Alþýðublaðið - 17.07.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.07.1943, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. júlí 1943. ALE>YÐUBLAÐIÐ MEÐ miklum hraða og mik- inni leynd er unnið að undirbúningi hernaðaraðgerða á svæði í Kyrrahafinu, sem nær yfir 'þúsundir fermílna. Mark- miðið er að skapa stórt kerfi af flugstöðvum og víggirðingum, eyju af eyju, frá eyjaflokki til eyjaflokks, frá meginlandi til meginlands. Þær framkvæmdir munu gerbreyta svip Kyrrahafs- ins. Þær munu einnig verða mjög þýðingarmiklar, í fyrsta lagi vegna þess, að þær munu valda þáttaskiptum í orustunni um Kyrrahafið, og í öðru lagi vegna þess, að þær eru liður úr úr þeirri þróun, sem mun ger- bylta öllum flugsamgöngum eft- ir styrjöldina. Ekki er lengur hægt að tala um neina ómælis-hafauðn. Kyrrahafið, sem heimurinn þeirri þróun, sem mun ger- strjálum eyjum, með einstöku herbaekistöð með þúsund mílna millibili eða meira, er þegar úr sögunni. í stað þess er komið haf með eyjum, þar sem er víg- girðing við víggirðingu. Þar með má segja, að hafin sé orustan, sem kalla mætti orustuna um hinar 3000 eyjar. Það eru að minnsta kosti svo margar nafn- greindar eyjar á svæðinu, þar sem viðbúnaðurinn er. Bygg- ing stöðva fyrir landher, flugher og flota fer fram með ótrúlegum hraða af hendi beggja aðila á víglínu, sem liggur um fjölda stöðva, sem Japanir hafa sett á fót, yfir Malakkaskagann, frá Singapore til suðurs, í boga gegnum Nýju Guineu og Salo- monseyjar, norður á bóginn um Karólínueyjar, Marshallseyjar og Gilbertseyjar, fram hjá Hawaiieyjum og til Aleuteyja. Japanir eru duglegir að höggva í kóral * og eldfjallaklettana, enda hafa þeir til þess fjölda Kínverja, sem þeir halda eins og þræla. Þeir víggirða hverja eyju, hversu lítil sem hún er, og flytja þangað gnótt allskonar vopna, einkum sprengjuflugvélar. Hins vegar hafa svo Ameríkumenn feikna mikinn viðbúnað á Suð- urhafseyjunum, á eyjunum fyr- ir norðan Nýju Guineu og á Aleuteyium, Eg vil nú leitast við að lýsa nokkru nánar, hvað þarna er að fara fram. Eitthvað, sem helzt líkist drif hvítri kalkstein$hrúgu, ber við heiðbláan sjóndeildarhringinn í Kyrrahafinu fyrir stafni flugvél- ar okkar. Það er lítið kóralrif, sem fáir hafa heyrt getið nokk- uð um á ævi sinni, varla þess virði, að það sé kölluð eyja. Þar eru varla nokkur tré, ekkert dýralíf og til skamms tíma að eins byggt nokkrum villimönn- um. En Ameríkumenn hafa með miklum erfiðismunum hafið þangað flutninga á hergögnum í stórum stíl með skipum og flug- vélum. Og með hinni hugvits- samlegu tækni sinni hafa þeir komið þar upp geysi þýðingar- mikilli herstöð. Þegar við lækk- um flugið yfir eyjunni, sýnist okkur enn, að ,hún muni vera óbygð. En þegar við gáum betur að, sjáum við, að það eru svo margir flugvellir á eyjunni, að hún nálgast það hröðum skref- um að verða einn heljarstór flugvöllur. Milli eyjanna þúsund. Kyrrahafið milli eyjanna 3 þúsund er oft stillt og fagurt, en getur orðið vettvangur hrika- legra fárviðra. Hér sést flutringaskip á siglingu á því, og yfir því fljúga flugvélar því til verndar tríð um • FTIRFARANDI GKEIN í ^ JLl- birtist upphaflega í stórblaðinu Daily) í London, en er hér) ! ) brezka 1 ) Mail _________, ___ „ ______ ^ þýdd eftir tímaritinu World ^ S Digest, þar sem hún birtist') 'í nokkuð stytt. Höfundur henn) ^ ar er Walter Farr, eini brezki • S fréttaritarinn, sem er með \ ) flota Bandaríkjanna í Kyrra) ^ hafi og hefir ferðazt um það ■ S allt. Hann lýsir hvernig hver j ) eyjan og hvert kóralrifið er S • gert að hernaðarbækistöð, • \ sem notuð verður í sókninni S N gegn Japönum. S S S V ÉLAR moka burt stærðar klettum á örfáum klukku- stundum á eyjum eins og þess- ari, og sérstakir úrvalsflokkar vel þjálfaðra verkamanna og vél fræðinga, sem flestir koma með flugvélum frá Bandaríkjunum, þyrpast þangað og gera eyna að bækistöð flugvéla af öllum stærð um. Nokkrir slíkra vélfræðinga eru um borð í flugvél okkar. Hver og einn þeirra er sérfræð- ingur í einhverri grein. Við setj- umst á eyna til þess að skila þeim á sinn áfangastað. Flug- maðurinn kveður þá eins laus- lega og hann væri að kasta kveðju á mann, sem hann hefir rekizt á í strætisvagni. Farangur þeirra er ekki meiri en menn hafa með sér í útilegu til einnar viku. Einn þeirra hafði aldrei komið út úr fylki eínu í Banda- Tilboð óskast í ca. 500 tóraar STÁLTUNNUR eins o^ þær liggja i fjörunni hjá KLEPPI. Tilboðin auðkend „STÁLTUNNUR“ sendist Fyrir næstkomandi föstudag 23. þ. m. til: — Trolle & Rothe h,f., Rv k. ríkjunum, fyrr en hann lagði af stað í þessa för fyrir nokkrum dögum Við höfum flogið hundruð mílna áfram. Við höfum séð fleiri af þessum kalkeyjum á báðar hliðar, allar rammlega víg girtar. Flugmaðurinn skyggnist forvitnum augum fram fyrir sig. Klukkustundum saman höfum við verið á leið til ákaflega lít- illar eyjar. Eftir öllum útreikn- ingum flugmannsins eigum við að vera staddir yfir henni nú. En hún er hvergi sjáanleg. „Það er vel líklegt, að storm- urinn hafi hrakið okkur úr leið,“ segir flugmaðurinn. „Það getur vel munað hundrað mílum eða svo.“ f-j AÐ greiðist úr hvítum skýj- ** um fyrir framan okkur, og skyndilega kemur lítill depill í ljós. „Við erum þá á réttri leið eft- ir allt saman,“ sagði flugmaður- inn. „Auðvitað hefði það ekki sakað mikið, þó að við hefðum ekki fundi eyjarkrílið. Við hefð- um þá lent á hinni eyjunni eða þessari þarna yfir frá.“ Hann talaði kunnuglega og kæruleys- islega um þessar eyjar, sem lágu í hundrað mílna fjarlægð hver frá annari í úthafinu, alveg eins og bílstjóri talar um það, hvort hann eigi að beygja til hægri eða vinstri inni í miðri borg. í hinu nýja Kyrrahafi er eigin- lega ekki hægt að tala um eina tvær eða þrjár flugleiðir, heldur eru það óteljandi flugleiðir, sem renna saman fyrir öllum öðrum en beztu sérfræðingum. Við lendum, og yfir kvöld- verði í fögrum lundi nálægt her stöð einni masa saman og hlæja flugmenn, sem koma ffn ýmsum stöðum í Kyrrahafinu, í óra- fjarlægð hver frá öðrum. Einn þeirra segir frá mataræði og þvíumlíku á eyju nokkurri. ,,Ég er vanur að hafa stutta viðdvöl á þeim stað,“ segir hann. „Ég flýg bara til næstu eyjar þar fæ ég ágæt bjúgu.“ Annar talar um mögúleika á að útvega á- fengi á stað, sem er 700 mílur í burtu. Enn annar flugmaður segir frá öllum smáatvikum í sambandi við loftárás, sem Jap- anir hafa gert á eyju, sem er í nokkurra hundraða mílna fjarlægð í annarri átt. Hann fjargviðrast um það, hvað það eyjar. sé í raun og veru nálægt þeim stað, sem við erum staddir á. Ef loftárás er gerð á einn stað í Kyrrahafinu með góðum á- rangri, er staður, sem er í 2000 mílna fjarlægð, ef til vill í hættu hernaðarlega, vegna þ.ess hvernig aðstæður eru þar til varnar. Við fljúgum til annarrar eyj- ar. Frumbyggjarnir með hið litaða hár sitt og töfrandi litar- hátt, koma út úr fylgsnum sín- um og ræða um lögun hernað- flugvélanna, þegar þær koma og fara. Hér búa dillimenn, sem vita meira um einkenni beztu flugvélategunda Ameríku manna heldur en margur mað- urinn, sem telst til hins sið- menntaða heims. Skeggjaður hvítur maður í hvítum borgara legum fötum með sólhjálm á höfði kemur út úr dulmáluðu hreysi. Hann spyr mig hvort það sé ekki einkennilegt að vera í London, þegar borgin er myrkvuð. Starf hans er mjög einkennandi fyrir hinar öru breytingar, sem eru að gerast í Kyrrahafinu. Hann er erindreki stjórnarinnar og er að leita að fersku vatni á eyju í miðju Kyrrahafi. „Þessar víg- stöðvar, sem við erum á, eru furðulegustu vígstöðvar í öllu stríðinu,“ segir hann. „Þið megið reiðal ykkur á það, að sú þróun, sem hér fer fram, mun setja meiri svip á heiminn en flesta af okkur órar fyrir. Ástralía og Nýja Sjáland munu ekki fara varhluta af þeirri þró- un, og það kæmi mér ekki á óvart, að þar yrðu mjög stór- stígar framfarir á næstunni. Þróunin hefir verið örari hér í Kyrrahafinu á einu ári heldur en hún mundi hafa verið á heilli öld, ef friður hefði verið. V IÐ erum brátt komnir að leiðarlokum og erum komnir mjög í námunda við þýðingarmesta staðinn fyrir baráttuna á Kyrrahafi. Flug- maðurinn bendir okkur á stað á kortinu fyrir framan okkur. „Það er eins gott, að við lend- um ekki hérna,“ segir hann. „Þó að við dveldumst þar ekki um kyrrt nema í nokkrar klukkustundir, eigum við það víst að fá þar köldusótt." Á eynni er sérstök tegund af moskitóflugum, sem smita menn með einstaklega illkynj- aðri og óhugnanlegri köldusótt. Auk hennar eiga menn á hættu að fá tvo eða þrjá minni háttar hitabeltissjúkdóma samtímis. Á þessum slóðum er líka eyja, þar sem lifir önnur einkennileg - tegund af moskitóflugu, sem [ smitar menn með slæmum húð- sjúkdómi, sem nefnist fílaveiki. Herlæknum, sérstaklega þjálf- uðum fyrir hitabeltisloftslag, fer sífellt fjölgandi á þessum eyjum. Barátta þeirra gegn skor Framhald á 6. síðu. Kvartað undan flækingum og fylliröftum, sem valda óróa á skemmtunum. — Sjómaður skrifar um troðn- ing fólks við strætisvagnana. Þ AÐ HEFIR LÖNGUM viljað við brenna, að flækingar og fylliraftar hafi valdið óróa og’ vandræðum á skemmtistöðum í nærsveitunum. Aðallega eru þess- ir flækingar úr Reykjavík, en þeir koma líka víðar að og eru engir aufúsugestir þar sem þá ber að garði. Allir eru þessir menn undir áhrifum áfengis og hafa í raun og vern ekkert markmið með ferða- lagi sínu. Nýlega 'fékk ég bréf um þetta efni frá manni utan Reykja- víkur og segir hann meðal annars: „UNDANFARIN FJOGUR AR, sem ég hefi átt þátt í að stjórna félagi mínu, en við höldum venju- lega tvær skemmtanir vor og sumar, hafa aðvífandi fylliraftar bókstaflega eyðilagt skemmtan- irnar með drykkjuskap sínum, ó- róa og áflogum. Það kveður svo ramt að þessu, að okkar eigið fólk telur sig ekki geta sótt skemmt- anirnar. Við höfum reynt að aug- lýsa að ölvuðum mönnum sé ekki leyfður aðgangur.* 1 * * * S * * * * * 11 „ÉG HEFI LENGI haft hug á að skrifa þér fáar línur viðvíkjandi vandamáli, sem við þurfum sífellt að glíma við, sem höfum á hendi stjórn félagsskapa. Vona ég að þú ljáir þessum fáu línum rúm í pistlum þínum. Það er farið verða svo að við, sem höldum op- aðs.“ inberar skemmtanir fyrir félög okkar, getum ekki auglýst þær opinberlega til dæmis í Ríkisút- varpinu, því að ef við gerum það, þá eigum við von á að heil hers- ing ungra drukkinna manná komi á skemmtistaðinn og geri allt vit- laust.“ „EN ÞEIR KOMA SAMT og það er alveg nóg að þeir komi, með því einu skemma þeir mikið. Ég vil nú mælast til þess að þú setjir í pistil þinn að við viljum ekkert hafa með svona lagaða gesti að gera, þó að við fögnum' siðuðum gestum, þó að þeir séu utanhér- ÉG VEIT, að þetta er vandamál margra. Nýlega var haldin mikil skemmtun í nágrenni Reykjavík- ur. Nokkrir flækingar komu þangað fullir og vitlausir. Þeim var ekki leyfð innganga á Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.