að sanna Feita Jóa, að hann gæti stokkið þessa vegalengd, hafði Torzó st«kkið yfir tjörnina í garði gisti- hússins, þar sem þeir gistu. Hann hafði enn fremur stokkið yfir tuttugu og fimm feta breiðan veg — rétt fyrir framan bíl, sem kom á fleygifeð eftir veginum — og hafði boðizt til að stökkva af þaki gistihússins og yfir á næsta hús. Þeir stóðu báðir úti í garðinum. Torzó rétti úr sér af öllum mætti og lagði höndina á brjóstið. „Ég hef verið móðgaður,” sagði hann. „Ef ég verð ekki við áskorun Eysteins Arnar, munu forfeður mínir ekki hafa ró í gröfum sínum. Draugar munu ásækja.mig. Fingur smán- arinnar munu fóenda á mig af himnum ofan.“ Feiti Jói heyrði til Torzós, en skeytti því engu. „Heyrðu nú, Torzó!“ sagði hann. „Það verður ekki hlaupið yfir gljúfrið nema ég mæli svo fyrir. Spurðu mig aftur um það að svo sem hálftíma liðnum.“ Torzó þagði um stund, en svo fóru augu hans að leiftra', eins og honum hefði dottið eitthvert snjallræði í hug. MYNDA- SAG A. WO’LF:, íjíiugsar). Ein kúla mundi duga! Það yrði svo auð- velt að kenna það strokuföng- unum! Og ég væri laus við þenn an þorpara! , Þýzkir hermenn: Todt yfir- hershöfðingi! Eldarnir eru að breiðast út HAVE VOU FOfZCOTTEN VOUR PI-SCIPUNE ? SENP ME A AAEDICAL OFPICER AND A DETAILOFTEN SOLPIEBS / TELL CAPTAIN TILLER TO TAKE CHABCE OF THE FIRE THE COWMANDANT HAS MET WITH AN ACCIPENT/ I’M |N COMMAND FOB THfe WOLF: Hafið þið gleymt ag- anum? Sendið lækni og 10 her- menn. Segið Tiller höfuðsmanni að’ sjá um að slökkva eldana! WOLF: Yfirhershöfðinginr hefir orðið fyrir slysi! Ég hefi tekið við stjórn í bráð!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.