Alþýðublaðið - 02.07.1943, Síða 8
ÆUsYÐUBL'liÐ
Föstudagur 2. júlí 1943.
BTJARNARBIOSS
Slóðin tii Santa Fe
(San-ta Fe Trail)
Þáttur úr sögu átakanna um
afnám þrælahalds í Banda-
ríkjunum.
Errol Flynn
Oliva de Haviland
Raymond Massey
Ronald Reagan
Bönnuð fyrir börn innan
16 ára.
5, 7 og 9.
J Hey rto p
CHARLES REED, skálcL-
sagnahöfundurinn, var
sakaður um ad hafa hnuplað
efninu í eina af skáldsögum sín-
um. Hann svaraði þeirri ásök-
un svo:
„Ég mjólkaði þrjú hundruð
kýr í hana, en smjörið strokk-
aði ég sjálfur.“
*
PETTJR litli þótti gáfnatreg-
ur, tornæmur og minnis-
lítill. Hann gekk til spurninga
hjá prestinum, og presturinn
var álveg í vandræðum með
hann.
„Kanntu þá enga ritningar-
grein, tetrið mitt?“ spurði
klerkur.
Pétur klóraði sér í höfðinu
og reyndi að brjóta heilann.
„Og Júdas gekk út og hengdi
sig,“ mælti hann að lokum.
„Sjáum til,“ sagði prestur.
„Geturðu rifjað upp meira?“
„Far þú og ger slíkt hið
sama,“ svaraði strákur eftir
stundarkorn. Prestur spurði
einskis fleira í þetta sinn.
*
SKOTI nokkur var staddur í
New York, þegar stríðið
skáil á, en konan hans sat eftir
heima á Skotlandi.
„Því ferðu ekki heim til kon-
unnar þinnar, Sandy?“ spurði
Ameríkumaður nokkur hann
vingjarnlega.
„Ertu frá þér, maðurl“ hróp-
aði Skotinn, sýnilega hneyksl-
aður á spurningunni. „Ætlastu
til, að ég fari að hætta lífi mínu
með því að fara yfir Atlants-
hafið innan um alla þessa kaf-
báta, sem engu eira? Nei, óneil
Ég er búinn að senda konunni
peninga til að koma til mín.“
QfiJxíKt CktMWp
otj hjmu *
I tftir iudu/ijj LejjUohxv.
§S NÝJA BIO
en við hann var auðvitað ekki
hægt að jafnast. í stuttu máli
sagt, væri hún orðin fullsödd
á fallegum karlmönnum. Nei,
hún kunni að meta hjartalagið.
Flestar konur, ungar og gamlar.
vildu helzt eiga fallegan mann,
sem þær gætu verið hreyknar
af. Hún trúði Herbert fyrir því,
að samkv. því, sem Bronson
hefði sagt, hefði Josie aldrei
verið hrifin af Herbert. heldur
látið undan vegna áhrifa víns-
ins. Hún hefði alltaf verið á
hælunum á Bronson. Margir
kunningjar hennar, og jafnvel
Lúella, hefðu undrast það, að
kona, sem væri jafn falleg og
hún skyldi geta gifzt Herbert.
Auðvitað hefði hún svarað því,
að hún hefði bezt vitað sjálf,
hvað hún hefði gert, og ekki
væri allt gull, er glóði, og ekki
bert hlustaði þegjandi á þessar
ræður hennar, en smámsaman
gegnsýrðu þær vitund hans.
í maímánuði þetta sumar
gerðist atburður, sem olli því,
að Herbert fékk annað um að
hugsa.
Faðir hans skrifaði honum og
bað hann að koma. Móðir hans
var veikari en álitið var óhætt
að láta hana vita. Það var talið
nauðsynlegt að gera uppskurð
á henni, og hann varð að flýta
sér heim. Þegar hann hafði les-
ið bréfið, sagði Anna: — Hvers
vegna titrarðu svona Bertie?
Hann náði valdi á sjálfum sér
og skreið inn í skel sína. Það
var enginn í þessu húsi, sem
hann kærði sig um að tala um
Iharma sína við, Hann fór í
skólann og skýrði Gauch frá
ástæðum sínum. Gauch var
mjög stimamjúkur og sagði, að
hann mætti vera fjarverandi
svo lengi sem hann teldi nauð-
synlegt. Því næst gekk hann til
móttökuherbergis síns og settist
við brúna skrifborðið sitt. Hann
grúfði andlitið í greipar sér og
sat þannig grafkyrr stundar-
korn. Þá voru dyrnar opnaðar,
þeim var lokað aftur og Franc-
es stóð við hlið hans. Hann
leit upp og benti henni þegandi
á hið alvarlega bréf föður hans,
sem lá opið fyrir framan hann.
Hún las það, laut yfir öxl hans,
og um leið og hún laut lengra
fram, lagði hún handlegginn um
háls honum. Hann sneri sér við,
augu þeirra mættust og því
næst varir þeirra. Hún rétti úr
sér og sagði nærri því brostinni
rödd: — Þér verðið að vona
hið bezta — þér verðið. —
Hann kinkaði kolli þögull og
reis á fætur. Hann treysti ekki
sinni eigin rödd. í flýti tókust
þau í hendur. Svo hraðaði hún
sér út.
VII.
Fullyrt er, að harmar og dauði
mildi mannshjartað, en hann
getur einnig hert hugann, þar
eð hann sviptir manninn von-
inni. Þegar Herbert kom aftur
frá dánarbeði móður sinnar og
bernskuheimili sínu, var hann
styrkari en áður, þar eð hann
þurfti ekki lengur að bera kvíð
boga fyrir líðan móður sinnar.
Á þessum tíu dögum, sem hann
var heima hjá sér, fékk hann
hugmyndina að fyrstu sýmfon-
íunni sinni, sem strax eftir að
hún hafði verið leikin í fyrsta
sinni, var álitin bezta tónverk,
sem nokkurntíma hafði verið
samið af Ameríkumanni.
Ekki gat hjá því farið að
Anna veitti því eftirtekt, að
Hergert hefði breytzt við and-
lát móður sinnar. Hún sagði oft
að hún harmaði lát tengdamóð-
ur sinnar, ekki einungis vegna
hennar sjálfrar, heldur einnig
vegna þess, að svo virtist, sem
missir hennar hefði svipt Her-
bert því litla, sem hann átti í
fórum sínum af mannlegum til-
finningum og sæmilegri kurt-
eisi. Við þetta tækifæri var
framkoma hennar mjög ein-
kennandi fyrir hana. Állt fram
að þeim tíma, er jarðarförin
fór fram, ritaði hún Herbert
ástrík huggunarbréf. En daginn
eftir jarðarförina fékk hann
skeyti þess efnis, að hún væri
alvarlega veik, og þegar hann
svaraði því ekki, kom skeyti
daginn eftir svohljóðandi: „Fár
veik, en vertu samt kyrr.“ Her-
bert svaraði ekki heldur þessu
afkeytL Hh þegar hann varð
þess fullviss tíu dögum seinna,
að faðir hans gat komizt af án
hans, sendi hann skeyti heim,
þar sem hann tók fram, hvenær
hann kæmi, og um leið varð
honum ljóst, að hann myndi
ekki fá góðar móttökur heima,
enda kom það á daginn, þegar
hann kom heim. Herbergin á
neðri hæðinni voru mannlaus,
og lét hann því ferðatösku sína
í forstofuna og gekk upp. Úr
svefnherberginu heyrði hann
mikinn hávaða og gekk inn.
Ann lá í rúminu, hafði hlaðið
kcddum kringum sig og það
sogaði í henni. Hún hafði flett
frá sér óhreinum náttkjólnum
og Bronson var í óðaönn að
nudda smyrslum á slöpp brjóst
hennar. Herbert settis.
— Verið ekki að ómaka ykk-
ur meira, sagði hann. •— Ég
skil.
Bronson hætti að nudda og
var heimskulegur og óttasleg-
inn á svipinn. Anna reis upp
og öskraði af bræði.
— Ég var að dauða komin,
get ég látið þig vita. Það blæddi
GAMLA BIO
• Eigiokona útlagans (Belle Starr). Söguleg mynd í eðlilegum litum. GENE TIERNEY Hinlr föðurlaKdsIausa OSo Ends Our Night) Kvikmynd af skáldsögunni „Flotsam” eftir Erich Maria Remarque
RANDOLPH SCOTT Margaret Sullavan
Bönnuð börnum yngri en Fredric March
12 ára. Frances Dee
, Sýning kl. 7 og 9 Sýnd kl. 7 og 9.
Sýning kl. 5 (Cadet Girl). Börn innan 12 ára fá ekki
aðgang.
Söngvamynd með: Kl. 3V2—6 %:
Carole Landis George Montgomery ! í umróti styrjaldarinnar.
úr þarminum og blóðmissirinn
hafði áhrif á hjartað.
Herbert stóð á fætur.
— Þú veizt, að ég hefi áður
fengið svona köst, Bertie!
Hann gekk upp í vinnuher-
bergi sitt. Þegar miðdegisverður
var borðaður, hafði Anna á-
gæta matarlyst, en Bronson,
Lúella og Eilen rifu í sig mat-
inn og flýttu sér svo upp í her-
bergi sín. Stuttu síðar komu þau
niður í sparifötunum. Anna
snbri sér að Herberf, horfði
frekjulega á hann og sagði ógn-
andi: Börnin eiga að fara í
dansskóla. Þau eru ung, eins og
þú ef til vill veizt.
Hann yppti öxlum og gekk
út í þögula og milda sumarnótt
ina. Hann heyrði naumast rödd
Önnu, þegar hún kallaði:
— Bertie, þú veizt, að ég er
hrædd við að vera ein í húsinu!
P //
X!wurwc/>vn<x,
MELMRSTOKKIÐ
Hann gekk að hljóðnema, sem komið hafði verið fyrir á
staðnum. Og gegnum hátalara, sem nota átti til að birta
tilkynningar til almennings, mælti hann þessum orðum:
„Herrar mínir og frúr! Nú fáum við sprenghlægilegt
skemmtiatriði, meðan við bíðum eftir hinum víðfræga lang-
stökkskappa Eysteini Erni. Hér er kominn Torzó, hálfvillt-
ur unglingur frá Torniu. Hann ætlar að stökkva fyrir okkur
niður í straumiðuna".
Lófaklappinu og gleðilátunum í fólkinu ætlaði aldrei
að linna. Torzó hnyklaði brúnirnar,. Hann skildi ekki hverju
þessi framkoma Vilmundar sætti.
„Ég ætla að stökkva", sagði hann við Vilmund sýningar-
stjóra. „En ég ætla ekki að stökkva út í vatnið".
„Ekki það?“ sagði sýningarstjórinn og glotti við.
,Jæja, ég þori samt að veðja um, að þú ferð í vatnið. Nema
þú heykist á stökkinu“.
„Ég heykist? Svo að þú átt við að ég sé hræddur?“ sagði
Torzó.
Hann var svo reiður, að hann fór að dansa trylltan stríðs-
dans, og fólkið þrengdi sér nær, og var því vel sKemmt
rneð þessu. Það hafði beðið í nokkrar mínútur með óþreyju
eftir því, að athöfnin byrjaði, og því kom vel að fá eitthvað
til dægradvalar á meðan. Borgarstjórinn var enn ókominn,
og á meðan svo var, gat samkoman ekki hafizt. Mannfjöld-
inn var orðinn óþolinmóður.
Torzó grunaði ekki sýningarstjórann um græsku. Hann
hljóp aftur á bak til þess að taka tilhlaup. Tveir af mönnum
Vilmundar hlupu til og héldu honum.
„Sleppið þið mér!“ hreytti Torzó út úr sér. „Ég ætla
að stökkva“.
„Já, stökktu yrmlingurinn þinn!“ sagði Eysteinn Örn
^5lf?,THE
COMMANPANT’5
wipe is in heee/
SHE SEEIW5 TO
0E... ER... OUT
COUP/
PEBHAPS THI5 WIUL BB MY
DBBK POR 6000 ONE OAV/
ATOA5T TO COMMANOER
TODT...MAV HE FAIL TO
KECOVEE
MYNDA-
8AGA.
Þýzkur hermaður: Kona her-
foringjans er hér. Hún virðist
liggja í dái.
Wolf: Látið þið skoða hana.
Segið lækninum að gefa mér
skýrslu um líðan herforingjans!
Wolf: (hugsa03() kannske að
þetta eigi eftir að verða mitt
sæti bráðlega! Skál fyrir Todt
hershöfðingja .... megi hon-
um mistakast að ná sér aftur!
Þýzkur hermaður: Það hefir
tekist að slöklcva eldinn!
Wolf: Ágætt. Látið þið þá
fleiri hermenn fara og leita fang
anna. Þeir geta ekki verið komn
ir langt!
Lusya: Við erum örugg í bili.
Aðferðir smáskæruhermanna
geta komið okkur að gagni.