Alþýðublaðið - 09.07.1943, Side 3

Alþýðublaðið - 09.07.1943, Side 3
ITöstudagur 9. júlí 1943 ALÞYÐUBLAÐtÐ Stórkostlegar skriðdrekaorrustur geysa við Kursk 200000 manna pýzkur laer teknr pátt I sókninnl Danska lögregl an hefur verið þrefölduð. STOKKHÓLMUR. Dýrir dagar fyrir P|éðver|a. LONDON í gærkvöldi. TUT ESTU skriðdrekaorrustur stríðsins geysa nú á sléttun- * um við Kursk í Rússlandi. Þykkir reykjarmekkir grúfa sig nú yfir sléttuna, þar sem bændurnir ræktuðu fyrr- tun í hinni svörtu mold, og flest þorpin, sem áður voru á víð og dreif um sléttuna, eru nú rústir einar. Þýzku vélahersveitirnar fara með báli og brandi fram og aftur um vígvöllinn og leita fyrir sér eftir veikum stöð- um í vörnum Rússa, en stórskotalið Rússa fylgir þeim eftir og veitir þeim enga hvíld. Rússar hafa nú sent fram mikinn fjölda af skriðdrekum sínum og tókst þá hin mikla skrið- drekaorrusta, sem vart á sinn líka í sögunni. Um 30 þýzk herfylki, 15 þeirra vélaherfylki, alls um 200 000 manns, taka þátt í þessum geysilegu bardögum undir stjórn von Kluge. Örvæntingarfullar tilraunir til þess að rjúfa varnarlínur Rússa og brjótast í gegnum þær í stór- um stíl hafa enn ekki borið tilæta'lðan árangur. En þrír fyrstu •dagar sóknarinnar munu hafa verið hinir dýrustu í mann- tjóni, skriðdreka- og flugvélatjóni, sem Þjóðverjar hafa orð- ið fyrir síðan stríðið hófst. * Á nolckrum stöðum hefir þýzku vélahersveitunum tekizt að rjúfa víglínur Rússa á mjó- um svæðum, en vélasveitir, sem í gegn hafa komizt, virðast hafa verið einangraðar, svo að í höfuðdráttum halda Rússar enn velli. 1 loftínu yfir vígvellinum geisa gífurlegar loftorustur sem fyrr og tilkynna báðir að- ilar geysilegt flugvélatjón. Þjóðverjar segja frá því, að einn flugmaður þeirra hafi skotið niður 25 rússneskar flugvélar á einum degi og er það einstætt afrek, ef áatt reynist. Rússar hafa gert árásir fyrir aftan víglínur Þjóðverja og þar rekizt á flutningaflugvélar, sem drógu svifflugur á eftir sér. Voru þær á leiðinni fram til vígstöðvanna með birgðir og menn. Þjóðverjar hafa flutt eina sprengjuflugsveit og eina orustúflugsveit að minnsta kosti frá Vestur-Evrópu til Rússlands. Mörg þorp — eða rústir af þorpum — hafa verið á valdi beggja aðila til skiptis og hafa bardagarnir verið svo harðir, að barizt hefir verið af hinum mesta ákafa um bæi, sem í raun og veru ekki voru nema brennandi rústir. Þjóðverjar beita fyrst og fremst vélaher- sveitum sínum, en Rússar hafa notað stórskotalið sitt mjög mikið gegn þýzku skriðdrekun- um. Þjóðverjar hafa skýrt frá því, að orusturnar, sem riú geisa, séu einhverjar mestu, sem hafa átt sér stað í þessu stríði. Segja þeir, að Rússar hafi beitt mörgum tegundum nýrra skriðdreka og einnig hafi þeir beitt töluvert mörgum brezkum og amerískum skrið- drekum. Þýzka herstjórnin segir frá þrí í gærkveldi, að í fyrradag hafi þýzki herinn á austurvíg- stöðvunum eyðilagt 400 skrið- dreka og 193 flugvélar. Sjálfir segjast Þjóðverjar aðeins hafa misst 54 flugvélar. DANSKA þingið ræddi ný- lega um vopnabúnað dönsku lögreglunnar. Dómsmála ráðherrann sagði við það tæki- færi: „Við höfðum 1930 3205 lögreglumenn, en nú höfum við 8021, og lagt hefir verið til, að þeim verði fjölgað enn. Menn hafa bent á, hversu merkilegt það er, að danska lögreglan hefir verið þrefölduð fil þess að halda hinni föður- landselskandi þjóð í skefjum. Danski quislingurinn Fritz Clausen hefir kvartað undan því, að lögreglan sé „ekki nógu ákveðin við að nota skotvopn- in.“ Uppþet meðal kaf- bátsmansia f Kiel. STOKKHÓLMUR BLAÐIÐ Göteborgs Sjöfarts och Handelstidningen skýrði í dag frá því, að komið hafi til óeirða meðal sjómanna og verkamanna í flotastöðinni í Kiel í Þýzkalandi. Segir blaðið frá því, að í tvo daga í síðustu viku hafi SS stormsveitir haft borgina á eínu valdi. Storm- sveitirnar voru kallaðar til, eftir að áróðursmiðum hafði verið dreift meðal sjómannanna, en á þeim stóð: Kaíbátahernaður- inn er einnig tapaður. Siglið ekki í þessum fljótandi líkist- um. Endum stríðið! Niður með Mitler! von Arnim í London. Hér birtist fyrsta myndin, sem borizt hefir af þýzka hershöfðingj- anum Júrgen von Arnim, eftir að hann var fluttur til Bretlands. Hann stjórnaði, eins og menn muna, herjum Þjóðverja í Tunis’. Móðir hans var ensk. Mynd þessi var tekin í London. Ný ilaovéi Siverjar 5 miiátnr i Kanada og Bandarikjunnm Yfirlýsing Donald Neison í Ottawa. EIN NÝ FLUGVÉL kemur frá verksmiðjum Bandaríkjamanna og Kanada á hverjum 5 mínútum, sagði Donald Nelson, yfir- maður hergagnaframleiðslu Bandaríkjanna í ræðu í Ottawa í Kanada í gær. Hann gaf einnig ýmsar aðrar athyglisverðar upp- lýsingar um framleiðslu Ameríkuþjóðanna. 150 000 flugvélar frá því Banda rikin fóru í stríðið. I báðum löndunum hafa verið fram- leiddir 50 000 skriðdrekar og 1 600 000 vörubílar fyrir her- inn mestmegnis. Smíðuð hafa verið skip, sem alls eru 20 000 000 smálestir og herskip, sem eru 10 000 smá- lestir. Næsti þátturinn, sagði Don- ald Nelson, er að óvinirnir byrja að firina til þessarar gíf- urlegu framleiðslu. Innan skamms munu geisa svo gífur- legar orustur, að þar mun verða notað meira magn af hergögnum en nokkur hefir nokkru sinni heyrt getið um í einni orustu. Stöðug loftsókn gegn Sikiley. LOFTSÓKNINNI gegn Sikil- ey er haldið áfram af hinu mesta kappi og ítölum engin grið né friður gefinn. Aðallega er árásunum beint gegn flug- Völlum, og virðist takmark bandamanna vera að gereyða varnarmætti Möndulveldanna í lofti á þessum slóðum. í gær voru gerðar 19 árásir á ýmsa flugvelli á eynni, en ekki ein einasta ori'ustuflugvél kom upp til þess að berjast) við á- rásarílugvélarnar, En fyrir nokkru voru a. m. k. 100 orr- ustuflugvélar á einum flugvall- anna. Er ekki vitað, hvort þær hafa verið fluttar til megin- landsins. Árásir voru enn fremur gerð- ar á Sardiníu, og voru það Wellington flugvélar brezka flughersins, sem þær gerðu. ■Bandamenn misstu 5 flugvél- Alls hafa verið framleiddar OTTAWA — Giraud hinn franski mun fara til Kanada, þegar hann hefir lokið erindum sínum í Washington. MacKenzei Kingð tilkynnti þetta í kanad- íska þinginu í gær. GIBRALTAR — Mikill eld- ur kom hér upp í olíubirgða- stöð í gær og stóð eldurinn 30 metra í loft upp. Brátt tókst þó að slökkva hann. Verið er að rannsak upptök eldsins. ar í gær, en skutu á ýmsum stöðum niður 10 fyrir óvinunum. Hveroig skipíast aaðliodir beimslns? HvTERNIG skiptast auðlindir heimsins milli stríðsaðila? Þannig spyrja margir þessa daga, því að sé baráttan um heimsyfirráðin krufin til mergj- ar, kemur í ljós, að hún byggist mjög á og mótast af auðlindun- um, og geysilegar hernaðarað- gerðir miða eingöngu að því, að tryggja eða ná yfirráðum yfir auðlindum. Nýlega hefir verið gefin út skýrsla um hina raunverulegu skiptingu auðlindanna, eins og hún er í dag. Hér fara á eftir nokkrar merkilegar tölur, og eru upplýsingarnar um skipt- ingu olíunnar og gúmmísins sér staklega athyglisverðar. Bandamenn hafa þrjá fjórðu allrar stálframleiðslu heimsins. Möndulveldin einn fjórða. Bandamenn hafa 80 % af olíu- framleiðslu heimsins. Möndul- veldin aðeins 7%. Bandamenn framleiða 67 % af kolum heimsins. Möndulveldin 13%. Bandamenn framleiða þrisV- ar sinnum meira hveiti en möndulveldin. Bandamenn framleiða 82 % áf baðmullinni. Möndulveldin 7%. Bandamenn framleiða 60 % af vélum heimsins. Möndulveld- in 17%. Bandamenn framleiða 67% af zinki heimsins. Möndulveld- in 30%. Bandamenn framleiða af kopar heimsins. Bandamenn framleiða af nikkelframleiðslunni. Bandamenn framleiða af manganese heimsins. Möndulveldin hafa 62% af bauxiteframleiðslunni. Banda- menn 38 %. Möndulveldin hafa 67% af tinframleið|slunni, Bandamenn 15%. Möndulveldin hafa 88>% af gúmmíframleiðslunni, Banda- menn 8%. 90% 97% 77% Djóðverjar flytja verksmiðjor frð Robr LONDON í gær. ÞJÓÐVERJAR eru nú að flytja allar þér vélar og verksmiðjur, sem fluttar verða, burt frá Ruhrhéraðinu. Iiafa þeir þar með gefið upp barátt- una við sprengjuflugvélasveitir Breta og viðurkennt vanmátt sinn gagnvart þeim og það tjón, sem þær valda. Mikið af verksmiðjunum hef- ir verið flutt austur á bóginra, en allmikið af þeim hefir þó verið flutt til ýmissa staða í Belgíu, Luxemburg og Norð- ur-Frakklandi. Blað Görings, Essener Zeit- ung, sem fyrir tveim árum lýsti því yfir, að enginn mundi geta gert árásir á Þýzkaland, hefir nú orðið fyrir sprengjum í aran- að sinn. Verður það því að leita sér að hinum þriðja samastað, þar sem brezku flugvélarnar ekki ná til, ef sá staður finrxst við Essen.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.