Alþýðublaðið - 09.07.1943, Side 6
G
*tLPYÐUBLA©l«3
Föstudagur 9. júK 1943
Einhversstaðar á íslandi.
all-
Hún var tekin af ljósmyndurum hersins, en send til blaða
af Associated Press.
3ehn Steegmaa,
sem stóð fyrir brezkw mynda-
eýningunni hér og á Akureyri, er
á förum Jiéðan. Lét hann mjég
vel yfir dvöl skini hér og bað
blaðamenn að skila kærri kyeðju
einni til ailra þeirra, sem hafa
greitt götu hans hér og stutt hafa
starf hans.
HANNES Á HORNINU
Frh. af 5. síðu.
hugsum um alveg eins og heimil-
ið okkar. Við höfum bókstaflega
gert allt, sem í okkar valdi stend-
ur, til þess að verja trén og blóm-
in. Við höfum talað við ungling-
ana um blómin og um trén, sagt
' þeim í góðu, hvað þetta yrði fal-
legt, þegar það væri komið í
skrúða sinn og beðið þá að hjálpa
okkur til þess að svo mætti verða.“
„EN ÞVÍ MIÐUR: Ekkert
hefir dugað. Garðurinn héfir ver-
ið eyðilagður á hverju sumri,
stundum að því er virðist viljandi
og stundum óviljandi. Þú hefir
oft brýnt fyrir fólki að ganga vél
um garðana og þakka ég þér fyrir
það, en ég þakka þér ekki fyrir
pistilinn þinn í gæ^, því að óvilj-
andi er hann uppörvun fyrir
skemmdarvargana.“
„ÉG ÁFELLIST EKKI húsa-
meistara ríkisins fyrir varnir
hans. Eg þakka honum beinlínis
fyrir þær. Við höfum gert slíkt
hið sama — og ég vona, að fólk
yfirleitt, sem ekki getur varið
garða sína með öðru móti, noti
þær varnir, sem duga. Þá má svo
fara, að fólk fái í friði að prýða
og fegra kringum hús sín.“
ÉG MÓTMÆLI ÞVf ALVEG að
ég sé að hvetja til skemmdar-
verka í görðum. Það er ekkert,
sem er mér eins fjarri skapi ög
einmitt þess vegna tek ég við þess-
ari ofa,nígjöf. Glerbrotin gegn
skemmdarvörgunum fyrst annað
dugar ekki!
Þriðja snmarsóknin.
Frh. af 4. síðu.
Því má hins vegar, í sambandi
við þær, ekki gleyma, að fyrir-
ætlanir og framkvæmd þeirra
eru sitt hvað. Það veit þýzka
herstjórnin þegar af eigin
reynslu austur á hinum enda-
lausu víðáttum Rússlands.
$ Þessi mynd, sem er, eins og ykkur mun renna grun í, héðaa af Islandi, hefir birzt í
? mörgum blöðum vestan hafs.
L
SJðlIstæðismðlið.
Frn. af 4- síðu.
bandsslita og stofnun lýðveldis-
ins, fyrr en búið væri að hafa
fullt samráð flokkanna á alþingi
og athuga allar aðstæður vand-
lega.
En þessi varð því miður ekki
raunin á.
Kommúnistar höfðu, eins og
áður er sagt, viljað samþykkja
lýðveldisstjórnarskrána á al-
þingi í vor og krafizt þess, að
sambandinu yrði formlega slit-
ið sem allra fyrst. Og um miðjan
maí s. 1., eftir að ákveðið var að
fresta fundum alþingis til 1.
sept', sá formaður Sjálfstæðis-
flokksins ástæðu til þess, að
lýsa yfir opinberlega, að hann
vildi tilkynna það öllum heim-
inum, að íslendingar ætluðu að
stofna lýðveldi og slíta „öll
tengslin“ við Dani ekki síðar en
17. júní 1944. Engar viðræður
höfðu orðið um þetta áður á
milli flokkanna. En með þessu
var asninn leiddur inn í herbúð-
ir skilnaðarmálsins. Ffokkarnir
höfðu yfirleitt ekki áður gert
neinar samþykktir um ákveðinn,
gildistökudag lýðveldisstj órnar-
skrárinnar. Var því ekki nema
eðlilegt, að brátt heyrðust radd
ir bæði um það, að ýms örygg-
is- og hagkvæmnisatriði væru
enn ekki fyllilega rannsökuð, og
eins hitt, að hið „ríkjandi á-
stand“ væri enn óbreytt, og
þyrfti því að hafa náin samráð
á milli flokka, áður en endan-
leg ákvörðun um tímatak-
mark væri tekin, til þess að
tryggja að engin víxlspor yrðu
stigin, og framkoma íslenzka rík
isins í þessu máli yrði, um leið
og hún væri ákveðin, á þann
veg, er sæmdi siðmenntaðri þjóð
í skiftum við önnur vinsamleg
ríki. En óðagots- og spákaup-
mennirnir í skilnaðarmálinu,
lögðu þá til óskemtilegra deilna
um þetta viðkvæma alþjóðar-
mál, og voru þá ekki spöruð
frýjunarorð, getsakir, dylgjur
og rangar fullyrðingar. En að
þessum ósmekklega og þjóð-
hættulega áróðri verður nú vik-
ið nokkuð nánar.
(Niðurlag á morgun.)
Ing-var Gunnarsson kennari
á sæti í stjórn Hellisgerðis í
Hafnarfirði. Föðurnafn hans mis-
prentaðist í gær.
StrandhÍSggið i Dieppe.
Frh. af 5. siðu.
itt var um vik til hjálpar, þeg-
ar svo stóð á nema með upp-
skurði á sjúkrahúsi. Hann var
fölur í andliti og átti erfitt um
andardrátt.
Ég fór að fálma eftir lyfja-
tösku minni enn á ný. Vftiur
minn gaf mér gætur, en ekki
sagði hann neitt. Mér tókst að
ná í öskju með morfíntöflum.
Hann opnaði munninn og skaut
bálítið fram tungunni. Við
horfðumst sífellt í augu. Ég
lét töflu á tungu hans, og hann
kingdi henni. Ég gat ekki annað
gert honum til hjálpar. Hon-
var það ljóst eins og mér.
Ég hélt áfram ferð minni á-
leiðis til vígisins. Það má segja,
að ég hafi verið sæmilega hug-
rakkur fram að þessu vegna
margra ára heraga og þjálfun-
ar. Ég hafði ekki svo mjög
fyllzt reiði vegna sára þeirra.
er ég hafði fengið. En nú, þeg-
ar ég sá vin minn liggja óvígan
fyrir fótum mér, fyltist ég svo
blindri og heilagri reiði, að ég
gáði einskis. Það eina, sem ég
hafði löngun til; var að drepa.
Ég vildi ná mér niðri á óvinin-
um.
Það var mitt hlutverk að
stjórna hernaðaraðgerðum
flokks míns. Þess vegna varð
ég að hafa hemil á þessu æði
mínu. Enda fór svo, að það
hafði örfandi áhrif á mig og
skerpti hugsunina.
Jafnframt verkaði reiðin á
mig eins og deyfandi lyf. Þeg-
ar við komum upp á hæðina,
þar sem virkið stóð, varð ég
fyrir þriðja skotinu, sem fór
alveg í gegnum hægra úlnlið-
inn á mér. Það var naumast að
ég fann til þess. En ég skal á-
’byrgjast, að skto, sem fer í
gegnum úlnlið manna, úr víðu
byssuhlaupi, eins og hér var
um að ræða, er nægilegt til
þess að líði yfir hann undir
venjulegum kringumstæðum —
þegar hann er ekki í geðshrær-
ingu.
Heiftaræði mitt gerði mér
kleift að komast áfram til virk-
ióins. Ég sá að menn imínir
höfðu hreinsað vel til í því með
handsprengjum og eldsprengj-
um. Þaðan gat ég fylgzt vel
;með þvf, spm fr'a mfór, og
stjórnað hinum ýmsu hópum
liðs míns í gegnum litla talstöð.
Fangar frá Túnis.
Raðir af ítölum og Þjóðverjum, hundruð og þúsundir þeirra, gengu á hönd bandamönnum,
þegar herirnir í Tunis gáfusl upp. Nú er verið að senda þessa fanga til Ameríku og Eng-
lands, þar sem þeir verða látnir vinna landbúnaðarstörf.
Innan klukkustundar var svo
að segja öll „ströndin á valdi
okkar. En fjöldamargar leyni-
skyttur áttu sér fylgsni allt í
kring. Einni þeirra tclkst að
koma á mig skoti, þegar ég
reyndi að tylla mér hærra í
víginu til þess að sjá betur út
yfir landið. í þetta skipti kom
kúlan í lærið á mér. Mér fannst
ég fá á^.iig þungt högg eins og
við fyrsta skotið, en einhvern
veginn tókst mér að standa á
fótunum.
Menn okkar og skriðdrekar
fóru nú að streyma inn í borg-
ina. Ég vildi óður og uppvægur
komast þangað líka. En þróttur
minn var á förum. Ég var orð-
inn óstyrkur.
Þegar fimmta kúlan hæfði
mig rétt fyrir ofan öklann á
hægra fæti, varð mér fótaskort-
ur, svo að ég féll við. Sú kúla
útkljáði um örlög mín. Ég
reyndi að standa á fætur, en
gat það ekki. Ég var allur heit-
ur og rakur hægramegin á lík-
amanum.
Þá fór ég að finna til sárs-
auka. Ég baðst fyrir, æ fjálgara
og fjálgara. Svo leið yfir mig.
Seinna frétti ég að nokkrir
manna minna hefðu borið mig
til sjávar og út á skip. Þegar ég
raknaði við, voru þýzkar flug-
vélar að skjóta á skip okkar úr
vélbyssum. Loftvarnabyssur
skipsins þrumuðu án afláts tíu
fet frá höfði mínu. Ég lixaðist
um og sá, að ég lá á dýnamit-
kössum. Ég vissi, að ég mundi
þeytast í mörgum pörtum út
í geiminn, ef kúla hæfði ein-
hvern kassann. En ég kærði mig
kollóttan um það þá. Ég hugs-
aði með mér: ,.Fari það allt í
kolað! Ef ég verð ekki drepinn
núna, þá verð ég aldrei drep-
inn!“ Slíkt skeytingarleysi um
líf og dauða er fjórði megin-
þátturinn í þeim eiginleika,
sem kallast hugrekki.
Ég lá þarna grafkyrr og
horfði á Spitfireflugvélar okkar
hrekja á brott þýzku flugvél-
arnar. Mér var innanbrjósts
eins og ég væri að horfa á kvik-
mynd. Eftir stundarkorn vor-
um við lausir við alla áreitni
óvinanna. Þá vék sér að mér
sjóliði og gaf mér vænan sopa
af rommi úr tinbolla. Nokkrum
mínútum seinna kom hann aft-
ur hlaupandi til mín. „Afsakið
þér,“ sagði- hann. „Þér hafið
þó ekki fengið skot í kviðinn?"
Ég hristi höfuðið. Honum létti
bersýnilega mikið við það.
„Það var gott,“ sagði hann „því
að ef svo hefði verið, hefði ég
ekki átt að gefa yður rommið.“
Þetta fannst mér eitthvað
skemmtilegasta atvik, sem fyrir
mig hafði borið. Ég fór að híæja
og hefði líklega ekki hætt því
fyrst 'um sinii, ef verkúrinn
hægra megin í líkamanum
hefði ekki alveg ætlað að gera
útaf við mig.
Ég vissi, að ég var úr allri
hættu, og mér fannst það fjári
skemmtileg tilhugsun.“
inp á snnnndaginn
IÞRÓTTAMÓT Borgfirðinga
verður háð á sunnudagina
kemur við Þjóðólfsholt hjá
Ferjukoti.
Þátttakendur verða 45 frá
ungmennafélögum Borgfirð-
inga og verður keppt í fjölda
mörgum íþróttagreinum. Þá
mun flokkur hnefaleikamanna
úr Glímufélaginu Ármanni
sýna hnefaleika.
Reykvíkingar, sem vildu
sækja þetta íþróttamót, geta
komizt með Laxfossi, sem fer
héðan klukkan 7 nm morgwn-
inn. x