Alþýðublaðið - 17.07.1943, Blaðsíða 4
4
ALÞYÐUBLAfHÐ
Laugardagur 17. júlí 1943.
GylfS 1». Gislason:
Tekju- og eignasktptlng pjéð-
arinnar og stríðsgréðinn.
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pétursson.
Ritstjórn og afgreiðsla í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Símar ritstjórnar: 4901 og
4902.
Símar afgreiðslu: 4900 og'
4906.
Verð í lausasölu 40 aura.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Hvað veldur ?
UNDANFARNA DAGA hafa
hér í blaðinu verið birt
nokkur ummæli Morgunblaðs-
ins um sjálfstæðismálið árin
1940 og 1941, sem sýna að af-
staða þess blaðs í því máli í
dag er í einkennilegri mótsögn
við það, sem það áður hefir
haldið fram. Er engin furða
þótt bæði Alþýðublaðið og aðr-
ir spyrji, hvað það sé, sem slík-
um sinnaskiptum í sjálfstæðis-
málinu hefir valdið.
Strax og alþingi hafði 10.
apríl 1940, þegar kunnugt varð
um innrás Þjóðverja í Dan-
mörku, samþykkt að taka æðsta
valdið í málum þjóðarinnar
„að svo stöddu“ í sínar hendur
og fela það ráðuneytinu, lét
Bjarni Benediktsson þá von í
ljós í Morgunblaðinu, að við
gætum „síðar í ró og næði, eftir
þeim leiðum, sem sambandslög
og stjórnarskrá marka“, ráðið
sjálfstæðismálinu endanlega til
lykta.
Nokkrum dögum síðar tók
Morgunblaðið í ritstjórnargrein
ákveðna afstöðu gegn uppá-
stungum, sem þá þegar höfðu
komið fram um það, að grípa
tækifærið strax til þess að gera
upp sambandið við Dani fyrir
fullt og allt. „Alþjóð“, sagði
Morgunblaðið af því tilefni, „er
áreiðanlega andvíg því, að hafa
sjálfstæðismálið á oddinum nú,
þegar frændþjóð okkar, Danir,
eru í sárum.“
Svo leið heilt ár. Þá gerði al-
þingi, 17. maí 1941, hinar al-
kunnu samþykktir sínar í sjálf-
stæðismálinu þess efnis, að við
hefðum að vísu þá þegar öðlast
rétt til fullra sambandsslita við
Danmörku, vegna vanefnda á
sambandslagasáttmálanum af
hennar hálfu, og myndum ekki
endurnýja þann sáttmála, en
teldum hins vegar ekki tíma-
bært, vegna ríkjandi ástands,
að ganga formlega frá sam-
bandsslitum og framtíðarstjórn-
arskipun ríkisins; það myndi þó
ekki verða gert síðar en í stríðs-
lok; en þá væri það vilji al-
þingis, að stofnað yrði lýðveldi
hér á landi. Þessar yfirlýsingar
alþingis túlkaði Morgunblaðið
nokkrum vikum síðar alveg af-
dráttarlaust þannig, að ætlunin
væri ekki, „að gengið yrði frá
formlegum sambandsslitum“
fyrr en að stríðinu loknu, hvort
sem það nú stæði „eitt, tvö,
þrjú eða fleiri ár“, en þó „strax
að stríðinu loknu.“
Öllum þessum ummælum,
sem hér hefir verið vitnað í,
geta menn flett upp í Morgun-
blaðinu 11. apríl og 21. apríl
1940 og 26. júní 1941.
Og hvað er það nú, spyrja
menn, sem veldur því, að Morg-
unblaðið skuli síðan hafa
hlaupið frá öllu því, sem það
sagði 1940 og 1941 um lausn
sjálfstæðismálsins, — að það
skuli nú heimta „tafarlaus sam-
bandsslit“, fyrir stríðslok, enda
þótt frændþjóð okkar, Danir,
séu enn í Sárum, — meira að
segja án þess að virða þá við-
tals?
Enga nauðsyn ber til þess, að
VÍÐAST iHVAR mun nú lok-
ið niðurjöfnun útsvara, og
fyrir hálfum mánuði kom út
ein fjöllesnasta bók, sem út er
gefin á íslandi, Útsvarsskráin í
Reykjavík. Þar sér hver maður,
hvað honum er gert að greiða
til hins opinbera, en mörgum
finnst það þó ekki síður mikils-
vert, a,ð ái gmndvelli þeirra
upplýsinga, sem þar eru, má
einnig fara nærri um tekjur
og eignir náungans.
Það er alkunna, að geysileg-
ar breytingar hafa orðið á tekj-
um og tekjuskiptingu síðan fyr-
ir stríðið. 1939 var áætlað, að
þ j óðartekj urnar hafi numið
um 95 milljón krónum, en 1942
voru þær taldar 345 milljón kr.
Um tekjuskiptingu milli stétta
eru því miður ekki gerðar
skýrslur árlega, og er það mjög
bagalegt. Nýjasta skýrslan um
það efni er frá árinu 1934, og
er um tekjur í Reykjavík sam-
kvæmt skattaframtali Tekju-
hæstir voru þá framkvæmda-
stjórar við útgerð og höfðu að
meðaltali 13.200 kr., þá lög-
fræðingar, læknar o. fl. tæpar
8000 kr., yfirmenn á skipum
tæpar 7000 kr., embættis- og
skrifstofumenn ríkis og bæjar
5600 kr., verzlunarmenn 4600
kr., iðnaðarmenn 3800 kr., o,
s, frv., en af eiginlegum starfs-
stéttum voru verkamenn lægstir
með 2500 kr.
Þessar meðaltölur gefa þó
hvergi nærri til kynna, hversu
ójöfn tekjuskipfingin var og
er vafalaust enn, þót(t mikil
röskun hafi eflaust orðið, því
að í hverjum flokki geta tekj-
urnar verið mjög misháar. Sé
það athugað, hversu mikill
hluti skattgreiðenda hafði lægri
tekjur en 2500 kr., kemur í ljós,
að það var rúmlega helmingur
þeirra eða 55%, og þessi 55%
skattgreiðendanna höfðu ekki
nema 21% teknanna eða liðlega
fimmtung þeirra, en hin 45%
skattgreiðendanna höfðu 4/5
hluta teknanna. Hlutfallið verð
ur enn ójafnara þegar tekið er
tillit til þess, að hér er aðeins
um að ræða þá, sem eru á
skattskrá. Þá kemur í ljós, að
55% íbúa bæjarins hafa haft
aðeins 17% heildarteknanna,
en 45%íbúanna 83% teknanna.
Á þessu sést, hversu geysi-ójöfn
tekjuskdptingin hefir verið.
Eignaskiptingin er mjög ó-
jöfn. Samkvæmt skýrslu, sem
til er fyrir árið 1937, var tala
þeirra, bæði einstaklinga og fé-
laga, sem áttu 5000 króna skatt
skylda eign eða meira, tæp
8000, og sést á því hversu lítill
hluti þjóðarinnar átti slíka eign.
Rúmur helmingur skattgreið-
endanna eða 56% þeirra átti
aðeins tæpan fjórðung eða 24%
eignanna, en rúm 4% þeirra
við slítum sambandinu á svo
fljótræðislegan og taktlausan
hátt. Við höfum þegar raun-
verulega tekið öll þau mál okk-
ar, sem Danir fóru með, í okk-
ar hendur. Eftir er aðeins að
ganga formlega frá sambands-
slitum. En það taldi alþingi í
samþykktum sínum 117. maí
1941 ekki tímabært þá vegna
ríkjandi ástands. Það ástgnd
helzt enn. Stríðið er eftir sem
áður í algleymingi, Danmörk
enn hertekin og í sárum og við
með erlent setulið í okkar eigin
landi. Og þar á ofan bætist, að
okkur hafa nú borizt ótvíræðar
vísbendingar um það, að það
myndi verða okkur mikill á-
litshnekkir meðal frændþjóða
okkar á Norðurlöndum, — þó að
þær gangi allar út frá því, að
S S
^ | ÚTVARPSERINDI um|
^ * um daginn og veginn, s
S sem Gylfi Þ. Gíslson flutti $
$ fyrir nokkru síðan, gerði ^
^ hann meðal annars tekju- og s
S eignaskiptingu þjóðarinnar S
$ að umtalsefni, svo og dýrtíð- •
^ ina og stríðsgróðann. s
S Alþýðublaðinu hafa síðanS
$ borizt margar áskoranir um ■
^ að fá þennan hluta erindisins ^
S til birtingar og hefir höfund- S
S urinn góðfúsega orðið við ^
• þeirri beiðni blaðsins. ^
c ----------------------- -Á
áttu 32'/,i allra eignanna. Eigna
skiptingin hefir því verið enn
ójafnari en tekjuskiptingin
Nú er vísitalan komin niður
í 246 stig, og hefir lækkað um
26 stig síðan í desember síðasl-
liðnum. Menn gleðjast yfir
minnkun dýrtíðarinnar, en ekki
er þó sú ánægja með öllu ó-
blandin hjá launþegum, því
að dýrtíðaruppbótin minnkar að
sama skapi. Og þótt menn vilji
dýrtíðina á bak og burt, vilja
menn gjarnan halda dýrtíðar-
uppbótinni.
Ég held, að hvergi í nágranna
löndunum að minnsta kosti, sé
grieidd full dýrtíðaruppbóit á
allt kaupgjald nema hér. En
dýrtíðin er líka meiri hér en
í nokkru nágrannalandanna.
Meðalvísitala ársins 1942, mið-
að við fyrri hluta ársins 1939,
var í Danmörku 155, í Noregi
(148, í Svíþjóð 141, í Bretlandi
130, Bandaríkjunum 117 og í
Þýzkalandi 108. Og auk dýrtíðar
uppbótarinnar hefir hér orðið
hækkun á nær öllu grunnkaupi.
Þeim, sem stunþa sjálfstæðan
atvinnurekstur hefir vegnað
mjög vel og á fiölmörgum at-
vinnurekstri hefir stórgræðzt.
Það er alkunna, hvernig á
því stendur, að hér hefir getað
orðið svo mikil aukning á tekj-
um manna, sem raun ber vitni
um. Sumpart á auknigin sér
innlendar orsakir, er afleiðing
svikamillu verðbólgunnar og
engum til raunverulegs gagns,
en veldur misrétti og verður
síðar til tjóns. En sumpart á
hún rót sína að rekja til tekju-
aukans af útflutningnum. Það
er satt, að á síðustu árum hafa
tekjur þjóðarinnar af viðskipt-
um við aðrar þjóðir stóraukizt.
En því má þó ekki gleyma,
að tekjuaukinn hefir enn sem
komið er fyrst og fremst valdið
því, að þjóðin hefir losnað við
skuldir og eignast erlendar inn-
leignir, en ekki hinu,' að inn-
við skiljum við Dani, — ef við
að nauðsynjalausu hlypum upp
til þess að ganga frá formleg-
um sambandsslitum nú, án þess
að tala áður við hina gömlu
sambandsþjóð okkar, eins og
norrænni bræðraþjóð ber.
En allt þetta lætur Morgun-
blaðið sem vind um eyru þjóta.
Ólafur Thors hefir fengið þá
flugu, að hann geti slegið sér
og flokki sínum eitthvað upp á
sjálfstæðismálinu með því að
hlaupa fram fyrir skjöldu í því.
Það á að fleyta honum upp í
valdasessinn á ný með stuðningi
Jónasar frá Hriflu og kommún-
ista!
Þetta — og ekkert annað —
er skýringin á sinnaskiptum
Morgunblaðsins í sjálfstæðis-
málinu.
flutningur verðmæta hafi auk-
izt mjög. Meðalinnflutningur
áranna 1940 til 1942, að báðum
árunum meðtöldum, var að vísu
réttum þriðjungi meiri að
magni til en innflutningur ár-
anna 1937—39, en aukningin
hefir orðið mest á ýmis konar
neyzluvörum. Þjóðin hefir ekki
auðgast að nýjum framleiðslu-
tækjum og ekki verulega að var
anlegum eignum. Við höfum
fyrst og fremst grætt ávísun á
raunveruleg verðmæti, en ekki
verðmætin sjálf. Það hljómar
kennske undarlega, en samt er
það svo, að við vitum í raun og
veru ekki enn, hversu mikill
hinn margumtalaði stríðsgróði
er. Verðmæti erlendu inneign-
anna fer ekki eftir krónutölu
þeirra, og ekki einu sinn heldur
eftir sterlingspunda eða dollara
tölu þeirra, heldur eftir því og
því einu, hversu mikið af vör-
um við getum fengið fyrir þær.
En þjóðinni hefir verið feng-
in ávísun í krónum á þessa er-
lendu innstæðu, sumum mikið,
öðrum lítið og enn öðrum jafn-
vel ekkert. Og þeir, sem fengið
hafa talsvert í sinn hlut, berast
margir hverjir allmikið á. Hér
ber því miður talsvert á ýmiss
konar heimskulegu óhófi, sem
er þjóðinni til heldur lítils sóma
og er ekki vel til þess fallið,
að vekja á henni álit með öðr-
um þjóðum. Það bólar jafnvel
nokkuð á beinu virðingarleysi
fyrir peningum. Það þykir fínt
\ J ÍSIR birtir í gær eina rit-
" stjórnargreinina enn um
afstöðu okkar út á við og er nú
ekki lengur að fara í neina
launkofa með skoðanir sínar.
Þó að við séum noræn þjóð,
segir hann, réttlætir það á
engan hátt, að landið okkar sé
talið með Norðurlöndum! Það
er á áhrifasvæði hins ensku-
mælandi heims, en Danmörk,
Svjþjóð, Noregur og Finnland
á þýzku áhrifasvæði. Þetta vill
Vísir láta viðurkenna í fram-
tíðinni, og verður óneitanlega
fróðlegt að heyra, hvernig
frændþjóðir okkar snúast við
slíkri skiptingu Vísis á Norður-
löndum upp á milli stórveld-
anna, engu síður en við. —
Vísir segir:
„Eins og' sakir standa lútum við
Islendingar hervernd Bandaríkj-
anna. Áður vorum við hernumd-
ir af Breturp. Þetta eru staðreynd-
ir, sem sýna og sanna að ísland
liggur fyrst og fremst á áhrifa-
svæði hins enskumælandi heims.
Allt öðru máli gegnir um önnur
Norðurlönd. Þau eru sumpart
háð þeim beint eða óbeint. Sví-
þjóð, sem enn hefir tekizt að
halda hlutleysi sínu, er þrátt fyrir
það á þýzku áhrifasvæði. Þessi
lönd öll eru óaðskiljanlegur hluti
meginlands Evrópu, enda leiðir
það af líkum.
Aðstaða íslands til umheimsins
er allt önnur en afstaða Norður-
landa, og þótt hér búi norræn
þjóð, sem lotið hefir kúgunarvaldi
frændþjóða sinna, réttlætir það á
engan hátt að landið sé talið með
Norðurlöndum eða lúti þeim. Lega
þess og jarðmyndun ræður því,
að verði það talið til nokkurs
Gólfiilútar i
Bergstaðastræti 61.
Sími 4891.
• ........................
Svefnpokar,
Bakpokar,
Sportblússur.
Ryk- og regnfrakkar ódýrir.
Unnur
(horni Grettisgötu og
Barónsstígs).
að vilja ekki vita, hvað hlutir
kosta, sem verið er að kaupa.
Sumir virðast leggja á það sér-
staka áherzlu að láta se mallra
mest á iþví bera, að þeir eigi
of fjár, sem brýna nauðsyn beri
til þess að eyða í eitthvað gagn-
legt eða gagnlaust. En eftir því
sem óhófseyðslan vex vill oft
svo fara, að lífið verði snauð-
ara að sannri menningu og heil-
brigðri lífsgleði. Það væri vissu-
lega leitt, ef svo reyndist, að
íslendingar gætu ekki fengið
nokkuð fé handa á milli án
þess að bíða um leið tjón á
sálu sinni.
landaflokks, er eðlilegast að telja
það á áhrifasvæði hinna ensku-
mælandi þjóða, þótt þjóðin, sem
landið byggi sé engilsöxum ef til
vill fjarskyldari en norrænum
þjóðum, sem vafalaust má þ6
deila um.“
Og enn skrifar Vísir:
„Þröngsýni er það, að skilja
ekki hver afstaða imids og þjóðar
er gagnvart umheiminum. Háski
er hitt að skilja ekki að framtíð
þjóðarinnar og tilvera byggist
fyrst og fremst á vinsemd þeirra
þjóða, sem voldugastar eru, en
þær ráða ekki einvörðungu örlög-
um okkar heldur og allra smá-
þjóða.“
Það væri synd að segja, aö
hér væri. ekki skrifað fullkom-
lega skiljanlega. En af slíkum
ummælum geta menn séð, hvers
konar bollaleggingar eru nú
uppi hér á meðal þeirra manna,
sem hæzt gála um sjálfstæði og
tafarlaus sambandsslit við Dani.
Vissulega vilja allir hugsandi
íslendingar hafa sem vinsamleg-
ust sambönd við hin engilsax-
nesku stórveldi í framtíðinni. En
hitt munu þeir eiga erfitt með
að skilja, að þeir þurfi þess
vegna að slíta hin fornu menn-
ingarlegu tengsl við Norður-
lönd með því að hverfa úr sam-
félagi hinna norrænu þjóða. Og
því betur munu þeir vera fáir,
sem með Vísi vilja hafa slík
vinaskipti í sambandi við skiln-
að okkar við Danmörku. Viö
verðum norræn þjóð á meðal
norrænna þjóða þrátt fyrir hann
og skoðum það sem • sterkustu
tfygginguna fyrir sjálfstæði
okkar og þjóðerni um alla
framtíð.