Alþýðublaðið - 09.07.1943, Side 4
ALÞYÐUB • AÐIÐ Föstudagur 9. júlí 1943:
---- 1,1 ;----------------— ---------—f
Steffán J6fa. Stefánssen:
Sjálfstæðismálið: Samkomu-
lag í grundvallaratriðum.
----...—
4
jMfríjðublaðið
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pétursson.
Ritstjórn og afgreiðsla í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Símar 4902. ritstjórnar: 4901 og
Símar 4906. afgreiðslu: 4900 og
Verð í lausasölu 40 aura.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Þriðja sumarsóknin
ð Bússlandi.
EFTIR LANGT HLÉ er nú
barizt aftur í algleymingi
á austurvígstöðvunum og
Þjóðverjar byrjaðir nýja stór-
sókn, þriðju sumarsóknina þar
eystra.
Fregnirnar um hana hafa
sjálfsagt komið ýmsum á óvart,
sem trúðu því, að þýzki herinn
væri svo lamaður eftir vetrar-
sókn Rússa, að hann myndi
lítt til þess fær, að hefja 'sókn
á ný — og það því heldur, sem
nú vofir yfir honum innrás á
meginlandið í vestri. En hér
í blaðinu hefir oft verið bent
á, að því skyldi varlega treyst,
að vetrarsóknir Rússa hingað
til hefðu skapað nein endanleg
straumhvörf á vígstöðvunum
eystra. Og það hefir hin ný-
byrjaða sókn Þjóðverja í öllu
falli staðfest.
Stríðið austur á Rússlandi
hefir frá byrjun gengið fram og
aftur, ef svo mætti að orði
kveða. Þjóðverjar hafa verið í
sókn á sumrin, en Rússar á
vetrum. En Rússar hafa þó í
hvorugri vetrarsókn sinni hing
að til megnað að ná neinu
verulegu aftur af því ógurlega
landflæmi, sem Þjóðverjar
lögðu undir sig í byrjun inn-
rásarinnar, fyrsta sumarið.
Sum auðugustu kornlönd og
iðnaðarhéruð Rússlands, svo
sem Ukraine, hafa alla tíð síð-
an verið á valdi Þjóðverja; og
enginn veit, hve alvarlegar af-
leiðingar það getur haft fyrir
Rússa í langvarandi styrjöld,
jafnvel þótt vitað sé, að þeir
eigi nú mörg öflug iðnaðarver
austur í Úralfjöllum, sem enn'
eru langt að baki víglínu
þeirra.
Hin nýja sumarsókn Þjóð-
verja er hafin á breiðu svæði
milli Moskva og Kharkov, nán-
ar sagt, milli Orel og Bielgor-
od, norðan og sunnan við
Kursk, og því töluvert norðar,
en sókn þeirra í fyrrasumar.
Hernaðárað|erðin er ákaflega
lík eins ‘og alltaf áður hjá
Þjóðverjum í þessu stríði, þó
að hervélabáknum, einkum
skriðdrekum, af nýrri gerð sé
nú skákað fram. Sóknin er
tangarsókn — annar armur
tangarinnar hjá Orel, hinn hjá
Bielgorod — og ætlunin ber-
sýnilega, að taka Kursk í
fyrstu atrennu. Hvað því næst
vakir fyrir Þjóðverjum, er ó-
mögulegt að sjá á þessari
stundu. Tækist þeim, að brjót-
ast í gegn um varnarlínu Rússa
hjá Bielgorod og Orel og ná
Kursk á sitt vald, geta þeir
gert eitt af tvennu: snúið her-
sveitum sínum í suðausturátt,
yfir Voronesh til Stalingrad,
aðeins lítið eitt norðar en í
fyrra, eða í norðausturátt,
sunnan og austan við Moskva,
til þess að umkringja sjálfa
höfuðborgina og ná henni nú
loksins, á þriðja sumri, á sitt
vald.
En sem sagt: Hér er aðeins
talað um mögulegar fyrirætl-
anir hinnar þýzku herstjórnar.
Frh. á 6. síðu.
ISLENDINGAR hafa löng-
um þótt þrætugjarnir. Þeir
hafa kunnað þá list mörgum
betur að deila hart og óvægi-
lega, jafnvel um smámuni. Og
þessi deilugirni hefir stundum
leitt til harðra átaka, út af mál-
efnum, þar sem allir voru raun-
verulega sammála um aðalat-
riðin.
Umræður, sem orðið hafa
um skilnað við Dani, virðast að
mörgu leyti staðfesta tilvist
þessara einkenna í fari íslend-
inga. En þær sýna einnig betur
en flest annað, hvernig deilur
um mál, þar sem meginþorri
manna er sammála um höfuð-
atriðin, verða harðar og óvægn
ar, notaðar af flokkslegum á-
stæðum til árása á aðra, en til
hróðurs eigin foringjum, og þá
ekki skirrst við að vekja upp
drauga og tína til tylliástæður,
samtímis því, sem sæmandi er
talið að beina ástæðulausum á-
rásum og ásökunum til annarra
vinveittra þjóða.
Þegar litið er yfir sögu þess
tímabils, er sambandssáttmál-
inn við Dani hefir gilt, eða síð-
asta aldarfjórðung, þá kemur
það í ljós, að stjórnmálaflokk-
arnir hafa yfirleitt staðið sam-
an, þegar ákvarðaðar hafa ver-
ið á alþingi fyrirætlanir íslend-
inga í áfstöðunni til Danmerk-
ur.
Yfírlýsinggar fíokk-
annsa 192$ 1937.
Á alþingi 1928, tíu árum eftir
gildistöku sambandssáttmálans,
og fimmtán árum áður en unnt
væri að slíta honum, bar Sig-
urður Eggerz fram fyrirspurn
um það, hvort flokkarnir væru
ákveðnir í því, að segja upp
sáttmálanum að fullu og öllu,
þegar ákvæði hans leyfðu. Allir
stjórnmálaflokkar svöruðu hik-
laust játandi. Af hálfu Alþýðu-
flokksins var því þá einnig lýst
yfir, að flokkurinn vildi þá láta
stofna lýðveldi á íslandi. Aðrir
flokkar tóku þá ekki afstöðu
til konungssambandsins, hvorki
með né móti.
Á alþingi 1937, var samþykkt
samhljóða ályktun, um það að
íslendingar vildu „neyta upp-
sagnarákvæðis sambandslag-
anna og taka alla meðferð mál-
efna sinna í eigin hendur:“
Samþykktir alpingis
1940 og 1941.
,
Stórveldastyrjöldin skellur
svo á árið 1939. Og aðfaranótt
10. apríl 1940 er Danmörk her-
numin af Þjóðverjum. Þann
sama dag gerir alþingi sam-
hljóða ályktum um að ráðuneyti
íslands værþ að svo stöddu,
falin meðferð konungsvaldsins,
og að ísland tæki, að svo stöddu,
meðferð utanríkismála og land-
helgisgæzlu í sínar hendur.
Þessar ákvarðanir voru til-
kynntar ríkisstjórn Danmerkur
og konungi, og hafði hvorugur
aðilinn neitt við það að athuga,
eins og á stóð.
Nokkrar raddir heyrðust þá
þegar um það, að ísland skildi
án tafar við Danmörku, og til
vonar og vara lét þáverandi
ríkisstjórn hæstaréttardómar-
ana semja frumvarp að lýðveld
isstjórnarskrá, en í því frum-
varpi var ákveðið að sú stjórn-
arskrá skyldi þegar ganga í
gildi. En þessar raddir fengu
engan verulegan hljómgrunn,
ihvorki utan þings né innan, og
var því ekkert frekar að gert.
Hinn 17. maí 1941 samþykkti
alþingi einróma ályktun um
það, að ísland hefði öðlast full
an rétt til sambandsslita við
Danmörku, að „af íslands hálfu
verður ekki um að ræða end-
urnýjun á sambandslagasátt-
málanum við Danmörku, þótt
ekki þyki að svo stöddu tíma-
bært vegna ríkjandi ástands að
ganga frá formlegum sambands
slitum og endanlegri stjórnskip
un ríkisins, enda verði því ekki
frestað lengur en til styrjaldar
loka“. Einnig gerði alþingi sama
dag, og með samá hætti, álykt-
un um „að lýsa yfir þeim vilja
sínum, að lýðveldi verði stofnað
á íslandi, jafnskjótt og samband
inu við Danmörku verður form-
lega slitið“. Þá var loks gerð
ályktun um að kjósa ríkisstjóra,
til eins árs í senn, er færi með
það vald, er ráðuneytinu var
falið 10. apríl 1940.
Þessar ályktanir alþingis
mæltust yfirleitt vel fyrir, bæði
hérlendis og erlendis, og ekki
varð annað séð, en að danskir
stjórnmálamenn tækju ákvörð-
ununum með skynsemi og skiln-
ingi.
Hinn 22. maí 1942, ákvað al-
þingi að kjósa milliþinganefnd
„til þess að gera tillögur um
breytingar á stjórnskipunarlög-
um ríkisins í samræmi við yfir
lýstan vilja ialþingi% um að
lýðveldi verði stofnað á Is-
landi“.
Á auka sumarþinginu 1942,
var svo, í síðara sinn, samþykkt
sú breyting á stjórnarskránni,
að ekki þyrfti nema samþykki
eins þings, sem samþykkt væri
með meirihluta allra kosninga-
bærra manna í landinu með
leynilegri atkvæðagreiðslu, til
þess að lögfesta þá breytingu á
stjórnskipulagi íslands, sem fel
ast í ályktunum alþingis frá 17.
maí 11941.
Eining nm skilnaðog
stoSnun lýðveldls.
Einhugur hefir yfirleitt ver-
ið ríkjandi á alþingi um þessi
mál, og tveim merkilegum at-
riðum var slegið föstu af öll-
um flokkum.
1. að ísland ætlaði ekki að
endurnýja smbandslaga-
sáttmálann við Dani og
2. að lýðveldi yrði stofnað á
Islandi, jafnskjótt og sam-
bandinu 'við Danii yrði
formlega slitið.
Þarna voru mikilsverðar á-
lyktanir teknar, eftir að búið
var að hafa náið samráð flokk-
anna á alþingi um þær og jafna
þar öll atriði, sem mismunandi
skoðarþr voru um. Um það,
hvenær loka skrefin yrðu stig-
in, var ekki sagt annað, en að
það yrði ekki gert að svo stöddu,
vegna ríkjandi ástands, en þó
ekki síðar en í styrjaldarlok.
Allar vonir hefðu átt að
standa til þess, að samkomulag
yrði um það, hvenær skilnað-
urinn yrði framkvæmdur form
lega, og lýðveldið stofnað, og
hefði mátt gera ráð fyrir, að
umæður um þetta efni hæfust
á milli flokka, er þing kæmi sam
an, því fyrri reynsla hafði sýnt,
I að slíkar umræður voru nauð-
I synlegar, til þess að fá samkomu
lag, auk þess sem flestum var
ljóst, að ýms atriði þyrfti nánar
að athuga, einkum í sambandi
við önnur ríki, áður en endan-
lega væri látið til skarar skríða.
Stofnnn lýðveldisins
17. Júní 1944?
Milliþinganefndin í stjórnar-
skrármálinu samdi, eins og fyr-
ir hana var lagt, frumvarp að
lýðveldisstjórnarskrá, og hafði
lokið því starfi í byrjun apríl
s. 1. Það varð úr, að sett var í
frumvarpið og álitsgjörð nefnd
rinnar, að stjórnarskráin skyldi
öðlast gildi 17. júní 1944, og
vildi nefndin þannig láta þenn-
an gildistökudag koma til álita
í flokkunum, en enginn þeirra
hafði tekið ákvörðun um það,
hvenær stjórnarskráin skyldi
öðlast gildi. 17. júní var sem
efitrlætisdagur þjóðarinnar
heppilegur, og á miðju ári 1944,
var hægt að fella sambands-
lagasáttmálann úr gildi, sam-
kvæmt beinum ákvæðum hans.
Hinsvegar var ekkert um það
vitað, hvort „ríkjandi ástand“,
sem alþingi hafði augsýnilega
nokkuð miðað við, yrði þá
breytt, og leiddi það því af eðli
málsins, og fyrri ályktunum al-
TIMARITIÐ „MenntamáT1
birti nýlega athyglisverða
grein um mál og stíl eftir Stef-
án Jónsson kennara, þar sem
meðal annars barnabókaflóðið
síðustu árin er gert að umtals-
efni í sambandi við hnignandi
málþroska og minnkandi orða-
forða íslenzkra barna. í grein
þessari segir:
„20. öldin hefir oft verið nefnd
öld barnanna, af því að aldrei
hefir verið meira fyrir börnin
gert, sem svo er kallað. — Hjá
okkur hefir meðal annars útgáfa
barnabóka verið aukin mjög, en
þó einkum hin síðustu ár. — Það
er vitanlega gott, að börnin fái
bækur, og það er skilyrði fyrir
því, að námsbækur barnanna
komi að fullum notum, að þau eigi
þess kost að lesa aðrar bækur en
þær, sem námið í skólunum heimt
ar að þau lesi. En það er sorgleg
staðreynd, að árin, sem útgáfa
barnabóka er örust, einá og síðast-
liðin 10—20 ár, virðist málþroska
barna og orðaforða hafa hrakað,
einkum í fjolmenni kaupstaðanna,
þar sem dagleg störf og götulíf
krefst ekki nema fábreyttra orða
og fátæklegs orðaforða.
í huga manns vaknar þá sú
spurning: Hafa barnabækurnar
verið þannig að efni og orðfæri,
að börnin græddu á lestri þeirra?
Ég fullyrði það, að margar þeirra
hafa ekki stuðlað að því að auðga
og fegra orðaforða barnanna, og
sumar þeirra gera börnin aðeins
grunnfær í hugsun og kenna þeim
að fleygja frá sér öllu þungu les-
efni, og þrek þeirra til að brjóta
til mergjar og einbeita huganum
hefir dvínað við þetta auðmelta
og fáskrúðuga andans fóður.
Ég get ekki .... fært full rök
þingis, að gaumgæfilegar við*
ræður yrðu að fara fram á milli
flokkanna, og þá að sjálfsögðut
helzt, á meðan alþingi stæði yf-
ir, um það, hvenær væri eðli-
legast og bezt, að stjórnarskráin
öðlaðist gildi, auk þass, sem
margir gerðu sér það ljóst, að
athuga bæri ýms atriði út á við»
svo mjög sem fyrri reynsla
hafði kent mönnum nauðsjm
þess.
Sameiginlegt mál
gert að flokksmáli.
iRétt áður enn alþingi var
frestað í vor, skrifuðu kommún
istar hinum þingflokkunum, og
óskuðu eftir að þeir samþykkttt
að þingið héldi áfram til þess
að afgreiða lýðveldisstjórnar-
skrána, en flokkarnir sinntu
ekki né svöruðu þeirri mála-
leitun. Ég hygg að flestir hafi
búizt við því, að málið biðl
næsta þings, og að enginn ein-
stakur flokkur skæri sig út úr,
né notaði þetta mikla alþjóðar-
mál í flokkslegum áróðri, né til
árása á aðra flokka, og slægju
engu endanlegu föstu um á-
,k)veðinn dag formlegra sam-
Frh. á tí. síöu.
fyrir þessum fullyrðingum mínum
með tilvitnunum og upplestri úr
lélegum barnabókum, en ég vil
vekja athygli á því, að íslenzk al-
þýða á 18. og 19. öld átti engar
barnabækur á svokölluðu barná-
máli, en þó auðnaðist íslenzkri al-
þýðu og íslenzkum menntamönn-
um á 19. öldinni að hreinsa og
fegra móðurmálið og endurvekja
þann stílhreina kraft, sem okkar
gáfuðu forfeður höfðu gefið því.
Ég tel það skaðlegt að skapa í
íslenzku þjóðlífi sérstakt barna-
mál, sem börnin lesi og tali á
vissu aldursskeiði, en þegar þau
stækki, eigi þau svo að læra mál
fullorðna fólksins, — þessi stefna
er innflutt og áhrif frá enskumæl-
andi þjóðum, sem hafa lent í því
öngþveiti að kljúfa mál sitt í mál
alþýðu og menntamanna, — en í
þessari stefnu er sama reginvillan
og þegar móðirin talar tæpitungu
og bjagað mál við barnið sitt, og
gleymir þá þeirri staðreynd, sem
felst í þessum forna talshætti: „að
því læra börnin málið, að það er
fyrir þeim haft“, og ef málið er
haft fyrir þeim fábreytt og bjag-
að, hvort sem það er í bók eða við-
tali, þá verður mál þeirra eins.“
Hvað sem menn kunna að
segja um þessar skoðanir höf-
undarins, þá mun þó hver
þjóðlega hugsandi maður vilja
undirstrika með honum nauð-
syn þess að vanda barnabæk-
urnar bæði að efni og orðfæri.
Og það er sannarlega ábyrgð-
arhluti, að láta útgáfu slíkra
bóka vera eftirlitslausa í hönd-
um einstakra manna eða út-
gáfufélaga, sem aðeins eru að
hugsa um það að græða fé á
þeim.