Alþýðublaðið - 17.07.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.07.1943, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 17. júlí 1943» 40 herbergi hafa verið gefin til nýja Stúdentagarðsins. Garduriun mun kosta 1,5 milljénir NÝI stúdentagarðurinn er að verða fullgélrður. í Garðinum verður húsnæði fyrir 61 stúdent. Alls hafa herbergjagjafirnar orðið 40 að tölu og hafa lands- menn verið mjög gjöfulir til Garðsins. í peningum nema herbergjagjafirnar hvorki meira né minna en 40 þús- undum króna. Enn er ekki fylli lega séð hversu mikiði Stúd- entagarðurinn muni kosta, en gert er ráð fyrir, að kostnað- urinn verði ekki undir einni hálfri milljón króna. Stúdentar munu fagna því, er þeir geta flutt inn í þetta veglega hús í haust — og landsmenn munu einnig sam- gleðjast þeim. Það má segja, að húsið sé komið upp fyrir átök lands- manna allra. Tveir inenn sekt- aðir fyrir árás á almannafæri. Frðmdu beruaðaraðgerðirnar undir áhrifum áfengis. SAKADGMARI dæmdi í fyrradag 2 menn í sektir fyrir árásir á almannafæri. Voru báðir árásarmennirnir ölvaðir annar mjög mikið drukkinn, en hinn undir áhrif- um. Var annar þeirra dæmdur í 200 króna sekt og 250 króna skaðabætur fyrir högg, en hinn í 300 króna sekt og 100 króna skaðabætur fyrir högg. Annar þessara manna hefir verið sektaður áður. Skrifstofa GarðyrkjuráSunauts Reykjavíkurbæjar er flutt af Vegamótastíg í Austurstræti 10, '4. hæð, og verður framvegis opin kl. 11—12 f. h. og 5—6 e. h. alla virka daga, nema laugardaga. Sími skrifstofunnar er 5378. Þekktnr pianóleikari i ame- rfkska ranða brossinnm bér. MIss Kathryn Overstreet, sem leiknr á hverjnm sunnndegi s aiueríksha útvarpinn. P* INN af beztu yngri pianóleikurum Ame- ríku, Miss Kathryn Over- street, dvelur nú hér á landi og ætlar að leika í ameríkska útvarpið á hverjum sunnu- degi nokkrar næstu vikur. Hún er hér í þjónustu ame- ríkska rauða krossins og vinnur við eitt af skemmti- heimilum hans hér, eins og hinar stúlkurnar í gráu ein- kennisbúningunum. — Miss Overstreet hefir þegar leikið í ameríkska útvarpið einu sinni og vakti þá hrifningu allra, sem til hennar heyrðu. Útvarpshljómleikar hennar á morgun verða kl. 1,30 og næsta sunnudag á sama tíma. \ Miss Overstreet hefir haldið hljómleika í Ameríku, Póllandi, Hollandi, Englandi og oft á Ítalíu. Hún hefir leikið á píanó allt frá bernsku og notið einka- kennslu margra þekktra kenn- ara. Meðal þeirra, sem hún hefir leikið fyrir, er ítalska krónprinsessan, sem er verndari tónlistarinnar á Ítalíu, en það var í konungshöllinni í Neapel. „Ég hefi verið hér yfir hálft ár,“ sagði Miss Overstreet við' blaðamenn í gær. „Og mér finnst þetla „kalda“ land, eins og allir virðast halda að það sé, alls ekki svo kalt. Ef satt skal segja, er ekki eins kalt hér og í Minnesota, þar sem ég á heima.“ ,,Það er verið að athuga möguleikana á því, að ég haldi opihbera hljómleika hér í haust, og mér mundi þykja mjög gaman að gera það,“ hélt Miss Overstreet áfram „Ég hefi kynnzt nokrum íslenzkum tónlistarmönnum mér til mikill- ar ánægju.“ „Bróðir minn var meðal fyrstu ameráksku hermannanna, sem komu til íslands, og þegar það fréttist heim, hringdi fjöldi manna af íslenzkum ættum í LI. S. Army Signal Corps. KATHRYN OVERSTREET V Minneapolis til móður okkar og sagðist vona, að hann hefði gaman af því að vera á íslandi eða eitthvað slíkt.“ Miss Overstreet hefir oft leik- ið fyrir hermenn hér á landi. Á tónleikunum í útvarpinu á morgun leikur hún þessi verk: Votobilité eftir Emil Sauer, The fountain of Aqua Paola eftir • Charles Griffes, Reflec- tions in the Water eftir De- bussy, Allegro di Concierto eft- ir Granados og Olaf’s Dance eftir Mangiagalli. TÓNLIST í AMERÍKU Miss Overstreet skýrði frá ýmsu skemmtilegu varðandi tónlistarlíf í Ameríku. „Ég hefi orðið vör við það,“ sagði hún, „að hér á landi hafa menn þær hugmyndir um tón- list í Ameríku, að jazz skipi þar öndvegissess. Ég hygg, að þetta sé byggt á misskilningi, sem lélegar kvikmyndir og ým- islegt fleira hefir skapað. Það mun vera staðreynd, að 1 Bandaríkjunum eru fleiri sym- fóníuhljómsveitir en í öllum hinum hluta heimsins. Margir þekktir lónlistarmenn frá Ev- rópu hafa setzt að í Ameríku, t. (Frh. á 7. síðu.) Nauðsjrn að bypflia yfir Gagafræðaskðlann í Rvik. Skólion Jiegar fullskipaður næsta vetur ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefir haft spurnir af því, að Gagn- fræðaskólinn í Reykjavík myndi nú þegar vera full- skipaður nemendum á næsta vetri. En það mun ekki vera venjulegt, að skólinn sé fullskipaður jafn snemma og nú. Sneri blaðið sér í gær til skólastjórans, Ingimars Jóns- sonar, og vakti máls á þessu við hann. ,,Já, þetta er rétt hermt,“ sagði Ingimar. „Fleiri nemend- um er ekkj hægt að veita skólavist næsta vetur en þegar hefir verið gert.“ — Hvað rúmar skólinn marga nemendur? „Síðustu fimm til sex árin höfum við haft um 280 nemend ur á ári. Hefir skólinn jafnan verið fullskipaður í byrjun september. Á hverju ári hefir orðið að neita mörgum nem- endum um skólavist, því að að- standendur unglinganna ráða oft ekki við sig fyrr en á síð- ustu stundu, hvaða viðfangs- efni skuli ætla þeím yfir vet- urinn. Nú upp á síðkastið hefir jafnan orð’ð að neita að minnsta kosti tveimur bekkj- um um skólavist.“ — Hvar er skólinn til húsa? „Við höfum fjórar stórar kennslustofur í frakkneska spít alanum. Er tvísett í þær allar. Þar er ekkert meira húsrúm nothæft og hvergi, sem ég veit af í bænum. Er því ekki annað fyrir hendi til úrbóta en að byggja yfir skólann.“ — Iivaða ráðagerðir hafa verið .á döfinni í því efni? „Lögin um gagnfræðaskóla gera ráð fyrir, að ríkið kosti skólahús að tveim fimmtu hlut um en viðkomandi bæjarsjóð- ur að þrem fimmtu hlutum. Fyrir nokkrum árum voru gerð ir uppdrættir af skólahúsi og bærinn lagði fram lóð suðaust- an í Skólavörðuhæðinni milli Baronsstígs og Skólavörðu- torgs, sunnan við Austurbæjar- barnaskólann. En úr frekari framkvæmdum hefir ekki orð- ið, meðfram vegna styrjaldar- innar. Þá hefir ríkissjóður lagt fram áttatíu þúsund krónur, sem eru geymdar til býggingar innar, og heimilað er á fjárlög- um þessa árs að greiða fimm- tíu þúsund krónur til viðbótar þessari upphæð. Enn fremur á skólinn sjálfur í sjóði af rekstri sínum eitt hundrað og fimmtíu þúsund krónur, sem vafalaust koma í góðar þarfir, þegar byggt verður.“ — Hvað myndi bygging skól ans þurfa að vera stór? ,,Ég vil ekki hafa slíkan skóla stærri en svo, að hann rúmi fjögur hundruð — eða í hæsta lagi fimm hundruð nemendur, vegna þess að stjórn skólans, svo og uppeldisáhrif hans og eftirlit með nemendum, verð- ur varla fullkomið, ef skólinn er stærri.“ — Mundi það vera nægilega stór framhaldsskóli fyrir bæ- inn? „Nei, alls ekki. Bygging eins slíks skóla myndi að vísu bæta nokkuð úr , nokkur ár, en alveg vafalaust yrði annar slíkur skóli að rísa upp íyrir miðbæ- inn og vesturbæinn. Þessar hug myndir mínar standa í sam- bandi við þær breytingar, sem ég álít að hljóti að vérða gerðar á skólakerfi landsins á næstu árum.Gagnfræðakennslan hlýt- ur að verða skilin frá mennta- skólunum. Gagnfræðaskólarn- ir verða þá almennir framhalds skólar og standa öllum opnir að aflokinni barnafræðslunni. Ingimar Jónsson. Verða þeir þá að geta tekið á móti öllum, sem óska eftir fram haldsnámi, hvort sem fram- haldsnámið verður gert skylda eða ekki. Úr gagnfræðaskólun- um gengju menn svo í mennta- skóla, ýmsa sérskóla eða beint út í lífsstarfið, ef ekki væri kostur frekara framhaldsnáms. Með því yrði aðstaðan til fram- haldsnáms gerð miklu jafnari en nú er og auk þess meiri líkur til, að nemendur veldust betur í menntaskóla eða sérskóla, er þeir hefðu reynt sig við þriggja ára nám í gagnfræðaskólun um.“ — Hvaða kröfur eru gerðar til inntöku í Gagnfræðaskólann (Frh. á 7. síðu.) Fjðgnr fjrrirtæki sekt nð fyrir brot A verð- lagsákvæðnm. FRÁ skrifstofu verðlags- stjófa hefir borizt frétt um að nylega hafi eftirtaldar verzlanir og veitingahús verið sektuð fyrir brot á verðlagsá- kvæðúm: Hafliði Baldvinsson fisksali sektaður um kr. 300,00 fyrir of hátt verð á laxi. Hótel Island sektað um kr. 500,00 fyrir of hátt verð á veit- ingum. Hattabúð Ingu • Ásgeirs sekt- uð um kr. 1000,00 fyrir of hátt verð á kvenhöttum. Heildverzlun Ágústs Ár- manns sektuð um kr. 1000,00 fyrir of háa álagningu á hnífa. Signrjðn Jónsson skipstjóri látinn. Dó úr krabbameini á sjúkra- húsi í London. T^T ÝLÁTINN er í Londom * " Sigurjón Jónsson, fyrr- verandi skipstjóri á „Arctic.,e Sigurjón heitinn andaðist 1 sjúkrahúsi í London og varð krabbamein honum að bana. Hann varð 54 ára gamall, átti heima á Hverfisgötu 55 í Hafnarfirði, var kvæntur og átti 6 uppkomin börn. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband ungfrú Jóhanna Jó- hannesdóttir og Hjalti Árnason. Lögmaður gaf þau saman. Heim- ili þeirra verður að Shellvegi 4. BBdar S. . S. stendar iaitadal. 50 félög eru nú í sambandimi með yfir 20 þúsund meðlimum. AÐALFUNDUR Sambands íslenzkra samvinnufélaga er haldinn að Hólum í Hjaltadal að þessu sinni og var settur þar í fyrradag kl. 9,30 árdegis. Eiga sæti á fundinum 81 fulltrúi frá 50 félögum, og voru 77 mættir við sétningu fundarins. Enn fremur sitja fundinn stjórn Sambandsins, framkvæmdastjórar þess og nokkrir fleiri. Formaður Sambandsstjórnar- innar, Einar Árnason, setti fundinn og gerði grein fyrir framkvæmdum stjórnarinnar, en forstjóri Sambandsins flutti skýrslu um fjárhag þess og starfsemi. Ennfremur lagði hann fram reikninga ársins ’42. í byrjun ársins 1942 voru í Sambandinu 48 samvinnufélög, en 2 gengu í það á árinu, Kaup félag Súgfirðinga og Kaupfélag Arnfirðinga, og voru því 50 félög í Sambandinu í árslok. Tala félagsmanna í árslok var 20189 og höfðu 1595 bætzt við á árinu. Vörusala Sambandsins hafði aukizt um 14,5 milljónir frá því árið áður og nam 69,5 millj. kr. Sala innlendra vara, innan- lands og utan, var 2,9 millj. kr. lægri en næsta ár á undan og nam 23,8 milljónum. Sambandið rak eftirgreind fyrirtæki árið sem leið: Á Akureyri: Ullarverksmiðjuna Gefjunni, Slcinnaverksmiðjuna Iðunni og saumastofu. í Reykjavík: Frystihús, garnahreinsunar- stöð, sokkaprjónstofu og sauma stofu, ásamt útsölu á fram- leiðsluvörum verksmiðjanna. Í Vestmannaeyjum: Frystihús og útsölu á verk- smiðjuvörum SÍS og innlend- um afurðum. Vörusala verksmiðjanna og annarra fyrirtækja Sambands- ins nam smtals kr. 6,298,866,- 65. I árslok var efnahagur Sam- bandsins og Sambandsfélag- anna þannig, að Sambandssjóð- ur var kr. 2,743,000,00, en sam eignarsjóðir námu kr. 3,185,- 000,00.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.