Alþýðublaðið - 17.07.1943, Blaðsíða 8
8
4LÞYÐUBL " 1IÐ
Laugardagur 17. júlí 1943.
■TJARNARBIÓB
Ornstan nm Stalin-
grad.
Rússnesk mynd.,
Bönnuð fyrir börn innan
16 ára.
Sýning kl. 5, 7 og 9.
HANDAN VIÐ HAFEÐ
BLÁTT
(Beyond the Blue Horizon)
DORO'mY LAMOUR
Sýnd kl. 3 laugardag og
sunnudag.
MA.RGIR menn, sem láta
sér ekki koma til hugar
að tala með munninn fullan,
krefjast þess að fá að tala, þó
að höfuðið sé tómt.
írskt spakmæli.
*
HVENÆR skyldi mannkyn-
ið ná því menningarstigi, að
góður kennari fái vinnu sína
jafnvel greidda og hnefaleika-
maður í þungaflokki?
(írskt.)
•
HLÝÐIN kona hefir í stað-
inn ást og eftirlæti.
ísl. málsháttur.
*
HLUTVERK konunnar er að
kveikja eldinn.
Victorine de la Croix.
*
KONAN á aldrei að sýna
karlmanninum sál sína í
allri nekt. Þegar maðurinn hef-
ir séð til botns í sál konunnar,
þá lítur hann á líkama hennar
eins og tómt ker. Og það er
eins og hann haldi, að kerið
muni brotna, ef hann snertir
það. Hann kennir í brjósti um
hana og fer.
H. K. Laxness.
(Jófríður í Vefarinn mikli.)
HANDA PIPARMEYJUM
OG PIPARSVEINUM
PIPAR heitur og þurr dugir
við hósta, sjúka lifur og
kaldan maga og minnkar verk
í sinum, hreinsar brjóst og er
góður við kreppu. Pipar
blandaður við egg skærir myrk
augu, ef þau eru smurð í.
Stappar maður pipar með ol-
eum, það er gott að smyrja
með líkam við skjálftasótt. . . .
Tak ál og legg í vín, það er gott
við ergi og lostasemi.
(Gömul læknisfræði: AM
194, 8vo.)
staka sinnum saman hádegis-
verð.
Aldrei myndi hann gleyma
fyrsta skiptinu, sem þau fóru
út til þess að borða saman. Hann
sótti hana heim og stanzaði of-
urlítið um leið til að spjalla við
Stephen. Þegar þau voru á leið
með strætisvagninum til
Fimmtu götu, sneri Gloria sér
að honum og spurði:
— Veit Anna um þessa ótrú-
mennsku?
— Nei, biddu guð fyrir þér!
sagði hann og hló hjartanlegar
en hann hafði gert síðan hann
var drengur. Honum fannst
viðkynningin við hana hafa
sömu þýðingu fyrir sig og
hreinsun. Manndómsár hans
höfðu verið flekkuð og svívirt
af þeim lítilfjörlegu kvenper-
sónum, sem hann hafði haft
nánust kynni af. En nú var
eins og öll þessi óhreinindi
væru strokin burt í einu vet-
vangi. Gloria Hallwell var þess
megnug að gefa honum aftur
trúna á lífið, ýta undir vonir
hans um framtíðina og vekja
til lífs á ný hinar blíðar til-
finningar hans til kvenna.
Anna var hin leynilega ógn-
un, sem vofði yfir þessum sak-
lausu samskiptum þeirra.
— Við verðum að bjóða
henni heim, sagði Gloria. Ég
skal vera ákaflega vingjarnleg
við hana. En ef við sniðgöng-
um hana algerlega, getum við
aldrei boðið þér til kvöldverðar
eða samkvæmis að kvöldinu.
Herbert hristi höfuðið á-
hyggjufullur.
— Þessar fyrirætlanir þínar
eru jafn aðdáunar verðar og
þú sjálf, en ég er eltki bjart-
sýnn.
— Hún getur ekki verið svo
hræðileg, sagði Stephen alvar-
legur í bragði. En Gloria var
raunamædd á svipinn.
— Elsku Stephen minn. Þú
veizt ekki hvað konur geta ver-
ið voðalegar, þegar þær láta
stjórnast af lægstu hvötum sín-
um og hætta að beita skyn-
seminni. Vesalings, vesalings
manneskjur! Hún snéri sér að
Herbert. Við skulum gera til-
raun með tedrykkju til að byrja
með. Til dæmis á fimmtudag-
inn. Ég skal senda henni vin-
gjarnlegt boð. Stephen þú verð-
ur að vera ljúfur í viðmóti við
hana. Og þú Herbert, verður að
láta sem við séum alveg ókunn-
ug hvort öðru.
Þegar Herbert kvaddi þau að
þessu sinni, kyssti hann á hönd
Gloríu. Honum hló ekki hugur
í brjósti, — hann þekkti Önnu.
Daginn eftir, þegar Anna
hafði fengið bréfið frá Gloriu,
sagði hún:
— Jæja, þau hafa sannarlega
gefið sér góðan tíma til að bjóða
mér. Hefir þú séð hana? Jæja,
ekki hefirðu nefnt það fyrr.
Þetta er svei mér kynlegt allt
saman. Þú segir, að mér muni
geðjast vel að henni? Það veit
ég nú ekkert um enn þá. Hef-
irðu tekið eftir, hvað hún skrif-
ar viðvaningslega rithönd? Ég
hugsa, að hún sé algerlega ó-
upplýst. Jæja, svo hún yrkir
ljóð? Það er svo að heyra sem
þú sért talsvert fróður um
hennar hagi. En í hverju á ég
að vera? Eg hefi enga tilhneig-
ingu til að láta þessar ríku kon-
ur hreykja sér á minn kostnað.
Ég líklega man eftir þessari
Goldstein — eins og hún var
ruddaleg! Mér kæmi ekki á ó-
vart, þó að þessi væri af sama
sauðahúsi. En ég fer nú þangað
að minnsta kosti til þess að sjá
hvernig hún er.
IH.
Það var ekki gleðskapnum
fyrir að fara í tedrykkjunni hja
Halliwells hjónunum. Herbert
kom af æfingu og varð á undan
Önnu. Þegar hún kom, ræddi
hann við frú de Kraye. Það var
snotur, fjörleg kona um fimmt-
ugsaldur, sem leitaðist við að
líkjast mynd af Greuze.
Herberl þurfti ekki annað en
sjá höfuðburð Önnu til þess að
gera sér ljóst, að hún var til
alls búin. Hún skaut fram hök-
unni og hnykkti til höfðinu.
Andlitsdrættirnir voru harðir
og teygðir.
Gloria var jafnvel enn meira
aðlaðandi en hún var vön. Mal-
ock sjálfur hefði ekki getað
staðizt töfra hennar. Það virtist
líka mildast dálítið úr Önnu.
Rödd hennar barst að eyrum
Herberts þaðan, sem hún sat í
sófanum við hlið Gloriu. Hann
hafði þroskað með sér á liðnum
árum eiginleika til að skynja
rödd hennar gegnum raddir
annarra. En það, sem hún var
að segja, var ekki beinlínis upp
örvandi.
— Hvað mynduð þér gera,
frú Halliwell, ef þér væruð á-
stríðurík kona og eiginmaður
: yðar létist ekki vita að þér
væruð til?
Anna talaði í kvartandi tón-
tegund, en baráttuhugurinn
skein úr hverju hennar orði.
Herbert var ljóst, að hún var
að reyna að gera frú Halliwell
að bandamanni sínum. En hon-
um var einnig ljóst, að Gloria
kólnaði í viðmóti. Hún vék sér
undan að svara spurningunni
beint og brá fyrir sig glenzyrði.
Von bráðar reis hún síðan á
fætur og lét eiginmann sinn
setjast við hlið Önnu.
Stephen lét ekki vel að sýn-
ast, þrátt fyrir skarpan skilning
og margþætta lífsreynslu. Svip-
ur hans bar þess líka ljósan
vott, að honum geðjaðist ekki
að þessu skyldustarfi. Hann var
mjög alvörugefinn og kurteis,
en sat nálega þögull.
SSS NÝJA BIÚ ™
Æfintýri I Mexico.
(Dawn Mexico Way)
Gene Autry
Smiley Burnette.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala aðgm. frá kl. 11 f. h.
Börn yngri en 12 ára fá ekki
aðgang.
SSB GAMLA BfO SS
Stolt og hlepidömar
Pride and prejudice)
Metro Goldwyn-Mayer kvik-
mynd af skáldsögu Jane
Austen.
Greer Garson.
Laurence Oliver.
Sýnd kl. 4, 6V2 og 9.
Aðgöngumiðasala frá kl. 1.
Anna svipaðist um í stofunni.
Herbert ræddi um tónlist við
frú de Kraye og Blei hljóm-
sveitarstjóra.
Gloria kom til þeirra, tók
undir handlegg Herberts og
þrýsti hönd hans. Hann kippti
að sér handleggnum.
—• Ó, góði vinur! Nú hefi ég
víst eyðilagt allt.
Það var orð að sönnu. Yfir
öxl hennar sá Herbert tvö níst-
andi augu, sem voru á verði,
og höku, sem varð æ harðneskju
legri. • ,
Honum til mikillar undrunar I
var Anna fámál. Hann hafði 1
búizt við beiskum og hörðum 1
ávítum. En í stað þess viður-
kenndi hún, að frú Halliwell
gæti verið aðlaðandi. Og hvers
vegna ætti hún ekki að vera
það? Aldrei hafði hún þurft um
annað að hugsa en þroska gáfur
sínar og persónuleika. Hélt
Herbert, að hún hefði nokkru
sinni á æfinni vætt hendurnar
í uppþvottavatni?
Þó að Herbert væri í hjarta
sínu sannfærður um, að Gloria
myndi miklu oftar hafa þvegið
upp diska en Anna, ef hún hefði
verið fátæk, þá féllst hann þó á
þessa röksemdaleiðslu. Hann
galt meira að segja jáyrði sitt
við öðrum miður vingjarnleg-
KALI FRÆKNI
fluga setzt á kinnina á honum og stungið hann. Gafllokið
flaug upp á við og haéfði eina stoðina, sem stráþakið hvíldi á.
Það glamraði í, þegar gafllokið kom í stoðina og virtist
hafa lent á einhverjum hörðum hlut, og á næsta andartaki
datt bæði gafllokið og þessi 'hlutur á gólfið.
Það var blikkdós undan kaffi og 'hafði vafalaust borizt
einhvern tíma hingað með kaupfari.
Lokið datt af og innihaldið fór á gólfið. .
Samúel horfði gramur á þetta og hélt áfram að núa
flugubitið.
En á næsta augabragði gleymdist allur sársauki. Aug-
un ætluðu út úr höfðinu á honum og hann kastaði sér á
gólfið og tíndi upp einhverja smámola, sem lágu á gólfinu.
„Perlur!“ hrópaði hann. „Jesús, Pétur, Júlíus og
Steinka! En hvað þær eru fallegar! Ég hefi aldrei heyrt, að
perlur hafi fundizt við þessa eyju, ha?“
Hann leit leiftrandi augum á Kala.
„Heyrðu! Hvar náðirðu í þær?“ spurði hann.
„Pabbi gaf mér þær,“ svaraði pilturinn. „Fyrir mörgum
mörgum árum. Hann er dáinn núna. Hann gaf Kala þær.
En ég var búinn að gleyma þeim.“
Kala virtist standa á sama um perlurnar.
Samúel var í þungum þönkum. Það var ótrúlegt, en
Suðurhafseyjapilturinn vissi ekki baun um verðmæti perln-
anna!
Fjörulallinn spurði Kala spjörunum úr. Hann komst að
raun um, að ekki einungis Kali, heldur og allir eyjarskeggj-
ar höfðu enga hugmynd um verðmæti perlna. Það var af því,
Lusya: Já, ég lærði að hata
óvinina. Þegar ég fékk leyfi úr
hernum, fór ég heim til þorps-
ins míns.
rES, I UEAENED TO HATE THE
IEMV/ ONl LEAVE, AFTEC FOUR
INTHE OP; ACTlON.r CETUCNED
’O MV NATIVE VILLACE/ (ZSO
!MV MEN WERE THEEE, BUT
1E NAZI4 HAD BEEN THECE
Z<srí r AGClVED JUST AFTEC
THE BATTLE.
24-
THE NAZIS HAD <ILUED A
NUMBER OF PEOPLE...THE OLD
MEN AND WOMEN WHO
REMAINED BEHIND...AMONG
THEM WAE MV MOTHEG/ SHE
HAD BEEN SHOT IN COLD
BLOOD..
Lusya: Hermenn okkar voru
þar, en nazistarnir höfðu verið
þar rétt áður. Ég kom rétt eftir
orruetuna.
Lusya: Nazistarnir höfðu
drepið fjölda manns, gamla
fólkið. Þar á meðal var móðir
imn.
' AND 60 X LEARNED TO HATE..
COLDLV. LOOICALLY/ BECAU6E X
love mv countrv AND my DEAR
ONE6 60, I HATE THE NAZJ6 MOCE
DEEPLV, AND I'LL NOT RE6T ÍJNTIL
THE LA6T INVADEG 16 CRUSHED-
Lusya: Þannig lærði ég að
hata óvinina og elska land mitt.
Ég skal ekki unna mér hvíldar
fvrr en óvinirnir eru sieraðir.