Alþýðublaðið - 29.06.1943, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.06.1943, Blaðsíða 7
Þiriðjudagur 29. júní 1943. ALÞYÐUBLAÐIÐ | Bærinn í dag.| Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- Apóteki, sími 1760. 12.10 15.30 19.25 19.35 20.00 20.30 20'i.55 21.50 ÚTVARPIÐ: Hádegisútvarp. Miðdegisútvarp. Hljómpllötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. Ávarp um Hallgrímskirkju (Felix Guðmundsson, um- sjónarmaður). Fréttir. Erindi: Indversk trúarbrögð II, (síra Sigurbjörn Einars- son). Hljóm(plötur: Kirkjutónlist. Fréttir. Dagskrárlok. Afhending skömmtunarseðla hófst í gær- morgun kl. 10 í Góðtemplarahús- inu. Verður afhendingu haldið á- fram í dag og á morgun og er op- ið kl. 10—12 og 13—17. Kaffi- skammtur verður aukinn um 250 gr. og 3 kg. aukasykurskammti verður úthlutað. Þorsteinn H. Hannesson söngvari var á Siglufirði fyrir helgina og hélt þar samsöng í kirkjunni. Að- sókn að söngnum var afar mikil og viðtökur hinar ágætustu. Varð Þorsteinn að syngja aukalög. Við Þorsteinn að syngja aukalög. Við hljóðfærið var dr. von Urbants- chitsch. Gjafir til heilsuhælissjóðs Náttúru- lækningafélags íslands: Hannes Pálsson 20, Halldór Pálsson 20, Brynjólfur Magnússon 10, Kristín Jóhannesd. 10, G. Guðmundsson 10, H. Sigurðsson 10, Auður Jóns- dóttir 10, Halldóra Sigurðardóttir 1.0, María Níelsdóttir 5, Trausti Ólafsson 50, Hannibal Sigurðsson 50, N. N. 5, G..Ó. 10, H. Ó. 10, Friðrik Lúðvíksson 50, J. G. 10, Hans Petersen 10, Magnús Daní- elsson 10, Ólafur Guðfinnsson 10, Valdimar Jónsson 10, Árni J. Árnason 20, Gunnar Huseby 10, Guðm. Ólafsson 10. Kærar þakkir. Fyrir hönd N. L. F. í. Matthildur Björnsdóttir. Ljós rykfrakki hér um bil nýr tapaðist í austurbænum á laugardaginn f. h. skilist í járnsmiðjuna Laugavegi 71 sími 4869. Fundariaun. Félagslíf Handknattleiksflokkar karla. Æfingar falla niður í kvöld vgna boðhlaups Ármanns um- hverfis Reykjavík. Flokksstjórarnir. ^Kanpnm tusknr I hæsta verði. ræðir pjéðræknismál. Félagið varð 25 ára f gæs*. T1 RESTAFÉLAG íslands hélt aðalfund sinn s. 1. laugar- dag. Hófst hann með guðsþjónustu í Háskólakapell- unni, en fundarstörf fóru fram í kennslusal guðfræðideildar. — Sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup prédikaði við guðsþjón- ustuna og minntist í ræðu sinni 25 ára starfsafmælis Presta- félagsins. Fór guðsþjónustan mjög virðulega fram. \ BaldflFSflöta 30. j Formaður Prestafélagsins, Ásmundur Guðmundsson pró- fessor setti fundinn. Sátu hann 46 prestar og andlegrar stéttar menn. Formaður bauð fundar- menn velkomna og þakkaði þeim, er bezt hefðu dugað Prestafélaginu á undanförnum árum. — Minntist hann því næst stofnfundar félagsins, en það var stofnað 28. júní 1918. Stofnendur félagsins voru 27, og eru fimmtán þeirra látnir. — Þá minntist prófessor Ás- mundur látinna formanna fé- lagsins. þeirra dr. Jóns Helga- sonar, sr. Skúla Skúlasonar, og próf Sigurðar P. Sívertsen, svo og fimm félagsmanna, er látizt hafa á liðnu starfsári,i þeirra Gísla Skúlasonar próf- asts, Stefáns Björnssonar próf- asts, Séra Sigurðar Z. Gísla- sonar, séra Þorsteins Kristjáns- sonar cg séra Jóns Jakobsson- ar. Aðalmál fundarins var Þjóð- erni og kirkja. — Framsögu- ræður fluttu þeir sr. Eiríkur Brynjólfsson og sr. Páll Þor- leifsson. Að umræðum loknum var samþykkt svofelld álykt- un; „Prestar staddir á 25. aðal- fundi Prestafél. íslands bind- ast samtökum um að gera það, sem í þeirra valdi stendur til þess, að þjóðin standi á verði um menningu sína og tungh og annað það, er stuðlar að sönnu sjálfstæði hennar á kristilegum grundvelli. — og beinir því til annarra meðlima félagsins og félagsdeildanna að hefjast handa í þessu efni. Bendir fundurinn á nauðsyn samstarfs í þessu máli við ýmsa félagsstarfsemi í landinu, svo sem ungmennafélög og íþrótta- félö^ skólctf, útvarp, bókaút-1 gáfu Menningarsjóðs og hvers konar starfsemi, er áhrif hefir á hugsunarhátt og lífsskoðun almennings ,einkum æskulýðs- ins. Þá vill fundurinn beina því til ríkisstjórnar og alþingis, hvort ekki væri á þessum vara- sömu tímamótum full ástæða til þess að fé yrði varið til þess að vernda þjóðerni og þjóðleg verðmæti, t. d. með því að vel hæfir menn ferðuðust um land- ið og störfuðu þar, sem þeir gætu komið að áhrifum í þessa átta, svo og með bókaútgáfu og öðru því, er hentugt þætti.“ í fundarlok fór fram stjórn- arkosning í félaginu_ Var frá- farandi stjórn endurkosin í einu hljoðj, en hana skipa: Próf. Ásmundur Guðmundsson, sr. Árni iSigurðsson, sr. Friðrik Hallgrímsson, sr. Guðm. Einars son og sr. Jakob Jónsson. Fundinum lauk með guð- ræknistund í Háskólakapell- unni. , Herprestar heimsækja prestastefnuna. William S. Key, hinn nýi yfirhershöfðingi hér á landi, heimsótti prestastefnuna og með honum helztu prestar am- eríska hersins hér á landi. Bauð biskup þá velkomna og drukku þeir kaffi með íslenzku prest- unum. Arbók frjólsiþrétta- manoa. ÞAÐ HEFIR tíðkazt mjög í seinni tíð, að hinar ýmsu greinar íþróttanna hafa fengið sínar eigin árbækur, sem eru fullar af hvers konar fróðleik um íþróttagreinina og þá menn, sem fremst standa í henni. Hér á landi hafa slíkar árbækur lítið verið gefnar út, nema í knattspyrnunni. Nú hefur þó önnur íþrótta- grein gefið út árbók sína. Það eru frjálsu íþróttirnar. Hafa 2 ungir áhugamenn þeirra, Jó- hann Bernhard og Brynjólfur Ingólfsson, fyrir atbeina ÍSÍ gefið út árbók frjálsíþrótta- manna fyrir 1942—1943. Er þetta 80 síðu kver og fullt af fróðleik fyrir áhugamenn. Sér- staklega er það lofsvert hversu mikið er af fróðleik úr sögu frjálsíþrótta og hversu margar góðar myndir eru með. Samt rná sjá það glögglega, hversu litla rækt ljósmyndarar hafa lagt við íþróttirnar, því að að- eins tvær rhyndir sýna íþrótta- mennina í keppni, en allt hitt eru andlitsmyndir. Bók þessa ættu allir, sem á- huga hafa á frjálsíþróttum, að eignast, og er vonandi, að ÍSÍ sjái sér fært að efla slíka út- gáfustarfsemi sem mest í fram- tíðinni. Serkamannafélao stnln- I Fljótnm 1 Skagafirði. NÝTT VERKAMAiNNAFÉ- LAG hefur verið stofnað í Fljótum í Skagafirði. Félagið heitir Verkamannafélag Fljóta- manna og eru stofnendur þess 38. Formaður var kosinn Sæ- mundur Hermannsson frá Mói. Félagið hefur sótt um upptöku í iAlþýðusambandið. FFRÐALÖG ÍÞRÓTTAMANNA Frh. af 2. síðu. íþróttamenn þeirra. Og nú er þessi för farin að nokkru leyti sem kynnisför og skemmtiför, til að fá Í.R.-inga til skemmta sér saman á hollan og þjóðleg- an hátt og ti'l að kynnast hvert öðru. Er ekki að efa að norð- anmenn munu hafa mikla á- nægju af komu þeirra og margt af þeim læra. Bæði K. R. og Ármann munu hafa íþróttaferðalög á prjónun- um og munu þau verða farin í júlímánuði, en ekki hefur enn verið gengið frá þeim að fullu. Vonandi getum vér þó fært lesendunum fréttir af þessum fyrirhuguðu ferðum innan skamms Só. Jarjðarfor mannsins míns Slgur'dar Ggðbi'aadssonar, skipstjóra, fer fram frá Frrkirkjunni, þriðjudaginn 29. þ- m., og hefst með bæn að lieirnili hans, Skólavörðustíg 18', kl. 1 e. h. Stmkvæmt ósk hins látna, eru blóm afbeðin. Eyriður Arnadóttir Dóttir okkar Unnur, andaðist í Landspitalanum 26. þ. m. hristín Hansdóttir Guðmundur Jónsson Etskn lula dót'ir okkar, Erna, andaðdst 2(1. p rn. Kristín Steinsdóttir Sverrir Svendsen Jaiðarl'ö'r mannsins mins, M&rmaDos Jónssonar fer fra\n fiá D miku'bj 'in.i fimmtndaginn 1. júlí, og hefst með bæn á heimili Itai.s, Mjöinisholti 8, kl. 3 e. h. Fyrir mína hönd og annara aðstandenda. Kristín Bjarnadóttir. REYKJAVÍ/KURHLAUPIÐ Frh. af 5. síðu. 200, 400, 800 og loks 1500 m. Munu allir beztu hlauparar bæjarins taka þátt í hlaupinu og verður keppnin vafalaust hörð. Hlaupið hefst á íþrótta- vellinum kl 8,30. AÐBÚNAÐUR MFNNTASKÓLANNA. Frh. af 2. síðu. gagngerðar endurbætur á að- búnaði menntaskólanna.“ Hin samþykktin er svohljóð- andi: „Fundur menntaskólakenn- ara, haldinn 22. júní 1943, á- lyktar að skora eindregið á hæstvirtan kenn'slumálaráð- herra, að hann hlutizt til um og leggi ríka áherzlu á, að Sig- urður Guðmundsson, skóla- meistari, hverfi ekki frá emb- ætti sínu, er hann verður 65 ára á hausti komanda. Ályktun þessa rökstyður fundurinn þannig: Sigurður Guðmundsson hef- ur, sem alkunnugt er, rækt starf sitt með miklum ágætum, og rækir enn, enda heldur hann fyllsta starfsþreki og er sívakandi sem fyrr um heill og hag stofnunarinnar. Auk þess telur fundurinn varhuga- vert, að skipt sé um stjórn skóla, nema brýna nauðsyn beri til, meðan högum þjóðar- innar er háttað svo sem nú er.“ Laxveiði horfur i verra lagi. T AXVEIÐIMENNIRNIR eru fyrir nokkru farnir að „renna í“ árnar. Veiðin er frem- ur treg ennþá og laxinn frekar smár. Á sunnudaginn veiddist 17 punda lax í Elliðaánum. Þykir það vænn fiskur. En veiðimenn óttast, að veiði verði ekki mikil í sumar. Telja þeir, að laxinn hafi ekki gengið mikið í árnar að þessu sinni. , Ægir, mánaðarrit Fiskifélags íslands, er nýkomið út. Af efni ritsins má. nefna þetta: Erlendir neytendur og íslenzkar framleiðsluvörur, eft- ir Lúðvík Kristjánsson. Sölusam- band ísl. fiskframleiðenda, tíu ára starf, eftir Arnór Guðmunds- son. Frásögn af Garðarsslysinu, með myndum af skipinu og þeim, sem fórust. Frósögn af nýbygging um skipa og viðgerðum. Yfirlit yfir vetrarverðtíðina í Sunnlend- ingafjórðungi. Afmælisgrein um Árna G. Þóroddsson og ýmsar fréttir um útvegsmál. Fálkinn, sem kom út sl. föstud. flytur þetta efni: Úr gljúfrinu á Skapta- felli, forsíðumynd, Vélsmiðjan Hamar 25 ára, Setuliðsstjóraskipti á íslandi, Hátíðahöldin 17. júní, Heimkynni nútímalistar, eftir J. Steegmann, Hver samdi leikinn, og hvert er efni hans, Thomas Kyd, Horfna djásnið, eftir Jeanne Maxime-Dadvid, Kyrrahafsleið- angurinn IV., Hvernig gerum við innrás í Evrópu, eftir Martin Agorsky, o. m. fl. Aðalfundur Sambands íslenzkra kart’lakóra var haldinn í Reykjavík, 15. júní s.l. Voru margir fulltrúar mættir og ríkir mikill áhugi meðal með- lima sambandsins. Formaður S. í. K., Ágúst Bjarnason, skýrði störf Sambands íslenzkra karlakóra á liðnu starfsári. Höfðu 5 söngkenn- arar starfað, meira eða minna, á vegum sambandsins, en það á þó enn langt í land, að hægt sé að fullnægja öllum beiðnum um söngkennslu, sem fram koma. — Voru fundarmenn mjög ákveðnir I að reyna að efla söngkennsluna, eftir því, sem hægt er, og jafnvel að reyna að fá hingað erlendan söngkennara. Framkvæmdaráð sambandsins var endurkosið, en það skipa: Ágúst Bjarnason, form., Friðrik Eyfjorð, ritari, Kári Sig- urðsson, féh., og meðstjórnendur einn úr hverjum landsfjórðungi: Fyrir Sunnl.fj. Sr. Garðar Þor- steinsson, fyrir Vestf.fj. Sr. Páll Sigurðsson, fyrir Norðl. Þormóður Eyjólfsson, konsúll, fyrir Austf.fj. Jón Vigfússon. Söngmálaráð var einnig endurkosið, en það skipa söngstjórarnir: Jón Halldórsson, form., og méðstjórnendur Ingi- mundur Árnason og sr. Garðar Þorsteinssön.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.